Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 13
LANDIÐ
Mjólkurframleiðendur samþykkja samkomulag um úreldingu mjólkursamlagsins í Borgarnesi
„Sár leiðindi og sorg
að standa að þessu“
Borgarnesi - Á aukafundi fulltrúa
Mjólkursamlags Borgfirðinga,
sem haldinn var á föstudaginn var
samkomulag um úreldingu MSB
samþykkt með 22 atkvæðum gegn
13 og á aukafundi fulltrúa Mjólk-
urbús Borgfirðinga sem haldinn
var sama dag var samkomulagið
samþykkt með 22 atkvæðum gegn
8. Þórir Páll Guðjónsson kaupfé-
lagsstjóri kvaðst vera mjög feginn
að komin væri niðurstaða í þessu
máli svo hægt væri að fara að
vinna að framhaldinu á föstum
grunni. Sagði Þórir Páll að ef sam-
komulagið hefði ekki notið sam-
þykkis þessara funda hefði sam-
komulagið verið í uppnámi og
mjög erfitt fyrir stjórn KBB að
vinna úr því.
Umrætt samkomulag er milli
Kaupfélags Borgfirðinga og
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík.
Aðal markmið samkomulagsins
eru, eins og fram kemur í sam-
komulaginu:
A) Að leysa í einu lagi ágreining
um eingarhald að Mjólkursamsöl-
unni í Reykjavík og Mjólkursam-
lagi Borgarfirðinga, án þess að til
kostnaðarsamra og tímafrekra
málaferla komi. b) Að ná fram sem
mestri hagræðingu í mjólkur-
vinnslu á sölusvæði Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík og c) að
styrkja, eftir því sem kostur er,
atvinnustarfsemi í Borgarnesi og
nágrenni.
Kaupfélag Borgfirðinga afsala
sér jafnframt tilkalli til eignar-
hluta í Mjólkursamsölunni í
Reykjavík. Kaupfélag Borgfirð-
inga er viðurkennt sem eini eig-
andi að Mjólkursamlagi Borgfirð-
inga. Mjólkurframleiðendur á fé-
lagssvæði kaupfélagsins afsala sér
jafnframt öllu tilkalli til eignar-
hluta í Mjólkursamlaginu, að því
tilskildu að þeir fái greidda út hluti
sína í sérgreindum stofnsjóði sam-
lagsins.
Innviktun haldið áfram
Samkomulagið felur í sér að
Mjólkursamlag Borgirðinga, MSB,
verði úrelt gegn því að um 4 til
500 milljónir komi með einum eða
öðrum hætti fyrir, þar af um 250
milljónir sem hlutdeild í sparnaði
og hagræðingu í mjólkuriðnaðin-
um. Ennfremur verði stofnað nýtt
hlutafélag um atvinnurekstur í
Borgamesi. Hlutafé hins nýja fé-
lags verði a.m.k. 80 milljónir króna
og eigi KBB um 50% og MS, Osta-
og smjörsalan og Mjólkurbú Flóa-
manna - MBF - o.fl. 50%. Gert
er ráð fyrir að hlutafélagið taki
yfir ýmsa framleiðslu og þjónustu,
sem rekin hefur verið í húsnæði
MSB við Engjaás í Borgarnesi,
auk framleiðslu og pökkun á
ávaxtasöfum, sem fram að þessu
hefur farið fram hjá Mjólkurbúi
Flóamana á Selfossi. Vinnuhópur
fulltrúa fyrirhugaðra eignaraðila
hlutafélagsins hefur tekið til starfa
og verður undirbúningshlutafélag
stofnað fyrir 15. janúar 1995 með
hlutafé að upphæð 10 milljónir.
Að sögn Þóris Páls Guðjónssonar
kaupfélagsstjóra væri undirbún-
ingsfélagið stofnað til þess að ekki
þyrfti að koma til stöðvunar á
atvinnutarfsemi á meðan breyt-
ingin færi fram.
