Morgunblaðið - 01.12.1994, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJOÐ ARBOKH LAÐAIM
Morgunblaðið/Kristinn
Hornsteinninn
torfundinn
í DAG klukkan 13 lýkur form-
lega veru Landsbókasafns í
Safnahúsinu við Hverfisgötu og
nýir tímar taka við í Þjóðarbók-
hiöðu. Hannes Hafstein ráð-
herra lagði hornstein að húsinu
23. september árið 1906 á ártíð-
ardegi Snorra Sturlusonar.
Jón Jakobsson landsbóka-
vörður segir í bók sinni um safn-
ið, að á steininn sé höggvið
Mennt er máttur, og að honum
væri svo fyrir komið að hann
sjáist að innan úr kjallaranum.
Eftirgrennslan leiddi í Ijós að
steinninn er ekki jafn augljós.
Árni Óla segir í bók sinni
Reykjavík fyrri tíma að þrátt
fyrir ítrekaða leit hafi hann
ekki fundið steininn í kjallaran-
um. Sigurður Björnsson brúar-
smiður, sem vann við bygging-
una og var viðstaddur er Hann-
es Hafstein lagði hornsteininn,
, gat loks vísað honum á steininn.
Kom þá í ljós að hann snýr ekki
að kjallara hússins heldur inn í
kolageymslu, sem upphaflega
var gerð undir útidyraþrepum.
Þar hafði hann verið settur
undir fremsta þrep, utan við
húsið sjálft, og gæti því naum-
ast talist homsteinn þess.
Steinninn var að sögn Árna illa
farinn þegar hann fann hann
og skemmdur af kolum og vatni.
Leitið og þér ...
Nanna Bjarnadóttir, settur
landsbókavörður til dagsins í
dag, segir að steinninn sé ekki
mjög torfundinn, aðeins þurfi
að þekkja húsið og vita hvar
eigi að leita. Steinninn er hluti
af vegg sem afmarkar litla
geymslukompu í kjallara húss-
ins, fullri af ýmsum aflóga mun-
um, þar á meðal brotnum stól-
um og rimlatjöldum. Ekki er á
hvers manns færi að komast að
honum, eins og Ragnar Ágústs-
son húsvörður Landsbókasafns
komst að raun um þegar hann
var að sýna ljósmyndara
Morgunblaðsins hvar steininn
er að finna. Letrið á steininum
er ólæsilegt, að líkindum vegna
leka.
Þjóðarbókhlaða vígð í dag eftir 16 ára byggingartíma
Kostar 2,5 mílljarða
LANDSBÓKASAFN íslands - Há-
skólabókasafn verður opnað í dag
klukkan 13 við hátíðlega athöfn í
Þjóðarbókhlöðu sem tekin verður í
notkun við sama tækifæri.
Byggingarkostnaður við Þjóðar-
bókhlöðu nemur nú alls um 2,483
milljörðum króna á verðlagi 1. nóv-
ember 1994, og eru húsgögn og
innréttingar í þeirri upphæð. Miðað
við 6% raunvexti nemur vaxtakostn-
aður á byggingartímanum um 908
milljónum króna þess fyrir utan.
Þijátíu og átta ár eru síðan lögð
var fram tillaga um samruna Lands-
bókasafns íslands og Háskólabóka-
safns og síðar byggingu þjóðarbók-
hlöðu sem rúma skyldi bæði söfnin.
Fyrst árið 1978 var skóflustunga
tekin að byggingurini.
Sérfræðingar sem Morgunblaðið
ræddi við voru sammála um að eðli-
legur byggingartími fyrir hús af
stærðargráðu Þjóðarbókhlöðu væri
um þtjú ár, og benda meðal annars
á Kringluna því til sönnunar, en hún
var um tvö ár í byggingu. Raunvext-
ir byggingarinnar á þriggja ára
byggingartíma næmu 231 milljón
króna, þannig að raunhæft er að
áætla umframvaxtakostnað vegna
langs byggingartíma Þjóðarbók-
hlöðu um 677 milljónir króna.
56% á fjórum árum
Framlög til Þjóðarbókhlöðu frá
fjárhagsárinu 1991 tilfjárhagsárs-
ins 1995 nema um 1,392 milljörðum
króna, eða rúmlega 56% af heildar-
byggingarkostnaði án vaxtakostn-
aðar. Allar upphæðir eru framreikn-
aðar á núvirði, miðað við bygging-
arvísitölu og að teknu tilliti til virð-
isaukaskatts.
Opnunarathöfn
í Þjóðarbókhlöðu í dag
ÞJÓÐARBÓKHLAÐA verður opn-
uð boðsgestum klukkan 12.30 í dag
en opnunarathöfnin hefst klukkan
13 með ávarpi Jóhannesar Nordals,
formanns stjórnar Landsbókasafns
íslands - Háskólabókasafns.
