Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Skátarnir og íslenski fáninn almenningi meðferð fánans. Hann segir: „Þegar tækifæri gafst fyrir skátana (Skátafélagið) Væringja að fá eigin fána, þá langaði mig að stuðla að því veikum kröftum að samskonar tilfinning kæmi í huga ykkar skátafélagar mínir og að þið yrðuð forystumenn í því að fá þjóðina til að skilja það hvaða þýðingu fáninn hefur fyrir hana og kenna henni að elska hann og virða. Ég gjörði það sem einfaldast, bjó út íslenskan fána í samræmi við konungsúrskurðinn frá 19. júní ÞEGAR íslendingar fengu fána sinn 19. júní 1915 var það mikið fagnaðarefni skáta og fór saman áhugi á sjálfstæðisbaráttunni og stolt yfir nýfengnu þjóðarmerki. Axel V. Tulinius skátahöfðingi seg- ir í grein um fánann og skátana, sem hann ritaði árið 1937, að deila mætti um það hvor væri fegurri bláhvíti fáninn, eða núverandi fáni okkar. „Mér fannst fyrir mestu að við íslendingar eignuðumst okkar eigin fána, því að mér fannst þjóðin ‘ ekki geta talist fijáls þjóð, ef hún hefði ekki sinn eigin fána að ganga undir við öll hátíðleg tækifæri, og að láta blakta á stöng yfir heimili sínu á helgum dögum eða tyllidög- um. Það er ekkert efamál að tilfinn- ing og ást til þjóðfánans á ekki þær rætur í þjóðinni hér heima eins og í öðrum löndum, sem hafa í langan tíma jafnvel margar aldir átt sitt þjóðarmerki." Axel V. Tulinius hafði verið við nám í Danmörku og kynntist þar virðingu Dana fyrir fána sínum og almennri notkun hans. Þegar ís- lendingar fengu fána sinn vildi Axel V. Tulinius að skátar gengju fram fyrir skjöldu og stuðluðu að virðingu fyrir fánanum og kenndu * KOMDU SKATTA- AFSLÆTTINUM A KORTIO Nú býður Skandia hlutabréfá mðgreiöslum til 12 mánaða Þú þarft ekki lengur að eiga hundruð þús- unda til að geta keypt hlutabréf og notið skattaafsláttar í leiðinni. Hjá Skandia getur þú nú keypt hlutabréf fyrir 125 þúsund krónur - borgað aðeins 20% út og afganginn á raðgreiðslum Yisa og Euro til 12 mánaða. Með slíkum kaupum færðu 41.840 króna skattaafslátt sem greiðist í ágúst á næsta ári. Þér bjóðast hlutabréf í Almenna hluta- bréfasjóðnum hf. eða önnur hiutabréf sem skráð em á Verðbréfaþingi íslands. Kaup á hlutabréfum em nú góð fjárfesting, þar sem gengi bréfa er hagstætt og bjart framundan á hlutabréfá- markaðnum. Hafðu samband við Skandia og kynntu þér þessa nýbreytni í hlutabréfakaupum. Rétti tífninn er núna og þú getur gengið frá kaupunum með einu símtali. Nýttu þér skattaafsláttinn og kauptu hlutabréf á raðgreiðslum. e k i B ^prSkaiidia UAUC3AVEGI 170 • SÍMI 61 S7 OO I 1915, hátíðardegi kvenna á íslandi, og lét vígja hann eftir útlendum reglum um fánavígslu og fór sú athöfn fram sunnudaginn 31. októ- ber 1915 og bókaði ég hana í dag- bók Væringja þannig: Sunnudaginn 31. október 1915 fór fram vígsla á fána Væringja. Fáninn er íslenski fáninn en fyrir ofan húna stengur- innar er liljan útskorin af Stefán Eiríkssyni. Fánaforinginn var Hall- ur Þorleifsson og merkisberinn Oddur Tómasson og stóð foringinn fyrir aftan merkisbera. Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur fór upp í ræðustólinn og Loftur Guðmunds- son lék Þú æskuskari á íslands strönd, en Væringjar sungu. Þá flutti dómkirkjuprestur afar snjalla vígsluræðu og skýrði frá því hvaða þýðingu fáninn hefði og ætíð hefði haft, brýndi fyrir Væringjum að bera ást til fánans, vernda hann og sýna honum heiður. Því næst blessaði hann fánann. Var fáninn nú borinn meðfram fylkingunum og sungið fánalag sem Loftur Guð- mundsson hafði samið í tilefni þessa atburðar en Páll V. Guðmundsson hafði ort ljóðið. Að svo búnu gengu Væringjar fýlktu liði út á íþrótta- völl, þar sem Axel V. Tulinius for- ingi Væringja ávarpaði þá að lok- um.“ Þessi hvatning Tuliniusar varð HLAÐ BORÐ PIZZAHÚSIÐ staSur fjölskyldunnar GRENSÁSVEGI 10, SÍMI 38833 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.