Morgunblaðið - 01.12.1994, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
DRAUMATÆKIÐ
í matreiðsluna
Takmarkað m;
tilboðsvc
aðeins kr. 4.4
ERLENT
Stasi og aðrar leifar austur-þýska alþýðulýðveldisins horfna
Oryggislögreglan sögð
lifa neðanjarðar
■B0
Hakkar.
grænmeti, möndlur, hnetur, súkkulaði,
osta og m.fl.
Hentar öllum, ungum sem öldnum, á
heimilið, veitingahúsið eða mötuneytið.
Létt i hendi, Z30V/110W.
Mgg"\ Einar
BmB Farestveit&Co.lif.
Borgartúni 28 622901 og 622900
Berlín. Morgunblaðið.
ÞAÐ VAR ekki margt frá Austur-
Þýskalandi sem lifði sameiningu
þýsku ríkjanna árið 1990 af. En
Stasi, leyniþjónustu alþýðulýðveldis-
ins gamla, tókst það, ef marka má
tíu síðna grein sem nýverið birtist í
dagblaðinu Berliner Zeitung. Stofn-
unin lifir ekki sem öryggislögregla
eða sem leyniþjónusta heldur sem
neðanjarðarsamtök á sviði viðskipta.
Þegar almúginn í Austur-Þýska-
landi réðst með valdi inn í höfuð-
stöðvar Stasi í Berlín 15. janúar
1990 töidu flestir að dagar Stasi
væru taldir. En ráðamenn innan
Stasi voru í raun fyrir löngu búnir
að sjá fyrir fall Austur-Þýskalands
og strax árið 1986 hrinti þáverandi
öryggismálaráðherra, Erich Mielke,
í framkvæmd áætlun um það hvern-
ig Stasi gæti lifað Austur-Þýskaland
af. Að sögn Berliner Zeitung gegndi
maður að nafni Alexander Schalck-
Golodkowski lykilhlutverki í þessari
áætlun. og má segja að áætlunin
hafi hægt og hægt farið að snúast
um hann og hans nánustu samstarfs-
menn. Schalck hafði sterk tengsl við
áhrifamenn í Vestur-Þýskalandi og
víðar sem komu að góðum notum.
Meginmarkmið áætlunarinnar var að
koma gríðarlegum fjármunum Stasi
sporlaust undan.
Tengsl í vestri
Rétt fyrir fall Berlínarmúrsins, 9.
nóvember 1989, og næstu mánuði á
eftir var einnig skipulega komið und-
an mikilvægum skjölum og vopnum.
Æ
KU
Gjöf fyrir smáfólkiö
1000 kr. innlegg á Stjörnubók
Æskulfnunnar og barnið fær
gjafaöskju meö Snæfinni sparibauk,
púsluspil, litabók - óg meira til!
"Snæfinnur snjókarl, sni&ugur meö krónurnar"
UNGIR A-Þjóðverjar hrópa „Gorby“ og „Frelsi“ á útifundi fólks sem
notaði tækifærið til að mótmæla einræði kommúnista árið 1989 er
Míkhail Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, var í heimsókn.
Schalck notfærði sér tengsl við
stjórnmálamenn í Vestur-Þýska-
landi til að stofna til viðskiptasamn-
inga og jafnvel fá lán, þrátt fyrir að
öll austurblokkin hefði tapað láns-
traustinu hjá alþjóðalánastofnunum
í byijun 9. áratugarins. Ýmsar að-
ferðir voru síðan notaðar til að koma
peningunum frá Austur-Þýskakndi
í örugga höfn í vestrinu. Peningarnir
voru sendir vestur tif fyrirtækja sem
aldrei höfðu verið stofnuð eða til
manna sem ekki voru til. Ýmis raun-
veruleg fyrirtæki voru einnig notuð
sem leppar, til dæmis flæddu á tíma-
bili daglega milljónir króna frá Stasi
til austur-þýska fyrirtækisins Nov-
um í Sviss og Austurríki. Þannig var
tugum milljarða islenskra króna
komið undan.
Slóð þessara peninga er blóðug.
