Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þú ættir að hafa þau vel við vöxt svo þú lítir ekki út eins og þú sért í gömlu fermingar-
fötunum, þegar að því kemur, Nonni minn.
Utanríkisráðherra um innflutning
landbúnaðarvara samkvæmt GATT
Hlutkesti ráði inn-
flutningsleyfunum
UTANRÍKISRÁÐHERRA telur að
varpa eigi hlutkesti milli þeirra, sem
sækja um innflutningsleyfi fyrir
landbúnaðarvörur sem GATT-samn-
ingar tryggja að verði fluttar inn
með lágmarkstollum. Landbúnaðar-
ráðherra hefur efasemdir um að
þessi aðferð sé heppileg.
Samkvæmt GATT-samningunum,
sem taka eiga gildi um áramót, verð-
ur að heimila innflutning á landbún-
aðarvörum á lágum tollum, sem
samsvarar 3-5% af innanlands-
neyslu. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra sagði á Alþingi í
vikunni, að þijár meginleiðir hefðu
verið til athugunar við úthlutun á
kvótum í þessu sambandi. í fyrsta
lagi útboð, í öðru lagi að láta hlut-
kesti ráða um innflutningsleyfí til
umsækjenda og í þriðja lagi að þeir
fengju innflutningskvóta sem yrðu
fyrstir til að sækja um hann.
Víðtækur stuðningur
„Ég hallast að öðrum kostinum
því hann myndi tryggja best hags-
muni neytenda og lægsta hugsanlegt
verð,“ sagði Jón Baldvin, en bætti
við að öll skömmtunarkerfi væru af
hinu vonda. Halldór Blöndal, land-
búnaðarráðherra, sagðist hins vegar
lögreglunnar á Selfossi, í Keflavík,
Grindavík, Hafnarfirði, Kópavogi
og Reykjavík dagana 4.-9. desem-
ber nk. verður athyglinni sérstak-
lega beint að ljósabúnaði ökutækja.
í frétt frá lögreglunni segir að
það hafi vakið athygli að nokkuð
sé um „eineygðar11 og/eða aftur-
efast um gildi þessarar aðferðar og
að hún þýddi lægra verð til neytenda.
Utanríkisráðherra mælti á þriðju-
dag fyrir þingsályktunartillögu um
að ríkisstjómin fái heimild til að
fullgilda samning um Alþjóðavið-
skiptastofnunina, sem mynda á
stofnanalega umgjörð um þá samn-
inga sem náðust í svonefndum Úr-
úgvæviðræðum GATT. Fulltrúar
allra flokka lýstu yfir stuðningi við
,GATT-samningana, en þingmenn
stjómarandstöðunnar gagnrýndu að
ekki væri lokið vinnu nefndar full-
trúa fimm ráðuneyta sem skipuð var
í vor til að undirbúna nauðsynlegar
breytingar á löggjöf um innflutning
og vöruviðskipti, einkum í tengslum
við viðskipti með Iandbúnaðarvörur.
Páll Pétursson, þingmaður Fram-
sóknarflokks, sagði meðal annars
að í húfi væri framtíð allt að 16
þúsund fjölskyldna sem tengdust
landbúnaði hér á landi. Með GATT-
samningunum undirgengjust Islend-
ingar lágmarksaðgang fyrir land-
búnaðarvörur og sá aðgangur yki
þrýsting á frekari innflutning. Ekki
mætti afgreiða málið úr utanríkis-
málanefnd án þess að fyrir lægju
pólitískar ákvarðanir um hvaða girð-
ingum yrði komið upp.
þess að ökumenn vita ekki að perur
hafi farið í ljóskerum. Lögreglan
vill hvetja ökumenn til að gefa sér
svolítinn tíma og huga að ljósabún-
aði ökutækja sinna. Þannig geta
þeir dregið úr líkum á slysum og
óhöppum."
Björn Bjarnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði að utanrík-
ismálanefnd Alþingis væri sammála
um að hraða afgreiðslu málsins, en
áður yrðu að liggja fyrir tillögur frá
ráðuneytanefndinni og tíminn væri
orðinn naumur, þar sem ætlunin
væri að stofna Alþjóðaviðskipta-
stofnunina um áramótin.
