Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 39 ingsskapur okkar upp aftur. Og þótt oft liði nokkuð á milli samfunda, breytti það engu. í hvert sinn sem við hittumst var eins og við hefðum sífellt verið samvistum, slík var tryggð hans og vinafesti. Jafnvel eftir að hann hafði lengi barist við þann sjúkdóm sem varð banamein hans, heimsóttu þau hjón okkur fyr- ir fáum mánuðum. Árni hafði þá í engu skipt skapi, var hress og glaður að vanda, enda brást honum aldrei æðruleysið. Aðeins tveimur dögum áður en hann lést, hringdi hann til mín til þess að spyrja mig um fræði- legt atriði. Hann var þá léttur í máli að vanda, enda þótt hann væri þá nýkominn heim af spítala. Þannig er gott að minnast góðs vinar sem gleymdi aldrei gömlum kynnum, hélt reisn sinni og glað- lyndi, þótt á móti blési, og kunni ekki að æðrast. Við Grethe eigum honum og Arng- unni miklar þakkir að gjalda fyrir óbiluga vináttu og mikla gestrisni um langt árabil. Þær minningar um góðan vin og trygglyndan gleymast okkur ekki. Arngunni og bömum þeirra send- um við Grethe innilegustu samúðar- kveðjur. Jakob Benediktsson. Gamall bekkjarbróðir minn, Árni Hafstað, er látinn. Með honum er genginn grandvar og góður drengur. Ámi var Skagfirðingur, elstur ellefu barna hjónanna í Vík í Staðar- hreppi, Ingibjargar Sigurðardóttur frá Geirmundarstöðum og Árna J. Hafstað frá Hafsteinsstöðum. Ingi- björg dó frá sínum stóra bamahópi tæplega fertug að aldri, kona mikilla mannkosta, og var hún öllum harm- dauði. Árni bóndi í Vík var áberandi maður í Skagafirði á sínum tíma, mikill félagsmálamaður, barðist af áhuga og hugsjón fyrir hverskonar framförum, ekki síst á sviði fræðslu- og skólamála; rak raunar unglinga- skóla á bújörð sinni um nokkurt skeið snemma á öldinni. Árna í Vík sá ég nokkrum sinnum og heyrði í ræðu- stól. Mér er enn í minni áhuginn og bjartsýnin í ræðu hans. Mér fannst ljóma af honum. Ámi Hafstað kom í bekkinn okkar í gamla menntaskólanum við Lækjar- götu að loknu gagnfræðaprófi. Hann reyndist strax námsmaður í fremstu röð, nokkru eldri en flestir okkar og skar sig úr með látlausri framkomu og prúðmennsku sem aldrei brást. Hann var maður óhlutdeilinn, orð- var, en ávallt fljótur til liðs. Að loknu stúdentsprófi hélt Árni til Kaupmannahafnar og hóf nám í rafmagnsverkfræði við Tæknihá- skólann þar í borg. Sóttist honum námið vel. Hann tók mjög virkan þátt í félagslífi íslendinga í Kaup- mannahöfn á styijaldarárunum, en á þeim árum stóð félagslíf landa þar í borg með blóma. Á þessum árum var Árni löngum vel liðtækur í öllu söngstarfi, hvort sem um var að ræða_ kórsöng eða söng fámenns hóps. í minni mínu geymist enn glæsilegur „gluntasöng- ur“ þeirra Árna og Hjalta Gestssonar þegar Hafnarstúdentar héldu upp á hálfrar aldar afmæli félags síns með virðulegum hætti. Um það leyti sem Ámi hafði nær lokið námi í rafmagnsverkfræði veiktist hann af berklum. Af þeim sökum varð hann að hætta námi og þurfti að dvelja langtímum saman á heilsuhælum í umsjón lækna. Batinn kom hægt, enda voru þá enn óþekkt virk lyf gegn þessum voðasjúkdómi. Þegar Árni gat loks snúið aftur til Islands hóf hann störf hjá Pósti og síma í Reykjavík, og hjá þeirri stofn- un vann hann óslitið þar til hann 1 hætti störfum vegna aldurs. Það i hafa sagt mér forsvarsmenn þeirrar stofnunar að fáum væri betur treyst en Árna til lausnar ýmissa verkefna vegna einstakrar samviskusemi hans og vandvirkni. Árni var maður marglesinn og minnugur, ekki síst á ljóð og vísur, sem hann hafði gjarnan á hrað- bergi. Oftar en ekki voru þær spaugi- legar eða í léttum tón líkt