Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 2
Heildarvelta með kreditkort var 60,6 milljarðar í fyrra Islendingar með aðra mestu meðal- eyðslu á korthafa HEILDARVELTA greiðslukorta- fyrirtækjanna Visa íslands og Eurocard nam ails um 60,6 milljörð- um í fyrra og jókst um nálægt 3,8% milli ára. Þar af nam velta Visa íslands 44,2 milljörðum króna og jókst um 1,5 milljarða eða 3,5% frá árinu á undan. Heildarvelta Euroc- ard nam alls um 16,4 milljörðum og jókst um 600 milljónir milli ára eða 4,5%.'Debetkortavelta er ekki meðtalin í þessum tölum. Þetta er minnsta aukning í sögu Visa íslands bæði hlutfallslega og í krónum talið. Samkvæmt upplýs- ingum fyrirtækisins er þróunin á sl. ári í samræmi við spár um að með tilkomu debetkortanna myndi draga úr kreditkortaviðskiptum, líkt og gerst hefur á öðrum mörkuð- um. Almennar greiðslur með Visa- kortum jukust um 2,1% á árinu og námu alls 29,6 milljörðum, boð- greiðslur jukust um 10,3% og námu 4,9 milljörðum, en raðgreiðslur juk- ust um 1% og námu 3,5 milljörðum. Viðskipti erlendis jukust hins vegar um 7,5% og námu alls 6,2 milljörð- um. Útgefín Visakort voru í árslok alls 96.148 talsins auk rúmlega 70 þúsund debetkorta. Farkortum, Gullkortum og Gullviðskiptakortum íjölgaði en almennum kortum fækk- aði lítilsháttar. Færslufjöldi Visa nam 12,6 millj- ónum og fjölgaði færslum um 417 þúsund milli ára eða 35 þúsund færslur á mánuði. I árslok voru rafræn viðskipti um 92% af heildar- viðskiptum að meðtöldum boð- og raðgreiðslum. Velta Eurocard innanlands nam alls 14,5 milljörðum í fyrra og jókst um 4,3%. Velta erlendis nam 1,9 milljarði og jókst um 5,5%. Færslur voru alls rösklega 4,5 milljónir inn- anlands og 237 þúsund erlendis. Gild kort eru nú um 33.500 talsins. Miklar úttektir vekja undrun erlendis í nýlegu yfirliti sem birtist í bandarísku sérfræðiriti á sviði markaðsrannsókna, Nilson Report, kemur fram að Visa ísland er í 146. sæti á listanum yfir stærstu kortafyrirtæki heims með 640 millj- ón dollara veltu. Hins vegar er ís- land í öðru sæti á lista yfir hæstu meðalviðskipti á hvert greiðslukort en Kína er í fyrsta sæti. Nam meðal- úttekt á hvert íslenskt greiðslukort 6.315 dollurum árið 1993. Norð- menn voru aftur á móti í 12.. sæti með 3.169 dollara meðalúttekt. Að mati Visa íslands er nærtækasta skýringin á háum úttektum Kín- veija sú að um sé sé að ræða örfá diplómata og stjórnarerindreka. ís- land skipi því í raun efsta sætið og hafi þessar háu úttektir vakið undr- un erlendra bankamanna. Búskiptum lokið hjá Bílaborg hf. LOKIÐ er skiptum í þrotabúi Bíla- borgar hf. sem tekið var til gjald- þrotaskipta árið 1990. Veðkröfur voru samtals 298 milljónir og greiddust 264 milljónir upp í þær eða 88,8%. Forgangskröfur sem voru samtals 23,5 milljónir greidd- ust upp að fullu. Almennar kröfur námu samtals 463 milljónum og fékkst alls tæp- lega 21 milljón upp í þær eða 4,5%. Þannig voru kröfur samtals tæplega 785 milljónir og fengust alls alls um 309 milljónir greiddar úr búinu. Eigendur Bílaborgar hf., sem hafði umboð fyrir Mazda Motors í Japan, óskuðu eftir því í mars árið 1990 að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Var hús fyrirtæk- isins við Fossháls í Reykjavík slegið Landsbanka íslands á þriðja og síð- asta nauðungaruppboði fyrir 264,5 milljónir króna í desember sama ár. Brunabótamat hússins var 788 milljónir króna. Fáum árum síðar leigði bankinn húsið til nokkurra aðila með langtímasamnigum. Heildarvelta í verslunargreinum janúar til október 1993 og 1994 (í millj.kr. án vsk. á verðlagi hvers árs) Heildsöludreifing áfengis og tóbaks, smásala áfengis Heildsölu- og smásöludreifing jan.-október 1993 7.917,5 jan.