Morgunblaðið - 18.01.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 15
FRÉTTIR
m * *
Keppinautar Urvals-Utsýnar um forskot á útgáfu sumarbæklings
Ferðamenn munu bíða og
kynna sér öll ferðatilboð
FORSVARSMENN nokkurra ferðaskrifstofa
telja að forskot á útgáfu ferðabæklingsins hjá
Úrval-Útsýn, sem kynntur var um síðustu
helgi, muni ekki hafa veruleg áhrif á sölu ferða
hjá þeim. Þeir sem hafi hugsað sér til hreyf-
ings í sumar muni bíða og sjá hvað aðrar ferða-
skrifstofur hafa uppá að bjóða,
Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sam-
vinnuferða-Landsýnar, sagði að sumarbækl-
ingurinn kæmi út í byrjun febrúar. „Fólk er
enn að jafna sig eftir jólin og útgjöldin sem
þeim fýlgja,“ sagði hann. „Að fenginni sjö ára
reynslu finnst okkur að viðbrögðin í byijun
febrúar hafi jafnvel verið hæg og sígandi. Því
hefur þá verið borið við að menn hafi viljað
kynna sér alla bæklingana og bera saman verð.
Staðreyndin er sú að íslendingar láta ekki
segja sér að eitt sé betra en annað. Þeir vilja
kanna það sjálfir."
Ekki veruleg áhrif
Laufey Jóhannesdóttir hjá Ferðaskrifstof-
unni Alís sagði, að þeirra bæklingur kæmi út
fýrstu helgina í febrúar að venju og stæði
ekki til að breyta því. Hún sagðist ekki geta
gert sér grein fyrir hvort forskot hjá Úrvali-
Útsýn kæmi til með að hafa einhver áhrif á
söluna. „Þetta hefur eflaust einhver áhrif á
sólarlandaferðir en við erum lítið með þær,“
sagði hún. „Ég skal viðurkenna að þetta eru
viss klókindi að sýna þetta fumkvæði en ég_ á
ekki von á að þetta hafi veruleg áhrif. Ég
held að íslendingar hafi enn smá skynsemi og
bíði með ákvarðanir þar til þeir hafa séð hvað
er í boði.“
Kostar það sem sett er upp
Helgi Daníelsson markaðsstjóri hjá Ferða-
skrifstofu Reykjavíkur sagðist ekki sjá, að for-
skot Úrvals-Útsýnar hefði mikil áhrif. „Varan
sem við erum að selja kostar það sem við setj-
um upp og ef þeir eru dýrari eða ódýrari þá
er það væntanlega vegna þess að þeirra vara
kostar meira eða minna,“ sagði hann. „Það sem
er skondið hjá þeim er að veittur er sérstakur
afsláttur ef bókað er fyrir 12. febrúar en það
er dagurinn sem aðrar ferðaskrifstofur koma
með sína bæklinga. Ég held að þeir sem hyggja
á ferðalög bíði og kynni sér bæklingana hjá
hinum. Nema ef þeir eru ákveðnir í að ferðast
með Úrvali-Útsýn á ákveðinn stað og ekki
skipti máli hvað ferðin kostar. Þá gengur þetta
kannski upp.“
Rafiðnaðarsambandið hefur ekki fengið
viðræðufund með samninganefnd ríkisins
Verið að ögra
til verkfalls
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Bílar skemmdust
í árekstrum
RAFIÐNAÐARSAMBAND ís-
lands hefur skrifað samninga-
nefnd fjármálaráðuneytisins bréf
þar sem kemur fram að samband-
ið hafí ítrekað reynt að fá viðræðu-
fund um nýjan kjarasamning án
árangurs og verði viðbrögðin ekki
túlkuð öðruvísi en það sé verið að
ögra því til verkfallsaðgerða.
Um þriðjungur félagsmanna
Rafiðnaðarsambandsins starfar
hjá ríki og ýmsum opinberum
stofnunum. „Við höfum verið á
annan mánuð að biðja fjármála-
ráðuneytið um fund til að fá að
kynna kröfur okkar. Þeir hafa
ekki einu sinni sýnt okkur þá kurt-
eisi að svara okkur,“ sagði Guð-
mundur Gunnarsson, formaður
RSÍ, í samtali við Morgunblaðið.
