Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 NORÐMENN HAFNA ESB-AÐILD MORGUNBLAÐIÐ Magnús Gunnarsson Tryggja verður EES-samn- inginn TALSMENN íslensks atvinnulífs sem Morg- unblaðið leitaði til eru flestir ánægðir með nið- urstöðu atkvæða- greiðslunnar í Noregi um aðild að Evrópusam- bandinu. Talsmenn út- gerðar og fiskvinnslu telja íslendinga standa betur að vígi en með Norðmenn innan ESB MAGNÚS Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, segir að til skamms tíma litið hefði verið auðveldara fyrir íslendinga að eiga við Evrópusambandið eina sér, og sjálfur hefði hann staðið í þeirri trú að Norðmenn myndu samþykkja aðild að ESB. „Eg held að það sé mjög mikil- vægt fyrir okkur núna að ríkis- stjórnin vindi bráðan bug að því að tryggja samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið og eyði ekki of miklu púðri í að reyna að koma aðildinni að ESB inn á dagskrá fyrir næstu kosningar. Þetta finnst mér vera lykilatriði og ég hef áhyggjur af því að menn séú upp- teknir af einhvetju öðru en því sem skiptir máli,“ sagði Magnús. Hann segist vona að úrslitin í Noregi séu ekki óhagstæð íslend- ingum þegar litið sé til lengri tima. Hins vegar telji hann íslendinga geta dregið ákveðinn lærdóm af úrslitunum þar sem ESB geri aftur sömu mistökin og gerð hafi verið 1972 þegar aðild að Evrópubanda- laginu var felld í Noregi. „Það var alltof ósveigjanlegt í samningum um sjávarútvegsmálin og píndi Norðmenn í lokin þegar ekkert var eftir nema sá mála- flokkur til þess að alfarið gangast undir sínar reglur og sín sjónar- mið. Ég vil meina að það hafi ver- ið mikið dómgreindarleysi hjá sjáv- arútvegsráðherra þeirra að gera sér ekki grein fyrir því þegar þarna var komið sögu að þetta myndi ekki klára þessa samninga í sjáv- arútvegsgeiranum. Ég held að þarna hafi þeir gert sömu mistökin tvisvar sinnum, því það voru líka sjávarútvegsmálin sem felldu samninginn 1972,“ sagði Magnús. Benedikt Davíðsson Betra að vera ekki einir BENEDIKT Davíðsson forseti Al- þýðusambands íslands telur að það verði þægilegra fyrir samskipti ís- lensku verkalýðshreyfingarinnar við þá norrænu að vera ekki ein á báti utan Evrópusambandsins, sama gildi um samskipti við evr- ópsku verkalýðshreyfinguna. Því verði aðkoma að þessum málum þægilegri fyrir íslendinga, eftir að f§| H fjlu Norðmenn hafa hafnað aðild, en ef þeir hefðu samþykkt aðild. Norska alþýðusambandið tók afgerandi afstöðu á móti aðild að ESB, að sögn Benedikts. „Það er því í svipaðri stöðu og við. Þjóð- landið stendur utan við ESB, en verkalýðshreyfingin norska þarf eins og við að eiga mikil sam- skipti við sameiginlega evrópska vinnumarkaðinn." ísland tengist evrópskum vinnu- markaði í gegnum EES. Engu að síður telur Benedikt að staða okk- ar hefði verið önnur, ef öll hin Norðurlöndin hefðu verið komin inn í ESB en við verið fyrir utan. „Að því leyti tel ég að þetta sé heldur hagkvæmari staða fyrir okkur, en ef Norðmenn hefðu sagt já.“ Einar Sveinsson Flækir málið ef eitthvað er EINAR Sveinsson, formaður Verslunarráðs íslands, segir að úrslitin í Noregi setji málefni ís- lendinga í svolítið nýtt ljós en sé samt ekki sú grundvallarbreyting að við eigum að hætta að hugsa um þessi mál. „Eg held að við þurfum áfram að gæta okkar hagsmuna, en hafa ber í huga að þessi kosning fór fram í Noregi en ekki á íslandi. Við eigum því að halda áfram því striki að skoða möguleika okkar á því að skilgreina markmið okkar fyrir íslenska hagsmuni með hugs- anlega aðild okkar að Evrópusam- bandinu í framtíðinni. Ég held að hætta á einangrun okkar sé áfram