Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 39
I
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 39-
AÐSENDAR GREINAR
Um furður lánskjaravísitölunnar
NOKKUÐ hefur
verið rætt og ritað
um lánskjaravísi-
töluna að undan-
förnu, og í ljósi þeirra
umræðna er vert að
fara nokkrum orðum
um títtnefnda vísi-
tölu og verðtrygg-
ingu á Islandi.
Á árum áður
þekktist verðtrygg-
ing varla hérlendis
og vextir voru hand-
stýrðir. Þegar verð-
bólga gaus upp eftir
1970 urðu raunvext-
ir neikvæðir, og hver
maður var sælastur sem skuldaði
mest, en lán voru skömmtuð í bönk-
um. Gífurlegt fjármagn fluttist á
milli á þessum tíma, og sparifjár-
eigendur misstu höfuðstól sinn í
hendur skuldunauta sinna. Slíkar
millifærslur gátu ekki gengið til
langframa, og 1979 hélt verðtrygg-
ing innreið sína hérlendis, en verð-
trygging þýðir að eiganda fjár-
magns er tryggt að verðgildi pen-
inga hans rýrni ekki í útláni. Skuld-
ir urðu nú verðtryggðar með láns-
kjaravísitölunni sem þá var sam-
ansett úr framfærsluvísitölu að
2/3, en byggingarvísitölu að 1/3,
en til frekari skýringar mælir fyrr-
nefnda vísitalan verðbólgu, þ.e.
hækkun vöruverðs, en sú seinni
kostnað við að byggja hús á íslandi.
í fyrstu voru laun einnig verð-
tryggð, þ.e. kaupmáttur launa var
fastur sama hvernig verðbólgan
lét, en framvindan varð sú að verð-
lag og kauplag hækkaði til skiptis,
og verðbólgan fór upp í himinhæð-
ir. Til að ijúfa þessa víxlverkun var
verðtrygging launa afnumin, en
verðtrygging skulda stóð óhögguð.
Næstu ár hélt verðbólgan áfram
af nokkrum þunga, en laun stóðu
í stað, og lánskjaravísitalan hækk-
aði skuldir gífúrlega. Margir hús-
byggjendur lentu í miklum skulda-
vandræðum sem sumir súpa enn
seyðið af í dag. Því má við bæta
við að á þessum tíma uppnefndi
Jón Baldvin Hannibalsson téða
verðtryggingur “ránskjaravísi-
tölu“. Hins vegar, þegar þetta mis-
gengi var að mestu afstaðið og
verðbólgan hjöðnuð 1989 var lán-
skjaravísitölunni skyndilega breytt,
og þá heldur seint gripið til björg-
Ásgeir Jónsson
unaraðgerða. Launavísi-
talan (mælikvarði á
launahækkanir) var tek-
in inn í lánskjaravísi-
töluna og látin gilda 1/3
til jafns við hinar tvær
fyrri vísitölur. Þannig
tók verðtrygging meira
mið af launaþróun, en
laun ráða nú 50-60% af
hreyfingum vísitölunar.
Hin nýja lánskjaravísi-
tala átti að koma
skuldunaut til góða í
slæmu árferði, en lána-
drottni til hagnaðar í
góðæri, en hagnaður og
tap mundu jafnast út
þegar til lengri tíma er litið. Þetta
er þó ekki alls kostar rétt því að
öllu eðlilegu mun framleiðni vaxa
og laun hækka meira en verðlag
þegar til lengri tíma er litið. Það
er að minnsta kosti reynsla síðustu
50 ára. Til lengri tíma munu
skuldunautar tapa, nema því aðeins
að þjóðarframleiðsla standi ávallt
í stað.
Tilvist launavísitölunnar í láns-
kjaravísitölunni byggir á fáum
haldgóðum hagfræðirökum. Því
mótmæla fáir, enda voru flestir
málsmetandi aðilar á móti nefndri
breytingu, og gilti einu hvort um
var að ræða peningastofnanir eða
verkalýðsfélög. Ástæðan er einföld;
verðtrygging hlýtur að miða við
verðbólgu, þ.e. rýrnun á verðgildi
peninga í hagkerfinu, en ekki við
launakjör starfsstétta. Auk þess er
hæpin þjóðhagfræði að binda
skuldir við hagvöxt og framfarir
(framleiðni) því með þessum hætti
er launahækkunum umbreytt í fjár-
magn með beinum hætti. T.d. ef
laun hækka um 10%, og verðbólga
verður 5%, þá eykur lánskjaravísi-
talan höfuðstól verðtryggðra lána
um 8%. Af þessum 8% eru 5%
bætur vegna rýrnunar höfuðstóls
af völdum verðbólgu (á mælikvarða
framfærsluvísitölu), en 3% eru
hrein og klár millifærsla frá skuldu-
naut til lánadrottins og á sér litla
hagfræðilega réttlætingu.
