Morgunblaðið - 18.01.1995, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Fasteignamiðlun
Siguröur Óskarsson lögg.fastcigna- og skipasali
Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík
SIMI 880150
Kaupendur athugið!
Til sölu
Miðleiti
- eldri borgarar
80-90 fm íb. í glæsil. virðul. fjölb. Park-
et. Sólskýli. Útsýni. Lyfta og innangengt
í bílageymslu. Frábær sameign. Hús-
vörður. Verð 10,0 millj.
Hrísrimi
Stórglæsil. 90 fm íb. á 3. hæð. Parket.
Skipti á eign á Seltjnesi. Áhv. húsbr.
5,0 millj. Verð 8,4 millj.
Stakkhamrar
Nýkomið á skrá fallegt nýtt einb. m.
tvöf. bíiskúr. Uppl. á skrifst.
Melar og Hagar
iHöfum til sölu nokkrar íbúðir í þessum
vinsælu hverfum. Hagst. verö og góð
kjör. Uppl. á skrifst.
Frostafold - útsýni
Falleg nýleg 4ra herb. ib. á 6. hæð í
lyftubl. Laus strax". Ekkert áhv. Hagst.
greiðslukj. Verð 8,5 millj.
Skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði
Suðurlandsbraut
Til sölu 50 fm fullb. skrifsthúsnæði í
góðu húsi á besta stað í bænum. Næg
bílastæði. Hagst. verð. Uppl. á skrifst.
SÍMI 880150
ir
Spánn
Jóhann
sigraði í
Linares
JÓHANN Hjartarson sigraði
örugglega á opna skákmótinu
í Linares á Spáni. Hann end-
aði með 8 v. af 9 mögulegum,
en rússneski
stórmeistar-
inn Vaiser
varð annar
með 7 vinn-
mga.
Hannes
Hlífar Stef-
ánsson varð
f 3.-10.
sæti með
Jóhann 6V2 V. Og
Hjartarson Margeir
Pétursson
hlaut 5‘/2 v. Jóhann vann rúss-
neska alþjóðameistarann
Korneev í næstsíðustu umferð
og tryggði sigurinn með jafn-
tefli við Vaiser í þeirri síðustu.
Hannes Hlífar vann þrjár
síðustu skákir sínar, en Mar-
geir Pétursson tapaði tveimur
síðustu skákum sínum.
!
ODAL
FASTEIGNASALA
SuSurlandsbraut 46, (Bláu húsin)
88*9999
Jón l>. Ingimundorson, sölumaður
Svanur Jónotansson, sölumoður
Helgi Hókon Jónsson, viðskiptofræðinaur
Ingibjörg Kristjónsdóttir, ritori, Dröfn Agústsdóttir, gjoldkeri
SIMBREF 682422
OPIÐ KL.9-18,
LAUGARD. 11-14
STORLÆKKAÐ VERÐ
Heiðarhjalli — Kóp. Stórglæsilegar 147 fm sérhæðir ásamt 30 fm
bílskúr. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Áhv. 6,0 millj. húsbr. Verð aðeins 8,5
millj. neðri hæð og 8,9 millj. efri hæð.
Bakkahjalli — Kóp. Stórglæsileg parhúsá tveimur hæöum 166 fm
ásamt 73 fm bílskúr. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Glæsilegt útsýni.
Verð aðeins 9,2 millj.
Heiðarhjalli — Kóp. Glæsileg 164 fm raöhús ásamt 51 tm bílskúr.
Afh. fullb. að innan, fokh. að innan. Áhv. 6,2 millj. húsbr. Verð 9,5 millj.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N, framkvæmdastjori
KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteigíiasau
Til sýnis og sölu m.a. eigna:
Nýleg og góð eign - vinsæll staður
Raðhús m. innb. bílskúr, 210,4 fm í Skjólunum. Næstum fullgert. 4
stór svefnherb. Snyrting á báðum hæðum. Skipti möguleg.
Mosfellsbær - borgin - hagkvæm skipti
Nýtt og glæsil. parhús um 100 fm m. 3ja herb. Óvenju rúmg. íb. Enn-
fremur föndurherb. í risi. Bílskúr 26 fm. Góð lán. Mjög gott verð.
Skammt frá KR-heimilinu
Sólrík, 4ra herb. íb. vel með farin um 100 fm. Sólsvalir. Vinsæll stað-
ur. Góð sameign. Langtímalán kr. 4,2 millj. Tilboð óskast.
Á úrvals stað í Kópavogi
Endurn. timburhús m. 5 herb. íb. á hæð og í kj. Stór lóð m. háum
trjám. IVlikið útsýni. Gott verð.
Úrvals íbúð miðsvæðis v. Hraunbæ
Nýendurbyggð 2ja herb. ib. á 2. hæð. Sólsvalir. Ágæt sameign. 40
ára húsnæðislán kr. 3,2 millj. Laus fljótl.
Neðra Breiðholt - gott lán - gott verð
l’ suðurenda á 3. hæð, 3ja herb. íb. um 70 fm. Ágæt sameign. 40 ára
húsnæðislán kr. 3,3 millj.