og Skag- * fírðingum er lagið, ætlaðar til að | vekja kátínu og létta geð. Arni var vel að sér í íslenskri tungu, vandaði málfar sitt og þoldi illa ef skakkt var farið með, eða ef menn blönduðu ræðu sína erlendum orðum. Ekki er ólíklegt að þar hafi kennt að einhveiju leyti áhrifa frá fomvini hans, Jóni prófessor Helga- syni í Kaupmannahöfn. Árið 1948 kvæntist Árni Arngunni Ársælsdóttur hjúkrunarfræðingi, glæsilegri konu, sem staðið hefur við hlið bónda síns í blíðu og stríðu. Þau eignuðust fímm syni, mannskaps- menn. Þegar ég nú kveð minn gamla bekkjarbróður, Árna Hafstað, er mér efst í huga holl vinátta hans og lið- sinni ýmislegt frá löngu liðnum sam- vistardögum í Borginni við Sundið. „Láti Guð honum nú raun lofí betri.“ Páll A. Pálsson. Er ég minnist nágranna míns, Árna Hafstað, með nokkrum orðum og leiði hugann að fyrstu kynnum mínum af honum fyrir meira en 20 árum, kemur upp í hugann gamall bókartitill að norðan: Skyggnst um af heimahlaði. Okkar heimahlöð eða öllu frekar útidyr standast nefnilega á, að vísu yfir götu, en í flestu skyggni sjáum við bærilega hvor til annars. Eg gat fylgst með, þegar Ámi og hans fólk fór í vinnuna eða skólann, ræktaði garðinn sinn eða málaði húsið og þau hafa sjálfsagt fylgst með því, sem gerðist hinum megin götunnar. Við Árni gerðum auðvitað meira en að horfast á. Við urðum fljótlega málkunnugir og ræddumst síðan nær daglega við um landsins gagn og nauðsynjar. Það er svo einkennilegt, að í ýmsu því fræðagrúski, sem ég hef fengist við, hefur nafni Áma Hafstað skotið upp. Ég hefði þannig getað sett sam- an stuttan þátt um hann, þó að ég hefði aldrei hitt hann. í fræðagrúsk- inu hef ég komist að því, að hann var einn af þeim sveitapiltum, sem Jónas frá Hriflu og Pálmi Hannesson komu í heimavist, sem þeir bjuggu til í Menntaskólanum í Reykjavík um 1930. Ég hef komist að þvi að Árni var 1936 í framboði til formanns Framtíðarinnar, málfundafélags skólans, sem frambjóðandi komma og krata gegn þjóðemisframbjóð- anda og Árni tapaði naumlega. Ég hef komist að því, að Árni fór til Petsamo, nyrzt í Finnlandi, árið 1941 með finnsku skipi til þess að halda áfram námi í Kaupmannahöfn. Þetta var síldarflutningaskip, sem lagði af stað frá Siglufírði 10. febrúar og í því fengu að liggja í göngum, vélar- rúmi og matsal 30-40 farþegar, allt Finnar og Svíar nema Árni Hafstað. Hann var eini íslendingurinn og hafði fengið leyfí brezku herstjórnarinnar til fararinnar. Skipið komst á leiðar- enda án þess að verða fyrir stríðs- árásum og Árni fór síðan með áætl-' unarbíl til Romaniemi, en þar var þá nyrsta jámbrautarstöð í Finn- landi. Þaðan fór hann til Stokkhólms og eftir nokkra bið eftir vegabréfs- áritun fékk hann að fara til Dan- merkur. Þangað kom hann 5. marz og fyrsta verk Áma við komuna til Helsingjaeyrar var að hringja í Jakob Benediktsson í Kaupmannahöfn, sem svaraði ávarpi Árna með þessum orðum: „Hvaðan úr andskotanum ber þig að?“ Ég hef í fræðagrúski séð, að Árni og kona hans Amgunnur Ársælsdóttir ásamt Erlu systur Árna og hennar manni Indriða Sigurðssyni keyptu um 1950 lóð undir hús úr Hrólfsskálalandi af Sigurði Péturs- syni, og þau reistu þar hús, sem málað var rautt, og bjuggu þar síðan ásamt sístækkandi barnahópum. Loks hef ég i fræðagrúski komist að því, að Ámi Hafstað átti þátt í að færa símalínur -af staumm og í jörð niður, því að hann var einn af þeim mönnum, sem unnu við jarð- símalagnir vítt og breitt um sveitir landsins á sjötta áratugnum og síð- ar. Hjá Pósti og síma starfaði Árni allan starfsferil sinn sem mælinga- maður. Síðasta áratuginn