Brátt eru liðin 6 ár frá þessari
breytingu, og nú stendur verð-
trygging 7% lægra, en að óbreyttu
sem ætti að vera til hagsbóta fyrir
skuldunauta. Þjóðhagsleg áhrif
virðast hverfandi, en ástæðurnar
eru einfaldar: hagvexti hefur lítt
verið til að dreifa á þessum tíma,
laun hafa hækkað minna en verð-
lag, og hagkerfið í dróma. Hins
vegar ættu menn að tala varlega
um hagnað skuldunauta í þessu
sambandi því líklega hefur ijár-
magnseigendum verið bætt upp
missi verðtryggingar með hærri
raunvöxtum, en tíðin hefur verið
góð hjá lánadrottnum að undan-
förnu, og raunvextir í sögulegu
hámarki. En skiptir verðtrygging
höfuðmáli? Þ.e. ef markaðurinn er
fullkomlega skilvirkur ættu vextir
að jafna út mun á milli tímabila.
Ef lánskjaravísitalan hækkar lán
umfram verðrýrnun munu vextir
af þeim lækka og svo öfugt. Þetta
er að vissu leyti rétt, en vafi leikur
á skilvirkni Iánamarkaðar hérlend-
is, og einnig er spurning um aðlög-
unartíma. Launahækkanir eru yfir-
leitt ekki samfelldar heldur koma
í stökkum. Þ.e. yfirleitt er samið
við stærstu verkalýðsfélögin á
sama tíma, og launavísitalan tekur
hopp innan 1-2 mánaða. Það hlýtur
að taka nokkurn tíma fyrir markað-
inn að ná jafnvægi á nýjan leik, og
á meðan getur margt gerst; spá-
kaupmenn náð gífurlegum hagn-
aði, en skuldunautar tapað stórfé.
Þannig er mikill óstöðugleiki inni-
byrgður í lánskjaravísitölunni sem
mun hafa áhrif um leið og kauplag
hreyfist.
Nú kynni einhver að halda að í
dag stæði fátt í vegi fyrir leiðrétt-
ingu lánskjaravísitölunnar, enda
sitja aðrir herrar stjórnarráðið um
þessar mundir en 1989. Hins vegar
hafa rök íhaldseminnar nú komið
til skjalanna sem má útleggja svo:
Lánskjaravísitölunni var breytt,
það var ekki skynsamlegt en gert
er gert. Allt frekara hringl skapar
óvissu og glundroða, og fælir frá
fjárfesta. Þetta eru að vissu leyti
rétt rök og skiljanleg, sérstaklega
hérlendis þar hagstjórn hefur ein-
kennst af kollsteypum sem oft eru
lítt ígrundaðar. Áftur á móti voru
gerð mistök 1989, og þau þarf að
leiðrétta. Það liggur mikið undir
því að aðilar hagkerfisins fái réttar
upplýsingar, búi við réttar leikregl-
ur og hagvísar séu nálægt sanni
ef hagkvæmni á að nást. Pólitískt
fikt þ.e. verðtrygging með rangri
mælistiku getur því vart leitt til
hagkvæmni og stefnufesta getur
aðeins verið forsvaranleg ef hún
Núverandi lánskjara-
vísitala er óhæf til síns
brúks, að mati Asgeirs
Jónssonar, sem telur
framfærsluvísitöluna
rétta mælistiku á verð-
tryggingu.
er um vitleg atriði. Rök íhaldsem-
innar eru ekki rök í sjálfu sér ef
annan bakstuðning vantar. Menn
ættu ekki að breyta breytinganna
vegna, en tryggð við vafasama
hluti til að forðast breytingar er
álíka varhugaverð. Þar að auki
hafa íslensk stjómvöld ekki úr
háurn söðli að detta þegar fjallað
er um stefnufestu.
Þau rök að breyting á lánskjara-
vísitölunni fæli frá erlenda fjárfesta
tel ég hins vegar ekki fyllilega rétt-
mæta. Það sem hrekur erlenda fjár-
festa frá eru fyrst og fremst sveifl-
ur í gengi (e. peso problem). Það
hættir enginn á það að kaupa ís-
lensk verðbréf þrátt fyrir háa ráun-
vexti, ef hann getur átt von
10%-30% gengisfellingu næsta
dag, en íslensk hagsaga er full af
slíkum dæmum.
Nú hefur rofað til í efnahagsmál-*
um landsins, og það hlýtur að vera
einlæg von allra landsmanna að
kaup geti hækkað meira en verðlag
á næstu árum. Þá virðist það einn-
ig undarleg sveiflujöfnun ef sama
fólkið, þ.e. sömu skuldunautarnir,
er höfðu skuldir sinar bundnar
verðlagi á árabilinu 1983-1989, á
tímum “ránskj aravísitölunnar“,
munu nú hafa skuldir sínar bundn-
ar launastigi á næstu árum þegar
þjóðin mun vonandi sækja fram.
