Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 26
T 26 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 LISTIR Skínandí flautuleikur TÓNLIST Illjómdiskar ROMANCE Haydn, Beethoven, Kuhlau, Doppl- er, Dvorák, sígaunasöngvar. Mart- ial Nardeau (flauta), Guðrún Birg- isdóttir (flauta), Anna Guðný Guð- mundsdóttir (píanó). Romance MG 004 RÚV. Dreifing Skífan. ENN berast þessir fínu og fáguðu hljómdiskar frá íslensk- um einleikurum og ekki kvarta ég! Hitt er svo annað mál ef menn hætta að taka mark á því sem ég skrifa í þessum pistlum vegna lofsyrðanna, þá vil ég bara benda þeim mönnum á, sem ekki vita það, að við sitjum uppi með heilan hóp af frábærum (og duglegum) hljóðfæraleikurum, jafnvígum á einleik, samleik, og kammermúsík yfirleitt. Það er síður en svo að allir séu að senda frá sér hljómdiska. (Ég er ekki að tala um alla söngvarana og okkar ágætu kóra — eða sinfóníuna að þessu sinni...) Og hvað um alla okkar stórefnilegu nemendur í tónlist og tónlistaráhugann yfir- leitt? Er ekki kominn tími til að sýna tónlistarmálum verðskuldaða viðurkenn- ingu og taka höndum sam- an um byggingu tónlistar- húss? Þetta er svona að gefnu tilefni. Ég er víst að fjalla um Marital Nardeau og Guð- rúnu Birgisdóttur flautu- leikara og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó- leikara á nýjum hljómdiski með léttklassískri tónlist eftir Haydn, Beethoven, Kuhlau, Dvorák o.fl. Þó að verkin séu áheyrileg og ágæt er það fyrst og fremst sjálfur hljóðfæraleikurinn sem gerir hljómdiskinn svo ánægjulegan og eigulegan, flautuleikurinn sérlega fallegur og músíkalskur vel og píanóleikurinn einnig fyrsta flokks. Jafnvel alþekkt sígaunalög fá nýjan þokka og eru viðeigandi endir á þessum bjarta og ferska samleik. Ég sé í raun og veru ekki sérstaka ástæðu til að fjalla nánar um verkin, sem eru góð (annaðhvort væri nú!) og áheyri- leg. Um flytjendur gildir hið sama og ég hef verið að skrifa um kollega þeirra undanfarið, þeir eiga frækilegan námsferil að baki og víða komið fram hér heima og erlendis. Martial Ardeau hefur búið hér og starfað síðan 1982 og hafa mörg verk verið samin sérstak- lega fyrir hann á undanförnum árum. Að auki er hann djassisti góður og tónskáld (í frístund- um). Guðrún Birgisdóttir (sem steig sín fyrstu skref í Tónlistar- skólanum hjá ekki ómerkari listamönnum en Jóni Sigur- bjömssyni og Manuelu Wiesler) hefur einnig spilað mikið sam- tímatónlist og frumflutt mörg íslensk verk. Bæði hafa þau lagt stund á barokkflautuleik á síð- ustu árum (sem kemur við hjart- að í músikunnendum). Hljóðritun (Hreinn Valdi- marsson) og stjórn upptöku (Bjami Rúnar Bjarnason) er fyrsta flokks. TÓNLIST Hljómdiskar HAUKUR TÓMASSON/ PORTRAIT Spírall (1992), Eco del passato (1988), Octett (1987), Kvartett II (1989), Afsprengi (1990), Strati (1993), Áshildur Haraldsdóttir, flauta. Anna M. Magnúsdóttir, harpsikord. CAPUT-hópurinn. Tónverksmiðstöðin og RUV. ITM 7-07. SPÍRALL. Caput-hópurinn. „Þetta er eins og hljómagangur í djass-standard, sem breytist smám saman og endar einhvers stðar allt annars staðar en hann byijar,“ Haukur Tómasson. Verkið er í sjö hlutum. — Eco del passado. Asthildur Haralds- dóttir á flautu, Anna M. Magnús- dóttir á harpsikord. Verkið, sem samið er á Ítalíu, er í fjórum mislöngum köflum. „Hljóðfæra- skipanin vísar (líka) augljóslega „Andlitsmynd“ af Hauki Tómassyni til fortíðarinnar.“ — Octette. CAPUT. Verkið er í sex sam- tengdum köflum og er hópnum oft deilt niður í fjögur dúó (flautu og klarinett, horn og saxafón, ví- ólu og selló, píanó og slagverk). „í stað fjölröddunar í hefð- bundnum skilningi em búin til nokkur samtíma ferli sem hvert hefur sinn þró- unarhraða og tak- mark.“ — Kvartett II. Haukur CAPUT. „Verkið er unnið út frá einfaldri laglínu sem gengur í gegnum sífelldar um- myndanir og hefur að lokum breyst í hljómrænt efni.