Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ - kjarni málsins! Arnar Jónsson leikari á 40 ára leikafmæli ájólasýninguLA Fiskvinnsla UA á Grenivík gengur vel Hluti hráefnis unninn á Akureyri Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞAÐ eru 40 ár frá því Arnar Jónsson lék Hans í Hans og Grétu, jólaleikriti Leikfélags Akureyrar- árið 1954. Hann heldur upp á tíma- mótin í sakamálaleiknum Ovæntri heimsókn, jólasýningunni í ár. SÍÐUSTU þijár vikur hefur fiskur verið fluttur frá Grenivík til vinnslu hjá frystihúsi Útgerðarfé- lags Akureyringa, en aflabrögð báta hafa verið einkar góð í haust þannig að ekki hefst undan að vinna hann á staðnum. Útgerðarfélag Akureyringa tók við rekstri frystihúss Kaldbaks í lok júní síðasta sumar en fyrirtækið sem var stærsti vinnuveitandi á staðnum var lýst gjaldþrota í mars síðastliðn- um. í samningi sem gildir að minnsta kosti í fimm ár fólst að Morgunblaðið/Rúnar Þór Þjóðlegur nestistími ÚA tók við rekstri fiskvinnslunnar en útgerðimar á staðnum skuld- bundu sig til að landa afla sínum þar og jafnframt lagði Grýtubakka- hreppur til veiðiheimildir. Góður afli Björgólfur Jóhannsson fjár- málastjóri Útgerðarfélags Akur- * eyringa sagði að reksturinn á Grenivík hefði gengið vel og í raun vonum framar. Gerðar hefðu verið áætlanir áður en ákveðið var að taka við rekstrinum og menn gert um hann ákveðnar væntingar. Þær væntingar hefðu ekki fyllilega gengið eftir yfir sumarmánuðina en strax í september hefði dæmið snúist við og í allt haust hefði verið stöðug vinna og góð afla- brögð þannig að ÚA-menn væru sáttir. „Aflabrögð báta á Grenivík hafa verið með besta móti í haust og við höfum því síðustu þijár vikur flutt þó nokkuð af hráefni þaðan og hingað inneftir til vinnslu hjá okkur,“ sagði Björgólfur, en trillur á staðnum leggja upp afla þar og einnig Sjöfn ÞH en Grenivíkurbát- urinn Frosti hefur landað sínum afla hjá frystihúsinu á Akureyri. Á milli 30 og 40 manns starfa við fiskvinnsluna á Grenivík. Sam- kvæmt upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að ársvélta Út- gerðarfélags Akureyringa myndi aukast um 400 milljónir króna og hafa þær áætlanir staðist. NEMENDUR í Lundarskóla á Akureyri hafa síðustu daga verið að kynna sér sögu íslenska lýð- veldisins í tilefni af 50 ára af- mæli þess í ár og í gær var dag- skrá í skólanum þar sem m.a. VERULEG söluaukning hefur verið á fískafóðri hjá fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri og nemur hún um 20-25% á innanlandsmarkaði milli ára. Þá hefur verksmiðjan flutt út um 1.500 tonn af fóðri til Noregs en kaupandi þar er Skretting A/S sem á síðasta ári gerði samning um kaup á fóðri frá Laxá fyrir um 140 til 150 milljónir króna. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Laxár hf. sagði að í lok þessarar viku færu síðustu gám- arnir í þessum samningi utan til Noregs. Ekki hefur verið gengið frá öðrum samningi um fóðurkaup en fyrirhugað er að forráðamenn fyrir- tækjanna hittist á fundi upp úr miðj- um desember til að ræða framhald- ið. „Það er ófrágengið með fram- haldið en við munum ræða málin á fundi í Noregi innan skamms og ég er bjartsýnn á að þeir haldi áfram að kaupa af okkur,“ sagði Guð- mundur. Mikil vinna hefur verið í verk- smiðjunni í haust, unnið hefur verið á vöktum frá því í byijun ágúst og voru lesin upp ljóð um ísland. f lokin var svo boðið upp á þjóð- legt kaffibrauð í nestistímanum, kleinur, flatbrauð með hangikjöti og fleira meðlæti sem fylgt hefur þjóðinni í áranna rás. á tímabili var unnið þar allan sólar- hringinn og þá bætt við starfsfólki. Átta störf eru hjá fyrirtækinu en starfsmenn voru fjórtán þegar mest var að gera. Stórstígar framfarir Salan á innanlandsmarkaði hefur aukist frá því í fyrra og taldi Guð- mundur aukninguna nema á bilinu 20-25%. Rekstrarár Laxár hefst 1. júní hvert ár og taldi Guðmundur að í upphafí næsta árs, eða á átta fyrstu mánuðum rekstrarársins, gæti salan á innanlandsmarkaði far- ið fram yfír sölu alls síðasta árs. Hann sagði að aukna sölu á fiska- fóðri hér á landi mætti fyrst og fremst rekja til þess að stórstígar framfarir ættu sér nú stað í fiskeldi og þar væri jákvæð þróun í gangi. „Það eru að gerast hlutir í fiskeldinu sem eiga eftir að hafa veruleg áhrif,“ sagði Guðmundur. „Menn eru að ná mun betri tökum á þess- ari grein og ég hef ekki trú á öðru en fiskieldi muni vaxa mjög í fram- tíðinni hér á !andi.