Ágreiningur eða álitamál
•Þingmenn stjórnarandstöðunnar
fullyrtu að tillögur ráðuneytanefnd-
arinnar létu á sér standa vegna mik-
ils ágreinings stjórnarflokkanna um
pólitíska stefnumörkun vegna inn-
flutnings á landbúnaðarvörum. Hall-
dór Blöndal neitaði þessu, en sagði
að ýmis álitamál væru óleyst.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
að það væri fyrst og fremst tolla,-
Iagamál að ákveða hámark þeirra
tolla sem ættu að tryggja jafnstöðu
innlendra framleiðenda gagnvart
innflutningi. Jón Baldvin sagði að
vinnu við þetta væri ekki lokið á
vegum fjármálaráðuneytis í samráði
við landbúnaðarráðuneytið, og fyrr
hefði ráðuneytanefndin ekki for-
sendur til að komast að samkomu-
lagi um það hvar þessum tollum
yrði stillt.
Svavar Gestsson, þingmaður Al-
þýðubandalags, og Bjöm Bjarnason
ræddu báðir um þá möguleika sem
GATT-samningarnir gæfu við sókn
á markaði í Asíu, ef ríki þar gerð-
ust aðilar að samningunum. Þeir
rökræddu síðan m.a. um ástæður
efnahagsuppgangs í þeim heims-
hluta og það gaf Jóni Baldvin til-
efni til athugasemdar um ljúft til-
hugalíf milli Björns og Svavars, sem
hann sagði minna sig á þegar ungl-
ingar væru að uppgötva kynlífið í
fyrsta sinn. „... og maður er í vafa
um hvort rétt sé að vera viðstaddur
svona tilhleypingar," sagði Jón
Baldvin.
Umferðarátak á Suðvesturlandi
Skoða ljósabúnað
ljósalausar bifreiðar í umferðinni
undanfarið. „Oft er þetta vegna
Zontakonur í 75 ár
Meginverkefnið
stuðningur við
heyrnarskerta
Alþjóðasamband
Zonta er 75 ára og
er afmælisins
minnst víða um heim. Zonta
eru samtök kvenna er starfa
við stjómun fyrirtækja og
annarra stofnana á sviði
sérmenntunar og , eru í
hveijum klúbbi 1-2 konur
úr hverrri starfsgrein. Á
íslandi era fimm Zontaklúb-
bar, tveir í Reykjavík, 2 á
Akureyri og einn á Selfossi.
Fyrsti og elsti klúbburinn
er Zontaklúbbur Reykjavík-
ur, sem stofnaður var 16.'
nóvember 1941 og hefur
nú 48 félaga. Núverandi
formaður er Kolbrún Sæ-
mundsdóttir.
Nafn Zonta er tekið úr
táknmáli Sioux-indíána í
Norður-Ameríku, en þar
var fyrsti klúbburinn stofnaður í
Buffalo 1919. Eftir fyrri heims-
styijöldina höfðu konur farið út á
vinnumarkaðinn og tekið að sér
ýmiss konar stjómunarstörf sem
karlmenn höfðu eingöngu haft
áður. Var f hvetju fagi iðulega
ein kona á toppnum og býsna ein-
angruð. Stofnuðu konur þá Zonta-
klúbba sem hliðstæður Rotary-
klúbba og Kiwanisklúbba karla til
að styrkja stöðu kvenna, vera
málsvari þeirra og efla kynni
þeirra. Hreyfingin breiddist svo
út og era nú 1100 klúbbar með
36 þúsund félögum í 65 löndum,
að því er Kolbrún útskýrði. Höfuð-
stöðvar Zonta eru í Chicago í
Bandaríkjunum.
Auk sameiginlegra verkefna
hafa Zontaklúbbarnir hver um sig
valið ákveðin verkefni til að vinna
að. í meira en hálfa öld hefur
Zontaklúbbur Reykjavíkur haft
að meginverkefni að styðja heym-
arskerta á ýmsan hátt.
Sérstakur sjóður var stofnaður,
Margrétarsjóður, til styrktar
heymarskertum og ber nafn Mar-
grétar Rasmus sem var mikil bar-
áttukona um þeirra málefni. Úr
þessum sjóði hefír verið veitt fé
til kaupa á ýmsum tækjum, svo
sem flest tækin til Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur þegar þar var
fyrst stofnuð heymarstöð, einnig
tæki háls-nef- og eyrnadeildar á
Borgarspítalanum og Talmeina-
stöðvar íslands þegar hún tók til
starfa og gefið magnarakerfi í
skóla og á samkomustaði. Einkum
hafa þó verið veittir styrkir til
menntunar kennara, fóstra og
annarra sérhæfðra sem geta orðið
heyrnarskertum að Iiði. Hefur
klúbburinn unnið að þessum mál-
um jafnt og þétt í áratugi án þess
að hafa hátt um það.