Þá flytur Finnbogi Guðmunds-
son, formaður byggingamefndar
Þjóðarbókhlöðu, ávarp. Að því
loknu tekur við ræða Ólafs G. Ein-
arssonar, menritamálaráðherra,
sem lýsir safnið opnað og húsið
tekið í notkun. Einar Sigurðsson,
landsbókavörður, ávarpar þá sam-
komugesti og að því loknu leikur
Blásarakvintett Reykjavíkur, sem
flytur verkið Hræra, þjóðlagasvítu
eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Að því
loknu verða safninu fluttar kveðjur
fulltrúa margvíslegra þjóðlanda og
stofnana og gestir fá loks að skoða
Þjóðarbókhlöðuna. Blásarakvintet-
inn leikur bæði fyrir athöfn og eftir.
Fullveldisfagnaður stúdenta
hefst með messu í kapellu Háskóla
íslands klukkan 11; Jón Ármann
Gíslason predikar, Hörður Áskels-
son leikur á orgel og prestur er
séra Helga Soffía Konráðsdóttir.
Guðfræðinemar bjóða til kaffisam-
sætis að messu lokinni. Klukkan
12.30 leggur Dagur B. Eggertsson,
formaður Stúdentaráðs HÍ, krans
að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju-
garðinum við Suðurgötu, auk þess
sem Guðrún Agnarsdóttir, læknir á
Keldum, mælir fyrir minni Jóns.
Klukkan 13 hefst opnun Þjóðarbók-
hlöðu og verður útvarpað frá opn-
uninni.
Hátíðardagskrá í Háskólabíói
. Hátíðardagskrá hefst síðan í
Háskólabíói, sal 2, klukkan 15.
Formaður Stúdentaráðs setur at-
höfnina, Sveinbjörn Björnsson, há-
skólarektor, flytur ávarp, Háskóla-
kðrinn flytur Unglinginn í skógin-
um, ljóð Halldórs Laxness undir
lagi Hákonar Leifssonar, stjóm-
anda kórsins. Gylfi Þ. Gíslason,
prófessor og fyrrverandi mennta-
málaráðherra, flytur þá hátíðar-
ræðu. Klukkan 16 verður gert hlé
og verður boðið upp á veitingar,
auk þess sem dúó Tómasar R. Ein-
arssonar leikur fyrir gesti.
Dagskrá verður síðan fram hald-
ið 20 mínútum síðar, þegar Stúden-
taleikhúsið frumflytur þátt úr leik-
verki eftir Hallgrím Helga Helgason
í leikstjóm Skúla Gautasonar.
Að loknum leikþættinum hefst
málþing um gildi bókasafna og
byltingarkenndar breytingar á sviði
tölvutækni sem Stefán Hrafnkels-
son, tölvuverkfræðingur hjá
Margmiðlun hf., og Ásdís Egilsdótt-
ir, lektor í íslenskum bókmenntum,
stýra, en kynnir er Olafur Eiríks-
son, laganemi. Dagskrá lýkur síðan
klukkan 16 þegar Hreyfimyndafé-
lagið býður gestum á sýningu kvik-
myndar eftir pólska leikstjórann
Krzysztof Kieslowski.
Átaki fyrir Þjóðarbókhlödu berast framlög víða að
Andvirði gjafa 18 milljónir
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FRÁ afhendingu gjafar Eimskips; f.v. Hörður Sigurgestsson,
forstjóri Eimskips, Dagur Eggertsson, formaður Stúdentaráðs
HÍ, Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Þjóðarátaks fyrir Þjóðar-
bókhlöðu, Einar Sigurðsson, landsbókavörður, Jóhannes Nor-
dal, og Indriði Pálsson, formaður stjórnar Eimskips.
Framtíð
Safna-
hússins
óráðin
MENNTAMÁLARÁÐHERRA segir
enga ákvörðun hafa verið tekna um
framtíð Safnahússins.
Ólafur G. Einarsson sagðist hafa
lagt fyrir ríkisstjómina tillögu um
að skipa nefnd fulltrúa þriggja ráðu-
neyta; menntamála-, forsætis- og
fjármálaráðuneytis. Henni yrði ætl-
að að skoða hugmyndir sem komið
hafa fram um framtíðarnotkun
safnsins eftir að Landsbókasafnið
flytur.
„Þessi nefnd tekur væntanlega til
starfa á næstunni. Hún mun koma
með tillögur sem ég legg fyrir ríkis-
stjórnina," sagði hann. „Ég geri ráð
fyrir að niðurstöður liggi fyrir núna
á vetrarmánuðum."
