Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Innan við
blæjuna
BÖKMENNTIR
Rcynslusaga
í FJÖTRUM
eftir Jean P. Sasson. Alfheiður Kjai-t-
ansdóttir þýddi. Utg. Vaka-Helgafell
1994.
ÞESSI bók Jeans P. Sassons kom
út á ensku í fyrra og hlaut góðar
undirtektir. Hún segir frá saudísku
prinsessunni Sultana sem elst upp
í efnalegum allsnægtum í Saudi-
Arabíu en býr við kúgun og niður-
lægingu sem er alsiða að konur
sæti í því landi.
Sultana sýnir ung að hún ætlar
ekki að taka því hlutskipti þegjandi
og hljóðalaust og rís gegn ýmsu sem
er kannski ekki stórvægilegt í okk-
ar augum en okkur skilst fljótlega
að skiptir miklu fyrir hana. Hún
nýtur lítillar athygli föður síns enda
hefur hann margar dætur til að
mæðast yfir í þjóðfélagi þar sem
æskilegast er að eiga son. Vegna
einbeitni fær stúlkan Sultana að
vera með í ráðum þegar eiginmaður
er valinn handa henni og getur því
um stund prísað sig sæla; hjóna-
band hennar er því byggt á hrifn-
ingu og trausti fyrstu árin þótt síð-
ar gerist margt sem breytir því.
Þegar maður hennar hefur áform
um að taka sér aðra eiginkonu ger-
ir hún uppreisn og tekst að flýja
með börn sín úr landi. Hún snýr
heim eftir að hann lofar að leggja
áætlanirnar um aðra eiginkonu á
hilluna.
Höfundurinn, Jean Sasson, bjó
lengi í Saudi-Arabíu og kynntist
Súltönu og það var sú síðarnefnda
sem fór þess síðan á leit við hana
að hún skrifaði söguna. Öllum nöfn-
um er breytt og ýmsum atriðum til
að reyna að koma í veg fyrir að
Súltana þekkist enda mundi henni
þá vera bráður bani búinn.
Samhliða því að Súltana segi sína
eigin sögu sem er allt í senn, drama-
tísk, óhugnarleg og hrífandi, segir
hún sögu margra kvenna annarra
í fjölskyldunni og fjallar um stöðu
saudískra kvenna. Hún lýsir einnig
tilgangs- og innishaldsleysinu í lífi
þar sem alltaf er gnótt fjár og aldr-
ei þarf að hafa fyrir neinu. Saudar
hafa lengi — eða síðan olíuauðurinn
fór að stíga þeim til höfuðs — verið
illa þokkaðir af efnaminni aröbum.
Þeir þykja hrokafullir og spilltir,
miskunrtarlausir og þröngsýnir. Allt
þetta og meira til kemur vissulega
fram í frásögn Súltönu og hún
blygðast sín fyrir margt hjá löndum
sínum. Hún telur að það hafi spillt
fólkinu að þurfa aldrei að vinna,
hafa óæðra vinnulið og þurfa í ver-
unni ekki að hafa áhyggjur af neinu
nema því að halda í strangar hefð-
ir. sem kúga og múlbinda konur og
lægra setta.
Súitana er líka bundin saudískum
hefðum og hún vill ekki breyta öllu.
Augljóslega hefur hún fastmótaðar
skoðanir á því að virða siði en þeir
eiga ekki að leiða til niðurlægingar.
Og af því að skikkjan sem konur
klæðast og blæjan fyrir andlitinu
er oft tii umræðu þegar rætt er um
Arabalönd er bráðgaman að lesa
um það þegar hún sjálf byijar að
hafa blæðingar. Þar með skal hún
klæðast skikkju og hylja andlit sitt.
Þá verður búningurinn kyntákn,
segir körlum að innan þessa bún-
ings sé fullorðin og mannbær kven-
vera sem þeir girnast þótt þeir
hefðu ekki litið við blæjulausa
steljiuskottinu nokkru áður.
