Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ v FRÉTTIR Kvikmyndagerðarmenn kæra RUV til Samkeppnisstofnunar Afnotagjöld greiða niður kostnað við dagskrárgerð Morgunblaðið/Þorkell STJÓRN Framleiðendafélagsins, sem stofnað var fyrir ári til að sinna ýmsurti hagsmunamálum kvikmyndaframleiðenda. Frá vinstri: Guðmundur Kristjánsson, Viðar Garðarsson, formaður félagsins, og Jón Þór Hannesson. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á fundi Félags íslenskra stórkaupmanna Nei Norðmanna flækir stöðuna STAÐA íslendinga hefði verið betri ef Norðmenn hefðu ekki hafnað aðild að Evrópusambandinu (ESB) og íslendingar stæðu einir utan ESB með samninginn um Evrópskt efnahagssvæði (EES) í hendi. Þetta sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra á fundi Félags íslenskra stórkaupmanna um Evrópumál í gær. Hann sagði að Islendingar hefðu í undirbúningi sínum, meðal annars í samþykkt Alþingis í maí 1993, gert ráð fyrir áð allar Norðurlanda- þjóðirnar nema ísland gengju í ESB. Núna þyrfti að endurmeta stöðuna og grípa til aðgerða á ai- þjóðavettvangi í kjölfar niðurstöð- unnar í Noregi. Við þyrftum til dæmis að taka upp viðræður við Norðmenn og freista þess að sam- ræma sjónarmið okkar gagnvart EES. Friðrik sagði að það gæti orðið flókið að samræma hagsmuni ís- lendinga og Norðmanna á EES og meiri líkur hefðu verið á að ESB tæki tillit til sérhagsmuna íslands ef við værum eina EFTA-þjóðin í EES. Ekki mætti heldur gleyma því að Norðmenn hefðu aíltaf reynst okkur erfiðir keppinautar og virtu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík átti annríkt í gær, m.a. vegna vatnselgs og hvassviðris. Slökkviliðsmenn byijuðu á að losa stíflu í niðurfalli á svölum húss við Mjóuhlíð snemma í gærmorgun en þar hafði vatn lekið inn í íbúð. Þvínæst negldu þeir plötur fyrir glugga íbúðar á 3. hæð við Fífusel. Þar hafði rokið sogað gler og karm úr glugganum. Tilkynnt var um eld í Kassagerð stundum smæð okkar síður en aðr- ar þjóðir. ESB síður kosningamál á íslandi Á hínn bóginn þýddi nei Norð- manna að auðveldara yrði að starf- rækja stofnanir EES, það er eftir- litsstofnun EFTA og EFTA-dóm- stólinn, sagði Friðrik. Niðurstaðan í Noregi hlyti líka að auka líkur á að EFTA starfaði áfram með þátt- töku íslands, Noregs og Sviss. Frið- rik sagðist teljá víst að ESB myndi fyllilega standa við EES-samning- inn, eins og ítrekað hefði komið fram í viðræðum við íslendinga, jafnvel þó að Norðmenn hafi talað af óvarkárni um EES í kosninga- baráttunni og gert lítið úr samn- ingnum. Ein afleiðing úrslitamia í Noregi væru þau að íslendingar myndu síð- ur telja sig einangraða, sagði Frið- rik. Minna myndi fara fyrir umræð- um um hugsanlega aðild að ESB í komandi kosningabaráttu, meðal annars vegna þess að ein aðalrök- semd stuðningsmanna aðildar ís- lands að ESB væri sú að samkeppn- isstaða okkar myndi .versna með aðild Norðmanna að ESB. Reykjavíkur kl. 9.19. Kviknað hafði í vaxpotti og eldurinn náð upp í gegnum loftstokk og upp á þak en starfsmenn voru búnir að slökkva eldinn að mestu þegar slökkvilið kom á staðinn. Kveikt var í drasli