Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 56

Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORGEIR SIG URÐSSON Þorgeir Sig- urðsson var fæddur á Stóra- Fjarðarhorni í Strandasýslu 17. júlí árið 1908 og andaðist 4. nóvem- ber síðastliðinn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Þórðarson, bóndi, Stóra-Fjarð- arhorni, og kona hans Kristín Ingi- björg Kristjáns- dóttir frá Fjarðarhorni í Hrúta- firði. Þorgeir átti sjö systkini. Þau voru: Sigurður bóndi í Hvítárdal, dáinn; Guðrún, hús- freyja á sama stað, dáin; Jón bóndi á Stóra-Fjarðarhorni, dáinn; Sigríður húsfreyja á Kollufjarðarnesi, síðar á Hólmavík; Þórður bóndi í Þrúð- árdal, síðar á Undralandi, dá- inn; Hjörtur bóndi á Undra- landi, flutti til Akureyrar, síðar að Selfossi; Valdimar, verslun- armaður á Akureyri, dáinn. Trésmíði lærði Þorgeir hjá Magnúsi Magnússyni, snikkara á Hólmavík. Tókst mikil vinátta með þeim og lét Þorgeir elsta son sinn heita í höfuðið á hon- um. Hinn 4. júní árið 1932 kvæntist Þorgeir Kristbjörgu Pálsdóttur, dóttur hjónanna Þorsteinsínu Guðrúnar Brynj- ólfsdóttur frá Broddadalsá og Páls Gíslasonar, bónda og odd- vita á Víðidalsá. Kristbjörg var mikil sæmdarkona og bjó manni sínum og börnum frá- ÞORGEIR var alla tíð mikill Strandamaður, sem dæmi tek ég smá sögu því til staðfestingar: Stuttu eftir að Þorgeir og Krist- björg giftust gaf tengdafaðir hans þeim land undir sumarhús. Síðar, er þau fluttust til Reykjavíkur, gaf Þorgeir Átthagafélagi Stranda- + Sveinn Ragnai* Brynjólfs- son fæddist í Ólafsfirði 26. maí 1955. Hann lést af slysför- um 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 25. nóvember. „ÞEIR sem guðirnir elska deyja ungir.“ Föstudaginn 18. nóvember kom ég heim úr utanlandsferð vegna starfs míns. Það sem eftir var dags- ins og laugardag var ég önnum kafinn. Á sunnudag hófst langþráð orlofsferð okkar hjóna, vikudvöl á Bretlandseyjum, en hún varð þó ekki með þeim gleðibrag sem við höfðum ætlað. Á laugardagskvöld barst okkur sú harmafregn að Sveinn Ragnar Brynjólfsson hefði látist af slysför- um þá um daginn. Eina huggunin er, að það mun hafa gerst svo hratt sem hendi væri veifað, hann hafi látist samstundis. Nóg er samt og metr en nóg. Sveinn og Guðlaug kona mín voru systraböm og hann góður vin- ur okkar þó samfundir hafi verið of fáir. Mæður þeirra, Sigurbjörg og Jófríður, eru meðal tólf bama Helga Jóhannessonar og konu hans Guðrúnar Pálínu Jóhannsdóttur í Syðstabæ í Ólafsfirði. Sveinn ólst upp í foreldrahúsum á Ólafsfirði þar sem faðir hans var símstöðvarstjóri og um langa hríð einnig kaupmaður. Hann var enn á barnsaldri þegar móðir hans varð fyrir miklu áfalli og missti heilsuna. Faðir hans hafði ekki verið heilsu- hraustur og áfall móðurinnar varð fjölskyldunni allri þungt í skauti. Ekki er að efa að það hefur haft bært heimili. Hún andaðist 8. desem- ber 1969. Eignuðust þau hjón fimm börn: 1) Magnús, f. 27.8 1932, kvæntur Margot Hausler, eiga þau þrjú börn. 2) Ingimar, f. 6.12 1935, fyrri kona hans var Elisabet Þorgeirsson, eign- uðust þau tvær dæt- ur. Seinni kona hans heitir Judy Þorgeirsson og eiga þau líka tvær dæt- ur. 3) Erla, f. 4.3 1938, gift Brynjólfi Sæmundssyni, eiga þau einn son. 4) Páll, f. 22.4 1941, kvæntur Kristínu Láru Þórarinsdóttur, eiga