Eg las þessa bók á ensku sl.
vetur og þótti hún hreinasta af-
bragð. Hún er unnin af mikilli alúð
og virðingu af hendi Sassons og
samvinna þeirra Súltönu gefur okk-
ur einhverja bestu bók sem ég hef
lesið í langan tíma. Þýðing Alfheið-
ar Kjartansdóttur er framúrskar-
andi vel unnið verk. Viðbætur eftir
texta auka gildi þókarinnar.
Ég gæti ímyndað mér að margir
lesendur fái nýja sýn á hugsunar-
hátt arabískra að loknum lestri
þessarar bókar. Ekki t-il að hneyksl-
ast og dæma heldur til að fræðast.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Galdra-Loftur
í nútímanum
BOKMENNTIR
Skáldsaga
EILÍFÐARVÉLIN
eftir Baldur Gunnarsson. Ijjölvaút-
gáfan, 1994 — 189 síður. 2.980 kr.
EILIFÐARVELIN er fjórða
skáidsaga Baldurs Gunnarssonar en
áður hafa komið út eftir hann Völ-
undarhúsið árið 1990, Granda Café
árið 1992 og sjóarasagan Með
mannabein í maganum árið 1993.
Kröfunni um að staðsetja skáldsög-
ur Baldurs í íslenskri bókmennta-
sögu eða sjá verk hans í víðu sam-
hengi verður ekki fullnægt hér en
benda má á að nokkur einkenni
sagna hans. Stíll hans er að ýmsu
leyti sécstæður og eftirtektarverður,
málsgreinar eru oft iangar með
upphöfnu orðalagi en fleygaðar á
óvæntan _ hátt með tökuorðum og
slettum. í Eilífðarvélinni notar höf-
undur þessa aðferð með reglu-
bundnum en frekar áhrifalitlum
hætti. Úr skáldsögum Baldurs má
lesa „míkró-kosmíska“ merkingu. Á
yfirborðinu eru sögur hans raunsæj-
ar. Hann dregur upp mynd af þröng-
um og einangruðum söguheimi en
vísar líka út fyrir hann, til annars
og stærri heims. í Eilífðarvélinni
tekur hann upp þráðinn frá öðrum
skáldum og varpar ljósi á heim
„snillingsins" en samhliða því lýsir
sagan tilgangslausri leit manna að
takmarkaleysi sínu. í sjóarasögu
sinni Með mannabein í maganum,
sem án nokkurs vafa er hans besta
skáldsaga, dregur hann upp mjög
áhrifaríka mynd af skipsáhöfn „síð-
asta íslenska síðutogarans“. Á sama
hátt má túlka þá frásögn af „lífinu
um borð“ sem smækkaða mynd
stærri heildar.
Sagan um Eilífðarvélina segir frá
ofvitanum Lofti, vísindamanni og
skýjaglópi, sem haldinn er ofurtrú
á sjálfum sér. Hann telur sig búa
yfir óþijótandi kröftum og tak-
markalausum möguleikum. Hugur
hans er opinn fyrir nýjum hugmynd-
um og því fremur sem þær stríða
Baldur
Gunnarsson
gegn jarðbundinni
skynsemi. Hversdags-
- leg sýn er honum víðs-
fjarri og allt sem vinn-
ur gegn því að standa
í báðar fætur á sama
■ tíma og stað, heillar
hann. Að hætti ann-
arra snillinga er hann
misskilinn af samtíð
sinni og ekki metinn
að verðleikum. Það
sem honum þykir aug-
ljóst er öðrum hulið.
Fæðing hans á sér yf-
irnáttúrulegar skýr-
ingar, hún gegnir hlut-
verki í hringrás náttúr-
unnar og hann telur
að ferill sinn sem vísindamaður fylgi
hækkandi „flugi“ sólarinnar. Hann
er með einum eða öðrum hætti ljós
og viska heimsins.
