Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 24

Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Samráð við listamennina sjálfa SJÖ fulltrúar listamanna fluttu erindi á ráðstefnu borgar- stjóra um menningarmál í Reykjavík á laugardaginn. Morgun- blaðið greindi í gær frá fyrri hiuta fundarins, þar sem sjónarmið stjóm- valda komu fram, og heldur nú áfram með frásögn af máli listafólksins. Hér er stiklað á erindum Þorvaldar Þorsteinssonar myndlistarmanns, Péturs Jónassonar gítarleikara, Kol- brúnar Halldórsdóttur leikstjóra og Ásdísar Thoroddsen kvikmyndagerð- armanns. í síðasta versi, seinna í vikunni, verður síðan sagt frá því sem fulltrúar rithöfunda, arkitekta og dansara höfðu að segja um aðstöðu sína og hagsmuni. Framkvæmdasj óður myndlistarmanna Ráðgert var að Þorvaldur Þor- steinsson yrði fulltrúi myndlistar- manna á fundinum. Hann komst ekki en Kristinn Hrafnsson til að lesa sitt erindi. Þar er í upphafi lagt til að embættismönnum verði með einhverskonar námskeiðum gefinn kostur á kynna sér þróun í liststarf- semi og viðhorfum iistafólks. „Því öll höfum við fengið svipað listrænt uppeldi í íslensku skólakerfí, grátlega lítið og lélegt." Námskeiðin, sem Þorvaldi finnst að listamenn ættu að annást, gætu að hans áliti eytt tortryggni og vak- ið áhuga og verið upphaf að stöðugu og jákvæðu samstarfí. í því fælist gífurlegur sparnaður fyrir borgina því „dýrustu og jafnframt óþörfustu framkvæmdirnar ... eru undantekn- ingarlítið þær sem farið er út í án samráðs við listamenn." Þorvaldur kemur síðan inn á hvernig ónotað atvinnuhúsnæði standi út um alla borg meðan 60 myndiistarmenn bráðvanti vinnuað- stöðu. Myndhöggvarafélagið hafi að vísu fengið inni við Nýlendugötu og gert þar býsna mikið úr litlu. Ofmetn- ar þarfir valdi kannski tregðu yfir- valda til að koma móts við óskir lista- manna um húsnæði til að vinna eða sýna i. Misskilningi megi hins vegar eyða með því einfaldlega að tala meira saman. Síðan nefndi Þorvaldur fjölgun starfslauna og það þarf ekki skýringa við. En þar á eftir kom hugmynd um „framkvæmdasjóð myndlistar- manna“ sem þeir gætu sótt í þegar unnið væri utan hefðbundins draumaramma starfslauna, ódýrrar vinnustofu og ókeypis sýningarað- stöðu á Kjarvalsstöðum. „Því vett- vangur myndlistarmannsins hefur verið að breytast, starfssviðið að víkka. Margir myndlistarmenn þurfa ekki vinnustofu heldur eitthvað alit annað ... Ég legg til að Reykjavíkur- borg...stofni framkvæmdasjóð sem stendur straum af skapandi fram- kvæmdum í sinni fjölbreytilegustu mynd ... Flestar ef ekki allar list- greinar hafa liðið fyrir þá stefnu að fjárfesta fremur í húsum og forvörð- um heldur en dæla peningum beint í skapandi liststarfsemi. Milliliða- laust.“ Tjarnarbíó meðan beðið er eftir tónlistarhási Pétur Jónasson gítarleikari ogfull- trúi tónlistarmanna á ráðstefnunni gerði líka listmenntun í landinu að umtalsefni, reyndar menntun ung- menna en ekki embættismanna sem náttúrlega voru einhverntíma ungir. „Ég kemst ekki hjá því að ætla að ef úr [listmenntun] yrði bætt fengju fleiri böm og fullorðnir heilbrigða útrás fyrir sínar tilfinningar - fleirum ykist víðsýni auk þess sem minni fordóma gætti í garð náungans." Sá fjöldi tónleika sem hér eru haldnir, oft við ófulinægjandi að- stæður, leiddu tal Péturs að tónlist- arhúsi í Reykjavík. Fyrst og fremst fyrir Sinfóníuna og minni sal fyrir einleikara og kammerhópa. Meðan beðið er hafa tónlistarmenn augastað á ákveðnu húsi: „Tjarnarbíó hefur verið skoðað með tilliti til hljómburð- ar og aðstöðu og reynist búa yfir flestum þeim kostum sem miðlungs- stór salur fyrir einleiks- og kammer- tónleika þarf að hafa...Við stingum upp á því að Tjamarbíó verði afhent tónlistarmönnum og íbúum Reykja- víkur til afnota fyrir tónleikahald. Þegar tónlistarhúsið rís gæti það svo verið skemmtilegur kontrapunktur við aðalhúsið." Efld listmenntun í skólum, skýrari