Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ^Þróunarsjóðurinn og sægreifarnir, Sótt um úreld- ingu á 260 fiskiskipum Óveðrid um helgina Þakplata fauk á glugga í Bolungarvík Hjónin í húsinu fengu yfir sig glerbrotadrífu Bolungarvík. Morgunblaðið. ÞAÐ munaði litlu að illa færi er þakplata fauk á svefnherbergis- glugga í íbuðarhúsinu á Hafnar- götu 125 hér í Bolungarvík um kl. 5 að morgni sunnudags. íbúar hússins, hjónin Ingó Þor- leifsson og Guðrún Sveinbjörns- dóttir, voru í herberginu og fengu yfír sig glerbrot og fleira en sluppu með skrekkinn utan að Ingólfur hlaut smávægilegar skrámur. Björgunarsveitin Ernir aðstoð- aði fólkið við að byrgja gluggann. Húsið á Hafnargötu 125 stend- ur utarlega í bænum nokkuð áveð- urs fyrir norðanáttinni en að sögn Guðrúnar er þetta veður sem hér geisaði um helgina með því verra sem hún man eftir. Liðsmenn björgunarsveitarinn- ar voru á ferðinni fyrr um nóttina við að aðstoða fólk við að komast heim af veitingarstað í bænum. Rak upp í fjöru Á áttunda tímanum tóku endar að slitna á bátum sem lágu við flotbryggjuna í höfninni, en björg- unarsveitarmönnum tókst að forða þar frekari vandræðum. Á sunnudagsmorgun slitnuðu landfestar mb. Gunnbjörns sem er um 70 lesta togbátur, og rak skipið upp í sandfjöru. Upp úr hádegi hafði áhöfn Gunnbjörns og björgunarsveitar- mönnum tekist að ná skipinu að bryggju heilu og höldnu. Síðdegis á sunnudag fór svo veður að ganga niður og komið blíðskaparveður um kvöldið, en mikið fannfergi er í bænum og hófu starfsmenn áhaldahúss bæj- arins strax handa við að hreinsa götur er Veðrinu hafði slotað. ------♦ ♦ ♦----- Sjúkra- bifreið í vandræðum Húsavík. Mor^unblaðið. SJÚKRABILL á leið frá Húsavík til Akureyrar lenti í hrakningum á leiðinni í fyrrinótt. Lögreglubíll fylgdi sjúkrabílnum og voru bíl- arnir 5 klukkutíma á leiðinni, en við eðlilegar aðstæður tekur þessi ferð ekki nema klukkutímaakstur. Það sem tafði mest fyrir sjúkra- bílnum var yfirgefinn bíll á Víkur- skarði, sem ekki var hægt að kom- ast framhjá fyrr en snjóruðnings- tæki var fengið á staðinn. í gær- morgun var sjúklingurinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Mjög slæmt veður var á Norð- austurlandi í gær og fóru sam- göngur úr skorðum af þeim sök- um. Ófærð var þó ekki mikil á vegum, en vegna veðurofsans var illmögulegt að komast um þá. Snjóflóð féll í Auðbjargarstaða- brekku í gær. Ekki hefur verið flogið til Húsa- víkur síðan á föstudag. Fárviðri á Ströndum Brotnir staurar og raf- magnslaust í Bjarnar- firði og Ameshreppi Laugarhóli. Morgunblaðið. Það gerði fárviðri hér um slóðir á laugardagsnótt og fauk allt sem fokið gat, þó án slysfara. Á laugardaginn var svo rafmagnið sífellt að slá út og koma aftur. Loks sló það svo alveg út um hádegið á sunnudag og er það ekki væntanlegt aftur fyrr en í kvöld, það er mánudaginn 19. desember. Ástandið hefur verið svo slæmt á köflum og allt sem laust hefur legið, hefur fokið út í veð- ur og vind, sagði einn viðmæl- andi minn. Búið er að baka nokkrar sortir af smákökum en allt annað eftir. Þá eru víst brotnir 5 staurar á Selströnd og því rafmagnslaust einnig þar og í Staðardal. í viðtali við Orkubú Vest- fjarða á Hólmavík var mér tjáð áð verið væri að vinna að við- gerðum en vitað væri um 5 brotna staura á Selströnd. Þá væri brotin og niðurliggjandi álman sem liggur í Djúpuvík og ennfremur væri slitin línan og staurar brotnir norður í Munað- arnesi, en þar er nyrsta byggð í sýslunni. Allir sem vettlingi geta valdið eru svo að vinna að við- gerðunum. Þess er vænst að hægt verði að koma rafmagni á aftur í kvöld (mánudags- kvöld), þó er það ekki víst. Veðrið er hinsvegar orðið mik- ið betra og tiltölulega gott að vinna að þessu. Snjóflóðavarnir á Islandi Um 130 hafa farist í snjó- flóðum á öldinni Magnús Már Magnússon AÐ MATI Magnúsar Más Magnússonar, snjóflóðafræðings á Veðurstofu íslands, hafa ís- lendingar vanmetið gildi snjóflóðavarna. Hann bendir á að 130 manns hafi farist í snjóflóðum hér á landi á þessari öld og árlega falli hér hundruð snjóflóða. Um helgina bjargaðist maður naumlega, þegar snjóflóð féll á hús hans í Súðavík og í gær féll snjó- flóð nálægt húsum á Siglu- firði. Auk þess féllu snjóflóð nærri Flateyri og á Olafs- fjarðarveg um helgina. Magnús var í gær spurður um hættuna sem stafaði af snjóflóðum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. „Það er verið að athuga hættuna á Vestfjörðum og Norðurlandi. Við fyrstu sýn