Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hádegisverðarfundur ÍMARK
Hvað er að gerast
á bókamarkaðnum?
íslenski markaösklúbburinn boöar til hádegisverðarfundar
um væringarnar á bókamarkaönum. Fundurinn veröur
haldinn á Hótel Loftieiðum, Víkingasal, þriöjudaginn 20.
desember kl. 12:00 -13:30.
Hvaö er almennt aö gerast á bókamarkaönum?
Hvaöa áhrif hafa tilboö Hagkaups og Bónuss á bóksöluna?
Mun sölumynstriö breytast til frambúöar?
Hver eru viöbrögö bóksala?
Hver eru viöbrögö rithöfunda?
Þessum spurningum og fleiri veröur leitast viö aö svara á
fundinum og án efa veröa umræður líflegar. Munið að mæta
tímanlega því búast má við fjölda fundarmanna.
Frummælendur:
Einar Kárason, rithöfundur
JóhannesJónsson, Bónus
Halldór Guömundsson, útgáfustjóri Máls og Menningar
Teitur Gústafsson, framkvæmdastjóri Félags bóksala
Aðgangseyrir: kr. 1.500 fyrir ÍMARK-félaga, kr. 2.000 fyrir aðra.
Innifaliö í verði er léttur hádegisverður og kaffi.
MU N I Ð A ð G R EIÐ A FÉLAGSGJÖLDIN!
- kjarni málsins!
VIÐSKIPTI
Delta hf. að selja Viking Brugg á Akureyri
Ekki reynst vel að fjar-
stýra verksmiðjunni
OTTÓ B. Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Delta hf., segir aðalástæðu
þess að fyrirtækið hyggist selja
Viking Brugg-bjórverksmiðjuna á
Akureyri þá að ekki hafi reynst vel
að fjarstýra verksmiðjunni frá
Reykjavík undanfarin tvö ár. „Þetta
er einnig tiltölulega óskyldur rekst-
ur frá lyfjaframleiðslu og fram-
leiðsluferlið ólíkt,“ sagði Ottó.
Eins og fram hefur komið hafa
að undanförnu staðið yfir viðræður
milli Delta hf. annars vegar og
Kaupfélags Eyfirðinga og Valbæjar
hf. hins vegar um sölu á Viking
Brugg. Ríkir bjartsýni um að samn-
ingar takist á milli þessara aðila á
næstunni.
Ottó svaraði því neitandi að
rekstur verksmiðjunnar á Akureyri
hefði almennt gengið illa. „Rekstur-
Aukin
bjartsýni
bóksala
SALA á jólabókunum í bókaversl-
unum hefur tekið verulegan kipp
undanfarna daga eftir afar dræma
sölu um þarsíðustu helgi þegar
stórmarkaðir seldu mikið af bókum
á afsláttarverði.
Teitur Gústafsson, formaður
Félags ritfanga- og bókaverslana,
segir að bóksalan hafi farið hægt
af stað fyrstu dagana í síðustu viku.
„Okkur sýnist að salan sé komin á
gott ról og fari vaxandi dag frá
degi. Eg hef haft samband við bók-
sala á landsbyggðinni og þeir segja
að salan sé vaxandi. Það var mjög
dauft hljóðið í mönnum fyrir rúmri
viku en eftir helgina eru menn
bjartsýnni um að salan nái sér á
strik.“
Að sögn Árna Einarssonar,
framkvæmdastjóra Máls og menn-
ingar hf., var salan þar fyrstu 18
dagana í desember um 10% minni
en á sama tíma í fyrra. Hins vegar
hefði bóksalan um síðustu helgi í
verslunum fyrirtækisins verið um
23,6% minni en á sama tíma í fyrra.
Þennan samdrátt um helgina mætti
án efa að nokkru leyti rekja til
slæms veðurs.
Árni er bjartsýnn um að salan
eigi eftir verða veruleg fram til
jóla og sagði að ekki mætti ekki
gleyma því að þegar aðfangadagur
væri á laugardegi og sunnudegi
væri verslunarmynstrið allt annað
en þegar hann hann kæmi upp á
öðrum vikudögum. „Þegar að-
fangadagur er um helgi dregst sal-
an saman fyrri hluta mánaðarins
en síðan kemur mikil holskefla í
sölunni síðustu vikuna fyrir jól. Ég
er sannfærður um að aðalsölu-
tíminn er eftir og spái því að við
munum vinna þennan samdrátt upp
fram að jólum.“
Bóksala stúdenta veitir 10% af-
slátt af jólabókunum í desember
og segir Sigurður Pálsson, versl-
unarstjóri, að salan hafi verið held-
ur meiri um helgina en á sama tíma
í fyrra. Hann benti hins vegar á
að stór hluti bóksölunnar í desem-
ber hefði jafnan farið fram í síð-
ustu vikunni fyrir jól. Vegna af-
sláttartilboða Hagkaups og Bónus
ríkti að þessu sinni óvissa um
hvernig salan yrði fram til jóla.
