Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 41 AUGLYSINGAR a ru Ljósamenn Hótel ísland, Arnól hf., auglýsir eftir Ijósa- mönnum. Um er að ræða fullt starf og hlutastörf. Umsóknareyðublöð fást á Hótel íslandi milli kl. 13 og 17 alla virka daga. UOTEL Armúla 9. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöfða 16 ■ Pósthólf 12220 ■ 132 Reykjavík Deildarstjóri þrýstihylkjadeildar Laust er til umsóknar starf deildarstjóra þrýstihylkjadeildar í Reykjavík. Deildarstjórinn hefur umsjón með eftirliti stofnunarinnar með þrýstihylkjum (gufukötl- um, geymum og hylkjum fyrir gas undir þrýst- ingi, frysti- og kælikerfum og efnageymum) á öllu landinu en annast úttektir á nýjum búnaði og samskipti við þá, sem framleiða og selja slíkan búnað. Leitað er að vélaverkfræðingi eða véltækni- fræðingi til starfsins, konu eða karli. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á reyklausum vinnustað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Garðar Halldórsson, deildarstjóri tæknideildar, í síma 672500. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til Vinnueftirlits ríkis- ins, Bíldshöfða 16, fyrir 5. febrúar 1995. Frá menntamálaráðuneytinu Styrkir úr íþróttasjóði Samkvæmt lögum um breytingu á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989, veitir Alþingi árlega fé í íþróttasjóð. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sér- stakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana, sbr. Reglugerð um íþrótta- sjóð nr. 609/1989. Tekið skal fram, að ekkert liggur fyrir um fjár- veitingar til sjóðsins 1996, en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar. Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna styrkveitinga ársins 1996 þurfa að berast fyrir 1. maí nk. íþróttanefnd ríkisins, mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum ásamt greinargerð um fyrirhuguð verkefni. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Félagsfundur um kjaramál Boðað ertil morgunverðarfundar með félags- mönnum Samtaka iðnaðarins í Átthagasal Hótels Sögu á morgun, 19. janúar, kl. 8.00. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, gerir grein fyrir stöðu kjaraviðræðna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. <2) SAMTÖK IÐNAÐARINS eisuÉLítf! Þorrablot wSSj borgara Felags eldri borgara f Reykjavík og nágrenni verður nk. laugardag í Risinu, Hverfisgötu 105. Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi, verður veislustjóri. Hátíðarræðuna flytur Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Skemmtiatriði og dans. Húsið verður opnað kl. 18.30. Miðar afhentir á skrifstofu félagsins til hádegis á föstudag. Nánari upplýsingar í síma 28812. FERÐAMÁLASAMTÖK HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins verður haldinn fimmtudaginn 19. janúar nk. kl. 20.00 í salnum Litlu Brekku á veitinga- staðnum Lækjarbrekkku í Reykjavík. Dagskrá: Fundarsetning. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla og ársreikningar. Lagabreytingar. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Önnur mál. Áhugaaðilar eru velkomnir á fundinn. Stjórn FSH. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Námskeið í slátrun Námskeið í slátrun verður haldið við Iðnskól- ann í Reykjavík, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er ætlað þeim, sem eru með alhliða reynslu af slátrun og skiptist í 3 lotur. Lota 1 er áætluð 7.-16. febrúar við Iðnskól- ann í Reykjavík. Lota 2 er áætluð 13.-24. mars við Slátrara- skólann í Hróarskeldu. Lota 3 er áætluð að hausti 1995 við Iðnskól- ann í Reykjavík og í sláturhúsi. Námskeiðsgjald er kr. 50.000. Skriflegar umsóknir, ásamt staðfestum vinnuferli, sendist Iðnskólanum í Reykjavík fyrir 26. janúar 1995, merktar: Iðnskólinn í Reykjavík, slátrararnám, c/o Sigurður Örn Kristjánsson, Skólavörðuholti, 101 Reykjavík, sem jafn- framt veitir allar upplýsingar í síma 26240. QjÚTBOÐ Utboð F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðhald raflagna í nokkrum grunnskólum Reykjavíkur. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000 á skrif- stofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 8. febrúar 1995 kl. 14.00. bgd 13/5 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 • Sími 2 58 00 • Fax 62 26 16 V SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Fundarboð frá landbúnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins Opinn fundur fyrir allt áhugafólk Sjálfstæðisflokksins fimmtudaginn 19. janúar kl. 20.30 í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1. Málefni fundarins: Áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðarmálum fyrir alþingis- kosningarnar 1995. Vonumst eftir góðri mætingu á fundinn. Stjórnin. Fundarboð frá viðskipta- og neytendanefnd Sjálfstæðisflokksins Opinn fundur fyrir allt áhugafólk Sjálfstæðisflokksins fimmtudaginn 19. janúar kl. 12.00 í Valhöll, 1. hæð, Háaleitisbraut 1. Málefni fundarins: Áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins í viðskipta- og neytendamálum fyrir alþingiskosningarnar 1995. Vonumst eftir góðri mætingu á fundinn. Stjórnin. Fundarboð frá umhverfis- og skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins Opinn fundur fyrir allt áhugafólk Sjálfstæðisflokksins fimmtudaginn 19. janúar kl. 17.15 í Valhöll, 1. hæð, Háaleitisbraut 1. Málefni fundarins: Áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsmálum fyrir alþingiskosningarnar 1995. Vonumst eftir góðri mætingu á fundinn. Stjórnin. Fundarboð frá skóla- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins Föstudaginn 20. janúar kl. 16.00 í kjallarasal Valhallar, Háaleitisbraut 1. Fundarefni: 1. Stefna í skólamálum. Framsaga: Sigríður A. Þórðardóttir, alþingismaður. 2. Frumvörp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla. Framsaga: Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. 3. Umræða um áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins í skóla- og fræðslumálum fyrir alþingiskosningarnar 1995. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um þessi mál, Stjórnin. angar FERÐAFÉLAG ® ÍSIANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Fimmtudagskvöldið 19.janúar kl. 20.30: Myndakvöld Fyrsta myndakvöld nýja ársins er á fimmtudagskvöld í Breiðfirð- ingabúð (Faxafeni 14, næsta nágrenni við Mörkina). Fyrir hlé verða sýndar myndir úr sumar- leyfisferðum síðastliðið sumar. 1. Miðhálendisferðin t ágúst. Þór Halldórsson sýnir myndir af náttúruperlum norðan Vatnajök- uls. Næsta sumar verður ný at- hyglisverð hálendisferð á dag- skrá í samvinnu við Náttúru- fræðifélagið. 2. Gönguleiðin frá Hreðavatni um Langavatnsdal f Hnappadal í júlí. Þessi fjölbreytta en fáfarna leið var farin í fyrsta sinn í fyrra og sýnir Árni Tryggvason mynd-. ir úr þeirri ferð. Hún verður einn- ig á dagskrá í sumar. Eftir hlé sýnir Jóhannes I. Jóns- son, margreyndur fararstjóri i Ferðafélagsferðum, myndir úr ferðum sínum, m.a. vetrarferð- um. Góðar kaffiveitingar í hléi. Verð 500 kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Fjölmennið, eflið félagsstarfið. Myndakvöldið er öllum opið, félögum sem öðrum. Fræðsluritið nýja, Saga fjall- vega félagsins, mun liggja frammi til sýnis og sölu. Verð 1.000 kr. til félaga F.í. Ferðafélag (slands. I.O.O.F. 9 = 1761188V2 =9.0. I.O.O.F. 7 = 1761188'/2 =9.0 OGLITNIR 5995011819 III 1 Hörgshlíð 12 Bænastund i kvöld kl. 20.00. REGLA MllSTtRJSKIDDARA Hekla 5.10. - SUR 20 18.1. - VS - FL SAMBANO (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristnibossalnum við Háaleitis- braut 58-60. Ræðumaður sr. Frank M. Halldórsson. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30. Námskeiðið Kristið líf og vitnis- burður. Kennari Mike Fitzgerald. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.