Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
MIIMNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
l
STEFAN
JÓNSSON
+ Stefán Jónsson
fæddist í Beru-
firði í Reykhóia-
hreppi 13. mars
1904. Hann lést 10.
janúar1995 á Land-
spítalanum. For-
eldrar hans voru
Jón Hjaltalín
Brandsson, bóndi
að Kambi í Reyk-
hólahreppi, og
Sesselja Stefáns-
dóttir. Stefán var
næstelstur ellefu
systkina. Þau voru:
Elín Gróa, f. 24.11.
1902, d. 1982, Guðbjörg Sig-
þrúður, f. 31.9. 1905, Olafur
stórkaupmaður, f. 3.3. 1908,
d. 1978, Guðmundur, f. 23.9.
1909, d. 1919. Sigmundur, fjár-
málastjóri, f. 11.10. 1911,
Kristján Hans, verslunarmað-
ur, f. 31.7.1915, d. 1983, Magn-
ús, vélstjóri, f. 27.11. 1918,
Guðmundur, vélsljóri, f. 4.5.
1922, d. 1988, Bjarni, vélsljóri,
f. 4.5. 1922, og Lilja Guðrún,
f. 24.5. 1926. Stefán kvæntist
— 1.0. ágúst 1932 Salome Pálma-
dóttur hjúkrunarkonu, f. 9.1.
1902. Hún lifir mann sinn.
Bjuggu þau fyrstu árin á Há-
vallagötu 5 í Reykjavík þar til
þau fluttu 1949 að Melhaga 1
í Rvík sem hann byggði ásamt
Ólafi bróður sínum. Stefán og
Salome eiga eina dóttur, Erlu
Stefánsdóttur, píanókennara,
Far vel í friði
til frænda þinna
leyfður
og ljóðstöfum;
far, öðlingur,
og alda lýstu
bifröst vorra
bestu manna.
Segir Matthías Jochumsson, okk-
ar kæra þjóðskáld og vil ég fá að
nota þau orð er ég kveð minn ást-
kæra vin og föður, Stefán Jónsson
frá Kambi, en búsettan lengst af á
Melhaga 1. Kambssystkinin voru
tíu og mörg þeirra hafa kvatt þetta
jarðlíf. Afi og amma bjuggu mest-
allan sinn búskap á Kambi í Reyk-
hólasveit. En þó þau ættu tíu börn
tóku þau litla frænku að sér sem
fósturdóttur í hópinn sinn. í þá
áaga voru hvorki ríkisrekin barna-
heimili né elliheimili. Þá bjó fólk
saman gamalt og ungt. Þá var ekki
algengt að fjölskyldur flosnuðu upp
vegna hjónaskilnaða, börnin færu í
vistun og gamla fólkið á stofnanir.
Því var á Kambi eins og á mörgum
bæjum okkar lands margt manna,
margir aldnir sem ungir og hefur
það örugglega reynst góður skóli
fyrir ungviðið. Afa mínum kynntist
ég lítillega sem barn, Jóni Hjaltalín
Brandssyni. Var hann fæddur í
Geiradal og giftist heimasætunni í
Berufírði, Sesselju Stefánsdóttur.
Þegar þau brugðu búi fluttust þau
suður á malbikið. Hann lifði stutt
eftir það, hann sem hafði verið svo
fijáls í fallegri sveit og á góðri jörð.
Er ég viss um að hann hafí byggt
sér bú í öðrum heimi, meðan hann
beið eftir konunni sinni. Ömmu
kynntist ég enn betur, því að hún
fór ekki í ferðina miklu fyrr en eft-
ir níutíu ára afmæli sitt. Hún gaf
bömum, barnabörnum og barna-
barnabörnum ýmislegt gott í vega-
nesti fyrir lífíð. Nú er hennar elsti
sonur kominn til hennar og afa og
veit ég að bæði systkinin og vinirn-
ir sem undan gengu taka vel á
móti honum.
Lifíð minnir okkur á þessa eilífu
hringrás að heilsast og kveðjast.
