Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 11
N Y K O M I Ð # Herraskyrtur í miklu úrvali # Dömublússur. # Bindi - hálsklútar - treflar. # Dömupeysur. o.m.fl. OPIÐ: Þriöjudag, miövikudag og fimmtudag frá kl 9 - 20 Föstudag frá kl 9 - 23 Vatnshelt öndunarefni með fleecejökkum sem nota má sér Verð frá kr. 15.900 - 16.900 Buxur, öndunarefni kr. 4.490 sportvorur Á MJÖG GÓÐU VERÐI Kuldaúlpur - Fleecepeysur - Mittisúlpur - Sleðagailar - Sokkar - Köflóttar skyrtur - Bakpokar - Húfur Svefnpokar — Vettlingar — O.m.fl. Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin) Kópavogi, sími 45800. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 11 FRÉTTIR Barentshafi og borið við þeim rökum að um væri að ræða veiðar úr sameig- inlegum stofni Rússa og Norðmanna sem þegar væri fullnýttur. „í svari forsætisráðherra fslands, Davíðs Oddssonar, kom fram að íslendingar væru ekki að veiða innan lögsögu Rússa og Norðmanna heldur á hafi úti utan lögsögu strandríkja. Á það var bent að íslensk stjómvöld hafa ekki lagaheimildir til að leggja bann við slíkum veiðum á úthafinu, nema um sé að ræða að framfylgja milli- ríkja- eða alþjóðasamningum. Við lögðum áherslu á frá upphafi að við væram reiðubúnir að reyna að ná slíkum samningum til að unnt væri að stýra veiðunum. Það sem gerðist á þessum fundi var að Rússar skuld- bundu sig til að efna til viðræðna án skuldbindinga sem er mikilvægt." Utanríkisráðherra sagði að átök- in í Tjetsníu hefðu verið rædd óformlega fyrir upphaf fundarins og að honum loknum. Hann segir Rússa hafa látið í ljós áhyggjur af því að ráðandi öfl í Tsjetsníu, þ.e. Dúdajev forseti og samstarfsmenn hans, hefðu boðað hryðjuverka- starfsemi í Moskvu. „Við urðum varir við að óvenju mikið var af öryggisgæslu í borginni af þessu tilefni. Ríkjandi sjónarmið hjá Rúss- um er að hér sé um að ræða lög- laust athæfi og að það verði að halda uppi lögum og reglu ella muni afleiðingarnar verða að kynda undir eldum þjóðernisátaka í Kákasus sem engum væri til góðs.“ í morgun hélt utanríkisráðherra til Brussel en klukkan ellefu verður haldinn fundur í EES-ráðinu sem ráðherrar EFTA og ESB-ríkjanna sitja. Á þeim fundi verður það vænt- anlega staðfest að EES-samningur- inn haldi gildi sínu, auk þess sem birt verður sameiginleg pólitísk yf- irlýsing um það hvernig aðilar hafi orðið ásáttir um að aðlaga stofn- anaþátt samningsins að breyttum aðstæðum. „Fyrst ræddum við tvíhliða sam- skipti ríkjanna og þar var farið yfír efni hinnar sameiginlegu yfirlýsing- ar um samskipti landa,“ segir Jón Baldvin. „Þar var rætt ítarlega um ný tækifæri til að örva viðskipti með samstarfi fyrirtækja og sam- starfi innan orkugeirans og þá sér- staklega um tvennt. Annars vegar nýtingu jarðhitaauðlinda í Rúss- landi, sem þegar lofar góðu í Kamtsjaka, og áætlanir sem uppi eru um orkusparandi aðgerðir, t.d. á Múrmansk-svæðinu og þá vænt- anlega með fjárhagslegum stuðn- ingi Norræna fjárfestingarsjóðsins og undirstofnunar hans, Fram- kvæmdasjóðs á sviði umhverfis- verndar. Þriðja málið, sem rætt var, varðandi tvíhliða samskipti, var samstarf á sviði sjávarútvegsmála. Það var rætt stuttlega á hinum formlega fundi en síðan ítarlegar undir borðum við hádegisverð, m.a. með þátttöku formanns sjávarút- vegsráðs Rússlands, Vladímírs Kor- elskíjs.“ Utanríkisráðherra segir að við það tækifæri hafi verið rætt allítar- lega um sjávarútvegsmál, um Smuguveiðar íslendinga, um réttar- stöðu fiskverndar Norðmanna kringum Svalbarða, um fram- kvæmd Svalbarðasamningsins, um æskilega samninga um nýtingu á norsk-íslenska síldarstofninum, um veiðar Norðmanna og Rússa utan | íslenskrar lögsögu á Reykjanes- hrygg á úthafskarfa og um áform íslendinga og Grænlendinga um kvótabindingu þeirra veiða. Auk þess hafi verið rætt um tækifæri til samstarfs varðandi fiskveiðar, fiskvinnslu, sölu og markaðssetn- ingu á sjávarafurðum á Evrópu- mörkuðum, á mörkuðum í Banda- ríkjunum og Japan, sem og um undirbúning samstarfsfyrirtækis varðandi sölu sjávarafurða á Moskvusvæðinu. „Niðurstöðurnar voru