Morgunblaðið - 18.01.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 21
Reuter
VEGABRÚ sem hrundi í japönsku hafnarborginni Kobe, sem varð verst úti í landskjálftanum sem
reið yfir vesturhluta Japans í fyrrakvöld að íslenskum tíma. Þrír 100 metra kaflar af brúnni hrundu.
Líkur á vaxandi ^kjálftavirkni í Japan á næstunni
„Getur ekki gerst hér“
Tókýó. Reuter.
JARÐSKJÁLFTINN í Kobe í Japan
aðfaranótt þriðjudagsins, 7,2 á Ric-
hter-kvarða, er sá mesti, sem riðið
hefur yfir japanska stórborg í 70
ár en á þessum slóðum varð þó
öflugri skjálfti árið 1946. Styrkleiki
hans var 8 og nærri 1.500 manns
týndu lífi en hans gætti á mjög stóru
svæði og manntjónið og skemmdir
á mannvirkjum voru ekki jafn stað-
bundnar og nú.
Fyrir nákvæmlega einu ári upp á
dag reið stóri skjálftinn yfir Los
Angeles í Bandaríkjunum og þegar
Japanir sáu sjónvarpsmyndir af af-
leiðingum hans sögðu margir við
sjálfa sig, að þetta gæti ekki gerst
í Japan. Þar væru byggingar og
mannvirki miklu traustari en í
Bandaríkjunum og sérstaklega gerð
til að standast jarðskjálfta.
„Þetta er Ameríka"
„í Japan sá fólk myndir áf eyði-
leggingunni í Los Angeles og hugs-
aði með sjálfu sér: „Þetta er Amer-
íka, þetta getur ekki gerst hér,““
sagði Suminao Murakami, prófessor
við háskólann í Yokohama. „Það
sama gerðist þó hér, vegabrýr
hrundu og byggingar eru í rúst.“
Japan er eitt mesta jarðskjálfta-
svæði í heimi og á síðasta ári urðu
Jarðskjálftinn í
Kobe talinn fyrir-
boði annars meiri
og kominn er tími
á stóran skjálfta á
Tókýósvæðinu
þar nokkrir öflugri skjálftar en í
Kobe í fyrradag. Þeir urðu hins veg-
ar á fremur dreifbýlum svæðum í
norðurhluta landsins.
Jarðskjálftinn í fyrradag varð í
Vestur-Japan, þar á meðal í hafnar-
borginni Kobe, sem varð verst úti,
í iðnaðarborginni Osaka og hinni
fornu höfuðborg Kyoto. Er þetta
svæði næstþéttbýlast á eftir Tókýó-
Yokohama-svæðinu.
140.000 týndu lífi
Mesti jarðskjálfti, sem riðið hefur
yfir stórborgarsvæði í Japan, var
Kanto-skjálftinn mikli í Tókýó og
Yokohama 1923. Hann var 7,9 á
Richter. í eldunum, sem hann olli,
týndu 140.000 manns lífi og 560.000
hús eyðilögðust. Síðan hafa Japanir
sett allt sitt traust á nýja tækni, sem
á að tryggja, að 50 hæða byggingar
þoli öflugustu skjálfta. í stað timbur-
húsanna, sem hrundu svo auðveld-
lega eða urðu eldum að bráð, eru
víðast hvar komin sérstaklega
styrkt, steinsteypt hús.
Það þykir mikil mildi, að jarð-
skjálftinn skyldi verða að næturlagi
og talið er víst, að hefði hann orðið
að degi til þegar fólk er við vinnu
og borgarysinn sem mestur, hefði
manntjónið og ringulreiðin orðið
miklu meiri.
Nýtt óróatimabil
Á þeim 40 árum, sem liðin eru
frá stóra skjálftanum í Vestur-Jap-
an, hefur spennan í jarðlögunum
verið að aukast og jarðvísindamenn
höfðu spáð því, að brátt leystist hún
úr læðingi. Það hefur nú ræst og
líklegt er, að áframhaldandi órói
verði á svæðinu í einhvern tíma.
Á þessum slóðum eru flekamót í
jarðskorpunni og gengur annar flek-
inn undir hinn. Er gert ráð fyrir ein-
um mjög stórum jarðskjálfta á mót-
unum á hverjum 100 árum og
skjálftinn í fyrradag er aðeins talinn
fyrirboði annars meiri hvenær sem
hann verður. Jarðvísindamenn telja
einnig, að stór sjálfti geti orðið í
Tókýó hvenær sem er.
ERLEIMT
Vopnahlé í
Tsjetsjníju?
Moskvu, Grosní, Washington. Reuter.
RÚSSNESKIR og tsjetsjenskir embættismenn náðu í gær samkomulagi
um vopnahlé sem taka á gildi i kvöld, að sögn rússnesku fréttastofunnar
Interfax sem hafði þetta eftir tveim ráðherrum úr stjórn Dzhokars Dúdajevs
Tsjetsjníjuforseta. I yfirlýsingu Rússlandsstjórnar um viðræður við ráðherr-
ana var hins vegar ekkert minnst á vopnahlé.