Orðtæki segir: „Maður kemur í
manns stað“, en ég tel það ekki
rétt, því hver mannvera skilur eftir
sig sín sérstöku spor og auðlegð
sérstakra minninga. Pabbi minn var
heiisteyptur, raunsær, kraftmikill
og tryggur. Hann var góður vinur
vina sinna, þó ekki allra, hafði
f. 6.9. 1935, og þijú
barnabörn sem öll
eru búsett erlendis.
Þau eru: 1) Salome
Ásta, læknir, f. 6.6.
1961, gift Guð-
mundi Pálssyni
lækni og eiga þau
þijár dætur. 2) Sig-
þrúður Erla Arnar-
dóttir, í sálfræð-
inámi, f. 16.5. 1965,
gift Tómasi Gísla-
syni verkfræðingi.
Þau eiga þrjú börn.
3) Stefán Örn Arn-
arson sellóleikari f.
2.4. 1969, kvæntur Sarah
O’Neill. Stefán var menntaður
frá Núpsskóla og Samvinnu-
skólanum með prófi 1929. Árið
1930 fluttist hann til Reykjavík-
ur og var gjaldkeri og aðalbók-
ari ríkisspítalanna 1930-37,
skrifstofustjóri gjaldeyris-, við-
skiptanefndar og innflutnings-
skrifstofu 1937-60, fram-
kvæmdastjóri Prentsmiðjunnar
Eddu frá 1960 til starfsloka.
Formaður sóknarnefndar Nes-
sóknar var hann í 20 ár frá
1951 og sat í Verðlagsnefnd í
tíu ár frá 1960. Hann var virk-
ur meðlimur í Framsóknar-
flokknum og samvinnuhreyf-
ingunni alla sína tíð. Síðasta
árið dvaldi hann á elliheimilinu
Grund.
Utför Stefáns Jónssonar fer
fram frá Neskirkju í dag.
stundum þykka skel. Og enn vitna
ég í þjóðskáldið; „harða, blíða,
heita, sterka sál, hjarta þitt er eld-
ur, gull og stál“.
Faðir minn kynntist móður minni
á Kleppi, hann sem gjaldkeri Ríkis-
spítalanna og hún þá hjúkrunar-
kona þar, nýkomin úr námi frá
Danmörku. Giftu þau sig árið 1932
og ég kom til þeirra 1936. Betri
foreldra get ég ekki hugsað mér,
þau kenndu mér, leiðbeindu og
mótuðu eins og sannir foreldrar og
það veganesti hefur gert mér gott.
Nú dvelur móðir mín, Salome G.
Pálmadóttir, í Hafnarbúðum á ní-
tugasta og fjórða aldursári og bíður
eftir því að hitta vininn sinn á ný.
Aðaláhugamál föður míns var
sumarbústaðurinn „Grundarbær",
þar vann hann í öllum sínum frí-
stundum. Þar gróf hann með skóflu
fyrir húsinu, hún teiknaði og hann
byggði, hún ræktaði blómin og hann
trén. Seinast var hann að vinna þar
sumarið ’93, sitjandi á stól við að
hreinsa, skrapa og mála. Þar er
hans lífsstarf, þó hann hafí verið í
mörgum störfum og nefndum, sem
gjaldkeri, skrifstofustjóri og prent-
smiðjustjóri. Lífíð er alltaf jafn und-
arlegt að skilja hvort sem við kveðj-
um ung eða gömul. Mín trú er að
árdagsröðull sem afturelding í lífi
hvers manns sé sem andardráttur
Guðs.
Eg ógka þér, vinurinn minn allrar
blessunar helgra vætta inn í land
eilífðarinnar.
Ég ber kveðju frá nafna þínum,
dóttursyni og vini Stefáni Erni Am-
arsyni í Ann Arbor í vesturvegi, sem
þakkar hlýju, gæsku og ráðlegging-
ar fyrir Iífsgönguna. Hann kveður
þig með orðum Kahil Gibran um
þjáninguna:
Þjáningin er fæðingarhrið skilningsins.
Eins og kjami verður að sprengja utan af
sér skelina, til þess að blóm hans vaxi upp
í ljósið, eins hljótið þið að kynnast þjáning-
unni.
Og ef þið sæjuð hin Jaglegu kraftaverk lífs-
ins, yrði þjáningin ykkur undursamleg engu
síður en gleðin.