menningarstefna, aukinn beinn stuðningur við listamenn og mark- viss vinna að menningarlegri ímynd Reykjavíkur er meðal þess sem Pétur lagði síðan til við borgaryfirvöld. Hann nefndi einnig tónlistarhúsið og Tjarnarbíó meðan beðið væri, endur- skoðun starfs menningarmálanefnd- ar, sérstaklega með tilliti til þátttöku iistamanna í ákvörðunum, kaup borgarinnar á tónverkum og flutn- ingi þeirra og loks framlengingu og auglýsingu stöðugilda sem stofnuð voru til að starfrækja Reykjavíkur- kvartettinn. Skynsamlegra stjórnkerfi, skemmtilegri nidurstaða Kolbrún Halldórsdóttir hélt leik- listarpistil málþingsins í Ráðhúsinu. Hún skoðaði stefnu stjórnvalda í sín- um málaflokki út frá peningunum Þorvaldur Þorsteinsson Kolbrún Halldórsdóttir Pétur Jónasson Ásdís Tlioroddsen sem þau veija til hans því „menn 'uppgötva að kosningaloforðin verða ekki framkvæmd án fjárútláta ... Raunar mætti benda stjórnmála- mönnum á að með því að leita sér ráðgjafar listamanna væri kannski hægt að koma auga á ieiðir til að framkvæma loforðin án þess að þau leiði af sér himinháar kostnaðartölur í hvert sinn.“ Fyrst nefndi 'Kolbrún þær 120 milljónir sem Leikféiag Reykjavíkur fær árlega frá borginni, en sagði svo málið vandast þar sem annar stuðn- ingur dreifðist um ýmsa. fjárlagaliði. íþrótta- og tómstundaráð hefði t.d. styrkt leiklistarstarf með 20 milljón- um í fyrra, meiru en í meðalári því sumarleikhús unglinga (6,6 milljónir) væri þarna meðtalið. Skólamálaráð hefði haft 10 milljónir til listkynninga í skólum og varið af þeim rúmum 2 til leiklistarflutnings. Áhugaleikfélög í borginni hefðu fengið milljón í fyrra, minna en lög gerðu ráð fyrir (2. gr. leiklistarlaga frá 1977). Kolbrún kom loks að „olnbogabörnunum" eða sjálfstæðu atvinnuleikhópunum. Stuðningur borgarinnar við þá nam 4,3 milljónum í fyrra og Kolbrún benti á að veglegasta framlagið, 3 milljónir, hefði runnið til Hársins, sem Þjóðleikhúsið taldi til sinna upp- setninga. „Og hvað fínnst fólki nú,“ spurði hún svo. „Hver er stefna Reykavík- urborgar í málefnum leiklistarinnar? Jú, umtalsverðar upphæðir eru settar í tómstundastarf barna og unglinga á sviði leiklistar, eitthvað soldið til listkynningar í skólum, smávegis í skemmtiatriðin á 17. júní, minna en lög gera ráð fyrir til áhugaleikfélag- anna, en minnst af öllu fer til sjálf- stætt starfandi listamanna, sem af þrautsegja og eljusemi hafa leikið tvist og bast um bæinn, sumar sem vetur, í kjöllurum og á háaloftum, og stundað athyglisverða nýsköpun og tilraunir í listgreininni." Kolbrún taldi flóknar boðleiðir I kerfinu geta verið veigamikla ástæðu þessarar skiptingar peninganna. Hún sagði stjórnvöld þurfa að eiga kost á faglegri ráðgjöf um stefnu í mál- efnum listgreina og listamenn eiga skilið að stuðningsumsóknir þeirra fái faglega umfjöllun. Fagfélögum ætti að vera gert að skipa ráðgjarfar- nefndir fyrir menningarmálanefnd eða hugsanlega nýtt menningarráð borgarinnar. Nefndin eða menning- arráðið þyrfti síðan fulLyfirráð þeirra peninga sem ætlaðir eru til leiklist- ar, en borgarráð hefur nú ákveðna liði. „í fyrsta lagi þurfa stjórnvöld að gera sér grein fyrir því strax í fjárhagsáætlun hversu háar fjárhæð- ir þau ætla til einstakra liða og í öðru lagi þurfa þau að auglýsa eftir umsóknum listamanna um alla þá styrki og öll þau verkefni sem í boði eru.“ Korpúlfsstaðir, Nýja bíó og kvikmyndahátíðin Ásdís Thoroddsen, sem talaði fyrir kvikmyndagerðarmenn, gagnrýndi þá stefnu Kvikmyndasjóðs að úthluta meginstyrkjum til örfárra bíómynda en vanrækja heimildar- og stutt- myndir. Þær væru kvikmyndagerðar- mönnum skólun og hugmyndir lægju eins og hráviði út um alla borg. „Ef Reykjavíkurborg tæki að sér að veita styrkjum úr sínum eigin sjóði sem svaraði framleiðslustyrk til einn- ar heimildarmyndar og einnar stutt- myndar árlega væri hún að hlúa að rótum kvikmyndalistarmnar og stuðla að þróun hennar...