Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 45 ;
MARIANNA
LOGE
+ Marianna Loge, fararstjóri
frá Rostock, fæddist í Suð-
ur-Þýskalandi 3. maí 1924. Hún
lést í Þýskalandi 1. desember
síðastliðinn. Eiginmaður henn-
ar, Kurt Loge, lifir konu sína.
HÚN VAR fararstjóri íslenskra
kvenna í 15 ára á Eystrasaltsvik-
unni, sem haldin var í Rostock í
Austur-Þýskalandi. Það var mót
kvenna í ALK (Alþjóðasamband
lýðræðissinnaðra kvenna) en þang-
að var íslenskum konum boðið á
vegum MFÍK í boði A-Þ og hittust
þar konur hvaðanæva að úr heimin-
um, ræddu alheimsmál, skiptust á
skoðunum og ræddu um frið, af-
vopnunarmál, bann við efnavopnum
og sýklahernaði, velferð og verndun
barna, jafnrétti og atvinnuþátttöku
kvenna. íslenskar konur höfðu þar
framsögu á við hinar erlendu konur
og komu margar okkar þar í fyrsta
skipti opinberlega fram.
Marianna var gift Kurt Loge í
50 ár, miklum öðlingsmanni. Þau
eignuðust eina dóttur, vel gefna og
fallega stúlku með mikið dökkt
hár. Hún lést 18 ára að aldri og
var þeim mikill harmdauði.
Maríanna var með próf frá versl-
unarskóla og kom það sér vel er
hún var að skipuleggja allskonar
ferðir og skemmtanir fyrir íslensku
konurnar á Eystrasaltsvikunni, því
hver mínúta var dýrmæt.
Marianna var mjög sérstæður
persónuleiki, hún var nákvæm,
glaðlynd og passasöm og allt er
varðaði okkur íslensku konumar
var eins og best var á kosið.
Við félagar í MFÍK vildum bjóða
Mariönnu til íslands en hún fékk
ekki leyfi hjá þáverandi stjórnvöld-
um fyrr en 1987 og dvaldi hún þá
í hálfan mánuð við mikla gleði og
ánægju. Svo var það 1991 að þau
hjón Marianna og Kurt Loge gátu
látið þann draum rætast að koma
sem ferðamenn til íslands og ók
ég þeim hringveginn í kringum
landið. Það var ógleymanleg ferð í
júní. Við hjónin áttum svo eftir að
þiggja heimboð hjá þeim í Rostock
og m.a. fara með heim í „unaðs-
reit“ þeirra, þar sem Rostockbúar
höfðu landskika og ræktuðu þar
grænmeti, blóm og ávexti.
Ég vil þakka Mariönnu fyrir alla
þá umhyggju og góðvild er hún
sýndi okkur fulltrúum MFÍK á
Eystrasaltsvikunni og sendi djúpar
samúðarkveðjur til Kurt Loge.
Jugend, vereinige dich im Kampf
um den Frieden, gegen die Gefahr
eines neuen Krieges!
Ólöf P. Hraunfjörð.
í sambandi vi& neytendur
frá morgni til kvölds!
Pbt0tUtlllðtíÍk
- kjarni málsins!
MINNINGAR
t
Móðir mín,
SIGURÁST SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
Skiilagötu 40,
Reykjavík,
lést í Sjókrahúsi Suðurlands 16. desember.
Gyða Gunnarsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GRÓA SVEINSDÓTTIR
frá Selkoti,
Austur-Eyjafjöllum.
andaðist í Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, laugardaginn
17. desember.
Anna Gissurardóttir,
Svanhvít Gissurardóttir,
Guðfinna Gissurardóttir,
Kolbeinn Gissurarson,
Erna Gissurardóttir,
Þóra H. Gissurardóttir,
og barnabörn.
