Morgunblaðið - 01.12.1994, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.12.1994, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskulegur bróðir minn, KRISTJÁN SÖLVASON, Skógargötu 8, Sauðárkróki, lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, 29. nóvember. Kristín Sölvadóttir. t Konan mín, móðir, dóttir, systir. og tengdadóttir, SÓLEY EIRÍKSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum 29. nóvember. Jón Axel Björnsson, Brynja Jónsdóttir, Bryndfs Sigurðardóttir, Eiríkur Smith, Smári Eiríksson, Unnur Jónsdóttir, Björn Guðmundsson. Elin Jónsdóttir, Haraldur J. Hamar. t Okkar elskulega SVANDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Auðarstræti 15, Reykjavik, lést á heimili sínu þriðjudaginn 29. nóv- ember síðastliðinn. Fyrir hönd vina og vandamanna, Ásta Gunnarsdóttir, Sesselja Eiriksdóttir. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, ÞORBERGUR BJARNASON, Hraunbæ, Álftaveri, verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarklausturskirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Börn og tengdabörn. t Móðir okkar, INGVELDUR EYJÓLFSDÓTTIR frá Hvoli, Hátúni 10, VfkfMýrdal, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Dætur hinnar látnu. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma, ALMA KAREN FRIÐRIKSDÓTTIR, sem lést þann 25. nóvember sl., veröur jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 3. desember kl. 14.00. Jón A. Snæland, Kristín G. Snæland Jónsdóttir, Friðrik Kristján Jónsson, Anna Margrét Jónsdóttir, Sigurbjörn Arnar Jónsson, Kristfn Sigurbjörnsdóttir og barnabörn. MARGRÉT G. MAGNÚSDÓTTIR + Margrét Guðrún Magnúsdóttir fæddist á Brekku í Langadal hinn 9. júní 1932. Hún and- aðist á Landakoti 22. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Magnús Jensson bóndi, og kona hans, Jensína Arnfinnsd- ótir húsfreyja á Brekku. Margrét var í miðri aldursröð níu barna þeirra hjóna. Son misstu þau tveggja ára að aldri. Af börnum þeirra hjóna eru sex enn á lífi. Margrét gift- ist árið 1952 Matthíasi Bjarna- syni, f. 24. janúar 1926, verzlun- armanni. Börn þeirra eru: 1) Jenný, f. 24.' ágúst 1952, BA, gift Asgeiri Torfasyni flugstjóra hjá Cargolux. Þau Jenný eiga saman Veru og Matthias. Fjöl- skyldan býr í Lúx- emborg. Frá fyrra hjónabandi á Asgeir tvö börn. Einnig átti Jenný fyrir Onnu Margréti Birgisdótt- ur, nema í arkitekt- úr. 2) Bjarni, f. 8. október 1953, hús- gagnasmiður, ókvæntur. 3) Erna, f. 27. september 1957, hjúkrunar- fræðingur, gift Gunnari Inga Gunn- arssyni lækni. Þau eiga soninn Gunnar Þorbjörn. Aður átti Gunnar Ingi fimm börn frá fyrri hjónaböndum. Einnig átti Erna fyrir Daníel Jónsson. 4) Jónas, f. 11. desember 1959, rafeinda- virki. Hann býr í Þýskalandi í sambúð með Inge Elisabet Möll- er. Frá fyrra hjónabandi á Jónas soninn Andra. Útför Margrétar fer fram frá Bústaðakirkju í dag. EF MANNI væri gefið aðeins eitt tækifæri til að hafa bein og óbein áhrif á veraldargæfu sína fyrir eig- in getnað, kæmist ekkert nálægt því að vera jafn mikilvægt og það að velja sér fæðingarveginn inn þetta líf - og þar með móður sína. Hin fyrirfram valda móðir sæi auð- vitað um að velja manni skikkanleg- an pabba. Slíkur valkostur yrði lífs- ins stærsti. Hún Margrét Guðrún Magnús- dóttir tengdamóðir mín, sem ég kveð í dag, var einmitt þannig kost- um gædd, að ég hefði hiklaust get- að hugsað mér að velja hana fyrir- fram sem móður mína. Á því þurfti ég hins vegar ekki að halda, því ég kom annan veg og var ámóta heppinn. Margrét, eða Magga, eins og hún var eðlilega kölluð, fæddist að Brekku í Langadal innaf botni ísa- ijarðardjúps, þann 9. júní 1932. Á þeim bæ, sem nú er í eyði, átti hún langar fjölskyldurætur. Þeim Jens- ínu og Magnúsi foreldrum Möggu varð 9 barna auðið. Eitt þeirra, drengurinn Jens, dó aðeins tveggja ára gamall. Af systkinum eru 6 enn á meðal okkar. Það hefur verið líf-' legt á sínum tíma að Brekku með barnaskarann og allan gestagang- inn við þjóðbrautina, sem lá eftir dalnum af heiðum ofan. Árið 1945 fluttist fjölskyldan frá Brekku að Hamri í Nauteyrar- hreppi, nokkrum kílómetrum norð- ar. Þar var þá nýlátinn föðurfóstri Möggu, en Magnús hafði einmitt notið umsjár fósturforeldra að Hamri frá 6 ára aldri. Þannig flutt- ist Magnús eiginlega aftur heim á æskustöðvar með fjölskyldu sína. Sagt hefur verið að Magnús hafi alist upp í barnaskara að Hamri á sínum æskuárum, enda er talið að hinir barnlausu fósturforeldrar hans hafi tekið að sér alls 25 til 30 börn í lengra eða skemmra fóst- ur. Ekki er þvi að undra, að Magga og hennar systkini hafi fundið hjá foreldrum sínum næman skilning á grundvallarþörfum barna í mótun og uppvexti. Magnús hefur einnig lært hjá fóstra sínum, fyrir utan allt annað að tryggja fjölskyldunni örugga veraldlega afkomu - auðvit- að án alls íburðar. Magnús var oft- ast aflögufær með hey og ekki t Okkar elskulegi JÓN EINAR GUÐJÓNSSON blaftamaður, til heimilis á Assiden Terrasse 36c, pnr. 1160, Ósló, lést í Ulleval sjúkrahúsinu fimmtudaginn 24. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Nord Strand kirkju í Ósló þriðjudaginn 6. desember. Ingvild Svendsen, Sindri J. Einarsson, Freyr J. Einarsson, Kolbeinn Helgason, Sigríður Jónsdóttir, Ríkharð Jónsson, AnjaJónsson, Þorvaldur Jónsson, Rósa M. Sigurðardóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURDÍS SÆMUNDSDÓTTIR, Sunnuflöt 30, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. desember kl. 15.00. Jóel Sigurðsson, Dóra Jóelsdóttir, Snorri Jóelsson, Jóel Jóelsson, Gerður Jóelsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. ERFIDRYKKJUR ^ Bjóðum uppá qlœsileqt MOyODCDP Itaffiklaðtopð á 750 L pp. mann ÍIHNHBhltb Glœsilequp veislusalup á qóðum stað Lágmúla 4, slmi 886040 skorti mat. Við slík ytri skilyrði voru börnin umvafin ástúð og um- hyggju ásamt hæfilegum aga. Er hægt að auka mannleg lífsgæði eitt- hvað umfram þetta - í nýbyggðu húsi að Hamri, þar sem hægt er að sitja við eldhúsgluggann og skoða eitthvert fegursta sjónarspil móður náttúru, þegar sólin lendir mjúklega í allri sinni dýrð á hafflet- inum við mynni Djúpsins? Eru til betri uppeldisstöðvar fyrir ungviði í mótun, en hér hefur verið lýst? Að aldri til var Magga einhvers staðar í miðjum systkinahópnum. Hún varð hins vegar gerandinn og stóð því framar sem því nam. Hún varð snemma snyrtileg og naut þess að klæða sig skarti. Hún ól með sér sjálfsvirðingu og góðan aga. Magga sótti barnaskóla að Reykjanesi og lauk gagnfræða- skólanámi á ísafirði árið 1948. Stuttu síðar tilkynnti Jensína mamma hennar og Kristínu systur hennar, að búið væri að ráða þær systur í vist í Reykjavík. Málið var engum sent til umsagnar. Þannig stjórnaði Jensína. Svona ákvörðun átti ekkert skylt með forræðis- hyggju. Þetta var sjálfsagt fram- hald af heimafengnu uppeldi „djúp- sálarfræðinnar". Það var kominn tími til að ýta systrunum úr höfn. í Reykjavík kynntist Magga eft- irlifandi eiginmanni sínum, Matthí- asi Bjarnasyni, verzlunarmanni. Þau gengu í hjónaband í desember 1952. Eins og áður sagði var Möggu alveg treystandi til að finna sér heppilegan maka. Sjálf falleg, ung kona með velmótaða sjálfsvirðingu og þroskaðan fegurðarsmekk úr myndaseríu náttúrufegurðar allra árstíma úr Djúpinu, þannig hlaut hún að velja sér myndarlegan og traustan lífsförunaut. Og það varð Matthías Bjarnason. Með aðdáunarverðum dugnaði, samheldni og eljusemi hafa þau hjónin komið til manns 4 börnum, fyrst til heimilis á Vesturgötu 65a, en síðar byggðu þau sér glæsilegt heímili í Búlandi 29. Hin persónulega arfleifð Möggu úr foreldrahúsum kom vel fram í umhyggju hennar og alúð í garð afkomendanna. Hún skildi vel þarf- ir þeirra og sinnti þeim vel. Hún bauð þeim uppá þá auðlegð, sem felst í öruggum og viðvarandi að- gangi að skynsamri og hjartahlýrri móður. Magga skiidi vel' gildi menntunar og tryggði börnum sín- um þann þáttinn. Hún var nútíma- leg í hugsun og raunsæ. Hún var móðirin og amman, sem reyndist öllum vel, enda gædd þeim kostum sem gerir slíkar konur dýrmæta uppalendur. Ekki hafði ég þekkt Möggu í mörg ár, þegar hún greindist með það illkynja mein, sem hefur nú borið hennar annars hrausta líkama ofurliði. Þó kynntist ég Möggu nógu vel til þess að læra að meta hennar eiginleika og kosti. Magga var hörkudugleg kona. Hún var fagur- keri mikill og snyrtimenni. Hún var smekkleg og kurteis, en stóð fyrir sínu og gerði tilkall til hins sama hjá öðrum. Það var afar erfitt fyrir ástvinina að fylgjast með hrörnandi heilsu þessarar stoltu konu mánuð- um saman. M.a. vegna lömunar í barka, átti hún í mestu erfiðleikum með öndun svo til allan tímann. Hún bar sjúkdóm sinn því í æðru- leysi, þrátt fyrir allt, og gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Að lokum var hún leyst úr prísund sinni að kvöldi dags, þann 22. nóvember SJÁ BLS. 52 Minniiigarsióður Skjóls Sími 688500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.