Óvíst væri hversu stór hluti af söl-
unni hefði færst yfír til stórmarkað-
anna eða hvort aðgerðir þeirra
hefðu stækkað markaðinn.
inn hefur gengið þolanlega miðað
við aðstæður. Verksmiðjan er til-
tölulega stór miðað við íslenska
markaðinn. Menn voru mjög bjart-
sýnir á sínum tíma þegar hún var
byggð upp og reiknuðu með 15-16
milljón lítra markaði á ári.- Hún
annar um sjö milljónum lítra eða
sem samsvarar öllum íslenska
markaðnum. Það má búast við að
framleiðsla verksmiðjunnar verði
nálægt þremur milljónum lítra en
innlendu aðilarnir tveir eru með um
70% af markaðnum."
Viking Brugg hefur þreifað fyrir
sér með útflutning á bjór en Ottó
sagði að það hefði verið þungur
róður. „Það er mikil umframfram-
leiðslugeta í Evrópu og fyrirtækin
hafa verið að selja bjór á mjög lágu
verði m.a. til íslands," sagði hann.
Varðandi áhrif af fyrirsjáanlegu
afnámi verndartolls á innfluttan
bjór 1. apríl á næsta ári sagðist
Ottó ekki eiga von á því að það
hefði slæm áhrif á stöðu innlendu
framleiðslunnar. Innflytjendur
þyrftu þá jafnframt sjá um innflutn-
inginn og lagerhald á bjórnum og
sá kostnaður mýndi vega þyngra
en niðurfelling á vemdartollinum.
Hjá Viking Brugg starfa um 20
manns við framleiðslu á sterkum
bjór.
Magnús Gauti Gautason, kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga,
segir arðsemissjónarmið liggja að
baki áhuga félagsins á helmingseign
í Viking Bragg. „Þar að auki erum
við mjög stórir í matvæla- og drykkj-
arvöruframleiðslu þannig að þetta
fellur ákaflega vel að þeim þætti.“
Morgunblaðið/Sverrir
STEYPUSTÖÐ Steinsteypunnar hf. hefur verið sett upp
nálægt álverinu í Straumsvik.
Steinsteypan hf. að ljúka uppsetningu
steypustöðvar í Hafnarfírði
Framleiðslan
hefst í febrúar
NÝR aðili bætist við á st.eypu-
markaðnum á höfuðborgarsvæð-
inu í byijun næsta árs. Forsvars-
menn Steinsteypunnar hf. í Hafn-
arfirði hafa frá síðasta sumri unn-
ið að undirbúningi starfseminnar,
sem hefur að sögn Péturs Guð-
mundssonar, eins hluthafa félags-
ins, tafist af ýmsum óviðráðanleg-
um ástæðum. Nú er gert ráð fyr-
ir að Steinsteypan hf. hefji fram-
leiðslu í febrúar nk.
„Við áætluðum í upphafi að
hefja starfsemina í ágúst sl., en
ýmis atriði urðu til þess að seinka
málunum. Nú er hins vegar allt
að skríða saman,“ sagði Pétur.
„Við eigum bara eftir að setja uþp
færiband stöðvarinnar og ég
reikna með að það verði komið
upp í fyrstu vikunni í janúar."
Að sögn Péturs er áætlað að
framleiðsla hefjist upp úr miðjum
janúar og þá verður fyrst um að
ræða prufuframleiðslu fyrir Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðar-
ins. „Það getur tekið allt upp und-
ir mánuð að fá þar grænt ljós á
framleiðsluna þannig að við mun-
um væntanlega ekki byrja að
framleiða fyrir almennan markað
fyrr en í lok febrúar,“ sagði Pét-
ur, og ennfremur að menn væru
bjartsýnir á framhaldið enda
hefðu ýmsir aðilar haft samband
til þess að forvitnast um hvenær
framleiðslan færi í gang.
Afkastagetan er
50 rúmmetrar á klst.
Steypustöðin sem forsvarsmenn
Steinsteypunnar hf. hafa sett upp
í Hafnarfirði, nálægt álverinu í
Straumsvík, var áður í eigu
Landsvirkjunar, en hefur staðið
ónotuð við Blönduvirkjun frá árinu
1991.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá keypti hópur aðila, und-
ir nafni Guðmundar Ingólfssonar,
fyrrum stöðvarstjóra hjá Hrauni
hf., sem rak steypustöðina Ós,
steypustöðina að undangengnu
útboði hjá Landsvirkjun. Um er
að ræða stöð af gerðinni Röbácks,
árgerð 1980; og er afkastageta
hennar 50 rúmmetrar á klukku-
stund. Kaupverðið var 15,9 millj-
ónir króna án virðisaukaskatts.
€
!t
(
i
e
í,
<
i
I
í
i
i
l
i
í
■
i