Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEPdT
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 21
Irak og
Iran sök-
uð um
olíusmygl
BANDARÍKJASTJÓRN hef-
ur sakað írani um að hafa
hjálpað írökum að selja olíu
þrátt fyrir viðskiptabannið
sem sett var á þá eftir innrás-
ina í Kúveit árið 1990. Ásök-
unin kemur fram í bréfi til
sérstakrar nefndar Samein-
uðu þjóðanna sem'framfylgir
banninu. Þess er krafist að
nefndin geri ráðstafanir til að
stöðva smyglið.
Time velur
páfa mann
ársins
BANDARÍSKA fréttarit-
ið TIME hefurkosið Jó-
hannes Pál páfa sem
mann ársins og er forsíða
nýjasta heftis ritsins
helguð honum. Við úti-
messu í Vatikaninu í Róm
á'sunnudag var páfi
ómyrkur í máli og krafð-
ist þess að bardögum
yrði tafarlaust hætt í
Bosníu.
MAN OF THE YEAR
Reuter
Árás á Hvíta húsið
hugsanlega tilviljun
Washington. Reuter.
BYSSlJKULA lenti á svölum Hvíta
hússins fyrir neðan vistarverur
Clinton-fjölskyldunnar á laugar-
dagsmorgun en embættismenn
segja að ekki sé víst að ætlunin
hafi verið að skjóta á bygginguna.
Öryggisverðir við Hvíta húsið
heyrðu fjóra til sex skothvelli og
talið er að hleypt hafi verið af hálf-
sjálfvirkri skammbyssu. nálægt
Ellipse, grasflöt handan götunnar
á bak við forsetasetrið.
A1 Gore varaforseti sagði að vel
gæti verið að ekki hefði verið ætlun-
in að skjóta á Hvíta húsið. Yfirvöld
rannsökuðu möguleikann á því að
kúlur sem fundust hefðu lent af
tilviljun við bygginguna vegna skot-
bardaga í grenndinni. Washington
er annáluð fyrir glæpi og skotbar-
dagar eru þar tíðir.
Þetta er í annað sinn sem skotið
er á Hvíta húsið á tveimur mánuð-
um og atburðurinn vakti á ný um-
ræðu um öryggi forsetafjölskyld-
unnar, en embættismenn sögðu að
ekki kæmi til greina að breyta for-
setasetrinu í „virki“.
NORÐLENSKA K E A HANGIKJÖTIÐ
Þrír falla í
skotbardaga
í New York
MAÐUR á þrítugsaldri gekk
inn í veitingahús í New York
á sunnudagskvöld og skaut
afgreiðslumann til bana, en
féll síðan í skotbardaga við
lögreglumenn eftir að hafa
lagt á flótta. Vegfarandi beið
einnig bana í skotbardagan-
um, auk þess sem lögreglu-
maður og framkvæmdastjóri
veitingahússins særðust.
Meira en 100 skotum var
hleypt af í bardaganum.
Reglur um
dauða vegna
vinnuálags
JAPANSKA vinnumálaráðu-
neytið kvaðst í gær hafa sett
nýjar reglugerð sem ætti að
auðvelda ættingjum að fá
skaðabætur frá vinnuveitend-
um vegna dauðsfalla af völd-
um of mikils vinnuálags.
Samkvæmt nýju reglugerð-
inni er viðurkennt að „upp-
söfnuð þreyta og streita
vegna vinnuálags“ geti leitt
til karoshi, eins og Japanir
kalla dauðsföll af völdum of
mikillar vinnu.
Slæmar
fréttir af
hinu illa
NEIKVÆÐAR sjónvarps-
fréttir um glæpi, dauðsföll,
hungursneyð og stríð ýtir
undir áhyggjur fólks af eigin
vandamálum, að sögn breskra
sálfræðinga. Með því að
slökkva á sjónvarpinu þegar
fréttir af hörmungum víðs
vegar um heim eru allsráð-
andi, þarf því ekki að vera
merki um áhugaleysi á um-
heiminum, heldur leið til að
gæta geðheilsunnar.
Tveir breskir sálfræðingar
kynntu þessar niðurstöður á
miklu þingi sálfræðinga.
Gerðu þeir tilraun á hópum
námsmanna, sem látnir voru
horfa á neikvæðar, hlutlausar
og jákvæðar fréttir. Sá hópur-
inn sem sá fréttir um stríðið
í Bosníu varð mun áhyggju-
fyllri en þeir sem sáu fréttir
sem innihéldu aðallega hlut-
lausar upplýsingar og þeir
sem sáu fréttir um lottóvinn-
inga o.fl.
í ni(i/arQ;er()arli$(
O
eins oq- hán Q-erisl hesl
Nordlcnskd KEA hangikjötið
er róinað fyrir gœði oggott bragð
- enda nnnn) samkræinl norðlenskri hefð
sem liefnr gengið í arf kynslóð eflir kynsfóð
ár nýjn nrrals norð/enskn /a/nbakjöli.
Xorðlenska KEA hangikjötið
- /laliðarnialnr seni /uegt er nð treysta