Eilífðarvélina má lesa sem sam-
bland af vísindaskáldsögu og
þroskasögu. Á yfirborðinu gerast
atburðir hennar á raunsæislegu og
jarðbundnu sögusviði. Baksvið sög-
unnar er íslenskur samtímaveruleiki
en undir niðri er auðvelt að sjá sög-
una sem blöndu af hreyfanlegum
framandleika og kyrrstæðum hvers-
dagsleika. Framandleikinn persónu-
gerist í Lofti en hversdagsleikinn
myndar „rúmið“ sem umlykur líf
hans á sama hátt og líkaminn er
búningur andans. Takmark Lofts
er að bijóta sér leið út úr þessu
fasta og óbifanlega gagnverki til-
verunnar, sínu eigin lífsmynstri og
annarra manna. Eina leiðin til þess
er að komast handan við tíma og
rúm. Að höndla tímann eins og eft-
irsóknarverðan hlut í greip sinni og
skilja hann frá heiminum. En tími
og heimur verða ekki aðskilin. Þau
eru ekki ótengd fyrirbrigði heldur í
flóknu og óúreiknanlegu samspili.
Tíminn er afstæður en ekki höndl-
anlegur eins og fast efni. Það er
ekki hægt að kasta eign sinni á tím-
ann því hann er óendanlegur á
meðan hann varir, án upphafs og
endis. Eilífðarvélin er skrifuð til
heiðurs þeim persónum bókmennt-
anna og mannkynssögunnar sem
hafa þorað „að stíga yfir“ hefðbund-
in gildi og viðtekinn sannleika. Eink-
um og sér í lagi er visunin í Faust-
goðsögnina augljós, Galdra-Loftur
í nútímanum gengur hratt og
ástríðuþrungið um svið þessarar
sögu, á sveig við hefðbundin sanri-
indi, í spor Kópernikusar og Kól-
umbusar, andlegt ofur-
menni og bijálæðingur
af guðs náð.
Kostir sögunnar fel-
ast einkum í samhang-
andi þræði og snjöllum
endi. Sagan rís hæst í
lokin enda má segja að
frásögnin stefni að at-
burðunum sem þá ger-
ast. Á hinn bóginn fel-
ast gallar sögunnar í
frásagnartækninni.
Hún hverfist öll um eina
hugmynd sem byggir á
vonum Lofts og þrám,
brostnum og uppfyllt-
um. Aðrar skoðanir eða
„raddir“ heyrast ekki
við lestur þessarar bók-
ar. Hugarheimur sögunnar og Lofts
er að öllu leyti hinn sami og les-
andinn öðlast aldrei þá ijarlægð á
persónur og stað sem nauðsynleg
er. Öðrum þræði er hlutverk hins
óljósa sögumanns því óþarft. Baldur
Gunnarsson hefði alveg eins getað
sagt söguna í fyrstu persónu eintölu
og losað sig við sögumanninn. Hann
eykur ekkert við frásögnina heldur
tekur í einu og öllu undir einsýnan
þankagang persónunnar Lofts. Það
verða engin skil eða átök á milli
sögumannsins og Lofts. Það mynd-
ast ekkert „misræmi" eða afhjúpun
í frásögninni. Orð og hugsanir hins
brenglaða vísindamanns er látin
standa og skilningur hetjunnar
verður skilningur lesandans. Aðferð
af þessu tagi rýrir gildi þessa verks
og gerir úr því ómerkari skáldskap
en efni stóðu til. Hún kostar það,
að nauðsynlegt er að grípa, með
reglulegu millibili til eftirfarandi
setninga: „Um þetta var Loftur oft
að hugsa og fleira þessu líkt.“ „Þeg-
ar hér var komið í hugleiðingunni
fór hann yfirleitt að hugsa um föður
sinn.“ Afleiðingin af þessu verður
einhliða persónusköpun og atburða-
rás þar sem öllu er „ritstýrt“ af
Lofti og frásögninni „miðlað" í
gegnum hann með beinum eða
óbeinum hætti. Fyrir vikið verður
Eilífðarvélin bara saga um sögu.