virðist snjórinn sem sestur er í fjöll á Vestfjörðum vera nokkuð stöðug- ur. Það er verið að horfa á þennan snjó með það fyrir augum hvemig hann binst við undirlagið með tilliti til snjóflóðahættu næstu daga eða vikur. Við eigum von á hláku seinna í vikunni. Viðbrögð okkar þá byggj- ast á því hvemig þessi lagsbinding verður. Ég er ekki kominn með endanlegar niðurstöður um þetta atriði, en þetta er hlutur sem þarf að fylgjast mjög vel með. Súðvíkingar hafa fylgst með snjóalögum hjá sér. Þar er talvert mikið af snjó, en ef þessi fyrsta athugun sem gerð var í morgun er rétt ætti hann að vera nokkuð stöðugur. Við fylgjumst vel með ástandinu á Siglufirði. Þar hefur fallið snjó- flóð, sem er sterkasta vísbending sem við höfum um snjóflóðahættu. Þar er þó ekki mikill snjór. Sá snjór sem hefur fallið hefur komið niður það hratt að hann hefur ekki náð að bindast við undirlagið." Telur þú þá að það sé almennt séð ekki mikil hætt á snjóflóðum á Vestfjörðum eins og staðan er núna? „Veðrið hefur gengið niður á Vestfjörðum þannig að dregið hef- ur verulega úr hættunni í bili. Þar er hins vegar þó nokkuð af snjó, einkum í Súðavík.“_ Falla snjóflóð á íslandi á hverju ári? „Já, það falla mörg snjóflóð á hverjum einasta vetri. Sum árin falla mörg hundruð snjóflóð. Fæstra þessara snjóflóða er getið um í fréttum, enda falla flest þeirra fjairi byggð.“ / hvaða mánuðum falla flest snjóflóð? „Febrúarmánuður virðist vera mesti snjóflóðamánuðurinn. Þetta er tiltölulega jöfn normaldreifing með hámarki í febrúar. Snjóflóð geta komið hvenær sem er á vet- urna. Menn hafa farist í snjóflóðum um miðjan apríl.“ Hverjar eru sterkustu vísbend- ingar um snjóflóðahættu? „Þegar verið er að spá í snjó- flóðahættu eru nokkur merki sem maður horfir á. Það merki sem er langmarktækast er þegar snjóflóð fellur. í öðru sæti kemur lagskipt- ingin í snjónum, hvort það eru veik lög í snjónum og hvort það er veik eða sterk binding milli snjóalaga. í þriðja sæti er veðurfar á staðnum. Þær veðurfarslegu að- stæður geta skapast á einstökum stöðum að snjóflóðahætta verði mikil. í fjórða sæti má svo nefna almennt veður á landinu." Hvaða aðferðum er beitt til að verjast snjóflóðum? ►Magnús Már Magnússon er yfirverkefnisstjóri snjóflóða- varna á Veðurstofu Islands. Hann lauk BS-prófi í eðlisfræði frá Skotlandi. Framhaldsnám stundaði hann í Seattle í Was- hington-fylki í Bandaríkjunum þar sem hann lauk masterprófi í jöklafræði og veðurfræði með sérstaka áherslu á snjófræði. Magnús hóf störf á Veðurstofu íslands 1988, sem deildarstjóri snjóflóðavarna. Magnús er fer- tugur að aldri, kvæntur Karen Alice Young og eiga þau tvo syni. „Varnir byggjast að langmestu leyti upp á því að reyna að fylgj- ast sem best með snjóalögum á hveijum stað. Sumstaðar hafa ver- ið byggðir sérstakir garðar til að veijast snjóflóðum. Þetta er t.d. á Flateyri þar sem byggðir hafa ver- ið vamargarðar fyrir ofan efstu húsin. Á teikniborðinu eru varnir fyrir Hnífsdal og Seyðisfjörð." Eru þá menn með sérstaka þekkingu á snjóflóðum og snjó- flóðahættu á þessum stöðum þar sem reynslan hefur kennt mönnum að hætta er á snjóflóðum? „Já, við höfum haldið námskeið fyrir menn, sem eru okkar tengil- iðir á stöðunum og við erum í góðu sambandi við þá. Við höfum áform uppi um að efla þessa starfsemi. Við viljum gjarnan reyna að auð- velda mönnum á stöðunum að vinna að þessu. Snjóflóðavarnir hafa verið dálít- ið út undan. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað snjóflóðin eru mikill vágestur hér á landi. Á þess- ari öld hafa 130 manns farist í snjóflóðum. Síðan sögur hófust hafa a.m.k. á sjöunda hundrað manns farist í snjóflóðum á ís- landi. Frá árinu 1600 hafayfir 500 manns farist þannig að yfir 100 manns farast af vöidum snjóflóða á hverri öld. Næst á eftir sjónum taka snjóflóðin flest mannslíf. Miklu fleiri farast í snjóflóðum en í jarðskjálftum eða eldgosum.“ Hafa Islendingar þá vanmetið gildi snjóflóðavarna? „Já, ég tel að svo sé. Það sést kannski best á því að við erum tveir sem fylgjumst með snjóflóð- um og snjóflóðahættu hér á Veð- urstofu íslands. Mun fleiri sinna rannsóknum á jarðskjálftum og eldgosum. Það liggur reyndar lagafrum- varp fyrir Alþingi um snjóflóða- vamir. Samþykkt þess gerir okkur vonandi auðveldara fyrir að efla þessa starfsemi á stöðunum þar sem snjóflóðahætta er fyrir hendi. Auk þess þarf að efla eftirlitið hjá okkur á Veðurstofu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.