Hugmyndir tengdar söfnum
Landsbókasafnið og Þjóðskjala-
safnið munu enn um sinn hafa afnot
af húsinu. Ólafur sagði að flestar
þær hugmyndir sem efstar væru á
blaði um framtíð Safnahússins væru
tengdar safni eða söfnum. „Það er
mín skoðun að svo verði áfram,“
sagði hann.
„Nýjustu hugmyndir eru að Nátt-
úrugripasafnið fái þarna inni en það
var þarna í eina tíð uppi á lofti. Þá
hefur Árnastofnun haft hug á húsinu
og að þar verði sýndir okkar helstu
kjörgripir á sviði bókfræðinnar.
Mönnum hefur einnig dottið í hug
móttökusalir fyrir forsetaembættið."
HINU nýja Landsbókasafni ís-
lands - Háskólabókasafni hafa
borist margar stórar gjafir sein-
ustu daga. Þjóðarátak stúdenta
fyrir þjóðbókasafnið var í gær-
kvöldi búið að skila framlögum er
nema að heildarverðmæti rúmlega
18 milljónum króna en upphaflega
var stefnt að því að safna 20 millj-
ónum króna.
Skúli Helgason, framkvæmda-
stjóri söfnunarátaksins, segir ölj
teikn benda til að það mark náist
og geri menn sér vonir um að
söfnunarupphæðin verði jafnvel
talsvert hærri, því ekki hafi öll
fyrirtæki og einstaklingar tekið
við sér enn.
Helstu gefendur eru Lands-
banki íslands, Búnaðarbanki ís-
lands, Seðlabanki íslands, Marel
hf., Mál og menning, Vaka-Helga-
fell, Bókaútgáfan Iðunn, Reykja-
víkurborg og Eimskipafélag ís-
lands, en þetta eru þeir aðilar sem
leggja fram framlög að heildar-
verðmæti ein milljón króna eða
meira. í flestum tilvikum er um
að ræða „fóstrun“ tímarita til
fimm eða tíu ára. Stúdentar munu
við opnunarathöfn Þjóðarbókhlöðu
í dag afhenda landsbókaverði skjal
þar sem getið verður allra fram-
laga sem hafa borist eða berast
til þjóðarátaksins á hádegi.
Veglegar gjafir
Eimskipafélag íslands ákvað að
leggja fram eina milljón króna til
þess að efla ritakost hins nýja
þjóðbókasafns, ekki síst á sviði
þeirra fræðigreina sem skipta at-
vinnulífið mestu máli. Með gjöfinni
vill fyrirtækið „jafnframt hvetja
önnur einkafyrirtæki til þess að
leggja hönd á plóg til stuðnings
þjóðarátakinu," segir í gjafabréfí
frá Indriða Pálssyni stjórnarform-
anni Eimskips.
Á mánudaginn sl. afhenti Par-
ker W. Borg, sendiherra Banda-
ríkjanna nokkur hundruð bækur
um daglegt líf, sögu og stofnanir
í Bandaríkjunum sem pantaðar
voru sérstaklega í tilefni af 50 ára
afmæli lýðveldisins íslands og
einnig 5.500 bækur sem voru áður
í Ameríska bókasafninu. í þessari
viku var safninu einnig afhent að
gjöf fullkomin Konica-ljósritunar-
vél að verðmæti yfir milljón krón-
ur.
Esko Háki yfirbókavörður við
Háskólabókasafnið í Helsinki af-
hendir í dag peningagjöf frá Finn-
landi í dag að upphæð 10 þúsund
finnsk mörk og er gjöfin ætluð til
bókakaupa í Finnlandi að eigin
vali. Við sama tækifæri tnun
sænska sendiráðið afhenda bóka-
gjöf að upphæð 15 þúsund krónur
sænskar. Bækurnar spanna marga
málaflokka, m.a. málvísindi og
aðrar heimspekilegar greinar,
þjóðfélagsfræði og fagurbók-
menntir. Gjöfinni er ætlað að
stykja kennslu og nám á íslandi
fyrir nemendur í sænsku og
áhugamenn um sænsku og þarlend
málefni.
NORDINFO, norræna sam-
starfsnefndin um vísindalegar
upplýsingar, mun einnig færa
safninu gjöf í dag að andvirði 730
þúsund íslenskar krónur. Upphæð-
inni skal varið til að auka þekk-
ingu innan safnsins á því hvernig
færa má efni yfir á segulmiðla
með því að kosta menntun starfs-
fólks, og koma á fót og stýra verk-
efni sem leiðir til þess að verð-
mætt, íslenskt efni komist á tölvu-
tækt form og verði aðgengilegt á
alþjóðavísu.