Jón Özur Snorrason.
BÓKMENNTIR
Manngcrdir
HEYRNARVOTTURINN
eftir Elias Canetti í íslenskrí þýðingu
Gunnars Harðarsonar. 109 bls.
Bjartur 1994.
BÓKAÚTGÁFAN Bjartur hefur
á undanförnum árum gefið út at-
hyglisverðar og vandaðar þýðingar.
Nú bætist ein slík í hópinn, „Heyrn-
arvotturinn“ eftir Nóbelsverðlauna-
hafann Elias Canetti en hann lést
fyrr á þessu ári.
Eins og Gunnar Harðarson gerir
skilmerkilga grein fyrir í forspjalli
tilheyrir „Heyrnarvotturinn" bók-
menntagrein sem griskur heim-
spekingur, Þeófrastos að nafni, er
upphafsmaður að. „Manngerðir"
Þeófrastosar, sem voru skrifaðar
319 árum fyrir Krist, er safn lýs-
inga á einstökum þáttum í skap-
lyndi manna og þá fyrst og fremst
löstum þeirra. Þær komu út í ís-
lenskri þýðingu Gottskálks Þórs
Jenssonar 1990. Á sautjándu öld
og fram á þá átjándu varð þetta
bókmenntaform vinsælt í Englandi
og Frakklandi en féll síðan að mestu
leyti í gleymsku. Það er ekki fyrr
en Elias Canetti gefur út „Heyrnar-
vottinn" 1974 sem greinin er vakin
til lífs á ný.
I þessari bók Canettis er að finna
undarlegt persónusafn sem er
býsna frábrugðið manngerðum Þeó-
frastosar. Helsti munurinn er sá að
manngerðir Þeófrastos byggjast
fyrst og fremst á því almenna en
ekki því einstaka, athyglinni er
beint að eiginleikanum sem lýsa á
Kostulegir
karakterar
en ekki einstaklingnum,
en"þessu er öfugt farið
hjá Canetti. Tengsl
þessara verka kallar
eðlilega á samanburð en
óhætt er að segja að
Canetti nálgist efnið á
svo persónulegan hátt
að samanburðurinn veki
fleiri spumingar en svör
— og verður ekki tíund-
aður frekar.
Flestir einstakling-
arnir í þessu persónu-
safni Canettis eru sjald-
gæfir furðufuglar og við
fyrstu sýn nokkuð sér-
kennilegt að rekast á
þá svona marga í einni
bók. Þó heyra þær ágætlega saman
og eiga kannski meira sameiginlegt
en Canetti og Þeófrastos. Allar
manngerðirnar eru haldnar einhvers
konar sérvisku eða þráhyggju sem
mótar aumkunarvert Iíf þeirra þann-
ig að ekkert annað kemst að. Væri
kannski nær að tala um truflun eða
geðveiki í því sambandi frekar en
lyndiseinkunn. Tökum Vatnsháminn
sem dæmi:
„Vatnshámurinn lifir í stöðugum
ótta við að deyja úr þorsta svo hann
safnar vatni. Vínkjallarinn hans lítur
vel út en ef að er gætt
eru allar flöskurnar
fullar af vatni, hann
hefur innsiglað þær
sjálfur og raðað eftir
árgöngum.
Vatnshámurinn þolir
ekki að vatn fari til spill-
is. Þannig byijaði það á
tunglinu. „Vatn? Hver
þarf að spara vatn. Hér
er nóg vatn um allan
aldur!“ Svo menn skildu
kranana eftir hálfopna,
það seytlaði úr þeim,
fólk fór í bað á hveijum
degi. Þetta var ábyrgð-
arlaus þjóð þama uppi.
Og hvað kom svo á dag-
inn? Þegar fyrstu fréttir bárust af
tunglinu varð Vatnshámurinn frá sér
numinn. Hann vissi alltaf að það var
vatnið, mennimir á tunglinu höfðu
dáið út vegna þess hvemig þeir sóuðu
vatni.“ (Bls. 45.)
