Morgunblaðið - 01.12.1994, Side 24

Morgunblaðið - 01.12.1994, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT CftLoRE Mótmæla fj árlögum BRESKIR ellilífeyrisþegar, annar klæddur í jólasveinaskrúða, mótmæltu fjárlagafrumvarpi sljórnar Johns Majors forsætisráð- herra, fyrir framan þinghúsið í London. Af spjöldunum sem þeir bera má ráða að þeir séu ekki ánægðir með fjármála- stefnu stjórnarinnar. Berlusconi leiðist London. The Daily Telegraph. SILVIO Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu á í vök að veijast en mun þó ugglaust berjast fyrir pólitísku lífi sínu. Af samtali sem birtist við hann í janúarhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair má þó ætla að endalok- in á pólitíska ferlinum séu í nánd því forsætisráðherrann sýnir þar mörg merki þess að hann sé að fara á taugum. í viðtalinu er hot'fið hið annálaða sjálfstraust Berlusconis. í staðinn er hann sokkinn á bólakaf í sjálfsvor- kunn. Hann segir að ekki sé hægt að lýsa því hversu óbærilegt það sé að vera forsætisráðherra. Hann rifjar upp að þegar menn þekktu hann einungis sem auðkýfing og sjónvarpsjöfur var hann „vinsæl- asti maður Italíu." En „um leið og ég ákvað að hella mér út í stjórn- mál byijaði að halla undan fæti og menn snerust gegn mér.“ „Ég breytti til hins verra,“ segir hann. „Ástandið er ótrúlegt. Allir veitast að mér, dómararnir, blöðin og atvinnurekendur." Þverrandi virðing Margir halda því fram að ástæðan fyrir því að Berlusconi sóttist eftir starfi forsætisráðherra hafi verið að hann vildi bjarga eigin fjölmiðlaveldi frá þeirri ógn sem því stafaði af vinstri stjórn. Sjálfur segist hann hafa ákveðið að færa fórnir til þess að bjarga þjóð sinni. Berlusconi naut ómældrar virðing- ar sem forsvarsmaður risasamsteypu og virðist ekki botna í því hvernig komið er fyrir honum nú. Það er eins og hann sé búinn að gleyma því að hann á flestar einkareknar sjónvarps- stöðvar Ítalíu og ræður yfir ríkis- ijölmiðlunum. Þetta á einnig við er hann veður elginn og veitist með gíf- uryrðum að íjölmiðlum. „Sjáið hvernig komið er fyrir mér,“ segir hann í viðtalinu. „Meira en helmingur þess sem sagt er um herra Berlusconi er þvaður. Lygar og aftur lygar, linnulausar lygar.“ Hann segist hafa unnið kosningarn- ar þrátt fyrir blöð og sjónvarp. Berlusconi átti þægilega daga áður en hann varð forsætisráðherra. ítrekað segist hann ekki njóta nýja starfsins. Hann þurfi nú að leika rullur sem honum leiðist, svo sem að flytja ræður á þingi, taka á móti útlendum fyrirmennum og standa frammi fyrir sjónvarpsmyndavélum. Dómgreindarleysi Rekja má óvinsældir Berlusconis að minnsta kosti að hluta til þeirrar djörfu ákvörðunar hans að draga úr ríkisútgjöldum, m.a. lífeyris- greiðslum. Hann hefur hins vegar sýnt áberandi dómgreindarleysi með því að reyna að binda hendur rannsóknardómara sem reynt hafa, við miklar vinsældir almennings, að uppræta spillingu og mútustarf- semi. Berlusconi komst m.a. til valda vegna loforða um að ganga til liðs við rannsóknardómarana í því að uppræta spillingu. Reyndin hefur orðið önnur, nú keppist hann við að veija kaupsýslumenn sem mútað hafa stjórnmálamönnum eða emb- ættismönnum. Þegar Berlusconi ákvað skyndi- lega að snúa sér að stjórnmálum reyndi áhrifamikiil vinur hans að fá hann ofan af þeirri ákvörðun. Svar auðkýfingins var að hann væri orð- inn þreyttur á að vera Silvio Berlusc- oni fjölmiðlajöfur og vildi breyta til. Nú virðist hann einnig vera orðinn þreyttur á Berlusconi forsætisráð- herra. FRABÆRT VERÐ 1.041.750 kr. án vsk. Eigum nokkra bíla á þessu einstaka verði til afhendingar strax ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 GRRCE Hyundai Grace er mjög rúmgóður og aflmikill sendibíll sem hefur vakið athygli um allan heim og fengið góðar viðtökur á íslandi. Enda ekki furða því verðið skapar honum algjöra sérstöðu á markaðinum. Vél..........2,4 lítra Hestöfl.........122 Lengd........4,74 m Hæð.......... 1,97 m Breidd........ 1,69 m Flutningsrými ... 5,8 m3 .til framttðar Franco einráður fram í andlátið VITAL Aza, einn úr hópi rúmlega 20 lækna sem önnuðust Francisco Franco, einræðisherra Spán- veija í meira en 35 ár, hefur nú skýrt frá einþykkni fasistaleið- togans er ljóst var að dagar hans voru tald- ir. Franco lést 1975, hann var þá 83 ára að aldri og hafði verið meðvitundarlítill síð- ustu vikurnar vegna endurtekinna hjarta- bilana en dauðastríðið var langt. Fyrst í stað var reynt að leyna sannleikanum, þjóðinni var sagt að Franco væri með slæmt kvef. Þótt læknarnir væru sannfærðir um að Franco væri dauðvona krafðist hann þess að fá að sitja ríkisstjórnarfund og hundsaði andmæli þeirra. Lækn- arnir ráðlögðu þá að hann sæti a.m.k. í hjólastól en hann lét sig hvergi og sat í sínum hefðbundna stól fyrir enda borðsins. Leiðslur, sem faldar voru undir einkennis- búningnum, lágu frá stólnum eftir gólfinu og inn í næsta sal þar sem læknarnir gátu fylgst með hjart- slætti leiðtogans á skjám. Síðar ákváðu læknarnir að ekki yrði komist hjá að- gerð. Einræðisherr- ann harðneitaði að yfirgefa heimili sitt, E1 Pardo-höllina skammt frá Madrid og var því ekki hægt að skera hann upp á ný- tísku sjúkrahúsi. Ákveðið var að nota gamalt sjúkraskýli varðliðs hallarinnar. Innanstokksmunir voru harla fornfálegir. Undirbúningur virðist einnig hafa verið lé- legur því að aðeins var til eitt handklæði, það var ekki einu sinni hreint en var samt notað til að breiða yfir gamla manninn á skurðborðinu. Áður höfðu menn orðið að vefja um hann teppi og klöngrast með sjúklinginn niður þröngan stiga er lá frá svefnher- berginu; ekki reyndist unnt að koma við sjúkrabörum í stiganum. Ljósin slokknuðu skyndilega í skýlinu og ræsa varð rafvirkja. Honum tókst að koma í gang neyð- arrafstöð. Einn skurðlæknanna fékk raflost er hann stóð á röku gólfinu og skrúfaði peru í stæði. Franco lifði í tvær vikur eftir uppskurðinn. Fáeinum árum síðar varð Spánn lýðræðisríki. Franco Framftiðin er þvottatölva sbr. skrifstofutölva. Miele EIRVÍK heimilistæki hf. Suðurlandsbraut 22,108 Reykjavík, sími 91 -880200.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.