Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
4,
Áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir næstu þriggia ára
Aðhaldi beitt
og lántökur
ekkiauknar
næsta ári, 329 milljónir á því
þarnæsta og loks 342,1 milljón
árið 1997.
„ÞETTA er aðhaldsáætlun, við
gerum ekki ráð fyrir að auka á
lántökur, það er ekki stefnan að
lenda í skuldafeni eins og svo
mörg önnur sveitarfélög. Það eru
erfiðleikatíma og við ætlum frekar
að fara út í meiri framkvæmdir
seinna þegar fjárhagurinn verður
rýmri,“ sagði Sigfríður Þorsteins-
dóttir, forseU bæjarstjórnar Akur-
eyrar, um Áætlun um rekstur,
fjármál og framkvæmdir á árunum
1995-1997 en fyrri umræða um
áætlunina verður til umræðu á
fundi bæjarstjórnar Akureyrar í
dag, þriðjudag.
Áætlunin er stefnumarkandi
hvað varðar rekstur, fjármál og
framkvæmdir á vegum bæjarins á
næstu þremur árum. Stefnt er að
því að rekstrargjöld verði ekki
hærra hlutfall en 73,55 af skatt-
tekjum á næsta ári og lækki um
1% árin 1996 og 1997. Nýmæli í
rekstri verða aðeins tekin upp að
tekjur aukist eða hægt sé að ná
fram hagræðingu, sparnaði eða
breytingu á núverandi rekstri. Þá
er stefnt að því að langtímalán
bæjarsjóðs hækki ekki á tímabil-
inu.
Forsendur áætlunarinnar eru
m.a. að spáð er að íbúum bæjarins
fjölgi um 1% á ári að jafnaði á
tímabilinu og gert er ráð fyrir að
skattstofnar skili sambærilegum
tekjum næstu árin en tekjur auk-
ist lítillega vegna fjölgunar'íbúa.
Gert er ráð fýrir að útsvarstekjur
aukist um 0,5% á ári og að tekjur
af fasteignagjöldum hækki um 1%
á ári.
37 milljóna hagræðing
Á árinu 1995 er gert ráð fyrir
að ná hagræðingu í rekstri sem
leiðir til lækkunar rekstrargjalda
um 15 milljónir á næsta ári og
11 milljónir árin 1996 og 1997 eða
samtals um 37 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir að þessari hag-
ræðingu verði náð með því að fara
skipulega yfir rekstrarútgjöld bæj-
arsjóðs og draga úr kostnaði eins
og kostur er með bættum innkaup-
um á rekstrarvörum og þjónustu
og minni launakostnaði með mark-
vissri vinnubrögðum.
Alls er gert ráð fyrir í áætlun-
inni að rúmur milljarður fari til
fjárfestinga, gjald- og eignfærðra
á tímabilinu, 337,2 milljónir á
Bókasafn og sundlaug bíða
Hvað varðar eignfærðar fjár-
festingar er gert ráð fyrir að var-
ið verði 83 milljónum til félags-
mála, þar af eru 50 milljónir vegna
byggingar Giljaleikskóla. Til heil-
brigðismála verður.varið 24 millj-
ónum á tímabilinu, 252 milljónum
til fræðslumála og verður aðalá-
herslan lögð á einsetningu grunn-
skóla norðan Glerár að sögn for-
seta bæjarstjórnar. Rúmlega 41
milljón er áætluð menningarmála.
Á næsta og þarnæsta ári fara
tæpar 20 milljónir til Listamið-
stöðvar í Grófargili, en árið 1997
er áætlað að nota 20 milljónir í
Amtsbókasafnið á Akureyri. Til
fjárfestinga á sviði íþrótta- og
tómstundamála fara 71,5 milljónir
á tímabilinu, og munar þar mestu
um 64 milljóna króna framlag
vegna framkvæmda við Sundlaug
Akureyrar árið 1996, en að sögn
Sigríðar var ákveðið að fresta
framkvæmdum við laugina sem
hófust á þessu ári um eitt ár.