Þolinmæðin á þrotum
í bréfi RSÍ, sem Guðmundur
undirritar, segir að sambandið
hafí á undanfömum mánuðum
gert ítrekaðar tilraunir til að fá
viðræður um endurnýjun kjara-
samnings síns við fjármálaráðu-
neytið án árangurs, en samningur-
inn hafí runnið út um áramótin.
„I haust var unnin tölverð vinna
af starfsmönnum RSÍ og trúnaðar-
mönnum rafiðnaðarmanna á
vinnustöðum, við undirbúning
væntanlegra viðræðna. Þessari
vinnu var lokið um mánaðamótin
nóvember/desember 1994. Þá var
farið fram á viðræður við samn-
inganefnd fjármálaráðuneytis. Sú
ósk hefur verið ítrekuð nær viku-
lega síðan. Okkur hefur ekki einu
sinni verið sýnd sú lágmarkskurt-
eisi að óskum okkar sé svarað.
Viðbrögð samninganefndar fjár-
málaráðuneytis verða ekki túlkuð
á annan veg en að verið sé að
ögra okkur til þess að boða til
verkfalls. Þolinmæði okkar er
þrotin,“ segir í bréfínu meðal ann-
ars.
TVEIR nokkuð harðir árekstr-
ar urðu á Akureyri í gær, eng-
in slys urðu á fólki en bílar
skenundust töluvert. Fólksbíll
ogjeppi rákust saman á um-
ferðarljósum við gatnamót Þór-
unnarstrætis og Þingvalla-
strætis um hádegisbil. Báðir
bílarnir skemmdust mikið og
var annar fluttur brott með
kranabU. Þá rakst jeppi utan í
hjólaskóflu á Glerárgötu í gær-
dag, en hún lenti síðan utan í
ijósastaur og skemmdi hann.
Jeppinn var dregin burt með
kranabíl.
Mótmæla
tilvísun-
arskyldu
FÉLÖG augnlækna, sérfræðinga
í gigtsjúkdómum og Hjartasjúk-
dómafélag íslenzkra lækna vara
við og mótmæla harðlega fyrir-
hugaðri reglugerð um tilvísunar-
skyldu.
í fréttatilkynningu augnlækna
er m.a. bent á, að þótt augnlækn-
ar séu undanþegnir í núverandi
reglugerðardrögum heilbrigðis-
ráðuneytisins muni reglugerðin
valda sjúklingum þeirra miklu
óhagræði.
Margir sjújcdómar eru þess eðlis
að fleiri en einn læknir kemur að
máli hvers sjúklings. Allar tafír
og hindrun á samstarfí lækna, sem
tilvísunarkerfíð veldur, er sjúkl-
ingum til tjóns.
Myndi trufla samskipti
lækna og sjúklinga
í fréttatilkynningu gigtarsér-
fræðinga segir m.a.: „Gigtarsjúk-
lingar eru margir hveijir með ill-
víga langvinna sjúkdóma sem
krefjast kröftugrar ónæmisbæ-
landi meðferðar og því sérhæfðs
eftirlits. Greining þessara sjúk-
dóma er oft vandasöm og mikil-
vægt að koma í veg fyrir tafir við
greiningu þeirra. Tilvísunarkerfið
mun trufla eðlileg samskipti lækna
og sjúklinga, svo og samskipti
heimilislækna og sérfræðinga og
einungis valda þessum sjúklingum
kostnaðarauka og erfiðleikum."
Segja upp samningum við
try ggingastof nun
í fréttatilkynningu hjartasjúk-
dómafélags lækna segir m.a.:
„Ekki hefur verið sýnt fram á að
nokkur sparnaður felist í væntan-
legu tilvísunarkerfí heldur þvert á
móti virðist það geta aukið kostn-
að, auk þess að valda sjúklingum
verulegu óhagræði. Þar að auki
getur það tafíð fyrir því að sjúk-
lingar fái nauðsynlega greiningu
eða meðferð og getur þannig skap-
að áhættu." „Drög að reglugerð
um tilvísanir eru meingölluð og
við teljum ekki veijandi að standa
að slíkum málatilbúnaði og vænt-
anlega neyðumst við til að segja
upp samningi við Tryggingastofn-
un ríkisins komi þessi reglugerð
til framkvæmda."
immdu!
Fra og meö l.januar 1995 breyttist val til útlanda.
f c tsifí Qí) ínmim' fíf)
'4Ef ■
______________________________________________
PÓSTUROGSÉM