Og árstíðaskipti sálarinnar yrðu ykkur eðli-
leg eins og sáning og uppskera og þolgóð
munduð þið þreyja vetur þjáninganna.
Guð blessi þig, vinur minn og
afí, fyrir hönd Stebba þíns.
Þín,
Erla.
SVEINBJORN GISLI
S VEINBJÖRNSSON
Eisku afi minn Stefán Jónsson
er dáinn 90 ára gamall.
Hvernig er mögulega hægt að
segja frá eða lýsa honum sem er
svo stór hluti af bernsku minni og
mótun allri? Hér sit ég í heimilinu
sem amma og afi byggðu saman.
Líf þeirra og heimili er smátt og
smátt að hverfa. Afi er dáinn og
amma sjúklingur. En minningin um
afa og áhrif hans á okkur sem
uxum up í nærveru hans lifir áfram.
Afi var fæddur 1904 og hafði
því lifað langa ævi þegar ég, fyrsta
barnabarnið, kom til sögunnar.
Minningarnar eru ótal margar, stutt
brot frá bernsku minni og lengri
og skýrari eftir því sem ég eldist.
Hvernig hann sneri við sokkunum
þegar hann klæddi mig í þá. Súkk-
ulaðið sem alltaf var til í hanska-
hólfinu á stóra Chevrolettinum
hans. Neftóbaksdósin. Hvernig
hann kendi mér mannganginn þó
ég væri í raun of lítil til að tefla.
Skrifstofan hans stór og snyrtileg,
full af bókum og lyktin létt vindla-
og neftóbakslykt. Gleði hans yfir
barninu sem kom og vildi skoða
hvað hann var að sýsla. Koss á
hijúfa kinn. Stór stafli af spenn-
andi, grípandi barnabókum í jóla-
gjöf. Bókastafli sem hélt mér fang-
inni mörg kvöld og nætur og eftir-
væntingin eftir samskonar stafla
næstu jól. Grundarbærinn, sumar-
bústaðurinn. Vettvangur enda-
lausra starfa. Slá gras, smíða, gera
við, mála glugga, þak, girðingin
sem alltaf gefur sig á veturna,
steypuvinnan á árbakkanum, ról-
urnar, Höll sumarlandsins smíðuð
frá grunni fyrir mig.
Umhyggja hans fyrir börnunum
hélt áfram í barnabarnabörnunum.
Gamall og hrumur fylgdi hann Erlu
minni litlu í skólann og sótti á hveij-
um degi í heilan vetur. Leiddi yfir
götu þriðju kynslóðina af skoppandi
börnum. Minningarnar eru eins og
perluband gegnum alla mína ævi.
Fyrir mér stendur hann sem
merkismaður, verðug fyrirmynd og
ímynd skynsamrar manneskju.
Skilaboðin til barnsins og ungu
konunnar urðu:
Hamingjan og gleðin eru fólgnar
í starfanum og vinnunni og vegna
þess að tíminn flýgur er starfinn í
raun allur helgaður þér sem fulltrúa
komandi kynslóða. Skynsemin og
raunsæin eru okkar vopn í hvers
kyns verkefnum og erfiðleikum.
Eilífðin er fólgin í ávöxtum starfs
manns.
Ég á eftir að sakna afa og þó
eiga hann með mér alla mína ævi.
Salome Ásta Arnardóttir.
+ Sveinbjörn Gísli Svein-
björnsson fæddist á Efstu-
Grund í Vestur-Eyjafjöllum 11.
september 1912. Hann lést í
Reykjavík 8. janúar síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Fossvogskirkju 17. janúar.
ÉG VILDI fyrir hönd okkar Dags-
brúnarmanna kveðja góðan félags-
mann með örfáum orðum. Foreldr-
ar hans voru Sveinbjörn Guð-
mundsson og Rannveig Bjarnadótt-
ir. Föður sínum kynntist Sveinbjörn
aldrei þar sem á þeim tíma sem
móðir hans gekk með hann varð
faðir hans úti ásamt Gísla bróður
sínum, en þeir voru á leið til vers.
