Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 2

Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fiskiðjan á Sauðárkróki setur upp pökkunarstöð fyrir frosinn fisk 168 starfsmönnum sagt upp vegna breytinganna Sauðárkróki. Morgunblaðið. FISKIÐJA Sauðárkróks hf. sagði í gær upp 168 starfsmönnum. Hér er um að ræða alla starfs- menn frystihúss félagsins á Sauðárkróki. Um áramót verður hætt vaktavinnu í frystihúsinu og verður vinnsla frystra sjávarafurða hjá félag- * inu endurskipulögð. Vægi hefðbundinnar freð- fiskvinnslu minnkar við það um þriðjung. Eftir áramótin verður sett upp fullkomin vinnslu- og pökkunarlína fyrir frosinn fisk og er reiknað með að hún komist í gagnið eftir miðjan febrúar. Að sögn Einars Svanssonar framkvæmda- stjóra Fiskiðjunnar koma uppsagnirnar til fram- kvæmda frá 1. janúar næstkomandi og fram í byrjun mars. Nú vinna 254 starfsmenn hjá fyrir- tækinu á Sauðárkróki og á Hofsósi. Engum starfsmanni í saltfiskverkun á Sauðárkróki eða í fiskvinnslunni á Hofsósi var sagt upp. Rúmlega helmingur þeirra, sem nú fengu uppsögii, verður endurráðinn til að manna eina vakt í frystihúsinu. Eins verður ráðið úr þessum hópi starfsfólk í nýju pökkunarstöðina. Þá stend- ur til að auka saltfiskverkun hjá fyrirtækinu. „Við munum endurráða stærsta hlutann af þessu fólki,“ sagði Einar. Ný vinnslulína Einar telur að hlutur frosins hráefnis í vinnsl- unni muni aukast á komandi árum vegna kvóta- skerðingar. „Eftir tvö til þtjú ár verður helming- urinn af 10 þúsund tonna hráefni okkar frosinn fiskur," sagði Einar. Talsvert hefur verið unnið úr frosnu hráefni hjá Fiskiðjunni og hefur það aðallega verið keypt af íslenskum frystitogurum og hentifánaskipum. Ekki hefur verið erfitt að ná í frosið hráefni en arðsemin af hefðbundnu vinnslunni hefur minnkað. „Okkur sýnist að sög- un og endurpökkun á frystum flökum, eins og við höfum gert tilraunir með frá því í haust, gefi okkur miklu meira,“ sagði Einar. Fiskiðjan er nú langt komin með að uppfylla samning upp á 200 tonn af frosnum fiskbitum til verslunark- eðju í Belgíu. Þeir eru unnir úr flökum frá frysti- togurum. Fullkomin matvælapökkun Tækin sem Fiskiðjan hefur keypt eru japönsk og gerð til hvers konar matvælapökkunar. Vinnslulínan vigtar vöruna, býr til poka og pakk- ar. Hráefnið getur verið frosin niðursöguð flök, rækja, hörpudiskur, kjötbitar eða grænmeti. Vinnslulínan kostar um 30 milljónir króna. Ljóst er að þessi starfsemi þarf hentugt húsnæði og stóra frystigeymslu. Reiknað er með að heildar- kostnaður við pökkunarlínuna og tilheyrandi verði á bilinu 50 til 100 milljónir króna. Einar segir að verðmætaaukning fiskafurða í fram- haldsvinnslu geti verið allt að 30-40%. Sjúkraliðadeilan Höfnuðu 4% hækkun SJÚKRALIÐAR höfnuðu með form- legum hætti tilboði ríkisins um 4% launahækkun á samningáfundi í gær. Lausn á deilu sjúkraliða og rík- isins er ekki í sjónmáli. Sjúkraliðar segja að launamunur milli hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða verði 52,42% eftir áramót þegar samningur hjúkrunarfræðinga sé að fullu kominn til framkvæmda, en þessi munur hafi verið 20,5% fyrir samninginn. Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir töl- urnar rangar og að þeim verði svar- að í dag. Veitti áverka með vasahníf KONA liggur á Sjúkrahúsi Akur- eyrar með nokkra áverka eftir að hafa lent í átökum á Akureyri síðdeg- "is á mánudag við aðra konu sem beitti vasahníf í viðureigninni. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri vinna konurnar á sama stað. Voru þær á leið heim til sín frá vinnu, önnur gangandi en hin kom akandi og stöðvaði á gatnamótum. Þar varð konunum sundurorða sem endaði með slagsmálum. Önnur konan var með vasahníf sem hún beitti svo hin hlaut áverka, einkum á handarbaki og öxl en er ekki sögð mikið slösuð. Óvíst er hvort kæra verður lögð fram í málinu. MA stúd- entar fagna fullveldi NEMAR í Menntaskólanum á Akureyri minntust fullveldis ís- lands á svokallaðri 1. des. hátíð sem haldin var í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi, en þessi hátíð er jafnframt árshátíð skóla- félagsins. Um 800 manns sóttu hátíðina, nemendur og kennarar skólans og voru verðandi stúd- entar í sínu fínasta pússi, stúlk- urnar í peysufötum og piltarnir í kjólfötum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Desember- uppbætur að koma tíl útborgunar DESEMBERUPPBÓT og launa- bætur koma til útborgunar um þess- ar mundir. Þá fá lífeyrisþegar sem njóta tekjutryggingar greiddan tekjutryggingarauka. Samkvæmt gildandi kjarasamn- ingi ASÍ og atvinnurekenda koma nú til útborgunar tvær eingreiðslur, desemberuppbót og launabætur. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og viðsemjenda er desemberuppbót 13.000 krónur og 9.600 kr. fyrir iðnnema. Starfsmenn sem hafa ver- ið í fullu starfi allt árið i sama fyrir- tæki og eru við störf í síðustu viku nóvember eða í fyrstu viku desem- ber eiga rétt á greiðslunni. Starfs- fólk í hlutastarfi, sem uppfyllir sömu skilyrði, og það sem hefur skemmri starfstíma fær greitt híut- fallslega. Launabætur eiga að greiðast þeim sem höfðu heildartekjur að meðaltali undir 80.000 kr. á mán- uði, án orlofs, fyrir fullt starf, tíma- bilið 1. september til 30. nóvember 1994, skv. sérstökum útreikningi. Desemberuppbót lífeyrisþega Lífeyrisþegar sem njóta tekju- ti-yggingar fá greiddan 58% tekju- tryggingarauka 5. desember. Ofan á tekjutryggingu, heimilis- uppbót og sérstaka heimilisuppbót greiðist 30% tekjutryggingarauki vegna desemberuppbótar og 28% tekjutryggingarauki vegna lág- launabóta í desember. Fullan tekju- tryggingarauka, 20.705 krónurfyr- ir ellilífeyrisþega og 21.074 fyrir örorkulífeyrisþega, fá þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu, heimilis' uppbót og sérstaka heimilisuppbó Tekjutryggingaraukinn skerðisi í sama hlutfalli og þessif þrír bóta- flokkar vegna tekna lífeyrisþega. I frétt frá Tryggingastofnun segir að orlofsuppbótin komi ekki fram sérstaklega á greiðsluseðli heldur verði lögð við upphæðir bótaflokka. Þá segir að þeir lífeyrisþegar, sem ekki njóti tekjutryggingar, fái eng- an tekjutryggingarauka. Þrjár leiðir í boði við greiðslu áskriftar MORGUNBLAÐIÐ býður áskrif- endum sínum upp á þijár leiðir til að greiða áskriftina; innheimt af blaðbera, greiðsla með greiðslukorti og millifærsla af bankareikningi. Áskrifendur Morgunblaðsins hafa á undanförnum dögum fengið sent póstkort, þar sem bent er á þá möguleika, að greiða áskriftina með greiðslukorti eða beingreiðslu bankanna. Margir áskrifendur hafa hringt síðustu daga og látið færa greiðsluna yfir á greiðslukort. Þess misskilnings hefur hins vegar gætt, að blaðberar muni ekki innheimta áskriftargjöld eins og verið hefur, en að sjálfsögðu stendur það áskrif- endum áfram til boða. Á næstu dögum, þegar biaðber- inn innheimtir hjá áskrifendum, geta þéir, sem nota greiðslukort og áhuga hafa á að setja áskriftina á greiðslukortið, látið blaðberann hafa póstkortið útfyllt og hann kemur því áleiðis til áskriftardeild- ar. Spúrt hefur verið hvort mögu- legt sé að nota debetkort. Frá og með næstu áramótum verður það hægt. Ef áskrifendur hafa spurn- ingar um möguleg greiðsluform, er starfsfólk áskriftardeildar reiðubúið að svara í síma 91-691122. Fjölgun gjalddaga húsnæðislána Gæti aukið kostnað um 100 milljónir HÚSNÆÐISSTOFNUN gerir ráð fyrir að fjölgun gjalddaga húsnæðislána úr 4 í 12 leiði til þess að fjöldi greiðsluseðla fari úr 300 þúsund á ári í um 800 þúsund. Við það eykst kostnaður við útgáfu greiðsluseðla um 100 milljónir á ári. Lántakendur koma til með að bera þennan kostnað. Lántakendur í húsnæðiskerfinu greiða 190 krónur í kostnað við útgáfu hvers greiðsluseðils. Hingað til hafa gjalddagar á ári verið fjórir þannig áð árlegur kostnaður við greiðslu af hveiju láni er 760 krón- ur. Við íjölgun gjalddaga í 12 verð- ur árlegur kostnaður við útgáfu greiðsluseðlanna 2.280 krónur. Margar fjölskyldur eru með fleira en eitt húsnæðislán og fá því fleiri einn greiðsluseðil í hvert sinn. Greiðsluseðlum fjölgar í 800 þúsund Öll ný húsbréfalán verða frá og með næstu áramótum með mánað- arlegum gjalddögum og lántakend- um með eldri lán verður boðið að fjölga gjalddögum. Sigurður Geirs- son, forstöðumaður húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar, sagði að stofn- unin gerði ráð fyrir að þessi breyt- ing leiddi til þess að útgefnum greiðsluseðlum fjölgaði úr 300 þús- und á ári í 800 þúsund. Þetta þýðir að árlegur kostnaður við útgáfu greiðsluseðlanna fer úr 57 milljón- um í 152 milljónir. Sigurður sagði að bankakerfið hefði uppi áform um breytta greiðslumóttöku á föstum greiðsl- um eins og afborgunum af hús- næðislánum, sem miðaði að því að draga úr kostnaði. Þessar breyting- ar gætu dregið úr þeim kostnaðar- auka sem fylgdi fjölgun gjalddaga. Sigurður sagði að húseigendur hefðu lengi óskað eftir að eiga kost á að borga mánaðarlega af hús- næðislánum. Þessi breyting væri ekki fallin til að leysa vanda þeirra sem væru nú þegar í vanskilum. Hins vegar stæðu vonir til að þetta auðveldi fólki að greiða af lánunum. Morgunblaðið í dag er 161 síður þar með talinn 64r; síðna blaðauki, jólamatui gjafir og föndur. ÍSj, óti! ist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.