Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 43 MINNIIMGAR KRISTBJORN DANÍELSSON -|- Kristbjörn Daníelsson fæddist í Borgar- nesi 13. janúar 1931. Hann lést í Landspítalanum 13. desember síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Daníels Jónssonar og Jór- unnar Þorsteins- dóttur. Systkini hans voru sex: Jón, Guðfríður (látin), Bára, Hafsteinn, Asmundur og Sæv- ar. Kristbjörn var Ingibjörgu Jakobsdóttur frá Vopnafirði og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík. Krist- björn starfaði lengst af í Stein- smiðju S. Helgasonar hf., þar af lengi sem verkstjóri. Utför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. kvæntur oft i LÁTINN er í Reykjavík vinur minn og vinnufélagi Kristbjörn Daníels- son. Kynni okkar Kidda, eins og ég hef alltaf kallað hann, hófust fyrir rúmum 30 árum, er ég hóf störf í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar. Kiddi hafði þá starfað þar um nokk- urra ára skeið. Áður hafði hann unnið í byggingarvinnu, m.a. hjá Sigurði, auk þess sem hann stund- aði sjóinn á sínum yngri árum. Frá þeim tímum átti hann án efa góðar minningar, því þegar hann rifjaði upp lífíð um borð í Eldborginni geislaði hann af ánægju. Eitt var það sem Kiddi hafði mikla ánægju af, en það voru ferða- lög, jafnt innan lands sem utan. Hvatti hann okkur hjónin óspart til að ferðast um þær slóðir sem þau Ingibjörg höfðu ferðast um. Það voru ánægjulegar stundir þegar við bárum síðan saman bækur okkar og skoðuðum myndir frá hinum ýmsu stöðum. Kiddi fylgdist vel með því sem var efst á baugi í þjóðmálaumræð- unni hverju sinni og lá sjaldnast á skoðunum sínum. Það var því ekki síst fyrir hans atbeina sem spunnust líflegar umræður á vinnu'- staðnum, enda gættu menn þess að vera ekki alltaf á eitt sáttir. Það fylgir tómleiki þeirri tilhugs- un að þessi stóri og stæðilegi mað- ur sé horfínn á braut. Þrátt fyrir að hann hafí átt við veikindi að stríða hvarflaði ekki að manni að hann yrði hrifínn á brott svona fljótt, tæpra 64 ára að aldri. En það er svo margt í þessum blessaða heimi sem við fáum engu um að ráða. Þó ber okkur að vera þakklát fyrir það sem lífíð hefur veitt okk- ur. Kiddi var traustur og góður maður. Það að hafa átt hann að vini er mér dýrmætt og er það eflaust svo um fleiri. Við hjónin vottum Ingibjörgu og. öðrum aðstandendum Kidda inni- lega samúð okkar á erfíðri stundu. Minningin um góðan vin mun lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Róbert Jóhannsson. Okkur systkinin langar að minn- ast í nokkrum orðum hans Kidda föðurbróður okkar. Alveg frá því að við munum fyrst eftir okkur í Gautlandinu bjuggu Kiddi og Ingi- björg í sama stigagangi. Ferðirnar milli fyrstu og þriðju hæðar urðu margar á þessum árum og alltaf tóku þau okkur afskaplega vel. Erindin voru margvísleg, oft þó tengd gæludýrum þeirra hjóna. Við vildum fá að leika við hamsturinn sem endaði gjarnan með því að leita þurfti að honum út um alla íbúð eftir að hann hafði óvart sloppið frá manni. Svo kom hundurinn Peggy og þá þurfti maður að fá að fara út og labba með hana. Það var al- veg sama hvenær okk- ur datt í hug að fara niður, alltaf var tekið vel á móti okkur og gjaman lumað á ein- hverju góðgæti. Fyrir aðeins tæpum tveimur mánuðum lést afi okkar, pabbi Kidda, og viljum við hér kveðja þá báða með þökkum fyrir þær góðu minningar sem þeir skilja eftir í hugum okkar. Ingibjörgu og öðrum aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúð. JökuII og Iris. Að liðnum öllum þessum þrautum þessum þrotlausu erfiðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hverfulu gleðistundum spyijum við þrátt fyrir allt þegar því er skyndilega lokið: Hversvegna ekki einn dag enn aðeins einn dag? (Halldóra B. Bjömsdóttir) Ótímabært fráfall, skyndilegur dauði, vekur mann til umhugsunar um lífíð. Kæri frændi, Kristbjörn Daníelsson er látinn. Margar og skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar horft er til baka. Við minnumst sérstaklega sam- verustundanna sem fjölskyldan átti saman, enda var Kiddi sérlega barn- góður og hrókur alls fagnaðar. Með söknuð í hjarta og góðar minningar kveðjum við nú góðan dreng. Elsku Imba mín, megi Guð styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Nína, Jakob, Kolbrún, Halla, Ingibjörg og fjölskyldur. Hann elsku mágur minn er lát- inn. Þegar dauðinn ber að dyrum stöndum við öll ráðþrota. Hann Kiddi, þessi glæsilegi og góði dreng- ur sem okkur öllum þótti svo vænt um, er farinn frá okkur og eftir situr sorgin ein. En ljósið í myrkinu eru allár fallegu og góðu minning- arnar sem við eigum um hann. Hann var tryggur vinur og ég ætla með þessum orðum að þakka hon- um fyrir alla þá ástúð sem hann sýndi börnum og bamabörnum mín- um og þau sakna hans öll sárt. Einnig þakka ég honum allan þann stuðning sem hann veitti mér þegar ég missti manninn minn. Það var mér ómetanlegt. En sárust er sorgin hjá systur minni sem nú sér á eftir dásamlegum lífs- förunaut og bið ég algóðan guð að gefa henni styrk. Fyrir hönd Ingibjargar Jakobínu og fyölskyldunnar allrar flytjum við Þorsteini Svörfuði yfiriækni á gjör- gæsludeild Landspítalans og öllu hans fólki hjartans þakkir fyrir ein- staka umönnun og hjartahlýju. Vertu sæll kæri vinur. Salvör Jakobsdóttir. JTOSS/GNOl skíði bindingar ÁTOSS/GAJO£ skíðaskór uur/i hjálmar - hlífar hanskar Barnapakki Verð 17.380 kr'. *Tilboð 15.642 kr. Unglingapakki Verð 20.990 kr. *TiIboð 18.891 kr. Fullorðinspakki Verð 25.900 kr. *Tilboð 23.310 kr. Gönguskíðapakki Verð 16. lOOkr. *Tilboð 14.490 kr. i Vi skór og stafir í einum pakka Skíðapakkar Skátabúðarinnar hafa verið eftirsóttir um árabil. Kunnáttuiuenn velja í pakkana úrvalsbúnað sem hentar hverjum fyrir sig og verðið er sérlega hagstætt. Raögreiöslur • Póstsendum samdægurs. ___ 'Tilboðsverö miöast viö staðgreiðslu." S n o r r a b r a u t 6 0 -SMWK fWMÚK • s m 561 2045 Útsölustaöir: Verslunin Óöinn, Akranesi • Sporthlaöan, ísafiröi • Skíðaþjónustan, Akureyri • S.Ú.N.,Neskaupstað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.