Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 51 El sama '•V peningaupphæöin korTuirfram þrisvar1 færöu hana í vinnin HAPPDRÆTTI HÁSKÓLAISLANDS Mhwrnmm BREF TIL BLAÐSINS Fjörutíu ára stríðið Frá Baldri Gunnarssyni: FIMMTUDAGINN 15. desember skrifar Unnur Konráðsdóttir bréf til blaðsins og bendir á að mán- aðarlaun Dagsbrúnarmanna séu á bilinu kr. 43.248-47.451. Síðan spyr hún: „Og hverjum geta þeir svo þakkað þessi ótrúlegu laun?“ Unnur svarar sér sjálf: „í 40 ár hefur Guðmundur J. verið í hverj- um einustu kjarasamningum vinnumarkaðarins, þetta er árang- urinn. Hann samdi um þjóðarsátt- ina illræmdu, næst versta óvin ís- lenskra launamanna á eftir verð- tryggingunni. Saman hafa þessir tveir þættir grafið undan þorra íslenskra heimila." Enn spyr Unnur og ávarpar nú Guðmund J. Guðmundsson beint: „Er það þetta sem þig dreymdi um, ungan verkamann fyrir 40 árum? Hver eru þín laun? Hvernig get- urðu réttlætt það fyrir sjálfum þér og okkur hinum að vera með marg- föld laun umbjóðenda þinna? Mundi ekki verkalýðsforingi sem deildi kjörum með sínu fólki vera líklegri til að ná árangri? Er ekki ömurlegt að líta til baka yfir farinn veg? Horfa á ævistarfið, laun Dagsbrúnarmanna neðar sultar- mörkum. Ekki hefur þig skort tækifærin, verið í eldlínunni allan tímann.“ Ekki ætla ég að tala um kjara- baráttu síðustu 40 ára og þýðingu hennar fyrir þorra íslenskra heim- ila því hana þekkja allir sem vilja. Heldur ætla ég að víkja nokkrum orðum að þeim langvinnu stríðum sem sagt er frá í bókum og var þá ýmist varið eða sótt. Þá máttu óbreyttir liðsmenn láta sér lynda að þeir sem voru í eldlínuni allan tímann fengju hjálmburstir og purpuraskykkjur, gullfallegar medalíur og jafnvel hest. Víst hef- ur mörgum fótgönguliðanum svið- ið það, einkanlega í brekkunum. En væri nú herinn einhvern tíma neyddur til að hörfa aftur fyrir víg- línu sem unnist hafði 40 árum fyrr þá hefði enginn snúið sér að foringj- anum og sakað hann um svik. BALDUR GUNNARSSON, rithöfundur. Af Islandsbersa Frá Magnúsi Óskarssyni: BLESSUÐ börnin eru dregin á gjöf- unum fram yfir jólamatinn en við okkur fullorðna fólkið ræður enginn ef biðlundina brestur. Ég var stað- ráðinn í að fá Óskars sögu Halldórs- sonar í jólagjöf og njóta hennar um jólin en.nú er ég búinn að lesa hana alla og ófáa kafla tvisvar. Ekki vil ég hvetja aðra til að fara eins að en fyrst ég tók forskot á sæluna stenzt ég ekki mátið að kjafta frá. Þegar einn pennafærasti maður landsins, gamlreyndur í síldarbrans- anum og listamaður að auki, fær annan eins efnivið og íslandsbersa í hendur þarf ekki að sökum að spyija. Ásgeir Jakobsson hefur gert það sem átti að vera búið áð gera fyrir löngu. Óskars saga hans er í senn fróðleikur, ævintýri og skemmtan. Svo hefur hann vit á að reyna ekki að ráða alla gátuna um þennan mann því það er ekki hægt. Yfir ævisögur hálffertugra poppara og sorgarsögur kvenna gnæfir þessi bók. Ég hálföfunda þá sem eiga að fá hana í jólagjöf. MAGNÚS ÓSKARSSON hrl., Kiapparstíg 3, Reykjavík. Opið leitsur til |élu vorii vottun Teg: BIRO A - 1005 kr. 13.800,- staðgr. Fæst einnig me& örmum Teg: D - 29 kr. 9.900,- staðgr. Mikið úrvai skrifborésstóla. Þriðjudaginn 20. desember Miðvikudaginn 21. desember Fimmtudaginn 22. desember Þorláksmessu 23. desember Aðfangadag 24. desember kl. 10-22 kl. 10-22 kl. 10-22 kl. 10-23 kl. 9-12 600 víbbótar hílastæbi : 0 Bak við Sjóvá-Almennar m ■' Við Verslunarskólann Pnnnfl" kLsii! 12 Á erassvæðinu fyrir norðan Hus verslunarinnar (ef veður leyfir) Q Á bílastæði starfsmanna fyrir austan Kringluna , Norðan við Utvarpshúsið Efstaleiti. Kringlurúta vejrður stöðugt á fcrðinni milli Utvarpshússins og Kringlunnar. 0wc\\9l kompanílð stofnað 1908 h ristján Siggeirsson stofnað 1919 vStoinar stáihúsgagnagerft stofnuð 1960 Smiðjuvegi 2, Kópavogi, sími: 67 21 10 jólap Strætóleibir í Kringluna Miklabraut: lcið 6, 7, 14, 110, 111, 112 og 115 Hvassaleiti: leið 3 Listabraut: leið 8 og 9 ÁV Kringlumýrarbraut við Mbl.-húsið: lcið 140 Listabraut: leið 141 Allar leiðir liggja í Kringluna .alltaf hlýtt 03 bjart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.