Þrátt fyrir úreldingu Mjólkur-
samlags Borgfirðinga verður hald-
ið áfram innvigtun á mjólk úr
Borgarnesi og dreifing á mjólk og
mjólkurafurðum og mjólkureftirlit
með svipuðum hætti og aður en
allri mjókurvinnslu verður hætt.
Leiðindi og sorg
Margir þeirra sem tóku til máls
á fulltrúafundunum tóku það fram
að þó að þeir væru innst inni á
móti úreldingu MBS þá gætu þeir
ekki greitt atkvæði á móti boðaðri
hagræðngu sem fælist í úrelding-
unni. Guðjón Viggósson bóndi í
Rauðanesi Borgarhrepi orðaði það
svo: „í mínum huga eru það sár
leiðindi og sorg að þurfa að standa
að þessu. í um 45 ára skeið hef
ég átt afskaplega ánægjuleg og
góð samskipíi við starfsfólk í þessu
fyrirtæki og lengi vel ól ég þá von
í bijósti að það væri hægt að kom-
ast hjá því að ganga þennan veg.
En einhveijir menn hafa sett okk-
ur á brautina, við erum eins og
sporvagn sem að rennur eftir
ákveðnu spori og þaðan er ekki
svo auðgengið." Þórarinn Jónsson
bóndi á Hamri í Þverárhlíð og full-
trúi í stjórn KBB sagði m.a.: „Ég
stend hér ekki uppi sem einhver
sérstakur úreldingarsinni, því mér
er býsna sárt um þetta fyrirtæki
okkar.
En ég þykist vera búinn að velta
fyrir mér þeim valkostum sem
fyrir eru, eins og ég hef vit til og
valkostnirnir eru ekki margir. Við
skulum átta okkur á því að hag-
ræðingarumræðan stoppar ekkert
á þessum tímapunkti þó við sting-
um við fótum. Hún heldur áfram
og við gætum hugsanlega staðið
frammi fyrir því, ef við nýtum
ekki þetta tækifæri núna, að við
yrðum að fórna þessu fyrirtæki
okkar bótalaust.“
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
„Andskotans
ullarkambar“
VÍSA Páls Ólafssonar, Vínlaus
er vont að lifa, kom í huga frétta-
ritara þegar Guðfinni Finnboga-
syni bónda í Miðhúsum á Strönd-
um voru réttir ullarkambar I
Sænautaseli í Jökuldalsheiði á
dögunum. í vísunni ber Páll sig
illa yfir brennivínsleysi á bænum
og að hann verði að þamba blönd-
una við gegningar og endar hún
svo: Klökugur inn þá kominn
er/kvenfólkið réttir strax að
mér/andskotans ullarkamba.
-------» ♦ ♦--
Aðventu-
kvöld í
Reykjahlíð-
arkirkju
Mývatnssveit - AÐVENTUKVÖLD
var í Reykjahlíðarkirkju fimmtudag-
inn 15. desember kl. 20.30. Þar söng
kór kirkjunnar undir stjóm Jóns Áma
Sigfússonar, einsöngvari með kórnum
var Hildur Tryggvadóttir en undirleik
annaðist Wolfgang kennari við Tón-
listarskólann ( Reykjahlíð. Barnakór
skólans söng undir stjóm Garðars
Karlssonar. Hafdís Finnbogadóttir
flutti hugvekju á aðventu. Wofgang
og kona hans Antje fluttu sónötu
fyrir orgel og lágfiðlu. Þá var farið
með blessunarorð og bæn og allir
sungu Heims um ból. Siðast var eftir-
spil, Wolfgang lék á orgel, Þórunn
Steinardóttir og Antje á fiðlur. Séra
Öm Friðriksson prófastur á Skútu-
stöðum stýrði aðventukvöldinu sem
var mjög hátíðlegt. Fjölmenni var.
Gleðileg íslenskjól
—já takk ,1