Ingvar Einarsson,
Ágúst Guðjónsson,
Árni Magnússon,
Halldóra Guðmundsdóttir,
Matthfas Guðmundsson,
Aðalsteinn Sigurjónsson
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, mágur
og afi,
BJÖRN JÓNSSON
múrarameistari,
til heimilis
i Löngubrekku 29,
Kópavogi,
lést föstudaginn 16. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Engelhart Svendsen Björnsson, Helga Haraldsdóttir,
Þór Svendsen Björnsson, Ása Halidórsdóttir,
Sigrún Svendsen
og afabörnin.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐMUNDÍA ELÍSABET
PÁLSDÓTTIR
frá Sjávarhólum,
Kjalarnesi,
lést á öldrunardeild Hvítabandsins
17. desember.
Árni Pálsson,
Elín Árnadóttir, Ingvar Ernir Kjartansson,
Baldvin Árnason, Catalini Tangeianos,
Margrét Árnadóttir, Guðmundur Gústafsson,
Alexander Árnason,
Ólafur Árnason, Málfriður Arna Aronsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
INGIBJARTUR J. ARNÓRSSON
húsasmíðameistari,
Droplaugarstöðum,
áður Bogahlfð 22,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 22. desember kl. 13.30.
Jóhannes Ingibjartsson, Sigurbjörg Jónsdóttir,
Sigurður Ingibjartsson, Signý Hauksdóttir,
Svandís Ingibjartsdóttir, Rafn Eyfell Gestsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA ÞORBERGSDÓTTIR,
Skólabraut 5,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir
13. desember, verður jarðsungin frá
Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 21.
desember kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Hlífarsjóð SÍBS.
Bergþóra Sigurðardóttir, Róbert Róbertsson,
Guðrún K. Sigurðardóttir Golden, Georg D. Golden,
Jórunn Hulda Sigurðardóttir, Eyjólfur Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
SIGURLAUG HELGADÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 60,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 21. desem-
ber kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Auður Helgadóttir Winnan, Gray Winnan,
Elm Frigg Helgadótir,
Lárus Helgason, Rosemarieflor L. Canillo,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
KARL ÁGÚSTSSON
vélsmiður,
Bröttukinn 2,
Hafnarfirði,
andaðist í St. Jósepsspítalanum í Hafn-
arfirði 18. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 27. desember kl. 13.30.
Margrét Guðmundsdóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, mágur, afi og langafi,
GUÐMUNDUR MARÍUSSON
fyrrv. verkstjóri í Héðni,
Blönduhlíð 16,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
í dag, þriðjudaginn 20. desember,
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Vigdís Brynjólfsdóttir,
Brynjólfur Guðmundsson, Hjördís Einarsdóttir,
Gíslína S. Kauffman, Róbert Kauffman,
María J. Guðmundsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson,
Jón Brynjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
SIGURÐAR BJARNASONAR,
Logafold 61,
Reykjavík,
fer fram frá Aðventkirkjunni, Ingólfs-
stræti 19, Reykjavík, á morgun, mið-
vikudaginn 21. desember, kl. 13.30.
Aðalheiður Ólafsdóttir,
Gunnar Sigurðsson,
Bjarni Sigurðsson, Helga Arnþórsdóttir,
Rakel Ýr og Rebekka Bjarnadætur,
lan Graham,
Hilda og Mark Graham.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BRAGI EINARSSON
prentari
og hljómlistarmaður,
Melási 6,
Garðabæ,
sem lést 9. desember sl., verður jarð-
sunginn frá Garðakirkju miðvikudaginn
21. desember kl. 13.30
Bettý Jónsdóttir,
Sturla Bragason, Hrafnhildur Guðnadóttir,
Þór Bragason, Hafdís Guðjónsdóttir,
Jón Bragason,
Einar Bragi Bragason, Ása Kristin Árnadóttir,
barnabörn og aðrir ættingjar.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu Við andlát
GUÐNÝJAR G. ALBERTSSON.
Börn, tengdabörn og fjölskyldur.