eða svo hefur Árni verið á eftirlaunum og því verið mest heima við. Ég held, að það hafi átt vel við svo iðjusaman og hógværan mann sem Árni var. Hann hafi ekki verið í vandræðum með tím- ann. Minning mín um Árna Hafstað tengist nú mest því að sjá hann vinna í garðinum sínum eða fagna bama- börnum sínum, sem gerðu tíðreist til hans og Amgunnar. Ég vissi líka, að Ámi las mikið, ljóð, sögulegan fróðleik og sjálfsagt fleira og hann átti mikið og gott bókasafn, sem hann sýslaði við löngum. Fólkið hinum megin við götuna flytur Arngunni, börnum og bama- börnum samúðarkveðjur. Við sökn- um Árna Hafstað. Blessuð sé mirin- ing hans. Heimir Þorleifsson. Við þessa skilnaðarstund rifjast upp fýrir okkur góðar minningar af Nesinu og kátínu þinni sem ávallt fylgdi höfðinglegri gestrisni. Við minnumst áhugans sem þú lagðir í samræður um ljóð, bækur, örnefni og öll okkar hugðarefni. Þitt óbrigðula stálminni kom sér oft vel í umræðum um ættfræði og bók- menntir. Ávallt sveif málverndar- áhugi yfír vötnum. Við þökkum þá hlýju og áhuga sem þú sýndir öílum barnabörnunum. Hvernig þú tókst þau á hné þér, fórst með vísur og þulur, sagðir sögur, tefldir og gast alltaf dregið fram áhugaverð leikföng. Við kveðjum með orðunum sem börnin þekkja svo vel: Bíum, bíum bamba og ró,ró,ró. Takk fyrir strák- ana. Ólöf Sesselja, María Hildur, íris Ólöf, Ragnheiður og barnabörn t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, UNNAR KRISTINSDÓTTUR frá Núpi i Dýrafirði. Okkar bestu þakkir til allra, er sýndu henni umhyggju og alúð í hennar löngu veikindum. Viggó Nathanaelsson, Kristín Viggósdóttir, Hörður Jóhannsson, Rakel Viggósdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega aðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VÍGLUNDAR JÓNSSONAR fyrrverandi útgerðarmanns og heiðursborgara Ólafsvíkurkaupstaðar, Lindarholti 7, Ólafsvík. Sórstakar þakkir færum við starfsfólki St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi fyrir góða umönnun og hlýhug. Einnig eru sérstakar þakkir til bæjarstjórnar Snæfellsbæjar fyrir auðsýnda virðingu. Úlfar Víglundsson, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Víglundsdóttir, Pétur S. Jóhannsson, Ragnheiður Víglundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ARNIJONSSON + Árni Jónsson fæddist á Húsa- vík 14. október 1901. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Húsavík 14. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristbjörg Sig- urðardóttir, f. 1862, d. 1904, frá Brúna- stöðum í Fnjóskadal, og Jón Ármann Árnason, f. 1863, d. 1941, frá Fljóts- bakka í Reykdæla- hreppi. Systkini hans voru Sigrún, f. 1890, d. 1926; Jón Aðal- geir, f. 1895, d. 1977; Helga, f. 1897, d. 1989; Sigurður, f. 1899, d. 1980; hálfbróðir, samfeðra, Guðlaugur, f. 1906, d. 1982. MEÐ Áma Jónssyni er horfinn enn einn aldamótamaðurinn. Það hefur margoft verið sagt um þá kynslóð, að hún bæri eld og von í bijósti um betra þjóðfélag. Þessi kynslóð háði harða baráttu við fátækt og þekking- arleysi. Með mikilli seiglu og vilja var sótt fram til betri tíma og þekk- ingar. Árni Jónsson lét ekki deigan síga á þessu sviði. Hann fór ungur til Akureyrar, þá gangandi, til að læra á vélar hjá Jóni Espólín vélfræð- ingi. Þar dvaldi hann í fjögur ár við nám og vinnu. Jón Espólín þótti mik- ið til kunnáttu og færni Árna koma og lét þau orð falla, að ekki hefði hann áður hitt mann, sem j;æti gert allt með einum vasahníf. Ami hafði pantað svissneskan hníf með tilheyr- andi aukahlutum og beitti honum oft. Þegar Árhi kemur til Húsavíkur tekur hann að sér vélgæslu bæði á