Morgunblaðið - 01.12.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞÓRDÍS Arnljótsdóttir leikur
öll hlutverkin í sýningunni
„Björt og jólasveinafjölskyld-
an“ i Kaffileikhúsinu.
Jólaleiksýning
fyrir börn
Björt og
jólasveina-
fjölskyldan
ÞRJÁ laugardaga í desember
verður Leikhús í tösku á ferð-
inni í Kaffileikhúsi Hlaðvarpans
með jólaleiksýninguna „Björt
og jólasveinafjölskyldan" sem
byggð er á sögum og kvæðum
um Grýlu og íslensku jólasvein-
ana.
Þórdís Arnljótsdóttir, leik-
kona, er höfundur og leiksljóri
jafnframt því sem hún leikur
öll hlutverkin í sýningunni.
Leikhús í tösku hefur starfað í
sex ár og hefur þessi sýning
verið sýnd fjölmörgum sinnum
í leikskólum, á jólaböllum og i
grunnskólum. Sýningarnar í
Kaffileikhúsinu eru hins vegar
fyrstu sýningarnar sem opnar
eru almenningi. Börnin er hvött
til þess að taka virkan þátt í
sýningunni.
I kynningu segir: „Litla stúlk-
an Björt týnist í jólaösinni og
gömul kona bjargar henni. Sú
gamla segir henni frá því hvern-
ig jólin voru í gamla daga og
fer með þulur og kvæði um
hanan Grýlu. Hún kryddar frá-
sögnina með því að klæða sig í
Grýlugervi. Síðan taka jóla-
sveinarnir við og gamla konan
klæðir sig í jólasveinabúning að
íslenskum sið og leikur jóla-
sveinana þrettán. í töskunni
sem leikhúsið er kennt við leyn-
ist margt, t.d. askur, skyr, pott-
ur, nef, bjúga, kerti, laufabrauð
og sauðskinnsskór. Leiknum
lýkur með því að Björt fær fylgd
gömlu konunnar heim og allir
syngja saman „Bráðum koma
blessuð jólin“.
Sýningarnar verða laugar-
dagana 3., 10. og 17. desember
og verða tvær sýningar á dag,
kl. 14 og kl. 16. Miðaverð er kr.
500 fyrir hvert barn og ókeypis
fyrir einn fullorðinn í fylgd með
hverju barni. Boðið verður upp
á veitingar fyrir sýningarnar.
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 27
jíSSJj,"
31,' *>•*•*»k*,,u vk»,-
•*-* -.-M,, •'.»*« we*,
"Mrl £?•"* ‘ 4» .wJ** * ViÍMiU V" * *'*•».
œs&frSss}?'
ii 'i&?*** Vx
• •/ *
Úr 130 ára sögu
Þjóðminjasaíris íslands
Ritstjóri Ami Bjömsson
Gersemar og þarfaþing
Glæsileg bók-vegleg gjöf
Gersemar og þarfaþing er einstaklega glæsileg bók,
full af sögulegum fróðleik um þjóðleg verðmæti,
gömul og ný. Tilvalin vinargjöf og ómissandi gripur
í bókaskáp heimilisins.
Bókin byggir á afmælissýningu Þjóðminjasafnsins
og tengist jafnframt 50 ára afmæli lýðveldisins.
Höfundar efnis eru 35 talsins sem hver um sig fjallar
í stuttum og hnitmiðuðum texta um valinn dýrgrip
í eigu Þjóðminjasafnsins. Bókin er ríkulega mynd-
skreytt en hana prýða alls 180 glæsilegar litmyndir.
Nú gefst einstakt tækifæri á að eignast þessa
glæsilegu bók.
er gersemi
barf
á hverju heimili
efiir Amunda smiö
HIÐISLENSKA
BÓKMENNIAFÉIAG
SÍÐUMÚIA 21-108 REYKIAVÍK- SÍMI 588 90 60
■Mföl
J$|l0 rgMtlMítlÖ Ííí - kjarni
álsins!
Full búð af nýjum vörum!
O'pið laugardag frá kl. 10.00 til 18.00
og sunnudag frá kl. 13.00 til 17.00
habitat