“ Mikil söluaukn- ing á fiskafóðri 1.500 tonn flutt út til Noregs á árinu Styrkir úr Málræktarsjóði Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Máiræktarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 1991. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans: a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda, sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun, d) öað styrkja fjárhaglega útgáfu kennsluefnis í íslensku, d) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, f) að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum Málræktarsjóðs verði náð. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu íslenskrar mál- stöðvar, Aragötu 9, 101 Reykjavík (sími 24480), og skal umsóknum skilað þangað fyrir 1. febrúar 1995. MÁLRÆKTARSJÓÐUR Háskóla- stúdentar minnast fullveldis HÁSKÓLASTÚDENTAR á Akureyri minnast fullveldis- ins á menningarkvöldi í Deiglunni í kvöld, fímmtu- dagskvöldið 1. desember, og hefst dagskráin kl. 20.30. A dagskránni eru ýmis atriði, söngur og ljóðalestur en til- gangurinn er að veita innsýn í helstu hugðarefni háskóla- stúdenta. Verðlaunasamkeppní hef- ur verið í gangi í Myndlistar- skólanum á Akureyri um merki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri og verða úrslit kynnt um kvöldið. Margrét sýnir MARGRÉT Jónsdóttir leir- listakona á Akureyri opnar sýningu á Café Karolínu í dag, 1. desember. Sýninguna nefnir hún „Jóladagatal á Café Karolínu" og stendur hún frá 1.-24. desember. Engin boðskort eru send út en allir velkomnir á opnunina sem hefst kl. 17.00. Fitlar djassa DJASSTRÍÓIÐ Fitlar spilar á Pizza 67 á Akureyri annað kvöld, föstudagskvöldið 2. desember, frá kl. 21.00 til 24.00. Leiðin liggur síðan til Sauðárkróks þar sem tríóið spilar á Kaffi Krók frá k!. 23.00. Síðasti viðkomustaður að þessu sinni verður á Bakk- anum á Húsavík þar sem framreiddur verður síðdegis- djass frá kl. 14.00 til 16.00. Tríóið skipa Norðlending- arnir Ingvi Rafn Ingvason á trommur og Jón Rafnsson á kontrabassa en þriðji maður- inn er Jóel Pálsson saxófón- leikari sem er Reykvíkingur. í leikhúsi frá blautu barnsbeini ARNAR Jónsson leikari heldur upp á 40 ára leikafmæli sitt á frumsýningu hjá Leikfélagi Ak- ureyrar þriðja daga jóia þegar félagið frumsýnir sakamálaleik- inn Ovænta heimsókn. Það var einmitt í jólaleikriti LA fyrir 40 árum, árið 1954, að Arnar steig fyrst á sviðið í gamla Samkomu- húsinu. Hann var þá í hlutverki Hans í Hans og Grétu, en bekkj- arsystir Arnars, Bergþóra Gúst- afsdóttir, fór með hlutverk Grétu. Tíminn er skrýtin skepna „Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan,“ sagði Arnar. „Það er reyndar einkennilegt með tímann, þessa skrýtnu skepnu, hann er fugl sem flýgur hratt.“ En þó fannst Arnari þeg- ar hann hugsaði til baka ótrúlega skammt síðan hann 11 ára gam- all lék Hans í barnaleikritinu geðþekka um Hans og Grétu. Arnar hafði lítillega fengist, við ieik áður á skólaskemmtunum sem haldnar voru í Samkomuhús- inu, en þar var hann tíður gestur á yngri árum. Faðir hans, Jón Kristinsson, lék mikið með félag- inu og móðir hans, Arnþrúður Ingimarsdóttir, seldi miða á sýn- ingarnar á heimili þeirra. „Maður ólst upp við leikhúsið frá blautu barnsbeini,“ sagði Arnar, en hann hefur leikið í 23 verkum með Leikfélagi Akureyrar á 40 ára ferli sínum. Hann er nú að taka saman lista yfir þau leikrit sem hann hefur leikið í, en taldi óhætt að segja þau vel á annað hundraðið. Óvænt heimsókn er spennandi og margslungin sakamálaleikur og Arnar fer með hlutverk rann- sóknarlögreglumanns sem rann- sakar lát stúlku sem verið hafði í þjónustu efnaðrar fjölskyldu en í ljós kemur að hver og einn í fjölskyldunni gæti hafa borið ábyrgð á dauða stúlkunnar. „Þetta er spennandi og vel skrifað verk og skilaboðin eru skýr en það má ekki gefa neitt upp fyrir- fram,“ sagði Arnar sem er sér- stakur gestur Leikfélags Akur- eyrar á þessari sýningu. „Ég hef mjög gaman af þessu, það er gott að vinna hérna á Akureyri, mikil kyrrð og maður getur einbeitt sér að þessu verkefni."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.