til staðar þótt Norðmenn standi með okkur í þessari einangrun," sagði Einar. Hann sagðist telja að staða Is- lendinga yrði að sumu leyti erfið- ari í kjölfar kosninganna í Noregi. „Ef við hefðum staðið einir utan við hefði verið mun auðveldara fyrir Evrópusambandið að sættast á okkar sérstöðu, en hafandi Norð- menn með okkur þá flækir það málið frekar ef eitthvað er. Menn á íslandi þurfa að fara að sætta sig við það að þessi umræða þarf að fara fram hér á landi, og ég held að það þjóni best okkar hags- munum að fara að ræða þessa framtíð í alvöru. Ég held að þegar til framtíðar er litið verði hagsmun- um okkar betur borgið innan dyra heldur en utan. Við erum hluti af Evrópu og ég held að það sé rétt að draga Evrópulandamærin vest- an við okkur en ekki austan við okkur.“ Haukur Halldórsson Gladdi mitt litla hjarta „ÉG HAFÐI eiginlega reiknað með þessari niðurstöðu. En ég verð að segja eins og er að hún gladdi mitt litla hjarta. Þótt sumir hafi haldið öðru fram held ég að ákvörðunin eigi frekar eftir að verða íslendingum til hagsbóta en hitt,“ segir Haukur Halldórsson formaður Stéttasambands bænda. „Ég veit til dæmis ekki betur en við séum með heldur hagstæð- ari sjávarútvegssamning innan EES. Að öðru leyti tel ég að það muni nú dálítið um Norðmenn upp á að njóta þeirra réttinda og skyldna sem samið var um í EES- samningunum. Ég trúi því að samningurinn verði aðlagaður breyttu umfangi, þ.e. að aðeins verði tvær þjóðir utan Evrópusamx bandsins, eða breytt í tvíhliða samninga. Svo held ég líka að norræn samvinna verði meiri en ella þegar það eru ekki aðeins við heldur Norðmenn líka sem standa fyrir utan. Hinar Norðurlandaþjóð- irnar taki meira tillit til þess,“ sagði Haukur. Haraldur Sumarliðason Ættum ekkí að láta þetta rugla okkur HARALDUR Sumarliðason, for- maður Samtaka iðnaðarins, segir að úrslitin í Noregi kunni að leiða til þess að andstæðingum aðildar að Evrópusambandinu muni vaxa ásmegin hér á landi. „Ég hugsa að þetta muni draga úr fylgi við inngöngu þegar þar að kæmi þótt ég telji að við ættum ekki að láta þetta rugla okkur neitt. En ég tel hins vegar liklegt að það muni fleiri en ella segja sem svo að fyrst Norðmenn geta staðið fyrir utan ESB þá getum við það vel. Sjálfur hef ég horft á þetta þannig að við þyrftum sjálfstætt og sjálf að meta hagsmuni okkar miklu fremur en hver útkoman yrði hjá Norðmönnum. Auðvitað er þó líklegt að þetta hafi áhrif, en ég hef hinsvegar verið á þeirri skoðun að við þyrftum að móta okkur markmið og fara síðan í við- ræður við Evrópusambandið," sagði Haraldur. Hann sagðist sjálfur ekki vera eindreginn stuðningsmaður inn- göngu íslands í Evrópusambandið, en hins vegar hefði hann litið svo á að Islendingar ættu að marka óskir sínar og sækja síðan um og fara í viðræður við ESB til þess að kanna hve langt væri hægt að ná. „Hvað Evrópska efnahagssvæð- ið varðar þá held ég að það sé ekkert betra fyrir okkur að Norð- menn hafa hafnað aðild að ESB. Ég hef haft trú á því að ef við ekki vildum fara þama inn þá gætum við haldið EÉS-samninginn þótt eitthvað í honum þyrfti hugs- anlega að breytast,“ sagði Harald- ur. Friðrík Pálsson Höfum áfram bandamann FRIÐRIK Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, tel- ur stöðu Islendinga ekki vera eins óvissa eftir niðurstöðuna í Noregi eins og ella hefði orðið. Hann hefði óttast að íslendingar hefðu lent í vamarstöðu sem óvíst væri hvernig hægt væri að vinna úr ef þeir ein- ir hefðu staðið utan ESB, og þá sérstaklega vegna þess hve hags- munir íslendinga og Norðmanna væru líkir með tilliti til