Á svipaðan hátt og Kvikmyndasjóður varð bíó- myndagerð lyftistöng...Og myndir þessar, Reykjavíkursögur, gætu víða farið: Á kvikmyndahátíðir og sjón- vörp hérlendis og erlendis, og í bíó hér í bæ.“ Ásdís kom síðan að aðstöðu kvik- myndagerðar í borginni og sagði bæði vanta myndver til að taka í og bíó til að sýna í. Hvað myndverið varðar falaðist hún eftir Korpúlfs- stöðum fyrir kvikmyndalistina. Þar þyrfti hvorki hita né fínerí, hljóðein- angrun væri það eina sem setja þyrfti í húsið. Þar þyrfti einungis einn hús- vörður að vinna, hver tæki til eftir sig, bæði íslensk tökulið og erlend sem væntanlega vildu mörg gjarna nýta sér aðstöðuna. Korpúlfsstaðir yrdu upplagt myndver vegna stað- setningar skammt utan bæjarins, lofthæðar í herbergjum og geymslu- rýmis að ógleymdu umhverfmu. Nýja bíó við Lækjargötu er annað hús sem Ásdís falaðist eftir á fund- inum. Þar sagði hún að kvikmynda- gerðarmenn gætu sjálfir sýnt mynd- irnar sínar og sparað sér gjöld bíóeig- enda. Þar gæti líka verið kvikmynda- klúbbur til menningarauka í bænum og á sumrin mætti hafa í húsinu ráðstefnur. Síðan gæti M.R. eflaust nýtt aðstöðuna til kennslu á morgn- ana líkt og gert er í Háskólabíói. Dragbíturinn er að sögn Ásdísar verðið, 112 milljónir, og um 20 millj- óna standsetning. Hún stakk þá uppá að ríkið legði til andvirði húsnæðis Kvikmyndasjóðs sem flyttist á móti í Nýja bíó. Ásdís kvaðst í iokin styðja hug- myndir kollega um að skilja kvik- myndahátíð frá Listahátíð í Reykja- vík. Kvikmyndahátíðin yrði þá haldin árlega, með stuttmyndahala ef Ásdís fengi að ráða og án þess að miklu fé væri puðrað í veislufagnað. Operettu- kóng’ur allur FRANSKA tónskáldið Francis Lopez lést fyrr í mánuðinum á sjúkrahúsi í París, 78 ára gamall. Dagblaðið Le Monde segir að með honum sé genginn kóngur í veröld sem var, en ljóðrænir söngleikir hans léttu geð Parísarbúa í drunga eftirstríðsáranna og allt fram á níunda áratuginn. Lopez fæddist í Montbeliard í Frakklandi en óist upp í Baskahér- uðum við spænsku landamærin. Hann stundaði læknanám á sínum ungu dögum og rak tannlæknastofu í fáein ár. Tónlistin varð svo til þess að hann lokaði stofunni og sneri sér alfarið að skrifum sönglaga og ópe- retta. Þær urðu yfír fjörutíu og nefna má til dæmis Stúlkuna frá Cadix, Söngvarann frá Mexíkó og frá Andalúsíu. Eins og löngu áður, hjá Bizet í Carmen, kvað við spænskan tón í mörgum verkunum og helsti Lopez-söngvarinn var ein- mitt Baskinn Luis Mariano. Fjölmörg sönglög eftir Lopez lifa enn með almenningi í Frakklandi og eflaust víðar, enda voru þau á sínum tíma sungin af mönnum ein- sog Georges Guétary, Maurice Chevalier og Tino Rossi. í grein Le Monde um Lopez og franska óperettu er sagt að amerísk- ir söngleikir hafi lagt hana að velli, en lítil hætta sé á að Lopez gleym- ist, hann hafi verið Frökkum það sem Strauss, Lehar og Kahlman voru Austurríkismönnum. Hann hafi verið síðasti óperettukóngurinn. ♦ ♦ ♦-------------- Grafískur hönnuður heldur fyrir- lestur JULIAN Waters, grafískur hönnuð- ur, heldur fyrirlestur I Háskóla ís- lands, í stofu 101 í Odda fimmtu- daginn 19. janúar kl. 20.30. Julian er auk þess að vera þekkt- ur grafískur hönnuður í Bandaríkj- unum talinn meðal þeirra fremstu í skrautritun í heiminum í dag. Jul- ian vinnur fyrir fyrirtæki eins og National Geographic og bandarísku póstþjónustuna, auk ýmissa hönn- unar- og auglýsingastofa og útgef- enda. Hann hefur einnig verið ráð- gjafi í letri og leturhönnun fyrir Adobe og vinnur nú að hönnun á „Multiple Master“-leturfonti fyrir þá. Föstudaginn 20. janúar er opnuð sýning með verkum Julians í Gallerí Greip, Hverfísgötu 82, og stendur hún til 5. febrúar. Þá verður hann með vinnunám- skeið í húsakynnum Hótel- og veit- ingaskólans helgina 21.-22. janúar. Orösending frá Happdrætti Háskóians. VEGNA ÓFÆRÐAR ER DRÆTTI FRESTAÐ TIL FIMMTUDAGSINS 19. JANÚAR. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.