Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 29
LISTIR
BOKMENNTIR
Skáldsaga
BJÖRN OG SVEINN - EÐA
MAKLEG MÁLAGJÖLD
eftir Megas. Mál og menning,
1994 - 384 síður. 3.380 kr.
MEGAS er öllum kunnur fyrir
textasmíð sína sem iðulega hefur
verið nokkuð ögrandi þar sem höf-
undur hefur ekki hikað við að
blanda saman háu og lágu eða því
göfuga annars vegar og því saur-
uga hins vegar. Sem dæmi má
nefna textana um Ragnheiði bisk-
upsdóttur og Krókódílamanninn. í
þessari fyrstu skáldsögu sinni rær
Megas mjög á sömu mið, munurinn
er einungis sá að í henni er hann
ekki fjötraður af knöppu formi la-
gatextans.
Bjöm og Sveinn segir af athöfn-
um samnefndra kumpána í undir-
heimum Reykjavíkurborgar á einum
sólarhring einhvern tímann í okkar
nánasta samtíma. Megas sækir
þessar aðalpersónur í þjóðsögumar
um þá feðga Axlar-Björn og Svein
skotta. Axlar-Bjöm ku hafa myrt
gesti og gangandi sér til fjár en
Sveinn skotti fór ránshendi um land-
ið og þótti djarftækur til kvenna.
Þeir feðgar þekktust þó ekki því
Sveinn skotti fæddist ekki fyrr en
eftir að faðir hans hafði verið tekinn
af lífi fyrir morðin. í sögu Megasar
era þeir Bjöm og Sveinn félagar
og það er raunar ekki fyrr en nokk-
uð er liðið á söguna að talað er um
þá sem feðga en hlutverk þeirra era
þau sömu og í þjóðsögunni. Þannig
er Bjöm haldinn mikilli morðfýsn
og Sveinn er ekki síður haldinn
mikilli fýsn til kvenna, einkum bam-
ungra stúlkna.
Megast hefur og látið hafa það
eftir sér að söguþráður og efnistök
séu einnig sótt í ópera Mozarts Don
Vitundarlítið
orðafyllerí
Giovanni. Þeir félagar
Björn og Sveinn era
þá væntanlega nokk-
urs konar klofningur
út úr persónu Dons
Giovannis sem var
bæði morðingi og flag-
ari.
Það er ágætis hug-
mynd að leita í þjóðsög-
ur okkar að efniviði og
raunar furðu lítið verið
af því gert í íslenskum
samtímabókmenntum.
En það er bara ekki
nóg að fiska upp ein-
hveijar litríkar persón-
ur úr fortíð og setja
þær í samtíð ef ekki er unnið úr
þeim efnivið á frekari hátt. Megas
virðist því miður ekki nýta sér þenn-
an efnivið sinn eins og efni gætu
staðið til.
Strax á fyrstu blaðsíðum era
persónur þeirra Björns og Sveins
mótaðar. Þeir eru á flótta úr partýi
þar sem Sveinn nauðgaði ungri
stúlku og Björn myrti bróður henn-
ar. Allt það sem á eftir kemur er
í raun endurtekning á þessum at-
burðum: Bjöm myrðir af og til og
Sveinn gerir ákafar tilraunir til
þess að komast yfir kvenmann með
góðu eða illu. Frásögnin af nætur-
göltri þeirra félaga er síðan fleyguð
með ýmsum fortíðardæmum sem
öll eru á sama veg: morð og nauðg-
anir. Saga þeirra félaga í nútíman-
um spannar í raun lýðveldistimann
Nýjar bækur
• KOMIN er út í Kópavogi bókin
Haustvor, saga félagsstarfs aldr-
aðra þar í bæ.
Mottó bókarinnar felst í eftirfar-
andi vísu: „Vetur, sumar, vor og
haust/ varða tímann endalaust. Þótt
degi halli og dvíni þor/ í djúpum
hjartans blundar vor.“
í formála segir að bókinni sé ekki
ætlað að verða skýrsla með tölum
og tímasetningum heldur lifandi frá-
sögn þeirra sem tekið hafa þátt í
Anna Sigur-
karlsdóttir
uppbyggingu
starfsins, bæði
veitenda og
þiggjenda. Fjöl-
skrúðugt
myndasafn talar
sínu máli.
Útgefandi er
Félagsstarf
aldraðra í Kópa-
vogi. Anna Sig-
urkarlsdóttir rit-
en ekki verður séð að
það hafi neinar frekari
skírskotanir.
Persónusköpun er
engin og í raun er ekki
hægt að tala um Björn
og Svein sem p'ersónur
heldur frekar sem
fýsnir. Aðrar persónur
eru einungis leiddar
fram á sjónvarsviðið
til þess að undirstrika
fýsnir þeirra félaga.
Þannig er kvenfólk
einungis til sem. eftir-
sóknarverð viðföng
Megas Sveins sem eru í flest-
um tilfellum ungar
stúlkur og helst hreinar meyjar eða
þá að um er að ræða fyrrverandi
viðföng hans, það er konur sem eru
ekki lengur spennandi kynverur. í
hvert skipti sem ný kvenkyns per-
sóna kemur fram á sjónarsviðið
verður það Sveini eða öðram per-
sónum tilefni til þess að láta í ljós
þá skoðun að konur vilji einungis
eitt, hvort sem þær geri sér grein
fyrir þvi eður ei: „þær vilja í raun
allar láta ríða sér einhvem sem
tekur ekkert mark á helvítis væl-
inu“ (11G). Þetta stef er endurtekið
æ ofan í æ án þess að nokkuð
nýtt komi fram. Það er eins og
platan sé rispuð og höfundur sé
endalaust fastur í sama laginu.