fiskveiði- mála. „Mér hefur alltaf fundist hingað til að við hefðum verið í sókn í samskiptamálum okkar við Evr- ópu, og raunar sama hvar hefur borið niður í því sambandi. Við höfum verið framarlega og staðið í öllum samningum með okkar samevrópsku þjóðum, og ég held í þeim samningum öllum náð mjög góðum árangri og notið mjög góðs af því samstarfi,“ sagði Friðrik. Hann sagði að það sama mætti segja um Norðurlandasamstarfið, og hann hefði verið hræddur um að ef Norðmenn skildu okkur eftir eina á báti, sem þá að sjálfsögðu væri vegna ákvörðunar Islendinga sjálfra, þá gæti sú sóknarstaða sem íslendingar hefðu lengi verið í breyst í einhverskonar varnarbar- áttu, að minnsta kosti tímabundið. „Þessi staða núna þýðir að við höfum áfram bandamann sem þarf að draga þennan vagn með okkur. Við verðum ekki í sama vagni og hinar Evrópuþjóðirnar í þessu til- liti og við ferðumst aðeins með öðrum hætti. Það er mjög gott að hafa fleiri ferðafélaga í því. Hins vegar held ég að þessi neitun í Noregi hafí að öðru leyti ekki ýkja mikil áhrif fyrir okkur, en það er spurning hvaða áhrif játunin í Sví- þjóð og Finnlandi hefur fyrir okkur í Evrópusambandinu yfirleitt,“ sagði Friðrik. Kristján Ragnarsson Hagsmun- um okkar betur borgið „ÉG ER sáttur við niðurstöðuna og tel að okkar hagsmunum sé betur borgið í samkeppni við Norð- menn á mörkuðum séu þeir utan bandalagsins eins og við,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Við höfum betri samning en þeir gagnvart tollfrelsi við banda- lagið sem þeir myndu jiafa snúið sér í hag með aðild. Ég tel líka líklegra að hægt sé að ná sam- stöðu um loðnu, síld og Smugu- veiðar við Norðmenn en bandalag- ið sem ella hefði tekið við þeim málaflokkum og farið með þá gagnvart okkur. Ég ætla ekki að leggja annan mælikvarða á úrslitin frá þeirra bæjardyrum séð en að sjávarútvegssamningurinn var af norskum sjávarútvegi eins og okk- ar, augljóslega túlkaður óhagstæð- ur fyrir Norðmenn og hefði ekki getað orðið fyrirmynd neins samn- ings fyrir okkur. Niðurstaðan mun hægja á þeim íslendingum sem hafa viljað fara offari í því að ger- ast aðilar að bandalaginu. Nú munu menn hugsa sitt ráð í róleg- heitum og sjá hvernig málin þró- ast. Síðan meti menn stöðuna í framhaldi af því,“ sagði Kristján. Gunnar Jóakimsson Skiptir síldarútveg miklu ÁKVÖRÐUN Norðmanna um að standa utan ESB skiptir íslenskan síldarútveg verulegu máli, að sögn Gunnars Jóakimssonar fram- kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd- ar. Tveir af helstu kaupendum ís- lenskrar saltsíldar, Svíar og Finnar, hafa nýlega samþykkt inn- göngu og munu því ganga inn fyr- ir tollamúr Evrópusambandsins. Ef Norðmenn hefðu einnig gengið inn fyrir þann sama tollamúr, þá hefði það líklega orðið rothögg útflutnings íslenskrar saltsíldar til ESB, að sögn Gunnars. „Islenska síldin hefði þá borið 10%-12% toll, en Norðmenn notið tollfríðinda á sama markaði fyrir sína síld,“ sagði Gunnar. Nú munu íslenskir og norskir síldarsaltendur væntanlega keppast við að selja síld yfir tollamúrinn. Gunnar segir að tollurinn muni engu að síður reynast íslenskum síldarsaltendum erfiður, varðandi Svíþjóð og Finn- land, fáist engin leiðrétting þar á. Að sögn Gunnars eru síldarsalt- endur afskaplega óánægðir með niðurstöðu samninga við ESB og EES-samninginn. „Saltsíldin fékk lítið út úr þeim samningi," sagði Gunnar. Hann segir að nú sé unn- ið að því að fá leiðréttingu í sam- bandi við söltuð síldarflök, en hing- að til hafi það ekki skilað neinum árangri. v I ( i ( ( ( I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.