Morgunblaðið - 30.11.1994, Side 1

Morgunblaðið - 30.11.1994, Side 1
72 SÍÐUR B/C/D 274. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Brundtland, forsætisráðherra Noregs, um úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni Áhersla lögð á að bjarga samningunum um EES Ósló. Morgnnblaðið, Reutcr. „ÞJÓÐIN hefur kveðið upp sinn dóm og nú verðum við að gera allt, sem hægt er, til að bjarga samningnum um Evrópska efnahagssvæð- ið, EES,“ sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, í gær eftir að landsmenn höfðu hafnað aðild að Evrópusambandinu, ESB, í þjóðaratkvæðagreiðslunni á mánudag. Eru úrslitin mikill per- sónulegur ósigur fyrir Brundtland en hún mun þó sitja áfram sem forsætisráðherra og vísar á bug kröfum um, að stjórnin verði stokkuð upp og andstæðingar ESB-aðildar í Verkamannaflokknum teknir inn. Talsmenn stjómvalda í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hafa lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðuna í Noregi og einnig frammámenn í ýmsum Evrópuríkjum og ESB. Jacques Delors, forseti framkvæmda- stjómar ESB, lagði þó áherslu á, að samskiptin við Norðmenn yrðu áfram góð og sambandið stæði þeim opið. Á fréttamannafundi í gær sagði Brundtland, að stjórnin myndi vinna að hagsmunum Norðmanna með því að tryggja, að samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, yrði óbreyttur áfram en sum- ir embættismenn ESB hafa gefið í skyn, að nauðsynlegt sé að taka hann upp að einhverju leyti. Sagði hún, að Svíar og Finnar yrðu beðn- ir að tala máli Norðmanna innan ESB. Erfiðar ákvarðanir Brundtland og aðrir frammá- menn í Verkamannaflokknum iögðu áherslu á, að erfiðar ákvarð- anir biðu Norðmanna í efnahags- málunum en margir spá því, að hún muni víkja fyrir Thorbjörn Jagland sem forsætisráðherra á landsfundi Verkamannaflokksins nú í vetur en þingkosningar verða í Noregi 1997. Torstein Moland, seðlabanka- stjóri í Noregi, sagði, að úrslitin kölluðu á enn meira aðhald en áður í efnahagsmálum til að auka áhuga erlendra fjárfesta á landinu. „Ef við ætlum okkur að halda uppi háu atvinnustigi og hagvexti verða launa- og verðhækkanir hér að vera minni en í ESB-ríkjunum,“ sagði Moland. Talsmenn ESB-andstæðinga í Noregi hafa að sjálfsögðu fagnað úrslitunum mjög og sumir þeirra hafa hvatt til myndunar rauð- grænnar fylkingar í norskum stjórnmálum. Dagblaðið Aftenpost- en sagði hins vegar, að Norðmenn hefðu skákað sjálfum sér til hliðar og ákveðið að skipta sér ekki af ákvörðunum, sem þó vörðuðu þá miklu. EES í uppnámi? Aneurin Rhys Hughes, sendi- herra ESB í Noregi og á íslandi, sagði um úrslitin, að margir Norð- menn lifðu augljóslega í heimi Lísu í Undralandi og hefðu enga hug- mynd um þær miklu breytingar, sem átt hefðu sér stað í umheimin- um frá 1972. Kvað hann norska neiið vera gott tækifæri fyrir ís- lendinga og fullyrti, að semja yrði að nýju um EES-samninginn, hugs- anlega segja honum upp. Útilokað væri, að ráðherrar frá 15 ESB-ríkj- um legðu það á sig reglulega að funda með Islendingum og Norð- mönnum einum. „Það er ekki inni í myndinni að halda áfram með EES-samninginn eins og hann er nú,“ sagði Hughes og kvað það ekki koma sér á óvart, að Norðmenn sæktu aftur um ESB- aðild eftir tvö eða þtjú ár. ■ Norðmenn hafna/20. Bjartar horfur í Bretlandi KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, kynnti fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta ár í gær og sagði það endurspegla betri horfur í efnahagsmálunum en um langt skeið. Gert er ráð fyrir 3,25% hagvexti á næsta ári og því er spáð, að verðbólga verði undir 2,5% fram á árið 1997. Þá er atvinnuleysi á niðurleið. Hér