þau þijú börn. 5) Ágúst, f. 8.2 1947, kvæntur Valgerði Björnsdóttur og eiga þau þijú börn. Börn þeirra og bamabörn komust öll vel til manns. Fyrstu árin bjuggu þau hjón á Víðidalsá hjá foreldrum og tengdaforeld- mm, og sótti Þorgeir þá vinnu til Hólmavíkur og fluttust þau þangað sex ámm síðar. Rak hann þar smíðaverkstæði. Árið 1963 fluttust þau hjón til Reykjavíkur, fyrst starfaði Þor- geir hjá Nývirlya. Fljótlega byggði hann sér íbúðarhús í Goðatúni 14 í Garðabæ og fékk hann leyfi til að hafa tvöfaldan bílskúr, sem síðar varð svo verkstæði hans og elsta sonar hans, sem vann þar ávallt með honum. Útför Þorgeirs fór fram frá Fossvogskirkju 11. nóvember. manna þennan skika til að byggja sumarhús fyrir félagið. Félagið fékk skipt á landi og nú er risið stórt og gott sumarhús, Strandas- el, öllum Strandamönnum til ánægju, er þangað leita. Þegar Þorgeirs Sigurðssonar er minnst leita ósjálfrátt á hugann mikil áhrif á börn þeirra, að horfa upp á hana hjálparlausa og eiga hana ekki lengur að sem hina sterku og óbifanlegu hjájparhellu eins og alltaf áður. Á Ólafsfirði bjuggu ekki aðeins afi og amma í Syðstabæ heldur einnig nokkur móðursystkin þeirra og fjölskyldur. Var börnun- um um sinn skipt á heimili þeirra, en að nokkrum mánuðum liðnum kom faðir þeirra heimilinu og ljöl- skyldunni saman aftur og hélst svo þar til hann féll frá fyrir aldur fram. Áfram nutu þau systkin hjálpar úr frændgarði og voru þar ávallt þeirra önnur heimili þegar einhvers þurfti við. Aðstæður sem þessar geta ver- ið erfiðar bömum og unglingum og setja oft slíkt mark á manninn að fylgir ævilangt. En Sveinn hafði strax á unga aldri skýra hugsun ogyfírvegun ogyfirvann sjálfurþau augnablik og áhrif. Alltaf athugull, hljóðlátur og hægur í fasi óx hann til þroska og manndóms án nokk- urra hnökra á þessu viðkvæma æviskeiði. í báðar ættir átti Sveinn til hæfí- leikafólks að telja. Hann var enda búinn góðum manndómskostum og ríkulegum hæfíieikum til hugar og handa. Hann var góður námsmaður og ekki kom á óvart að hugðarefni hans lágu á sviði tækni og uppbygg- ingar. Hann nam húsagerðarlist (arkitektúr) og starfaði síðan að skipulagsmálum og skipulagsgerð fyrir Akureyrarbæ. Hann var frá æsku mjög áhugasamur um íþrótt- ir, iðkaði þær sjálfur eftir atvikum og starfaði ósleitilega og af fórn- fýsi að framgangi þeirra í Umf. Leiftri á Ólafsfirði og síðar KA á Akureyri. í námi, starfí og sjálf- þeir mannkostir sem mestu hafa skipt í lífsbaráttu íslensku þjóðar- innar á þeirri öld sem er að líða. Ævi Þorgeirs spannar nánast öld- ina alla. Hann var í senn þátttak- andi og áhorfandi aldar sem gjör- bylti íslensku þjóðfélagi. Ég kynn- ist honum fyrst og fremst sem íhugulum áhorfanda sem spurði sjálfan sig: Erum við á réttri leið? Það er ekki alltaf sama hver spyr. Þorgeir fylgdist alla tíð náið með því sem var að gerast í þjóðlífínu. Hann fann sig knúinn til að taka afstöðu, vega og meta hvem kost, hveija tillögu og spyija sig hvaða mann hvert okkar hafði að geyma. Hann nálgaðist vemleikann með opnum huga, tilbúinn að endurskoða allar hugmyndir sínar og skoðanir. Ég hef fáum kynnst sem sýnt hafa í samræðu slíkt fordómaleysi gagn- vart mönnum og málefnum. Þorgeir gat verið hvass og óvæginn í hugs- un og orðum, en skörp gagnrýni hans var ætíð