Morgunblaðið - 01.12.1994, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 53
með okkur og vandamönnum henn-
ar. Við vottum fjölskyldu hennar
samúð okkar og biðjum henni guðs
blessunar.
Bergur Jónsson.
Það er erfitt að kveðja ömmu
Margréti. Hún var mér allt í senn
amma, móðir og traustur vinur.
„Þetta er hún litla mín,“ var amma
vön að segja þegar hún kynnti mig
fyrir öðrum. Amma hafði alltaf
tíma, gat alltaf hlustað og umvafði
mig ætíð hlýju og ást. Og alitaf
hafði hún áhyggjur af því hvort ég
fengi ekki nógan svefn eða hvort
ég borðaði ekki nóg.
Ég vil þakka ömmu kærlega fyr-
ir þær góðu stundir sem við áttum
saman og fyrir þá lífsýn sem hún
gaf mér.
pmwmm
ÉLAGSINS 1994
-VERTU MEÐ!
KRABBAMEINSF
VEITTU STUÐNI
í þetta sinn voru miöar sendir konum, á
sem þegar hafa borgaö miðana og minnu
i Greiöa má í banka, sparisjóöi eða
: Vakin er athygli á því aö hægt er að
í . Hringiö þá í sirhajQA) 621414.
Hver keyptur miöi eflir sókn og vörri gegn krabbameini
. j •
3ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim
öan málstað og verömæta vinninga.
öslu til hádegis á aöfangadag jóla..
meö greiöslukorti (Visa, Eurocard).
——
—
Eitt er það sem alltaf lifír
innst í hjartans leyndardóm:
Aldrei fðlnar föpr minning,
þó falli sérhvert vonablóm.
Það skal hrygpm huga vera
harmabót að minnast þín.
Það skal grátnu geði veita
gleðimátt sem aldrei dvín.
Dýpsta ósk þín var að verma,
- vísa öllum þreyttum skjól.
Fegri þrár og dýpri drauma
drottinn enpm manni fól.
Hjartans þakkir þeirra allra,
er þekktu, hvað þú stefndir hátt,
fylkja sér um fallna vininn
- fylgja þér í sólarátt._
(Ólafur Stefánsson)
Megi friður vera með þér, elsku
amma mín.
Anna Margrét Birgisdóttir.
Margrét Guðrún Magnúsdóttir
eða Magga eins og hún var í dag-
legu tali kölluð var á margan hátt
sérstæð og kom það fram strax í
æsku. Þó að hún hafi verið í miðjum
syskinahóp þá var ávallt leitað til
hennar því að þó að ung væri hafði
hún skoðun á öllum málum. Þessir
eiginleikar hennar komu betur í ljós
með aldri og þroska hennar. Hún
var ákaflega vandvirk við hvað eina.
sem hún tók sér fyrir hendur og
var glögg á gæði hlutanna, efni
þeirra og útlit. Þess vegna var oft
Ieitað til hennar þegar eitthvað stóð
til. Hún var prúð í allri framkomu
og benti ávallt á það, sem henni
sýndist best. Heimili hennar og
Matthíasar bar þess glöggt vitni,
allt var vandað og smekklegt. Það
var þeim báðum eðlilegt. Umhyggja
hennar með börnum sínum var ein-
stæð, hún var þeim mikils virði eins
og öðrum, sem henni kynntust og
voru samferða í lífinu. Sjúkdóm
sinn, sem upp kom fyrir tveimur
árum, bar hún hetjulega og æðru-
laust. Hún 'naut þess að hitta sitt
frænd- og vinafólk allt til síðasta
dags. Við hjónin vottum ykkur eig-
inmanni, börnum og barnabörnum
dýpstu samúð og hluttekningu við
andlát góðrar konu.
Kristín og Ingvar.
Að komast
á lagið
meofjármálin
Greiðsluþjónusta
Sparisjóðurinn býður þér nú Greiðsluþjónustu,
sem er þægileg og örugg leið í fjármálum þínum
og heimilisins. GreiðsIuþjónustan-er tjölþætt
þjónusta sem kemur lagi á ljánnál
ólíkra viðskiptavina sparisjóðsins.
Greiðsluþjónustan sparar þér tíma og fyrirhöfn,
skilvís greiðsla reikninga verður í takt við útgjöld
sent hægt er að jafna yfir árið ef þess gerist þörf.
Þessi þjónusta hentar þeim sem leiðist að slanda
í biðröðum um hver mánaðamót og láta reikninga
ekki slá sig út af laginu.
SPARISJÓÐIRNIR
-fyrirþig ogþína