Morgunblaðið - 01.12.1994, Side 40
40 FIMMTUDAÓUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
___________OPNUM ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNAR_
Nonnasafnið og
Haraldur Hannesson
Handritasafni séra Jóns Sveinssonar,
„Nonnasafni(<, verður komið fyrir í Lands-
bókasafni íslands, Háskólabókasafni. Matt-
hías A. Mathiesen tíundar hér fróðleik um
Nonnasafn og Harald Hannesson.
ÞEGAR Landsbókasafn íslands -
Háskólabókasafn verður opnað í
dag, 1. desember, í nýrri og glæsi-
legri Þjóðarbókhlöðu við Hring-
braut verður þar komið fyrir hand-
ritasafni séra Jóns Sveinssonar -
„Nonnasafni“. Eins og kunnugt er
varð séra Jón Sveinsson (Nonni),
eyfírski pilturinn sem fór til náms
erlendis og gerðist Jesúítaprestur,
fádæma vinsæll og einn víðlesnasti
rithöfundur íslendinga. Rit hans
hafa komið út á yfir 30 þjóðtung-
um í nokkrum milljónum eintaka.
Á íslandi hafa Nonnabækumar
komið út í 100 þús. eintökum.
Það er frábært að safn allra rita
Nonna í öllum útgáfum á öllum
tungumálum, svo og verulegur
hluti handrita og bréfa Nonna,
skuli vera til á einum stað í Nonna-
safni. Það er fyrst og fremst að
þakka einum mannj, ' Haraldi
Hannessyni hagfræðingi, sem
lengi var bókavörður Seðlabanka
íslands, en haraldur lést 1989, 77
ára að aldri.
Haraldur Harldsson gerðist ung-
ur katólskur. Hann hreifst á barns-
aldri af séra Jóni Sveinssyni
(Nonna), en Haraldur kynntist
honum betur, þegar hann dvaldist
við hagfræðinám í Þýskalandi
1932-39. Haraldur safnaði þá efni
í ritgerð um séra Jón Sveinsson
sem birtist í Eimreiðinni 1937 á
áttræðisafmæli hans. Sjálfsagt
hefur áhugi Haralds á Nonna og
ritverkum hans, svo og kunnings-
skapurinn, vakið á huga hans á
söfnun ritverka Nonna og allra rit-
smíða sem fóru um hendur hans.
Árið 1985 hafði Haraldur Hann-
esson unnið að söfnuninni í um
hálfa öld og Nonnasafn orðið mik-
ið að vöxtum og allt komið til ís-
lands en stór hluti þess
var í eigu Jesúítaregl-
unnar í Þýskalandi.
Taldi Haraldur þá
málum svo komið að
best væri að allt safn-
ið, bæði hluti Jesúíta-
reglunnar og það sem
hann og fjölskyida
hans átti, yrði samein-
að og þess freistað að
íslendingar eignuðust
það og það yrði varð-
veitt á íslandi um
ókomna tíma.
Að þessu vann Har-
aldur og sparaði
hvorki fé né tíma. Með
aðstoð utanríkisráðu-
neytisins og menntamálaráðuneyt-
is svo og Seðlabanka og Lands-
banka náði þessi ósk Haralds fram
að ganga. Hann afhenti f.h. Jesú-
ítareglunnar og fjölskyldu sinnar
íslendingum safnið að gjöf við sér-
staka athöfn 9. júní 1987 en þ.v.
menntamálaráðherra, Sverrir Her-
mannsson, veitti því viðtöku. Eig-
inkona Haralds, Ragnheiður Hann-
esdóttir varðveitti safnið. að Har-
aldi látnum þar til nú að við því
tekur Landsbókasafn íslands -
Háskólabókasafn þar sem það mun
verða öllum til gagns og ánægju
sem þess óska.
Með störfum sínum
að söfnun og varð-
veislu Nonnasafns
hefur Haraldur Hann-
esson unnið ómet-
anlegt starf fyrir ís-
lenskar bókmenntir.
Þegar afhending
safnsins fór fram
1987 bættist því góð
gjöf frá Jóhanni Sal-
berg Guðmundssyni
fv. bæjarfógeta og
sýslumanni. Hann gaf
íslenska ríkinu að gjöf
til varðveislu í Nonna-
safn bréf, póstkort og
myndir frá séra Jóni
Sveinssyni, (Nonna) til systur
hans, Kristínar Guðmundsdóttur
frá Sviðnum á Breiðafirði, en hún
var amma Jóhanns.
Haraldur Hannesson vann ekki
aðeins að söfnun bóka og handrita
Nonna. Hann sá um útgáfur
Nonnabókanna með Freysteini
Gunnarssyni skólastjóra, þýðanda
bókanna, og sjálfur þýddi hann
tvær sögur Nonna, en útgáfurétt-
urinn er í eigu katólsku kirkjunnar
á íslandi. Bókin Nonni kom út í
4. útg. 1988. Haraldur Hannesson
ritar eftirmála um séra Jón Sveins-
Haraldur
Hannesson
son. Þar segir Haraldur einnig frá
söfnunarstarfi sínu.