er starfsmaður í raftækjaverslun að fylgjast með boðskapnum. ■ Stjórn Majors/21. Ofurefli í Bosníu SERBAR í Bosníu þrengja enn að Bihac þar sem 70.000 manns eru innikróuð og virðast geta tekið borgina hvenær sem er. Þá var búist við, að bærinn Velika Kladusa skammt frá Bi- hacborg væri að falla í hendur Serbum en þar hafa um 3.000 manns leitað skjóls í kjöllurum húsa yegna linnulausrar skot- hríðar í marga daga. Þessir Serbar sóttu að múslimska bænum Pritok í gær en þeir eru vel búnir vopnum júgóslavn- eska sambandshersins, sem áð- ur var. Bosníustjórn hefur fall- ist á tillögu Sameinuðu þjóð- anna um vopnahlé en Serbar hafa ekki virt samtökin svars. ^ Reuter Múshmar venast enn í Bihac Saraievo. Genf. Zaereb. Reuter. HER múshma, sem enn verst í Bihac, segist munu verjast Bosn- íu-Serbum til síðasta manns. „Við búumst við hörðum bardögum í dag en ætlum ekki að gefast upp. Við beijumst fram í rauðan dauð- ann,“ sagði talsmaður herliðsins í gærmorgun. Serbar treysta enn stöðu sína í borginni og nota til þess þyrlur, skriðdreka og bryn- varðar járnbrautarlestir en full- trúar Sameinuðu þjóðanna segja að múslimar hafi gert gagnáhlaup í suðurhluta Bihac á mánudag. Á sunnudag samþykkti stjórnin í Sarajevo, sem að mestu er skip- uð múslimum, nauðug áætlun SÞ um að hersveitir múslima í Bihac yrðu fluttar þaðan og borgarsvæð- ið yrði lýst vopnlaust. Leiðtogar Bosníu-Serba hafa átt langa fundi um áætlunina en hafa enn ekki sagt álit sitt á henni. Saka Sameinuðu þjóðirnar um glæpi íbúar í Sarajevo létu þung orð falla í garð SÞ í gær vegna að- gerðaleysisins í Bihac sem á að heita griðasvæði samtakanna. Fréttir bárust af því að Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri samtakanna, hygðist heimsækja Sarajevo og vöktu þær engan fögnuð. „Boutros-Ghali ber mesta sök allra á því sem er að gerast í Bosníu,“ sagði miðaldra kona. Hún sagði helstu embættismenn SÞ vera „glæpamenn", þeir litu svo á að múslimar væru frum- stæður ættbálkur en í reynd væru múslimar siðmenntaðri en aðrir Evrópumenn. „Þeir halda að þar sem við séum múslimar sé hægt að hola okkur niður á verndar- svæðum.“ Er Boutros-Ghali sótti Saravejobúa heim í desember 1992 sagði hann þeim m.a. að hann gæti nefnt tylft staða í heim- inum þar sem verra væri að búa og féllu þessi ummæli hans í grýtt- an jarðveg. Engar tilslakanir Charles Thomas, fulitrúi Bandaríkjanna í fimmveldahópn- um, neitaði í gær, að Bandaríkja- stjórn hefði fallist á að heimila Bosníu-Serbúm að stofna sam- bandsríki með Serbíu. Kvaðst hann kannast við orðróm þess efnis en hann væri ekki réttur, Bandaríkjamenn héldu fast við friðaráætlunina, sem Serbar hefðu hafnað. Fyrsta Bítla- platan í 25 ár Lundúnum. Reuter. BÍTLARNIR gefa í dag út fyrstu piötu sína í tæp 25 ár, upptökur á 56 lögum sem fundust í safni breska ríkisút- varpsins, BBC. „Þetta var eins og að finna grafhýsi Tutankamons Egyptalandskonungs," sagði Kevin Howlett, framleiðandi hjá BBC, um gersemarnar sem hann fann í safninu þeg- ar hann leitaði að efni í heim- ildarmynd um Bítlana. Tekin upp fyrir útvarpsþátt Lögin voru tekin upp á staðnum fyrir útvarpsþætti á árunum 1962-65 og George Martin, fyrrverandi sam- starfsmaður Bítlanna, endur- vann þau til útgáfu á geisla- diskum. Meðal laganna eru níu eftir Chuck Berry, sex frá Carl Perkins og fjögur eftir Elvis Presley. Flest eru þau sígild rokklög sem höfðu ver- ið gefin út áður en Bítlarnir urðu heimsfrægir. Ein af helstu hljómplötu- verslunum Lundúna á Picea- dilly Cireus var opnuð á mið- nætti vegna útgáfunnar fyrir hörðustu aðdáendur Bítlanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.