Sveinbjörn var skírður í höfuðið á
föður sínum og föðurbróður. Hann
ólst upp ásamt eldri bróður sínum
Aðalsteini hjá föðurbróður sínum á
Efstu-Grund er hann bjó þar ásamt
eiginkonu sinni.
Sveinbjörn stundaði ungur al-
menn sveitastörf og reri margar
vertíðir frá Vestmannaeyjum. Síð-
an stundaði hann störf á togurum,
en árið 1948 flytur hann formlega
til Reykjavíkur og stundaði áfram
störf á togurum þaðan.
Sveinbjörn kvæntist árið 1949
Sigríði Pálsdóttur frá Snotru í
Vestur-Landeyjum. Þau eignuðust
tvö börn; Rúnar, fæddan 19150,
og Rannveigu, fædda 1952. Barna-
börnin eru orðin Ijögur.
Um 1952 hefur Sveinbjörn störf
hjá Togaraafgreiðslunni og vann
þar allt til ársins 1965. Vinna hjá
Togaraafgreiðslunni var mjög erf-
ið, var helst uppskipun á físki, þar
unnu að staðaldri 30-40 menn og
voru þessir menn annálaðir harð-
snúnir dugnaðarmenn og var
Sveinbjörn þar ekki sístur.
Sveinbjörn var meira en meðal-
maður á hæð, veðurbarinn og bar
merki sjósóknar - það var festa
og kjarkur í svip hans. Hann var
fljótlega valinn trúnaðarmaður af
verkamönnum hjá Togaraafgreiðsl-
unni og gegndi því starfi með festu
og dugnaði. Hann var kosinn í
stjórn Dagsbrúnar um 1960 og sat
þar í fjögur til fimm ár. Það var
gott að starfa með Sveinbirni.
Hann var róttækur og harður
verkalýðssinni og ákaflega góður
félagshyggjumaður.
Ég minnist þess að einhveiju
sinni kom ég á heimili Sveinbjam-
ar, en þau hjón bjuggu í snoturri
tveggja herbergja kjallaraíbúð við
Skúlagötu, til að biðja hann að
taka einhver störf að sér fyrir
Dagsbrún eins og títt var við hann.
Hann var þá nýkominn úr vinnu,
rétt nýlokið að borða, svipmikill og
ákveðinn. Hann bað mig að hinkra
örlitla stund og ég settist við eld-
húsborðið. Allt í einu mildaðist svip-
urinn á Sveinbirni og augun ljóm-
uðu: „Eigum við ekki að gefa þeim
þetta núna?“ sagði haryi við konu
sína,.
Hún opnaði ísskápinn og tók
fram íspinna handa börnunum og
þau ljómuðu af gleði. Mér virtist
Sveinbjörn vera glaðastur. Síðan
settumst við inn í stofu. Þá var
aftur kominn þessi festusvipur á
þennan dugmikla verkamann.
Hann tók erindi mínu vel og heim-
sókn mín var stutt - líklega var
það ísinn og svipbrigði Sveinbjarn-
ar sem gerir mér þessa heimsókn
svo minnisstæða.
Félagi hans í Dagsbrún, sem
orðið hafði fyrir alvarlegu heilsu-
farslegu áfalli átti heima í sama
húsi. Alltaf var Sveinbjörn við hlið
hans, kom með hann á fundi, og
alltaf sátu þeir hlið við hlið. Þetta
var mikill styrkur fyrir hinn veik-
ari, því hann hafði unun af að
mæta á fundum - þetta heitir
bræðralag.
Sveinbjörn var ómetanlegur fé-
lagi í Dagsbrún, ég hef áður sagt
að hann hafi verið róttækur og
harður - en ég veit að lífssýn hans
hafi mátt kenna við milda líf- og
mannhyggju, gagnstætt harðri og
kaldri peninga- og tæknihyggju.
Sveinbjörn missti konu sína 1969,
en hún hafði átt í erfiðri veikinda-
baráttu síðustu æviár sín.
Sveinbjörn hætti störfum hjá
Togaraafgreiðslunni 1965-1966
og fór að vinna í Sútunarverk-
smiðju Framtíðarinnar við Frakka-
stíg þar til hann lét þar af störfum
fyrir aldurssakir.