í yfirlýsingunni sagði að Viktor
Tsjernomyrdín, forsætisráðherra
Rússlands, hefði tjáð sendimönnun-
um að Tsjetsjenar fengju eitt tæki-
færi enn til að leggja niður vopn.
Sendimennirnir áttu í gær fund í
Moskvu með forsætisráðherranum
sem lagði til á mánudag að þegar
yrðu hafnar viðræður um frið.
Interfax hafði eftir heimildar-
mönnum í Mozdok-flugbækistöð-
inni, þar sem innrásinni í Tsjetsjníju
er stjórnað, að 1.160 Rússar hefðu
fallið í átökunum sem hófust í des-
ember.
Jeltsín traustur í sessi?
Starfandi yfirmaður bandarísku
leyniþjónustunnar, William Stude-
man, sagðist í gær telja að
Tsjetsjníjustríðið myndi hafa í för
með sér mannaskipti á æðstu stöð-
um í Moskvu. Einkum væru þeir
Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra
og Viktor Jerin innanríkisráðherra
valtir í sessi. Hins vegar virtist
ekkert benda til þess að Jeltsín for-
seti væri að missa tökin, hann virt-
ist traustur í sessi.
Kannanir í Rússlandi hafa sýnt
miklar og vaxandi óvinsældir Jelts-
íns en aðallega vegna efnahags-
ástandsins, fáir nefndu Tsjetsjníju
sem ástæðu fyrir óánægju sinni. Á
þingi eru andstæðingar forsetans
sundraðir og óttast margir þeirra
að hann muni leysa upp þingið ef
það reyni að bregða fyrir hann fæti.
Ný stjórn
mynduð
á Italíu
LAMBERTO
Dini tilkynnti
Oscar Luigi
Scalfaro, for-
seta Ítalíu, í
gær, að honum
hefði tekist að
mynda nýja
stjórn og lagði
fyrir hann ráð-
herralistann.
Neitaði hann
því jafnframt,
að Scalfaro hefði haft óeðlileg
afskipti af ráðherravalinu. Átti
hann þá augljóslega við fullyrðing-
ar sumra flokksbræðra Silvios
Berlusconis, fráfarandi forsætis-
ráðherra, þess efnis, að Scalfaro
hefði neitað, að einhver úr flokki
þeirra yrði ráðherra.
Páf i á Papúa
Nýju Gíneu
JÓHANNES Páll II. páfi söng
messu í Port Moresby, höfuðborg
Papúa Nýju Gíneu í gær að við-
stöddum miklum mannfjölda.
Fertugur Filippseyingur, er bar
hlaðna skammbyssu, var hand-
tekinn er hann reyndi að komast
inn á leikvanginn þar sem messan
fór fram. Lögregla á Filippseyjum
segir að maður sem þeir leita í
tengslum við meint morðsamsæri
gegn páfa í heimsókn hams þar í
Asíuferðinni, hafi átt aðild að
sprengjutilræðinu í World Trade
Center í New York.
1.385 létust í
flugslysum
Á SÍÐASTA ári létust 1.385
manns í flugslysum um allan heim
og voru slysin aðallega rakin til
mannlegra mistaka og slæms veð-
urs. Kemur það fram í skýrslu,
sem tímaritið Flight International
birti í gær.
Dini
Parker-Bowles hjónin gagnrýna Sun
Myndir teknar
í heimildarleysi
Reuter.
CAMILLA Parker-Bowles, hjá-
kona Karls Bretaprins, og eigin-
maður hennar Andrew saka
breska dagblaðið Sun um að birta
í heimildarleysi myndir úr einka-
safni þeirra. Vissu þau ekki til
þess að myndirnar hefðu borist
í hendur blaðamanna fyrr en þau
sáu þær í blaðinu.
í frétt í blaðinu Daily Mail er
greint frá því að Karl hafi hringt
í Camillu og hvatt hana til að
hafa uppi á því, hver hafi stolið
myndunum. Um helgina birti Sun
myndir af rúmi Parker-Bowles-
hjónanna og fullyrti að þar hefðu
Karl og Camilla notið ásta allt
að fjórum sinnum á viku. Þá voru
birtar myndir af Karli og Cam-
illu saman í garði Camillu og á
baðströnd.
Blaðið Daily Express sagði í
gær að Camilla hefði greint lög-
fræðingum sínum frá því að hún
hygðist ekki giftast Karli eftir
að skilnaður hennar og eigin-
mannsins væri genginn í gildi.
Þjónn leystur
frá störfum
Um helgina birti News ofthe
World frásögn Kens Stronachs,
sem verið hefur einkaþjónn
Karls undanfarin fimmtán ár, af
ástarfundum prinsins og Cam-
illu. Herma heimildir að þjónninn
hafi þegið stórfé fyrir. Hefur
hann verið leystur frá störfum
sínum á meðan opinber rannsókn
fer fram á málinu.
Allan Percival, talsmaður
prinsins, sagði í gær að Stronach
hefði verið ráðlagt að útvega sér
lögmann vegna rannsóknarinnar
en að Karl hefði boðist til að
aðstoða hann fjárhagslega ef á
þyrfti að halda.