Hér eru margir kostulegir karakt-
erar á ferð og oftast stutt í fáránleik-
ann í tilveru þeirra. Engin tilraun
er gerð til að útskýra hvers vegna
manngerðirnar eru eins og þær eru,
þær spretta alskapaðar úr höfði höf-
undarins og beygja sig mótþróalaust
undir þau örlög sem hann býr þeim.
Elias
Canetti
ímyndunnaraflið fær að leika laus-
um hala, háðið er napurt og ádeilan
oft hvöss. í kaflanum um hinn meist-
aralega er þessar línur og finna:
„Ef hinum meistaralega þóknast
að hreyfa sig úr sporunum gengur
hann á súlum. Þær eru ekkert að
flýta sér en þær bera hann vel og
það er ekki svo lítið að bera. Hvar
sem súlurnar setjast niður myndast
hof og dýrkendurnir eru komnir eins
og hendi væri veifað. (...) í hléinu
milli háleitra stunda gæðir hinn
meistaralegi sér á kavíar. Tíminn er
naumur, hann rís strax aftur á fæt-
ur. En hann gerir ekkert einn, hann
er umkringdur fjölda fólks sem star-
ir á kavíarinn sem er að aðeins ætlað-
ur honum. Hinn meistaralegi ropar
melódískt." (Bls. 95.)
Stílinn hefur á sér yfirbragð skýr-
leika og vísindalegrar nákvæmni
þannig að maður lætur í fyrstu
blekkjast af einfaldleika hans. Text-
inn er þaulhugsaður og býr yfir slík-
um furðum og mótsögnum að maður
verður stöðugt að endurmeta sam-
hengið upp á nýtt. Sumt í fari mann-
gerðanna kannast maður við en flest-
ir „eiginleikar“ þeirra eru svo ýktir
og framandi að erfitt reynist að finna
þeim stað í raunveruleikanum.
Þrátt fyrir að framsetnirig efnisins
í hveijum kafla sé keimlík kvikna
nýjar hygmyndir með hverri nýrri
manngerð. Formið er knappt og lýs-
ing manngerðanna verður skiljanlega
endurtekningasöm en aldrei fyrirsjá-
anleg.
íslenskun Gunnars Harðarsonar er
einstaklega læsileg. Sum heiti mann-
gerðanna koma dálítið ankannalega
fyrir sjónir þessa lesanda en að öðru
leyti er textinn hnökralaus.
Kristján Kristjánsson.
Mozart við
kertaljós
í kvöld
KAMMERHÓPURINN Camer-
arctica heldur í kvöld fyrstu jóla-
tónleikana af þremur í þessari viku.
Þeir verða í Dómkirkjunni og heíj-
ast klukkan 21. Leikin verður tón-
list eftir Wolfgang Amadeus Moz-
art og kirkjan skreytt með lifandi
ljósum. Á morgun verður Camer-
arctica í Kópavogskirkju og
Hafnarfjarðarkirkju á fimmtu-
dagskvöld. Tónleikarnir hefjast all-
ir á sama tíma og eru um klukku-
stundar langir.
-----♦--------
Nýjar bækur
• BÓKIN Glæpnforingjar er eftir
Timothy Jacobs. Bókin fjallar um
uppgangsárin eftir fyrra stríð og
kreppuna sem á eftir fylgdi. Þessi
ár voru blómaskeið fyrir glæpa-
gengin í Bandaríkjunum. Bókin er
að sögn útgefana „fágæt blanda
af hrollvekjandi staðreyndum og
ótrúlegum myndum, svo að saga
glæpaforingjanna og gengja þeirra
birtist ljóslifandi fyrir augum le-
sandans.
Útgefandi er Reykholt. Her-
steinn Pálsson þýddi. Bókin er 93
blaðsíður, prentuð íHongKong.
Hún kostar 1.940 krónur.