Dagsbrúnarmenn kveðja hann
með þakklæti fyrir allt sitt frábæra
starf í þágu Dagsbrúnar. Við kveðj-
um atorku- ög dugnaðarmann, sem
hafði djúpa og einlæga verkalýðs-
hyggju sem aðalsmerki.
Guðm. J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar.
i
GUÐMUNDUR
ÓLAFSSON
+ Guðmundur Ólafsson fædd-
ist á Flateyri við Önundar-
fjörð 7. nóvember 1921. Hann
varð bráðkvaddur 2. janúar síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
17. janúar.
FALLINN er í valinn traustur og
góður félagi okkar Hafnarfjarðar-
krata um langt árabil. Guðmundur
Ólafsson fyrrverandi skipstjóri og
síðar gjaldheimtustjóri í Hafnarfirði
varð bráðkvaddur 2. janúar síðast-
liðinn.
Ég kynntist mannkostum Guð-
mundar Ólafssonar vel, þegar við
störfuðum saman hjá Hafnarfjarð-
arbæ. Hann sem gjaldheimtustjóri
og ég sem bæjarstjóri. Ennfremur
lágu leiðir okkar saman í hafnar-
stjórn bæjarins, en þar sat hann
sem fulltrúi Alþýðuflokksins. Guð-
mundur var maður sem vissi hvað
hann vildi. Var fastur fyrir og gaf
ekki sinn hlut í orðaræðum. Það
var augljóst á fasi hans og yfir-
bragði að hann hafði haft manna-
forráð, var og enda skipstjóri um
árabil. Hann vildi láta hlutina ganga
rösklega fram en ekki eyða tíman-
um í einskis vert snakk.
Samskipti okkar gengu vel fyrir
sig. Vissulega vorum við ekki alltaf
sammála um hlutina og stundum
hvessti. En báðir vildum við hafa
þann háttinn á að segja hlutina
umbúðalaust og tala út um þá,
fremur en láta álitaefni liggja
órædd. Það var alltaf hressandi að
eiga orðaræður við Guðmund, hvort
sem málið snerist um innheimtumál
hjá gjaldkera bæjarins, eða um
hafnarmálin.
Það kom enginn að tómum kof-
anum, þegar Hafnarfjarðarhöfn bar
á góma í samtali við Guðmund Ól-
afsson. Þar var hann öllum hnútum
kunnugur. Þekkti alla kallana, vissi
hvar þjónustunni var ábótavant og
hvað þurfti að laga, hafði framtíðar-
sýn þegar möguleikar hafnarinnar
til lengri tíma voru til umræðu; var
einfaldlega með yfirburðaþekkingu
á þessum vettvangi.
í starfi eins og gjaldheimtustjóri
reynir á umburðarlyndi og mann-
þekkingu. Þótt Guðmundur Ólafs-
son hafi haft ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og verið
ákveðinn í fasti, þá minnist ég þess
hversu mjög hann hafði skilning á
valdamálum fólks sem til hans leit-
aði og átti erfitt með að standa í
skilum. Og margir áttu honum
margt að þakka í þeim efnum. En
það breytti ekki hinu að nákvæmni
og öryggi í þessum veigamiklu
störfum var í öndvegi og hann skil-
aði starfi sínu með miklum ágætum.
Guðmundur Ólafsson var virkur
í flokksstarfi alþýðuflokksmanna í
Firðinum um langt árabil. Dóttir
hans, Valgerður, hefur verið bæjar-
fulltrúi flokksins í rúmlega átta ár.
Ég hef verið samstarfsmaður henn-
ar þessi ár. Gegnum þessi sam-
skipti við þau feðgin og góð kynni
af fjölskyldunni allri, veit ég að fjöl-
skyldan öll er einkar samhent og
dugmikil.
Sorg eiginkonu Guðmundar,
Arnfríðar, barna hans og bama-
barna, sem og annarra ættingja og
vina er mikil við fráfall hans. Ég
bið góðan Guð að gefa þeim styrk
og von. Kærar minningar munu lifa.
Innilegustu samúðarkveðjur frá
okkur Jónu Dóru.
Guð gefi dánum ró og þeim líkn
sem lifa.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+