Það er áhugavert þegar Nonna-
safnið kemur nú fyrir almennings-
sjónir, að Morgunblaðið birti þessa
frásögn Haralds, en Elín Pálma-
dóttir blaðakona ritaði ítarlega
grein um Nonnasafnið í viðtali við
Harald Hannesson í Mbl. 5. júlí
1987, skömmu eftir afhendingu
þess.
í eftirmálanum segir Haraldur
Hannesson svo frá söfnunarstarfi
sínu:
„Þegar fregnir bárust af því
hingað til lands, að séra Jón Sveins-
son hefði andast í Köln á Rínar-
bökkum 16. október 1944, mitt í
höi-mungum styijaldarinnar, vissi
enginn hvað orðið hefði um eftir-
látnar bækur hans, handrit og önn-
ur verk. Um aðrar eignir var ekki
að ræða, þar sem hann hafði verið
klausturmaður alla starfsævi sína.
Jóhannes Gunnarsson biskup,
yfirmaður kaþólsku kirkjunnar á
Islandi, sem verið hafði nemandi
séra Jóns í menntaskólanum í
Ordrup við Kaupmannahöfn og
ávallt síðan verið tengdur honum
nánum vináttuböndum, hafði
áhyggjur af þessum merka bók-
menntaarfi íslensku þjóðarinnar.
Honum var ekki síður annt um að
landar og trúbræður séra Jóns
mættu hafa hönd í bagga um ráð-
stöfum á þessum menningarfjár-
sjóði, og þá ekki síst hveijum skyldi
falin á hendur ný útgáfa Nonna-
bóka hér á landi, ef til kæmi. Höfðu
ýmsir aðilar haft orð á því, að
þeir vildu gjarnan takast á hendur
slíkt verk.
Jóhannesi biskupi var vel kunn-
ugt um það, að ég hafði allt frá
bamsaldri haft miklar mætur á rit-
um séra Jóns, kynnst honum vel á
Einstæður bókaflokkur
30 sígild rit og einu betur !
Fást í helstu bókaverslunum. Verð flestra rita aðeins kr. 1.927,- Sendum einnig í póstkröfu.
v iv vP J?
JoJ? . &
A'* *v A'
OS -J* ÓQ
/ & £ o
íiWtfm-.l V’S»t ■;•<!+!■ ■ItotU*'.
Manngerðlr
8TEPHEN W. MAWXING
Saga tímans
* t Kiirxjftu' SAMUELJOHHSOH
Vandræðaskáld
luncus -njuws ctcEfto
Um vlnáttuna
, ■
!Afto6M<irr wncMtNN/AUuokiHi
MAACÚC TðlCtUC cictaö
Um elllrm
llia itttKZKA BÖXKftMNTAIttftO
Usiíö.n.sm7»0HMWwr*n,LVi»w(
FwipnmcH MinzacHC
Handan
góðs og ills
□ ARISTÓTELES: Um skáldskaparlistina
□ NOAM CHOMSKY: Mál og mannshugur
□ MARCUS TULLIUS CICERO: Um vináttuna
□ MARCÚS TÚLLÍUS CÍCERÓ: Um ellina
□ FRANK FRASER DARLING: Óbyggð og allsnægtir
□ RENÉ DESCARTES: Orðræða um aðferð
□ ALBERT EINSTEIN: Afstæðiskenningin
□ ERASMUS FRÁ ROTTERDAM: Lof heimskunnar
□ GOTTLÓB FREGE: Undirstöður reikningslistarinnar
□ SIGMUND FREUD: Um sálgreiningu
□ KARL VON FRISCH: Bera bý
□ JOHN KENNETH GALBRAITH: Iðnríki okkar daga
□ GODFREY HAROLD HARDY: Málsvörn stærðfræðings
□ STEPHEN W. HAWKING: Saga tímans (ný útg. 1993)
□ DAVID HUME: Rannsókn á skilningsgáfunni
□ DAVID HUME: Samræður um trúarbrögðin (UPPSELD)
□ SAMUEL JOHNSON: Vandræðaskáld
□ JOHNLOCKE: Ritgerð um ríkisvald
□ FRIEDRICH NIET2SCE: Handan góðs og ills
□ GEORGE ORWELL: Dýrabær
□ PLATON: Ríkið (tvö bindi kr. 5.990,- )
□ PLATÓN: Gorgías (ný útgáfa 1991)
□ PLATÓN: Menón
□ PLATÓN: Síðustu dagar Sókratesar
□ CHARLES PERCY SNOW: Valdstjórn og vísindi
□ HUGH TREVOR ROPER: Galdrafárið í Evrópu
□ VOLTAIRE: Birtíngur (UPPSELD)
□ MAXWEÉER: Ménnt og máttur
□ ÞEÓFRASTOS: Manngerðir
□ ÞORLEIFUR HALLDORSSON: Lof lyginnar
&
HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG
SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK- SÍMI 588 90 60 • FAX 567 90 95
S’STOFNAÐ^’
//1816°
?G,sKrrK^