byggð á ríkri réttlæt- iskennd og samúð með þeim sem minna mega sín í baráttunni fyrir bættum kjöram og í átökunum við erfíða tilvera. Hann var reiðubúinn að sýna öllum velvilja, meta hvern mann af verkum sínum og orðum og leitast við að fella sanngjarnan dóm. Og vera jafnframt einlægur og heill í afstöðu sinni, draga ekk- ert undan. Slík lífsafstaða byggist á sí- felldri sjáffsrækt og viðleitni til að láta gott af sér leiða, vera vakinn og sofinn yfír því sem maður sjálf- ur gerir og því sem betur má fara í samlífí manna. Þorgeir var verk- maður sem lagði sig af alúð og vandvirkni fram við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Slíkur maður skilur eftir brot af sjálfum sér í hveiju einu sem hann skapar og gefur þar með heiminum hlut- deild í því sem hann sjálfur er og vill vera. Þorgeir var slíkur smiður, ekki einungis á sínum vinnustað, heldur líka í því þjóðfélagi sem ís- lendingar hafa verið að móta á þessari öld. boðavinnu fyrir íþróttahreyfínguna vann Sveinn sér virðingu og góðan orðstír enda afbragðsmaður. Stórt og óbætanlegt skarð er höggvið í knérann nánustu fjöl- skyldu hans sem þégar hefur mátt bera mikla skaða. Oldruð, bækluð og farlama móðir hans varð heilsu- laus á besta aldri, missti mann sinn fyrir aldur fram og bráðefnilegan dótturson á æskuskeiði. Enn er þungur harmur að henni kveðinn er hún sér nú á eftir yngsta barni sínu og einkasyni, ættarlauknum sem af öðrum bar, í blóma lífsins yfír móðuna miklu. Ung eiginkona hans stendur skyndilega ein, yfir- komin af sorg og söknuði við missi ástkærs eiginmanns og einkavinar. Börnin þeirra þijú era harmi slegin og fá engin svör við því hvers vegna hann hefur svo snögglega og alltof fljótt verið hrifinn frá þeim, pabbi þeirra, fyrirmynd og leiðbeinandi, vinur. og félagi. Frændsystkin og ijölskyldur þeirra hugsa til þeirra með virðingu fyrir hinum látna og djúpri samúð. Hugheilar samúðar- kveðjur færi ég þeim frá Jófríði og Eiríki, Ástu og Kristjáni, okkur hjónum og ijölskyldum okkar. Við biðjum algóðan kærleiksríkan guð að gefa þeim styrk og huggun við þungum harmi og hugarangri. Á hugann leita minningar um liðnar samverustundir. Söknuður- inn brýst fram og skiiur eftir tilfinn- inguna um að hafa verið yfirgefínn. Það sem var ánægjulegt er horfið, en minningin er eftir. Sveinn Ragn- ar Brynjólfsson fór alltof fljótt. Ég bið honum góðrar heimkomu í ríki hins hæsta. Megi þar taka við hon- um þeir ástvinir hans sem á undan fóru, og hann síðar við þeim sem á eftir koma. Megi ljósið bjarta lýsa veg hans og verastað. Minningin um góðan dreng lifir áfram með okkur sem söknum hans nú. Árni Ragnar Árnason. SVEINN RAGNAR BRYNJÓLFSSON Við þörfnumst heilsteyptra manna með heilbrigða skynsemi. Slíkur maður var Þorgeir. Hann hefur vafalaust átt sína bresti og takmarkanir. Ég kynntist honum ekki svo náið að ég kunni að rekja raunir hans og sálarstríð sem mætir flestum á lífsleiðinni. En ég veit að hann bjó yfír kímnigáfu og sjálfsgagnrýni sem hefur dugað honum til að horfast í augu við óvægnar staðreyndir lífsins. Ég veit líka að hann eignaðist góða konu, Kristbjörgu Pálsdóttur, sem var hjartahlý og svo brosmild að það yljar enn í dag öllum sem hana þekktu. Þáu eignuðust mörg mann- vænleg börn sem nutu þeirra beggja, áður en hún