Sögumaður ræðir ritun þessarar
sögu sem hann kallar „vanhelga
bók um djöfulsins öfugsnúnu furð-
ur“ (51). Hann kemst svo að orði:
„Enginn láti sér þó til hugar koma
að hér sé um að ræða neitt í ætt
við þær uppbyggilegu bókanir sem
stýrði. G.Ben.-Edda sá um prent-
vinnslu. Bókin er 228 blaðsíður.
tíðkast þessa upplýstu dagana
fóstraðar af virðulegustu há-
menntastofnunum og hlíta fræði-
legum þræði skynsamlegra kenn-
inga og eru því dauðhreinsaðar af
öllum öfughneigðum hins vanþró-
aða líkama" (51). Víst er að sorinn
er einnig partur af mannlífínu og
það er rithöfundanna að spegla
mannlífið og varpa á það nýju ljósi.
Sori sá sem þeir Björn og Sveinn
hrærast í virðist þó ekki verða höf-
undi tilefni til frekari rannsókna
og það verður á engan hátt séð að
þjóðsögur eða ópera dýpki eða auki
einhveiju við þá einhæfu mynd sem
dregin er upp í þessari bók. Það
vantar sárlega tilganginn á bak við
allan þennan orðavaðal sem birtist
á síðum þessarar bókar. Hver er
til dæmis tilgangurinn með sí-
endurteknum lýsingum á því þegar
önnur aðalpersónan er að afmeyja
barnungar stúlkur? Ef tilgangurinn
er að hneyksla eða hrista upp í
fólki þá hefur það mistekist hrapa-
llega því þetta er of sorglega ein-
faldur texti til þess. Það sem er
þó verra er að hann er húmorslaus
með öllu og það eina sem getur
hugsanlega fengið lesandann til
þess að halda áfram að lesa er
forvitnin um það hvort höfundur
hjakki virkilega alltaf í sama far-
inu í tæpar 400 blaðsíður.
Nokkuð er um texta í bundnu
máli sem fleyga frá sögnina og í
raun kemur þar allt fram sem sagt
er í sögunni sjálfri og virðist því
sem Megas ætti áfram að halda
sig við það form. Óheft form skáld-
sögunnar hefur í þetta skipti reynst
honum ofviða og árangurinn vit-
undarlítið orðafyllerí. Ljósi punkt-
urinn í þessari orðasúpu er hins
vegar sá að Megas er oft ágætur
orðasmiður eins og lagatextar hans
gegnum tíðina sanna og því er í
þessari skáldsögu oft að finna
óvæntar líkingar og nýstárlega
orðanotkun sem bæta innihald bók-
arinnar upp.
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Þú getur bakað, steikt og
grillað að vild í nýja
BLASTURS - BORÐOFNINUM
Rúmgóður 12,5 lítra ofn, en
ytri mál aðeins 33x44x23 cm.
4 valmöguleikar: Affrysting,
yfir- og undirhiti, blástur og
grill.
Hitaval 60-2308C, 120 mín.
tímarofi með hljóðmerki, sjálf-
hreinsihúðun og Ijós.
JOLATILBOÐSVERÐ
kr. 12.990,- stgr.
Þú getur valið um 6 aðrar
gerðir borðofna.
/rQniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91 >24420
Nýtt xitbob
<^m %
<<>
fTx Ær~
rikissjobs
mibvikudagmn 21. desember.
&
f ' J
ECU-tengd
spariskírteini ríkissjóbs
1. fl. D 1994, 5 ár.
Útgáfudagur: 14. október 1994
Lánstími: 5 ár
Gjalddagi: 5. nóvember 1999
Grunngengi ECU: Kr. 83,44
Vextir: 8,00% fastir
Einingar bréfa: 500.000,
1.000.000,
10.000.000 kr.
Skráning: Skráö á Verðbréfa-
þingi íslands
Viöskiptavaki: Seðlabanki íslands
Verbtryggb
spariskírteini ríkissjóbs
1. fl. D 1994, 5 og 10 ár.
Útgáfudagur: 10. febrúar 1994
Lánstími: 5 ár og 10 ár
Gjalddagi: 5 ár: 10. febrúar 1999
10 ár: 10. apríl 2004
Gruijnvísitala: 3340
Vextir: 4,50% fastir
Einingar bréfa: 100.000, 1.000.000,
10.000.000 kr.
Skráning: Skráö á Verðbréfa-
þingi íslands
Viöskiptavaki: Seðlabanki íslands
Sölufyrirkomulag:
Spariskírteinin veröa seld meö tilboösfyrirkomulagi. Aöilum aö Verðbréfaþingi
Islands, sem eru verðbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóðir og Þjónustumiöstöö
ríkisveröbréfa, gefst einum kostur á að gera tilboð í skírteinin samkvæmt tiltekinni
ávöxtunarkröfu.
Abrir sem óska eftir aö gera tilboö í ofangreind spariskírteini eru hvattir til ab
hafa samband viö framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerö fyrir þá og
veita nánari upplýsingar.
Öll tilbob í spariskírteini þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00
á morgun, miðvikudaginn 21. desember. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar
eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70.
- (//'?/////'f’/'/Ss* <•/'/'r//' r/v/ y/’•/). //vt///y /y /•///-j/r///•///yy /'/.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70.