við ruslatunn- ur við Rauðarárstíg og tilkynnt um það kl. rúmlega þrjú. Það var út- kall númer 1.111 hjá Slökkviliðinu í Reykjavík á árinu. FRAMLEIÐENDAFELAGIÐ, sam- tök félaga og fyrirtækja sem fram- leiða kvikmyndir, lagði í fyrradag fram kæru til Samkeppnisstofnunar á hendur Ríkisútvarpinu — sjón- varpi (RÚV) fyrir meint brot á sam- keppnislögum. Er því haldið fram að framleiðsludeild RÚV beri ekki allan kostnað sem hlýst af gerð innlends dagskrárefnis því hluti hans sé greiddur með afnotagjöld- um. Er kærunni ætlað að koma til leiðar að gerður verði greinarmunur á rekstri vegna útsendingarskyldu RÚV og framleiðslu á dagskrár- efni, enda séu framleiðsludeildir RÚV reknar í samkeppni við sjálf- stæð kvikmyndagerðarfyrirtæki. í kærunni segir meðal annars að lögbundnir tekjustofnar eigi fyrst og fremst að tryggja að RÚV geti sinnt skyldum sínum hvað varðar upplýsingaþjónustu og öryggishlut- verk, sem kveðið er á um í útvarps- lögum. i sömu lögum segi einnig að kappkosta skuli að hlutur inn- lends efnis verði sem mestur og þess getið að dagskrárgerð megi einnig sinna utan deilda RÚV með sérstökum verksamningum og sé væntanlega átt við samninga við kvikmyndafyrirtæki í einkaeign um gerð einstakra þátta eða annars efnis. Tilboðum hafnað Byggist kæra framleiðenda meðal annars á því að tilboðum sjálfstæðra framleiðenda hafi verið hafnað á þeirri forsendu að ódýrara sé fyrir stofnunina að vinna verkið í fram- leiðsludeild RÚV. í kostnaðaráætl- unum stofnunarinnar hins vegar sé launakostnaður, tækjakostnaður, rekstrarkostnaður, stofnkostnaður og kostnaður vegna umsýslu og yfir- stjómar aldrei tekinn til greina og einungis getið útlagðs kostnaðar vegna verksins. Einnig sé RÚV und- anþegið greiðslu ýmissa opinberra gjalda en sjálfstæðir framleiðendur verði að reikna slík gjöld inn í áætl- anir um framleiðslukostnað að auki. Með þessu móti liggi raunkostnaður vegna framleiðslu innlends dag- skrárefnis aldrei fyrir og því komið í veg fyrir samkeppni við gerð þess og megi segja að samkeppnisrekstur RÚV sé greiddur niður með gjöldum sem innheimt eru til að RUV geti sinnt lögbundinni skyldu sinni. Kostnaður ekki ljós Fram kemur að auki að árið 1992 hafi Félag kvikmyndagerðar- manna farið þess á leit við Hag- fræðistofnun Háskóla íslands að stofnunin athugaði framleiðslu- kostnað innlends dagskrárefnis hjá RÚV. Hafi niðurstaða Hagfræði- stofnunar orðið sú að ekki væri hægt að verða við þeirri beiðni því forsvarsmenn RÚV gæfu ekki upp- lýsingar þar að lútandi og auk þess lægju upplýsingarnar ekki fyrir. Er vakin athygli á því að samkvæmt reglugerð um opinber innkaup og framkvæmdir á Evrópska efna- hagssvæðinu frá 1993 verði RÚV eins og aðrir að efna til útboða þegar kostnaðaráætlun framleiðsl- unnar fari yfir ákveðna fjárhæð. ) Vakni sú spurning í tilefni af þessu i hvernig stofnunin eigi að geta farið að reglugerðinni þegar raunkostn- I aður framleiðslu liggi ekki fyrir. Reynum að nýta fjármagn sem best Sveinbjörn Baldvinsson dag- skrárstjóri innlendrar dagskrár- deildar Sjónvarps segist fagna um- ræðu sem lúti að eflingu á inn- | lendri