lést um aldur fram. Og þau eignuðust barnabörn sem Þorgeir var stoltur og hreykinn af. Þorgeir var gæfumaður. En gæfan kemur ekki af sjálfu sér. Hana þarf að smíða. Efniviðurinn er vitaskuld ekki á okkar valdi, heldur hitt hvað við gerum úr hon- um. Vera'má að Þorgeir hafí bjarg- að sér frá því, sem marga hendir, að falla í gryfjur biturleika, öfund- ar og óheilinda með einu einföldu bragði: Að ástunda list. Hann mál- aði, orti, skar út og samdi lög eins og ekkert væri sjálfsagðara en lét lítið á því bera. Kannski gerði hann þetta samt af dulinni ástríðu og heilbrigðri viðleitni til mynda and- legt samband við umhverfi sitt, tjá samkennd sína og tilfinningar án þess að uppheija sjálfan sig. Um þetta snýst sönn list: Að gefa án þess að þiggja. Til þess eins að vera með, taka þátt í tjáningar- ævintýrinu mikla að vera til. Vafalaust fóma miklir listamenn öllu fyrir list sína. í von um viður- kenningu þó síðar verði. Við íslend- ingar eigum nokkra slíka og munum eignast fleiri. Hina eigum við aldrei nógu marga sem leggja allt uppúr því að tjá sig listrænt í leynum, að skapa og gefa af sjálfum sér með því að yrkja og skálda af innri þörf — óháð allri hugsanlegri viðurkenn- ingu. Án þeirrar gróðurmoldar fyki sjálf menningin á haf út. Ég hitti Þorgeir síðast fáum dög- um fyrir andlát hans á sjúkrahúsi. Hann lofaði lífíð, en sagði mér af þeirri hreinskilni sem einlægum og heilum manni er einum gefið: „Mér leiðist. Ég er lokaður inni á milli þessara fjögurra veggja. Það er ekkert sjá. Ekkert að gera. Von- andi verður þessu fljótlega lokið.“ Honum varð að ósk sinni. Nú er hlutskipti okkar að skoða lífið í ljósi þess sem hann var, sagði og gerði. Og hvað við, sem eftir lifum, getum af því lært. Þorgeir var lit- ríkur og sterkur persónuleiki sem verður eftirminnilegur öllum sem honum kynntust. Börnum hans, Magnúsi, Ingi- mar, Erlu, Páli og Ágústi, einnig mökum þeirra og börnum, votta ég samúð mína og annarra vina og vandamanna í fjölskyldu minni. Páll Skúlason. Þá er hann afí minn dáinn. Hann var orðinn veikur og farinn að bíða eftir endalokunum. Þótt dauðinn sé það eina vissa í þessu lífi og maður hafi svo sem séð hvert stefndi, þá er það samt einhvern veginn svo óásættanlegt þegar ein- hver nærkominn kveður mann end- anlega. Það er svo yfirþyrmandi og endanlegt, aðeins minningarnar eftir. En þær eru góðar. Þegar ég kvaddi afa minn-að kvöldi miðvikudags 26. október á leið í tveggja vikna ferð erlendis var það ekki til í huga mínum að það væri í síðasta sinn sem við töluðum saman, síðasta sinn sem við ræddum heimsmálin eða pólitík, síðasta sinn sem ég sæi hann brosa eða hlæja. Við áttum margt eftir órætt og ógert og við ætluðum að reykja saman pípu þegar ég kæmi heim. Honum leist ekki á þessa ferð fremur en aðrar ferðir mínar því afí minn var heimakær maður. „Það hefði ekki þýtt að bjóða mér þetta á þínum aldri,“ sagði hann gjarnan. Hann sagði við mig þetta kvöld: „Heyrðu nafni, mér líst ekk- ert á þessa ferð ... þetta er svo langt.“ Og það var langt, lengra en við héldum. Hlutirnir gerast stundum hratt og það voru erfiðar fréttir að heiman sem bárust mér rúmri viku síðar hinum megin á hnettinum. Afi minn dáinn. Hann kallaði mig nafna og mér þótti það gott nafn. Við erum nafn- ar. Og oftar en ekki byijuðu setn- ingar hans á: „Heyrðu nafni ...