Morgunblaöið/Kúnar Pór
MIKIÐ rót var í höfninni við Slippstöðina-Odda í gærmorgun í hríðarbyl sem gekk yfir og voru
festar skipanna því tryggðar. Akureyringar sluppu þó að mestu við óveðrið.
Hömlur á dreifingu
kjúklinga frá Fjöreggi
á Svalbarðsströnd
Jóla-
steikin
lækkar
VERÐ á hefðbundinni jólasteik iækk-
aði um allt að 30% frá fimmtudegi
til föstudags eða frá því árleg verð-
könnun Neytendafélags Akureyrar
og nágrennis fór af stað. Vilhjálmur
Ingi Árnason, formaður félagsins,
sagði harða samkeppni fjögurra
verslana hafa leitt til verðlækkana.
Dæmi eru þess að verð á algengum
jólamat hafi lækkað umtalsvert frá
þvi í fyrra.
Verðkönnun Neytendafélags Ak-
ureyrar var gerð á fimmtudag, en
síðdegis þann dag bárust félaginu fjöl-
margar breytingar á verði frá því sem
gefið hafði verið upp um morguninn.
Jólasteikin hefur lækkað umtals-
vert frá því samskonar könnun var
gerð í fyrra, sem dæmi má nefna að
Bayonneskinka kostaði 711 krónur
kílóið í Hagkaup þá en nú 698 krón-
ur. Verð á lambalæri hefur lækkað
mun meira, kostaði 845 krónur kílóið
í llagkaup í fyrra en nú 545 krónur.
Úrbeinaður hamborgarhryggur með
beini hefur lækkað um 100 krónur
kílóið í versluninni milli ára.
HÖMLUR hafa verið settar á
dreifingu kjúklinga frá alifuglabú-
inu Fjöreggi á Svalbarðsströnd í
Eyjafirði þar sem meirihluti sýna
var mengaður af salmonellu.
Brynjólfur Sandholt * yfirdýra-
læknir sagði að svo virtist sem
starfsaðferðum á búinu væri áfátt,
ögun skorti við störf á búinu.
„Þetta var í þokkalegu horfi í fyrra
en ástandið virðist hafa versnað
til muna í ár og framleiðandinn
hefur ekki náð tökum á þessu og
því eru þessar hömlur settar,“
sagði Brynjólfur.
Hann sagði að málið yrði skoðað
frekar og afurðum hleypt á
markaðinn aftur uppfylltu þær
kröfur Hollustuverndar ríkisins
um að salmonellamengun í kjúkl-
ingum sé undir 5%. Þessar kröfur
hafa framleiðendur hjá Fjöreggi
ekki uppfyllt um langan tíma, að
sögn yfírdýralæknis, en salmon-
ellamengun á búinu hefur verið
mismunandi mikil eftir tímabiíum.
Ekkert fer út fyrr en búið er
að taka sýni aftur
„Það verður fylgst með fram-
leiðslunni þannig að ekkert fer út
fyrr en búið er að taka sýni aftur
og miðað við þær niðurstöður sem
út úr þeim koma verður haft sam-
band við Heilbrigðiseftiriit Eyja-
fjarðar og Hollustuvernd um
hvernig þessi vara verður með-
höndluð," sagði Brynjólfur.
Salmonella finnst í öllu lífríkinu
og sagði yfirdýralæknir að ætíð
gæti komið upp að hún fyndist í
framleiðlslu. Hann vildi brýna fyr-
ir mönnum að fara skilmerkilega
eftir leiðbeiningum á umbúðum
kjúklinga m.a. varðandi það
hvernig ætti að þíða þá upp og
sjóða. „Þá mun mönnum ekki
verða meint af, en á hinn bóginn
skulu menn hafa það í huga að
þeir geta verið að kaupa salmon-
ella mengaðan kjúkling, það er
aldrei hægt að útiloka það,“ sagði
Brynjólfur.
Tvö snjó-
flóð yfir
Múlaveg
TVÖ snjóflóð féllu á alræmdan
snjóflóðakafla á Múlavegi
milli Ólafsfjarðar og Dalvík-
ur um helgina, hið fyrra sem
var sýnu stærra, um 60 metra
breití, féll aðfaranótt sunnu-
dags og það seinna á sunnu-
dag. Vegurinn varð af þeim
sökum ófær um tíma.