Eru þá ekki byrðar þessarar
(skulda)kynslóðar orðnar henni of-
viða, og hún standi strípuð eftir,
svipt húsnæði sínu og eigum? Því
núverandi lánskjaravístala hefur
alla burði til að hrinda fjölda fólks
út í gjaldþrot á næstu misserum
verði ekkert að gert.
Niðurstaða alls þessa er mjög
einföld, hvort sem notuð eru fagleg
rök eða vísað til réttlætis; núver-
andi títtnefnd lánskjaravísitala er
óhæf til síns brúks. Að mínu áliti
væri lánskjaravísitalan best sett
sem rétt mælistika á verðtryggingu
með framfærsluvísitölunni einni
innanborðs, eins og í flestum öðrum
löndum, en lágmarkskrafan hlýtur
að vera sú að launavísitalan fari
út úr núverandi lánskjaravísitölu.
Höfundur er hagfræðingur.
GJAFVERÐI Nú eru allar 20 gerðir kæliskápanna á hagstæðu tilboðsverði, til dæmis: • í.
f
K KF-263 m/lúxusinnréttingu 1
254 lítra kæliskápur með 199 Itr. kæli og 55 Itr. frysti. HxBxD = 146,5 x 55 x 60 cm.
(Verðlistaverð kr. 62.100,-) Nú aðeins kr. 54.870,- stgr. Afborgunarverð kr. 57.760,- |n [
Öll tjRA/if tæki eru freonfrí. I— i
VISA og EURO raðgreiðslur til allt að ■ 18 mánaða, án Otborgunar. ff MBk I MUNALÁN með 25% útborgun og ffff UBl I eftirstöðvum kr. 3.000 á mánuði. HÁTÚNi 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
Líttu á verðið!!
SEVERIN raftækin eru v-þýsk gæðavara á verði, sem á sér vart hliðstæðu hérlendis. SEVERIN raftækin hafa verið seld hér í fast að 50 ár og tryggir
frábær reynsla gæðin. Hagstæð magninnkaup okkar tryggja lægsta mögulegt verð og getum við nú boðið yfir 60 gerðir af þessum gæðatækjum!
TILBOÐ
.
Jt
ivV!,
■■■ ■ ■ ■■_■ ;.■•■■■■
Brauðristar frá kr. 2.261.
Djúpsteikingarpottar Ávaxtapressur frá kr. 3.600.
fra kr. 8.531.
Hraðsuðukönnur frá kr. 2.641. Handþeytarar frá kr. 2.451.
Kaffivél,
sem sýður
vatnið sjálf,
kr. 9.975.
Aðrar
kaffikönnur
frákr. 1.700.
(Allt verð er með 5% staðgreiðsluafslætti).
Vöfflujárn frá kr. 3.790. Gufustraujárn frá kr. 2.841. Hárblásarar frá kr. 1.178.
Dósaopnarar frá kr. 1.881.
Borgartúni 28 "S 622901 og 622900
Komið í verslun okkar í Borgartúni 28 eðatil einhvers umboðsmanna okkar og skoðið úrvalið af SEVERIN raftækjunum!
H G. Guðjónsson, Suðurveri R.
Glóey, Ármúla 19, R.
Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf.
Miðvangur, Hafnarfirði.
SUÐURNES:
Stapafell hf., Keflavík.
Samkaup, Keflavík.
Rafborg, Grindavik.
VESTURLAND:
Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi.
Trésmiðjan Akur, Akranesi.
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Blómsturvellir, Hellissandi.
Versl. Hamar, Grundarfirði.
Versl. E. Stefánssonar, Búðardal.
VESTFIRÐIR:
Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi.
Skandi hf., Tálknafirði.
Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri.
Laufið, Bolungarvík.
Straumur hf., ísafirði.
Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík.
NORÐURLAND:
Kf. Hrúttirðinga, Borðeyri.
Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga, Blönduósi.
Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki.
KEA, Akureyri, og útibú á Norðurlandi.
Kf. Þingeyinga, Húsavík.
Versl. Sel, Skútustöðum.
AUSTURLAND:
Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.
Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði.
Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum.
Rafalda, Nesakaupstað.
Hf. Héraðsbúa, Reyðarfirði.
Kf. Fáskrúðsfjarðar.
Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi.
Kf. A-Skaftfellinga, Höfn.
SUÐURLAND:
Kf. Árnesinga, Vik.
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli.
Kf. Rangæinga, Rauðalæk:
Reynistaður, Vestmannaeyjum.
Kf. Árnesinga, Selfossi.
1
H