sjó og landi. Einnig lærir hann á bíl og verður einn af fyrstu bílstjórum Húsavíkur. Við akstur starfaði hann í nokkur ár. Upp úr kreppunni miklu stofnar Árni Vélaverkstæðið Foss. Þar rak Árni margvíslega vélaþjónustu, við- gerðir og nýsmíði. Vegna heilsu- brests varð hann að draga sig í hlé frá verkstæðinu upp úr 1950. Árni breytti um vinnu og keypti sér trillu og reri nokkur ár. Til hans var þó alltaf leitað með margvíslegar viðgerðir á vélum. Einnig stofnaði hann til verslunar og varð fyrstur á Húsavík til að hefja blómarækt og reisti gróðurhús rétt við húsið Foss, þar sem hann bjó lengi ásamt föður sínum og kenndi sig jafnan við. Þar tók hann Búðarána í þjónustu sína, svipað og Jón Ármann hafði gert áður. Árni gerði rafstöð og hafði eig- in raforku. Hann gat hlaupið undir bagga með orku til annarra, ef svo skipti. Árni var í mörg ár trúnaðar- og skoðunarmaður fyrir Siglinga- málastofnun. Einnig annaðist hann umboðsstörf fyrir Happdrætti Há- Árni gengur í hjónaband 1928 með Guðrúnu S. Steingrímsdóttur, Húsavík, f. 1908, d. 1990. Börn þeirra eru: Kristín, f. 1928, maki Birgir Lúðvíksson; Stein- grímur, f. 1930, maki Ragna Páls- dóttir; Sigrún Kristbjörg, f. 1931, maki Sveinn Indr- iðason; Jón Ár- mann, f. 1936; Bjarni, f. 1938, maki Þórdís Helga- dóttir; Agnes, f. 1943, og Sigurð- ur f. 1948. Útför Árna fór fram frá Húsavíkurkirkju 19. nóvem- ber. skóla íslands um langan tíma. Hann sinnti öllu af trúnaði og kostgæfni. Það var eðli hans að gá ve! að og hafa hlutina í góðu lagi. Árið 1955 reisir hann eitt stærsta fjölskylduhús með sonum sínum við Búðarána og gerði þar fallegan garð. Árni og Guðrún kona hans áttu þar mörg góð ár, þrátt fyrir að heilsa þeirra beggja væri ekki sem best sum árin. Árna var það mikið fagnaðar- efni að bjarga Snorra sonarsyni úr ánni er krapi var á. Hann var mikill trúmaður og taldi þetta handleiðslu Guðs til sín. Þótt mikil vinna og barátta fyrir brauðinu tækju framan af mestallan tímann, gat hann sinnt laxveiði og nokkurri útiveru seinnipart ævinnar. Hann undi sér mjög við Laxána. Á yngri árum fór hann til ijúpna. Ámi var sívinnandi og „grúskaði“ í mörg- um tæknilegum atriðum. Þegar Ríkisútvarpið hóf sendingar út um land var Árni með stórt loft- netsmastur svo hann gæti náð út- sendingu og var þetta fyrsta mastrið á Húsavík. Hann fylgdist alla tíð vel með og keypti ýmis tímarit. Áma varð ekki orðfátt í tali. Hann út- skýrði flókin mál glögglega, oftast með bros á vör. Heilsa Árna var misgóð í gegnum tíðina og einnig Guðríínar. Þau tókust á við þá erfið- leika, sem því fylgja, og nutu bama sinna vel þegar móti blés. Ámi var skamman tíma á sjúkrahúsi nú und- ir lokin. Fyrir allmörgum ámm gekkst hann undir mikla aðgerð á hné og var þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar á Landspítalanum. Árni náði furðu góðri heilsu og það gladdi hann mjög að komast á bakka Laxár til veiða aftur. Nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd frændsystkina færa bömum og barnabörnum hinar bestu samúð- arkveðjut-. Megi minningin um góðan og trúaðan dreng lifa. Jón Árm. Héðinsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, ARNARS REYNIS LEVISSONAR, Hringbraut 76, HafnarfirAi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Reykjalundar og Vífils- staðaspítala. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ásdis Ragna Valdimarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR J. ÞÓRARINSDÓTTUR frá Hjaltabakka. Þórarinn Óskarsson, Sjöfn Haraldsdóttir, Þorvaldur Óskar sson, Karen Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.