Snjó kyngdi niður í Ólafs-
firði um helgina og er þar
allt á kafi í snjó, þar var iðu-
laus stórhríð I gærmorgun en
engin skakkaföll fylgdu.
Óveðrið sem gekk yfir um
helgina náði aldrei inn til
Akureyrar en þar var nokkur
bylur í gærmorgun. Færð
spilltist þó ekki og gekk um-
ferð áfallalaust að sögn varð-
stjóra lögreglunnar.
í
I
I
í
l
l
Eldur laus í \
Grýlu g*ömlu
Ólafsfiröi. Morgunblaðið.
SVO óheppilega vildi til þegar
Grýla gamla og Leppalúði ásamt
jólasveinum sínum heimsóttu
Barnaskólann í Ólafsfirði síðastlið- j
in föstudag að sökum þrengsla í
skólastofu sex ára barna varð
Grýlu það á að reka sig utan í j
logandi kerti. Afleiðingarnar urðu
þær að eldur varð laus í gæru-
skinnfeldi sem hún klæðist jafnan
við hátíðleg tækifæri. Uppi varð
fótur og fit meðal barnanna sem
horfðu skelfíngu lostin upp á Grýlu
í ljósum logum. Gerðu þeir kennur-
um sínum þegar viðvart og tókst
með góðri samvinnu og snarræði
nemenda og kennara að slökkva
eldinn þannig að Grýla hlaut ekki j
skaða af. Hins vegar munu jólaföt- '
in vera illa leikin.
Veitt verði
fé til kaupa
á skyggni-
magnara
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
á Akureyri hefur farið þess á
leit við bæjarráð að Akureyrar-
bær veiti sérstaka fjárveitingu
til greiðslu á 15% hlut sveitar-
félagsins í kaupum á skyggni-
magnaratæki á skurðstofu, en
heilbrigðisráðuneytið hefur
gefið fyrirheit um að veitt verði
fé til greiðslu á hlut ríkisins í
fjáraukalögúm fyrir árið 1994.
Áætlaður hluti sveitarfélagsins
nemur um 2,5 milljónum króna.
Fjárveitingin er tekin upp við
endurskoðun frumvarps að
fjárhagsáætlun fyrir árið 1995.
Snjóplógur
keyptur
LEITAÐ hefur verið heimildar
bæjarráðs til kaupa á snjóplóg
af Sandblæstri og málmhúðun
sem kostar 800 þúsund krónur
auk virðisaukaskatts. Með tæk-
inu þarf að kaupa ventlakistu
og tékka að upphæð 250 þús-
und krónur. Bæjarráð sam-
þykkti á fundi sínum að heim-
ila kaupin enda verði þau
greidd af fjárveitingu til véia-
kaupa á árinu 1995.
Viðgerð á
pípuorgeli
BÆJARRÁÐ frestaði af-
greiðslu á erindi frá sóknar-
nefnd Akureyrarkirkju sem leit-
aði eftir stuðningi frá Ak-
ureyrarbæ til viðgerða á pípu-
orgeli kirkjunnar en fyrir liggur
mjög kostnaðarsöm Viðgerð á
því.
Stuðningur
við ræktun í
Eyjafjarðará
BÆJARRÁÐ hefur lýst yfír
stuðningi við ræktunarstarf
Veiðifélags Eyjafjarðarár, en
stjórn félagsins ritaði ráðinu
bréf þar sem greint er frá því
að þrír bændur við vestanverðan
Eyjaíjörð hafi leitað eftir því
við landbúnaðarráðuneyti að
bann frá árinu 1979 við veiði
göngusilungs í net í vestanverð-
um Eyjafirði verði afnumið.
Ráðuneytið leitaði umsagnar
Veiðifélags Eyjagarðarár um
erindið en félagið leggst ein-
dregið gegn því að bannið verði
fellt úr gildi og vísaði til stór-
aukinnar veiði í ám vestan Eyja-
fjarðar eftir að bannið tók gildi
og vaxandi áhuga á ræktun í
ánum.