“ Gerist hægt, ber mikið á andstæðum. — Afsprengi. Sin- fóníuhljómsveit danska ríkisút- varpsins, stjórnandi Leif Segerstam." — Teflt saman tveim- ur hljómagöngum sem báðar era vaxnar af sama meiði“ ... hreyfist eins og skriðjökull, Tómasson ag sögn höfundar. Strati. Sinfóníu- hljómsveit íslands, stjórnandi Páll H. Pálsson. „Verkið þróast frá upphafi úr þéttum tónvef yfir í mjög einfaldar hugmyndir þar sem efnið birtist berstrípað." Allt frá Schönberg til Strav- inskis (jafnvel allt í senn), í mjög svo mótuðu eigin tónmáli. Öll verkin meira eða minna glimrandi tónsmíðar — í senn fijálsar og agaðar. „Skipulagt kaos.“ Leitandi „út“ eða „inn“. Jafnvel í frumeindir sínar. Spennandi og ögrandi í hljómum og ferli. Eiginlega mjög falleg. Jarðverkin flottust, að mati und- irritaðs. Fjórar stjörnur fyrir Strati. Allur flutningur hafinn yfir gagnrýni. Áshildur og Anna, svo ekki sé minnst á CAPUT, leika eins og englar. Sinfóníuhljóm- sveitimar — okkar ekki síður — fyrsta flokks. Sömuleiðis hljóð- ritun (Þórir Steingrímsson, Vig- fús Ingvarsson, Hallgrímur Gröndal. Upptökustjóri Bjarni Rúnar Bjamason). Oddur Björnsson. NÝ NILFISK - NÚ Á FRÁBÆRU KYNNINGARVERÐI MUNURINN LIGGUR í LOFTINU! Nilfisk hefur hreinna útblástursloft en nokkur önnur heimilisryksuga..Nýr síunarbúnaður, svonefnd HEPA sía, er svo fullkomin, að 99,95% rykagna, jafnvel þótt þær séu smærri en 1/10.000 úr millimetra, verða eftir í ryksugunni. NILFISK GM210 25.640,- stgr. ára ábyrgö NILFISK GM200 NILFISK GM200E 21.400,-stgr. 17.990,-stgr. NILFISK /FOniX OMENGUÐ GÆÐI HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra, innbyggð sogstykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, HEPA-síu og TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta. HEPA-sía og TURBO-sogstykki fást aukalega með GM200 og GM200E. MORGUNBLAÐIÐ Nýjar plötur • ÚT ER kominn nýr 14 laga disk- ur með Bjartmari Guðlaugssyni. Undanfarin tvö og hálft ár hefur Bjartmar verið búsettur í Óðinsvé- um í Danmörku. Þar hefur hann stundað listnám hjá danska list- málaranum og fyrrverandi rektor Fjónsku listaakademíunnar, Bendt Veber. Samhliða listnáminu hef- ur Bjartmar flutt tónlist sína vítt og breitt um Dan- mörku. í sumar lék hann með skandinavísku hljómsveitinni Nord-Mix og kom meðal annars fram á Skagen festival og Tarm festival. í Nord Mix kynnt- ist Bjartmar sænska rokksöngv- aranum Steffan Sundström og var það kveikjan að því að Bjartmar fór til Svíþjóðar og hóf að starfa með sænsku hljómsveitinni Bad Liver. Bjartmar fór síðan í Silence- stúdíóið í Koppom í Svíþjóð ásamt Bad Liver og fleiri sænskum hljóð- færaleikurum. Dagana 25. til 30. október 1994 voru síðan tekin upp „live“ fjórtán ný lög. Svíinn Johan Johansson stjóm- aði verkinu. (Útgefandi er Hrynjandi. Dreif- ingeríhöndum Skífunnar.) ------» ♦ ♦ • KÓR Átthagafélags Stranda- manna hefur sent frá sér geisla- plötuna „ Smá vinir fagrid'. A honum eru lög sem kórinn hefur flutt á undanförnum árum, meðal annars lög úr söngleikjum. Einnig eru á plötunni einsöngs- og tví- söngslög. Efnið er einnig fáanlegt á snældu. Upptökur fóm fram í Víðistaða- kirkju síðastliðið vor. Stjórnandi kórsins er Erla Þórólfsdóttir og píanóleikarar þau Laufey Kristins- dóttir og Pavel Smid. Kór átthaga- félags Strandamanna var stofnað- ur árið 1958 og hefur starfað nær óslitið síðan. Jón Pétur Jónsson frá Drangs- nesi var fyrsti stjórnandi kórsins. Magnús Jónsson frá Kollaíjarðar- nesi tók við árið 1972 og stjórnaði hann næstu ellefu árin. Árið 1983 varð Erla Þórólfsdóttir stjórnandi og hefur verið það síðan, að einu ári undanskildu. Kórinn heldur aðventu- og vortónleika árlega. Áður hafa komið út tvær hljóm- plötur með kórnum, Kveðja heim árið 1979 og Ljáðu mér vængi árið 1983. Landbúnaður skapar verðmæti fyrir tæpa 20 milljarða króna áári. iSUHSKUR LANDBUNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.