Fyrir smið eða laghenta
í þríbýlishúsi við Safamýri. Efri hæð 145 fm, allt sér. Góður bílskúr.
Ágæt sameign. Vinsaml. leitið nánari uppl.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Sérstaklega óskast íbúðir og
einbýli sem þarfnast stand-
setningar.
ALMENNA
FASTEIGNASAl AH
LAUGWÉGn8SlMAR21150-21370
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Gönguferð á vetrardegi
! t
p'*'*' ' V*4 j
Lög um samfélagsþjónustu
taka gildi hinn 1. júlí
LÖG um samfélagsþjónustu taka
gildi 1. júlí næstkomandi. Lögin
kveða á um að hafi maður verið
dæmdur í allt að þriggja mánaða
óskilorðsbundna refsivist, sé heimilt
að skylda hann til þess að vinna
kauplaust fyrir samfélagið í minnst
40 klukkustundir og mest 120
klukkustundir. Dómsmálaráðherra
hefur skipað þriggja manna nefnd,
samfélagsþjónustunefnd, til þess að
vinna að undirbúningi að gildistöku
laganna.
í nefndinni eiga sæti Guðmundur
Þór Guðmundsson, deildarstjóri í
dómsmálqráðuneytinu, formaður.
Ómar Kristmundsson, stjórnsýslu-
fræðingur hjá Hagsýslu ríkisins, og
Sigrún Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Rauða Kross íslands. Ritari
nefndarinnar er Erlendur S. Bald-
ursson, deildarstjóri hjá Fangelsis-
málastofnun ríkisins.
Nefndin mun frá 1. júlí nk.
ákveða hvort verða skuli við um-
sóknum um samfélagsþjónustu.
í lögum kveður m.a. á um að
hafi maður verið dæmdur í allt að
þriggja mánaða óskilorðsbundna
refsivist sé heimilt að fullnusta
dóminn þannig að í stað refsivistar
komi ólaunuð samfélagsþjónusta,
minnst 40 klukkustundir og mest
120 klukkustundir. Samfélagsþjón-
ustudeild skal þegar hafna umsókn-
um um samfélagsþjónustu ef um-
sækjandi á mál til meðferðar hjá
lögreglu, ákæruvaldi eða dómstól-
um, þar sem hann er kærður fyrir
refsiverðan verknað.
Gert er ráð fyrir að samfélags-
þjónustan fari fram í frítíma dóm-
þola á kvöldin og um helgar og að
hann sinni jafnframt eigin vinnu
eða námi. Vandlega verður fylgst
með því að dómþolar uppfylli þau
skilyrði sem þeim verða sett í sam-
bandi við vinnu þá sem innt verður
af hendi og verður honum m.a.
gætt að sæta ströngu eftirliti og
reglusemi.
Þau störf sem helst koma til
greina verða væntanlega hjá
íþróttafélögum, líknarfélögum og
trúfélögum eða stofnunum sem
njóta opinbera styrkja. Aðallega
verður hér um að ræða ný störf eða
þá að þau hafa áður verið unnin í
sjálfboðavinnu.
Fangelsismálastofnun ríkisins
tekur á móti umsóknum um samfé-
lagsþjónustu og sér um framkvæmd
hennar þegar hún er ákveðin.
BORGIR
Ármúla 1, sími 882030
- fax 882033
Ægir Breiðfjörð, lögg. fastsali,
hs. 687131. Ellert Róbertsson,
sölum., hs. 45669.
Höfum kaupanda
að góðri ca 140 fm hæð I Hlíðum eða
Háaleiti.
Höfum kaupanda
að húsi með tveimur íbúöum sem kosta
má allt að 16 millj.
Höfum kaupanda
að góðu einbýli nál. miðbæ eða í Vest-
urbæ fyrir fjársterkan aðila.
Höfum kaupendur
að 2ja og 3ja herb. íbúðum m. góðum
veödeildarlánum.
Höfum kaupanda að
góöri ca 100-110 fm hæð eða 4ra herb.
íb. innan Elliðaáa. Skipti é 70 fm íb.
nél. Sjómannaskólanum mögul.
3nto0mtÞ(iiblbí
- kjarni málsins!
*
2ja herb. íb. íHafnarfirði
Nýkomin í einkasölu góð 2ja herb. 57 fm íb. á neðri hæð
við Ölduslóð. Sérinngangur. Laus strax. Verð 4,5 millj.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 50764.
VANTAR - VANTAR
Erum að leita eftir 2ja íbúða eign eða eign með mögu-
leika á sér hluta í Hafnarfirði fyrir allt að kr. 10,0-13,0
millj. í skiptum fyrir 3ja herb. íb. á Austurgötu í Hafnar-
firði og 4ra herb. íb. á Njálsgötu í Rvík ásamt milligjöf.
Upplýsingar hjá:
Ás fasteignasölu,
Strandgötu 33, Hafnarfirði,
sími5652790.
Blab allra landsmanna!
|BiOT0xmí>laíiiíi
- kjarni málsins!