Hinir íslensku klúbbamir hafa
valið sér önnur sérverkefni og oft
fjölbreyttari. Zontaklúbbur Akur-
eyrar, sem stofnaður
var 1949, hefur sem
kunnugt er að aðal-
verkefni að endur-
byggja, hatda við og
reka Nonnahús á Akur-
eyri. í Zontaklúbbi Selfoss, sem
stofnaður var 1972, eru félagar
þaðan og úr uppsveitum. Sagði
Kolbrún að til þess væri tekið hve
fundarsókn er þar góð þótt margir
félagar eigi um langan veg að fara,
oft í illri færð. Þær hafa m.a. styrkt
þroskahefta á Selfossi, sjúkrahúsið
og skólann. Zontaklúbburinn Þór-
unn hyma á Akureyri var stofnað-
ur 1984-og studdi fyrstu árin upp-
byggingu Sels, hjúkranarheimilis
aldraðra, en að undafömu einkum
uppbyggingu bókasafns Háskól-
►KOLBRÚN Sæmundsdóttir
píanókennari er formaður Zon-
ta-klúbbs Reykjavíkur, elsta
íslenska Zontaklúbbsins, en
samtökin eru nú 75 ára. Hún
varð stúdent frá MR 1962 og
útskrifaðist píanókennari frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
1965. Kolbrún hefur frá haust-
inu 1977 starfað við Söngskól-
ann í Reykjavík og verið undir-
leikari með einsöngvurum.
Maður hennar er Björn Árdal
barnalæknir og eiga þau 3
dætur.
ans á Akureyri.
Yngsti klúbburinn, frá 1988, er
Embla í Reykjavík. Verkefni hans
era ýmis mannúðarmál og hefur
m.a. verið lagt til heimahlynningar
Krabbameinsfélags Reykjavíkur,
styrktarfélags Greiningarstöðvar
ríkisins o.fl. Má geta þess að klúb-
burinn sér fýrir tveimur bömum í
þróunarlöndum gegnum Hjálpar-
stofnun kirkjunnar.
Á alþjóðavettvangi era Zonta
mjög virk og virt samtök. Hafa
þau um langt skeið unnið í nánum
tengslum við stofnanir Sameinuðu
þjóðanna, eiga t.d. áheymarfull-
trúa á allsheijarþinginu og hafa
lagt mörgum þýðingarmiklum
verkefnum lið gegnum UNIFEM,
bamahjálpina, og UNESCO. Má
þar nefna fjárstyrki til starfsþjálf-
unar og iðnmenntunar kvenna í
þróunarlöndum, gerð branna í Sri
Lanka og víðar og byggingu heil-
sugæslustöðvar í fátækrahverfum
Columbíu o fl. Hafa íslensku klúb-
bamir lagt { það fé. Núverandi
formaður alþjóðasamtakanna er
Folanke Solanke frá Nigeríu og
undirstrikar val hennar áherslu
Zontahreyfingarinnar nú á málefn-
um þróunarsvæða. Einn af mik-
ilvirkustu sjóðum Zonta er náms-
styrkjasjóður Amelíu Ehrhart,
flugkonunnar og Zonta-
konunnar, sem hvarf í
Kyrrahafíð 1938 og
veitir námsstyrki til
kvenna í framhaldsnámi
í verkfræðigreinum,
flugvélaverkfræði og geimvísind-
um, sem konur hafa lítið farið
stundað, og hafa tvær íslenskar
konur verið þar styrkþegar.
En eitt af meginmarkmiðum
Zonta miðar að því að efla kynni
milli starfstétta og efla félagsanda
og mikið lagt upp úr því að félag-
ar kynni sitt starf og kynnist
störfum hinna. Er það liður í að
efla stöðu kvenna og er markvisst
unnið að því, m.a. á reglulegum
mánaðarlegum fundum, útskvrir
Kolbrún í lokin.
Á íslandi
starfa 5
Zontaklúbbar