þessar: Sérfræðingafundur íslendinga og Rússa í Múrmansk um miðjan jan- : úar og þríhliða viðræður með þátt- töku Norðmanna undir lok mánað- arins. Fyrir utan þetta var rætt um svæðisbundið samstarfs innan Fundur utanríkisráðherra Islands og Rússlands GLÆSILEG VERSLUN MIÐSVÆÐIS Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU Sérfræðingar ræða Bar- entshafsveiðar í janúar JÓN BALDVIN Hannibalsson utan- ríkisráðherra átti í gær fund í Moskvu með Andrei Kozyrev, utan- ríkisráðherra Rússlands. Var þetta fyrsti utanríkisráðherrafundur ís- lands og Sambandsríkisins Rúss- lands. Að sögn utanríkisráðherra er helsta niðurstaða fundarins sú að Islendingar og Rússar munu efna til sérfræðingaviðræðna um sjávar- útvegsmál í Murmansk um miðjan janúar. Á fundinum var einnig und- irrituð sameiginleg yfirlýsing um grundvallarreglur í samskiptum landanna, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að setja á laggirnar samstarfs- nefnd sem hittist árlega og ber saman bækurnar um þróun sam- starfs og viðskipta. Jafnframt var gert ráð fyrir að í framhaldi af sér- fræðingaviðræðum íslendinga og Rússa yrði efnt til þríhliða viðræðna um sjávarútvegsmál með þátttöku Norðmanna í lok janúar. Fundur utanríkisráðherranna átti að hefjast klukkan 11.30 að Moskvutíma en tafðist í um klukku- stund þar sem þjóðaröryggisráð Rússa var á fundi allan morguninn þar sem umræðuefnið var ástandið í Tsjetsjníu. Tók ráðið ákvarðanir á fundinum um aðgerðir af Rússlands hálfu að loknum þeim tímafresti sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafði gefið Dúdajev, leiðtoga Tsjetjsena, til samningaviðræðna. ramma Barentshafsráðsins og um Eystrasaltsráðið, þar sem Rússar lýstu yfir eindregnum stuðningi við þátttöku íslendinga." Þriðji kafli viðræðna ráðherranna var almennt um alþjóðamál, þar sem áhersla var lögð á evrópska samrunaferilinn, samstarf Rússa við Atlantshafsbandalagið innan Atlantshafssamvinnuráðsins, NACC, um reynsluna af Félagsskap um frið auk þess sem Kozyrev skýrði ítarlega sjónarmið Rússa varðandi áform um stækkun NATO til austurs. AÍvarlegar afleiðingar „Það sem mér kom á óvart var hve rússneski utanríkisráðherrann lagði sig fram um að útskýra ná- kvæmlega sjónarmið Rússa. Hann lagði annars vegar áherslu á að hingað til hafa menn rætt um félag- skap og samstarf Rússa, Banda- ríkjamanna og NATO varðandi ör- yggi og stöðugleika í Evrópu og lausn staðbundinna deilumála í heiminum, s.s. Persaflóastríðið, Bosníu og Sómalíu og hins vegar það sjónarmið að stækkun Atlants- hafsbandalagsins geti ekki orðið án alvarlegra afleiðinga nema skýrt sé að hverju hún beinist og hvort að þar með sé verið að endurvekja hernaðarblokk kalda stríðsins eða stíga skref í átt til sameiginlegs ANDREI Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, og Jón Baldvin Hannibalsson við upphaf fundar þeirra í gær. Reuter öryggiskerfis Evrópuþjóða á grund- velli sameiginlegra markmiða." Að loknum viðræðum og fram- haldsviðræðum yfir hádegisverði efndu utanríkisráðherrar íslands og Rússlands til blaðamannafundar þar sem farið var yfir helstu um- ræðuefni og skýrt frá niðurstöðum. „Að mínu mati var þetta afar árangursríkur fundur og þá aðal- lega fyrir þær sakir að nú hefur verið efnt loforðið frá Tromsö um að efna til sérfræðingaviðræðna Islands og Rússlands sérstaklega og ekki settir neinir skilmálar, um að íslendingar hverfí úr Smugunni, sem skilyrði fyrir slíkum viðræð- um,“ segir utanríkisráðherra. Hann minnti á að í bréfi 'Ijemóm- yrdíns, forsætisráðherra Rússlands, til Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra á sínum tíma var þess beinlín- is farið á leit að íslendingar ákvæðu einhliða að hætta úthafsveiðum á Þaði er þess virði að llta finn til okkar!! Tvíhliða samskipti rædd # Einhneppt jakkaföt frá kr. I S.800 # Föt m/vesti frá kr. 21.800. # Tweed föt ~ y ^ með eða án vestis h frá kr. 17,500 *>•* # Stakar dömu- og herrabuxur frá kr. 4.900 # Stakir ullarjakkar dömu og herra frá kr. 10.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.