Að sögn þýska blaðsins, bendir til
dæmis margt til þess að rekja megi
til þessa máls hinn óvænta dauðdaga
forsætisráðherra Shleswig-Holstein,
Uwe Barschel, árið 1987. Svo virðist
sem Barschel hafí komist að um-
fangsmiklum og ólöglegum viðskipt-
um Stasi og þurft að gjalda fyrir það
með lífi sínu. Miklu seinna, eða árið
1990, þegar það á að heita að Stasi
sé ekki lengur til, fer frændi Barsch-
els, Bernd Barschel, að grafast fyrir
um þennan dauðdaga í skjölum Stasi.
Tveimur vikum eftir að hann segir
vini sínum að hann hafi fundið eitt-
hvað merkilegt um málið deyr hann
skyndilega og öll Stasi-skjölin um
Uwe Barschel-málið hverfa.
Notum
íslenskar
vörur,
veitum
íslenskri
vinnu
brautargengi
■
(§) ÍAMTÖK
íí i§NA§ARIN§
Einkaleyniþj ónusta
Til að skilja hvernig Schalck tókst
að breyta Stasi í sína eigin leyniþjón-
ustu, ekki aðeins hvað verðar fjár-'
magn, upplýsingar og vopn heldur
einnig hvað varðar mannafla, verður
að skoða þróunina frá 1984-90 frá
sjónarmiði Stasi-starfsmanna.
Stasi varð fyrst til þess af öllum
stofnunum ríkisins að sjá fyrir fallið.
Misheppnuð för Erichs Honeckers,
leiðtoga austur-þýska kommúnista-
flokksins, til Bonn að biðja um pen-
inga var nokkurs konar merki til
Stasi um að fara að huga að framtíð
sinni. Lengi vel trúðu starfsmenn
Stasi því að þeim yrði ætlað hlutverk
í sameinuðu Þýskalandi. Þeir sem
ekki trúðu því flúðu margir yflr til
Vestur-Þýskalands til að selja leyni-
þjónustunni þar upplýsingar sem hún
myndi fá fyrir frítt eftir nokkur ár.
Eftir að borgarar Austur-Berlínar
réðust inn í höfuðstöðvar Stasi 15.
janúar 1990 varð öllum Stasi-mönn-
um ljóst að enginn óskaði eftir starfs-
kröftum þeirra, nema Schalck sem
býr nú í Vellystingum í risastórri villu
í Bæjaralandi.
Síðastliðin ár hefur Gauck-stofn-
unin, sem rannsakar Stasi-skjölin,
lagt gríðarlega vinnu í að reyna að
sanna eitthvað á Schalck en það
hefur ekki tekist enda er hann vernd-
aður af leyniþjónustu sinni. Aðeins
einu sinni hefur hann komist í veru-
lega hættu með áætlun sína, en það
var er tímaritið Der Spiegel birti ítar-
lega grein um svartan feril hans hjá
Stasi, en sem fyrr vantaði sannanir
sem dygðu til að dæma hann. A
meðan hefur Schalck komið sér hægt
og rólega fyrir í nýrri Evrópu.
Stunda vopnaviðskipti
Stasi hefur tengst vopnaviðskipt-
um við arabaríkin og við fyrrum ríki
Júgóslavíu, en þar er stærsti vopna-
markaður heims um þessar mundir.
Eigunum hafa samtökin dreift víða
um Evrópu í formi fyrirtækja og
húsa. Samtökin hafa verið iðin við
kolann, enda er hér ekki verið að
ræða um venjuleg alþjóðasamtök.
Þetta eru þrautþjálfaðir morðingjar
sem hefur gengið vel í glímu við lög-
reglu og leyniþjónustu Vesturlanda
síðastliðin 40 ár. Þeir eru vel vopnum
búnir, ráða yfir hátækni og hika
ekki augnablik við að myrða þá sem
standa í vegi fyrir áætlunum þeirra.
Á hælum þeirra er Gauck og stofnun
hans ásamt ógrynni af rannsóknar-
blaðamönnum sem gera þeim reglu-
lega grikk.
Þannig verða Austur-Þjóðveijar,
sem þurftu að þola kúgun af hálfu
öryggislögreglunnar í yfír 40 ár, að
horfast í augu við þá bitru staðreynd
að Stasi lifír enn.