Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEPdT ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 21 Irak og Iran sök- uð um olíusmygl BANDARÍKJASTJÓRN hef- ur sakað írani um að hafa hjálpað írökum að selja olíu þrátt fyrir viðskiptabannið sem sett var á þá eftir innrás- ina í Kúveit árið 1990. Ásök- unin kemur fram í bréfi til sérstakrar nefndar Samein- uðu þjóðanna sem'framfylgir banninu. Þess er krafist að nefndin geri ráðstafanir til að stöðva smyglið. Time velur páfa mann ársins BANDARÍSKA fréttarit- ið TIME hefurkosið Jó- hannes Pál páfa sem mann ársins og er forsíða nýjasta heftis ritsins helguð honum. Við úti- messu í Vatikaninu í Róm á'sunnudag var páfi ómyrkur í máli og krafð- ist þess að bardögum yrði tafarlaust hætt í Bosníu. MAN OF THE YEAR Reuter Árás á Hvíta húsið hugsanlega tilviljun Washington. Reuter. BYSSlJKULA lenti á svölum Hvíta hússins fyrir neðan vistarverur Clinton-fjölskyldunnar á laugar- dagsmorgun en embættismenn segja að ekki sé víst að ætlunin hafi verið að skjóta á bygginguna. Öryggisverðir við Hvíta húsið heyrðu fjóra til sex skothvelli og talið er að hleypt hafi verið af hálf- sjálfvirkri skammbyssu. nálægt Ellipse, grasflöt handan götunnar á bak við forsetasetrið. A1 Gore varaforseti sagði að vel gæti verið að ekki hefði verið ætlun- in að skjóta á Hvíta húsið. Yfirvöld rannsökuðu möguleikann á því að kúlur sem fundust hefðu lent af tilviljun við bygginguna vegna skot- bardaga í grenndinni. Washington er annáluð fyrir glæpi og skotbar- dagar eru þar tíðir. Þetta er í annað sinn sem skotið er á Hvíta húsið á tveimur mánuð- um og atburðurinn vakti á ný um- ræðu um öryggi forsetafjölskyld- unnar, en embættismenn sögðu að ekki kæmi til greina að breyta for- setasetrinu í „virki“. NORÐLENSKA K E A HANGIKJÖTIÐ Þrír falla í skotbardaga í New York MAÐUR á þrítugsaldri gekk inn í veitingahús í New York á sunnudagskvöld og skaut afgreiðslumann til bana, en féll síðan í skotbardaga við lögreglumenn eftir að hafa lagt á flótta. Vegfarandi beið einnig bana í skotbardagan- um, auk þess sem lögreglu- maður og framkvæmdastjóri veitingahússins særðust. Meira en 100 skotum var hleypt af í bardaganum. Reglur um dauða vegna vinnuálags JAPANSKA vinnumálaráðu- neytið kvaðst í gær hafa sett nýjar reglugerð sem ætti að auðvelda ættingjum að fá skaðabætur frá vinnuveitend- um vegna dauðsfalla af völd- um of mikils vinnuálags. Samkvæmt nýju reglugerð- inni er viðurkennt að „upp- söfnuð þreyta og streita vegna vinnuálags“ geti leitt til karoshi, eins og Japanir kalla dauðsföll af völdum of mikillar vinnu. Slæmar fréttir af hinu illa NEIKVÆÐAR sjónvarps- fréttir um glæpi, dauðsföll, hungursneyð og stríð ýtir undir áhyggjur fólks af eigin vandamálum, að sögn breskra sálfræðinga. Með því að slökkva á sjónvarpinu þegar fréttir af hörmungum víðs vegar um heim eru allsráð- andi, þarf því ekki að vera merki um áhugaleysi á um- heiminum, heldur leið til að gæta geðheilsunnar. Tveir breskir sálfræðingar kynntu þessar niðurstöður á miklu þingi sálfræðinga. Gerðu þeir tilraun á hópum námsmanna, sem látnir voru horfa á neikvæðar, hlutlausar og jákvæðar fréttir. Sá hópur- inn sem sá fréttir um stríðið í Bosníu varð mun áhyggju- fyllri en þeir sem sáu fréttir sem innihéldu aðallega hlut- lausar upplýsingar og þeir sem sáu fréttir um lottóvinn- inga o.fl. í ni(i/arQ;er()arli$( O eins oq- hán Q-erisl hesl Nordlcnskd KEA hangikjötið er róinað fyrir gœði oggott bragð - enda nnnn) samkræinl norðlenskri hefð sem liefnr gengið í arf kynslóð eflir kynsfóð ár nýjn nrrals norð/enskn /a/nbakjöli. Xorðlenska KEA hangikjötið - /laliðarnialnr seni /uegt er nð treysta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.