“ Ég man vel eftir því þegar ég var lítill og heyrði hann kalla mig nafna, þá þótti mér það svo merki- legt orð, nafni. Afi var alltaf góður afi og það var ávallt gott að koma í heimsókn til hans í Goðatúnið, en ég kynntist honum þó seint. Ég stundaði nám í Garðabæ á árunum 1981-1983 og fór þá að venja kom- ur mínar á verkstæðið í Goðatúni, þar sem hann og Magnús sonur hans stunduðu sína vinnu. Verk- stæðið var hans líf og yndi og þar gat hann verið tímunum saman. Eftir að þeir feðgar hættu skipu- lögðum atvinnurekstri dundaði afí sér á verkstæðinu, við rennibekkinn eða við aðrar smíðar. Honum leið alltaf vel á verkstæðinu og raulaði eða hummaði þá fyrir munni sér. Ég heyrði oft í honum út í inn- keyrsluna þegar ég kom í heimsókn og það var notalegt. Við ræddum mikið saman þegar ég heimsótti hann, settumst inn í stofu, hann reykti einhveija pípuna sína og við ræddum heimsmálin, skólann, ljóðl- ist og hann var vel að sér í flestum þessum málum og sýndi öllu áhuga. Hann var sjálfur vel liðtækur hag- yrðingur, þótt hann afneitaði þeim titli. En þó kom það fyrir að hann sagði um eigin ljóð: „Þetta er nú bara ansi gott hjá karlinum ... það er einhver meining í þessu.“ Hann orti mörg ágæt ljóð og nokkur þeirra, ásamt lagi eftir hann, voru flutt við jarðarförina hans, að hans ósk. Falleg athöfn varð fyrir vikið enn fallegri. I seinni tíð varð það föst venja um helgar að fara í morgunkaffi í Goðatúnið og síðar í Kirkjulund. Afi hellti upp á kaffi, sem hann gerði manna best, og við reyktum báðir pípu, því nú var ég kominn með tvær miklar pípur sem hann hafði gefið mér. í reykjarmekkinum leið okkur vel þessa morgna. Afi minn var mér mjög mikil- vægur, ekki bara sem afi, heldur sem félagi. Ég hef lært margt af honum sem ég vona að mér takist að miðla til minna ættingja. Ég skildi oft samhengi hlutanna mun betur eftir að hafa rætt við afa. Hann var alla tíð mjög vel að sér í stjórnmálum og sú hugsun var skýr fram á síðasta dag. Ég fann oft að honum var misboðið eða að hann óttaðist að leiðtogar landsins hefðu tekið rangar ákvarðanir. Hann óttaðist um landið sitt og velferð fólksins. Hann óttaðist ör- lög sjálfstæðisins sem svo hart var barist fyrir. Hann hafði vissulega sínar ákveðnu skoðanir á þessum hlutum sem öðrum, en hann rök- ræddi ávallt málefnalega og hann virti skoðanir annarra. Þess vegna var hann svo gefandi. Það liðu stundum nokkrir dagar milli þess sem við hittumst ég og afi og mér þótti það illt þegar ég náði ekki að hitta hann eins oft og ég hefði viljað. Tíminn virðist oft ekki nægur til allra hluta og okkar tímar voru einhvern veginn hvor á sínum hraða. Afi skammaði mig stundum þegar ég kom geispandi í heimsókn til hans. „Þú ert sí- þreyttur nafni ...“ og svo fylgdu ábendingar um meiri svefn og minni vinnu, þótt eg ynni ekkert meira en fólk flest gerir sem er byggja sér stoðir i lífínu. Ég brosti samt og ákvað í huganum að fara fyrr að sofa. Við áttum margar góðar stundir, ég og afi, og ég er mjög þakklátur fyrir þær, því það er nú sem þær öðlast fullt gildi í huganum og munu fylgja mér alla leið. Afí minn var góður afi, góður maður og góður félagi. Ég kveð hann með söknuði. Þorgeir Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.