Morgunblaðið - 01.12.1994, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ
16 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
ET dagur '94
Upplýsingasprengjan
Ráöstefna Skýrslutæknifélags íslands
á Hótel Loftleiðum 2. desember 1994
IMEYTENDUR
Samstarf ORA hf. og Kjötvinnslu Hafnar-Þríhyrnings á Selfossi
Búðarkona
af lífi og sál
„ELSKU Jóhanna vertu bara
hundrað ára“ segja ungn stúlk-
umar við Jóhönnu Brynjólfsdótt-
ur sem selur stykkjavöru í lítilli
verslun á mótum Skólavörðustígs
og Klapparstígs. Jóhanna selur
dúka og bróderuð rúmföt og yf-
irlök frá Kína og segir unga fólk-
ið vera meira fyrir þessa vöra
en var fyrir nokkrum árum.
Jóhanna er 84 ára, fæddist í
Hrísey í Eyjafirði 22. júní 1910,
og rak áður vefnaðarvöruverslun
á Grundarstíg. Þessa verslun
hefur hún rekið á 3. ár en starf-
aði áður hjá Ólafi Jóhannessyni
í verslunum á Njálsgötu og
Laugavegi 2.
Núna selur hún einkum
stykkjavöru; dúka og pífurúmföt
svo eitthvað sé nefnt. „Ég finn
að fólkið vill koma í litlu búðirn-
ar. Ungu stúlkurnar koma til
Morgunblaðið/Asdis
JÓHANNA Brynjólfsdóttir
mín af því að ömmur þeirra versl-
uðu við mig,“ segir Jóhanna og
bætir við: „Þetta hefur verið eins
og hálfgert heimili. Þess vegna
þykir mér gaman að þessu. Eg
hitti mikið af yndislegu og
skemmtilegu fólki, ekki síst ungu
fólki. Nú er það farið að vera
meira fyrir fína dúka og rúmföt
sem ekki var áður,“ segir hún.
„Mér finnst svo skemmtilegt
að kynnast viðhorfi fólks til lífs-
ins. Það kemur og spjallar við
mig og ég fylgist mikið með þeim
kúnnum sem ég þekki,“ segir hún
að lokum.
13.00 Skráning
13.15 Setning ráöstefnunnar
13.20 Saga og þróun Internets - útbreiðsla hérlendis og erlendis,
framtíð netsins, notkun á rannsóknarstofnun
Kristinn Einarsson, vatnafræöingur og stjórnarmaður í SURÍS.
13.45 Ferðast um heiminn meö mús - upplýsingaleit á Internet,
Mosaic, Veraldarvefurinn (World Wide Web)
Róbert Viöar Bjarnason, netstjóri, Miðheimum hf.
14.10 íslenski talgervillinn - bylting í samskiptum og skýrsiugerö
Gísli Helgason, forstöðumaður hljóöbókagerðar Blindrafélagsins.
14.35 Skjalastjórnun - vistun og dreifing skjala í tölvutæku formi
María Sigmundsdóttir, ráögjafi hjá Skýrr.
15.00 Kaffihlé
15.30 Smföatól í margmiölun - Authorware Professional,
Macromedía Director, Hypercard og Supercard
Hallgrímur Thorsteinsson, markaðsstjóri, Miðheimum hf.
16.00 Rafræn viðskipti f nýju Ijósi - nýir möguleikar í rafrænum
samskiptum
Stefán Hrafnkelsson, tölvuverkfræðingur
16.25 Skemmtikennsla/skemmtiþekking - ný viöhorf í notkun tölva
við kennslu og upplýsingaöflun
Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur
Þátttökugjald fyrir félaga SÍ er 4.400 krónur,
en 5.600 krónur fyrir utanfélagsmenn.
Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 01.12 1994 í síma 1 88 20.
Þrjár kæfutegundir á markað
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
BJÖRN Ingi Björnsson kjötvinnslustjóri
Hafnar-Þríhyrnings hf. afhendir frú Vig-
dísi Finnbogadóttur sýnishorn af nýju
kæfutegundunum á íslenskum dögum sem
haldnir voru á Selfossi fyrir skömmu.
Selfossi - ÞRJÁR nýjar tegundir
af niðursoðinni lifrarkæfu voru ný-
lega settar á markað. Um er að
ræða samstarfsverkefni milli ORA
hf. og Kjötvinnslu Hafnar-Þríhyrn-
ings á Selfossi. „Fyrirtækin lögðu
saman krafta sína í þessu verkefni,
við erum hér með framleiðsluþekk-
ingu og ORA aftur með þekkingu
á sviði niðursuðu og markaðssetn-
ingu,“ sagði Björn Jngi Björnsson
kjötvinnslustjóri Hafnar-Þríhyrn-
ings á Selfossi.
Samstarf fyrirtækjanna hófst í
byijun þessa árs með þróunarvinnu
sem lauk með framleiðslu á ijóma-
lifrarkæfu, kálfalifrarkæfu og
grófri lifrarkæfu. Kæfan er niður-
soðin í glerkrukkum og er svonefnd
hilluvara með tveggja mánaða
geymsluþol. Yfirvörumerki vörunn-
ar er Paté d’Island.
Kæfutegundirnar eru nokkuð
mismunandi. Grófa lifrarkæfan er
hefðbundin að dönskum hætti.
Kálfalifrarkæfan inniheldur kálfa-
kjöt og er framleidd eftir þýskri
uppskrift. Rjómalifrarkæfan er
flaggskip framleiðslunnar, í henni
er sunnlenskur ijómi, sveppir og
beikon. Það var 1992
sem Björn Ingi kjöt-
vinnslustjóri fékk gull-
verðlaun fyrir þessa
tegund kæfu í fag-
keppni í Danmörku.
Björn sagði kæfuna
fyrst og fremst álegg
en hún væri einnig
mikið notuð í forrétti
og ýmsa sérrétti.
Tryggvi Magnússon
sölustjóri Ora hf. sagði
að kæfunni hefði verið
mjög vel tekið. Fram-
undan væri að kynna
hana enn frekar. Hann
sagði að öryggislok
væri á umbúðunum
sem fólk þekkti frá
umbúðum um barna-
mat, dálítill smellur
gæfi til kynna að innihaldið væri í
lagi. Hann sagði þessa samvinnu
fyrirtækjanna lofa góðu og kvaðst
bjartsýnn á framhaldið.
Verslun Laugav<
Reykjavík
ÞU GETUR SLEPPT JOLAKETTINUM I AR
STÆRRI OG BETRI