dagskrárgerð. „Hún er mjög af hinu góða og það sem vantar . sárlega er meira fé,“ segir Svein- björn. Hann segir jafnframt að- spurður um aðstöðumun fram- leiðsludeildar RÚV og sjálfstæðra framleiðenda: „Það er staðreynd að innlend dagskrárdeild hefur um 200 milljónir króna til ráðstöfunar á ári og við reynum að nýta það fjár- magn sem best og meðan við erum ekki rukkaðir fyrir afnot af tækjum | í eigu stofnunarinnar reiknum við þann kostnað ekki með. Það væri j þá ákvörðun einhverra annarra að • breyta því fyrirkomulagi." Eldur upp loftstokk VÍB um verðmat og sölu á eignarhlut ríkíssjóðs í íslenskri endurtryggingu hf. Kaupendurnir neituðu að greiða hærra verð þ.e. Sjóvár-Almennra, Tryggingamiðstöðvar- innar, VÍS og Burðaráss hf., í óformlegum viðræðum við starfsmann VÍB, vegna fyrir- hugaðra eigendaskipta, hafi verið að þeir hafi talið sér hagstætt að halda starfsemi-félagsins áfram í líku formi og hún hafi verið. „Á hinn bóginn kom fram hjá fulltrúum stærstu eig- enda að þeir töldu sig einnig geta komið við- skiptum félaga sinna fyrir á annan hátt án viðskipta við Islenska endurtryggingu ef ekki næðist samkomulag sem talist gæti viðunandi um áframhaldandi samstarf meðal trygginga- félaganna sem þar hafa mest komið við sögu til þessa,“ segir í greinargerð VIB. Ríkisendurskoðun gagnrýnir m.a. að verðmat fyrirtækisins hafi ekki . verið miðað við fjárhagsstöðu þess raðið SOlU- í árslok 1992 heldur ársgamlan árs- verði“ reikning og eignarhluti ríkissjóðs ' þannig metinn 65 millj. kr. lægri en raun varð á. Munar þar mestu að umtals- „Upplausnar- virði aat ekki Við sölu á hlut ríkisins í ís- lenskri endurtryggingu var stuðst við ársgamalt yfírlit yfír stöðu félagsins en í sam- antekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að Verðbréfa- markaður íslandsbanka hf. sem sá um söluna hafði áður lagttil að fullnaðaruppgjör færi fram þegar nýr ársreikn- ingur lægi fyrir. SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra undirrituðu samkomulag um sölu á eignarhlut ríkisins og Tryggingastofn- unar ríkisins (TR) í íslenskri endurtryggingu 23. desember 1992. Kaupverð 39,23% eignar- hluta ríkisins og TR var rúmar 162 millj. kr. sem skiptist þannig milli kaupenda: Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. 7,45%, Trygging hf. 6,28%, Tryggingamiðstöðin hf. 11,70% og Vátryggingafélag ís- lands hf. 13,80%. Þessi félög voru fyrir í hópi stærstu eigenda Islenskrar endur- tryggingar og jafnframt voru þau einu við- skiptavinir fyrirtækisins. I greinargerð Verðbréfamarkaðar Islands- banka hf. (VÍB), sem annaðist söluna fyrir Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, frá 13. janúar 1993, segir að fyrstu viðbrögð fulltrúa stærstu eigenda íslenskrar endurtryggingar, verður hagnaður varð á rekstri félagsins á árinu 1992. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur raunar fram að VÍB lagði til í bréfi 13. nóvember 1992 að verð á eignarhluta ríkis- ins yrði miðað við innra virði félagsins í árslok 1992. Þar var lagt til að einkavæðingarnefnd gerði stjórn Islenskrar endurtryggingar tilboð um að félagið sjálft leysti til sín eignarhlut ríkisins. Fyrir hlutinn var lagt til að félagið greiði sama hlutfall af bókfærðu eigin fé fé- lagsins miðað við árslok 1992 og að unnt verði að ljúka fullnaðaruppgjöri vegna sölu á hlut ríkisins þegar ársreikningur fyrir árið 1992 lægi fyrir. I öðru bréfi viku síðar leggur VÍB hins veg- ar til að gengið verði til samninga við trygg- ingafélögin um kaup þeirra á eignarhlut ríkis- ins og er sú leið sögð vænlegri en að gera stjórninni tilboð eins og lagt var til í bréfinu frá 13. nóv. Er gerð tillaga' um að til grund- vallar kaupverðs í samkomulagi um viðskiptin verði miðað við hlutdeild ríkisins í éigin fé félagsins og er í því sambandi eingöngu vísað í bók- fært eigið fé félagsins í árslok 1991. Á minnisblaði VÍB frá 14. júní 1993, þar sem gerð er grein fyrir þessari verðlagningu á hlutabréfunum, segir m.a. að allt frá því að fyrstu óformlegu þreif- ingarnar áttu sér stað hafi kaupendur tekið það skýrt fram að hærra verð kæmi ekki til greina af þeirra hálfu. Þeir hafi gert að úrslita- atriði frá upphafi að miðað yrði við sama verð og gilt hafí á fyrri hluta ársins 1992 við sölu á hlut Skipaútgerðar ríkisins í félaginu en þá var miðað við innra virði hluta í árslok 1991- Annað helsta gagnrýnisatriði Ríkisendur- skoðunar er að líklegt sé að upplausnarvirði fyrirtækisins í árslok 1992 hafi verið 144 millj. kr. hærra en endanlegt söluverð og af . gögnum málsins verði ekki séð að þeir sem I stóðu að sölunni hafí talið ástæðu til að leggja slíkt mat á fyrirtækið. Ríkisendurskoðun fékk Vátryggingaeftirlitið til að meta svokallað hreint öryggisálag í tryggingasjóði fyrirtækis- ins. Niðurstaða þess var sú að í árslok 1991 hafí það numið 205 millj. kr. og í árslok 1992 185 millj. „Reiknað upplausnarvirði fyrirtækisins gat ekki ráðið söluverðinu," segir Hreinn Lofts- son, formaður Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. „Það getur tekið mörg ár, jafn- i vel áratugi, að slíta endurtryggingafélagi með < allri þeirri óvissu sem slíkur rekstur er háður. Ekki stóð til að leggja fyrirtækið niður, ríkis- sjóður hafði ekkert um það að segja sem eig- andi innan við 40% hlutafjárins. Það vafðist heldur ekki fyrir stjórnendum Eimskipafélags íslands að selja sinn hlut í íslenskri endur- tryggingu skömmu eftir að ríkissjóður seldi sinn hlut á sama gengi. Fullvíst er, að enginn kaupandi hefði fengist að fyrirtækinu með hliðsjón af upplausnarvirðinu,“ segir Hreinn. Hann sagði einnig að markmið sölunnar hefði ekki verið að starf- semin flyttist úr landi heldur að tnyggja. hana um ókomna tíð. Vart væri hægt að hugsa sér aðra kaup- endur en tryggingafélögin þar sem þau höfðu áframhaldandi viðskipti þess í hendi sér. Þá sagði Hreinn að VÍB hefði bæði tekið mið af eigin fé og hreinu öryggisá- lagi í tryggingasjóði í verðmati sínu. „Heil- : brigðis- og tryggingamálaráðuneytið hreyfði ] engum athugasemdum við verðmat VÍB með þeirri aðferð sem var viðhöfð og samþykkti . það fyrir sitt leyti,“ segir Hreinn. ) Eigendur sögðust geta flutt viðskipt- in annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.