-október 1994 8.148,6 Veltu- breyting 2,9% á bensíni og olíum 19.093,5 19.035,4 -0,3% Byggingavöruverslun 7.812,3 8.400,0 7,5% Sala á bílum og bílavörum 12.404,5 12.343,7 -0,5% Önnur heildverslun 49.945,0 55.449,3 11,0% Heildverslun samtals: 97.172,8 103.377,1 6,4% Fiskverslun 505,1 561,4 11,2% Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala 21.433,6 23.725,8 10,7% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 6.812,4 6.717,9 -1,4% Blómaverslun 1.177,3 1.161,8 -1,3% Sala vefnaðar- og fatavöru 3.860,3 3.986,6 3,3% Skófatnaður 598,7 627,2 4,8% Bækur og ritföng 2.294,2 2.404,8 4,8% Lyf og hjúkrunarvara 2.877,5 3.103,7 7,9% Búsáhöld, heimilis- - tæki, húsgögn 6.173,2 6.750,1 9,3% Úr, skartgripir, Ijós- myndavörur, sjóntæki 860,5 878,5 2,1% Snyrti- og hreinlætisvörur Önnur sérverslun, s.s. sportvörur, 386,6 407,4 5,4% leikföng, minjagripir, frímerki 2.744,9 2.855,2 4,0% Blönduð verslun 27.851,2 25.293,9 -9,2% Smásöluverslun samtals: 77.575,7 78.474,4 1,2% SAMTALS: 174.748,5 181.851,5 4,1% Smásalannær óbreytt milli ára HEILDARVELTA í smávöluversl- un á íslandi án vsk. var alls um 78,5 miiyarðar króna fyrstu tíu mánuðina 1994. Aukning í krónu- tölu var 1,2% frá sama tímabili 1993 þegar heildarveltan nam 77,6 milljörðum. Að teknu tilliti til verðlagshækkana á milli ára er veltan nær óbreytt. Velta í heildverslun jókst í krónutölu um 6,4% eða úr 97,2 milljörðum í 103,4. Þar vega þungt aukin umsvif í annarri heildversl- un, en velta í heildsölu- og smá- söludreifingu á bensíni og olíum og bílum og bílavörum dróst sam- an í krónutölu. Hvað varðar einstaka flokka smásölu varð mikil aukning í fis- kverslun, kjöt- og nýlenduvöru- verslun, mjólkur- og brauðsölu og sölu búsáhalda, heimilistækja og húsgagna. Sala tóbaks, sælgætis og gos- drykkja og blómaverslun dróst saman á umræddu timabili. Hlut- fallslega varð mestur samdráttur í blandaðri verslun, en með þeim fyrirvara að einhver tilfærsla get- ur hafa orðið milli flokka. Borð fyrir tvo og Djúsbarínn leigja húsnæðið af Sævarí Karli Herrafataverslunin aftur í Kringluna HÚSNÆÐI Sævars Karls Ólason- ar í Kringlunni hefur verið leigt út, en Sævar Karl hætti verslunar- rekstri þar fyrir um hálfu ári. Að sögn Sævars Karls verður hús- næðinu skipt I þrennt þar sem verslunin Borð fyrir tvo, sem ver- ið hefur í Borgarkringlunni, fær helming. Aðrar verslanir verða Djúsbarinn, sem m.a. selur heilsu- drykki, og herrafataverslun á veg- úm Sævars Karls. Sævar Karls sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði haft hug á selja húsnæðið en ekki feng- ið tilboð sem hann taldi ásættan- legt. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu sem ég tel þá bestu úr því sem komið er,“ sagði Sævar Karl. Aðspurður hvenær umræddar verslanir tækju til starfa í nýja húsnæðinu sagði Sævar Karl að það yrði fljótlega. Um næstu helgi SÆVAR Karl Ólason, klæðskeri, hætti rekstri herrafataverslun- ar í Kringlunni fyrir nokkrum mánuðum. Hann hefur nú leigt út húsnæði sitt í Kringlunni eftir að hafa reynt að selja það án árangurs. yrði kallað á smiði vegna þeira breytinga sem þyrfti að gera á húsnæðinu. Um verslunina sem Sævar Karl ætlar sjálfur að reka í Kringlunni sagði hann að þar yrði á boðstól- um ódýrari fatnaður fyrir unga menn á aldrinum 18-25 ára. „Þetta verður verslun með öðrum áhersl- um en ég hef verið með til þessa. Þessi verslun verður í fullri sam- keppni við þær herrafataverslanir sem fyrir eru í Kringlunni." Stjórnarfundur á föstudag Einar Halldórsson, fram- kvæmdasljóri Kringlunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fjall- að yrði um útleigai Sævars Karls á húsnæði sínu í Kringlunni á stjórnarfundi á morgun, föstudag, með hliðsjón af þeim reglum sem í gildi væru um meðferð húsnæðis í Kringlunni. Luxair hafnar samvinnu við Sabena Brtíssel. Reuter. FLUGFÉLAGIÐ Luxair í Lúx- emborg hefur hafnað tillögu belgíska flugfélagsins Sabena um_ samstarf. Ákvörðunin er rökstudd með því að hugmyndin feli í sér áhættu fyrir Luxair og félagið vilji auka núverandi samvinnu við þýzka flugfélag- ið Lufthansa, sem á 13% hlut í því. Sabena hafði stungið upp á samstarfssamningi, sem mið- aði að því að félögin skiptu með sér flugvélum og flug- mönnum. Samkvæmt fyrri fréttum vildi Sabena að flugmenn fé- lagsins greiddu skatta í Lux- emborg, því að þeir eru lægri þar en í Belgíu. Félögin hafa þegar samið um tæknisam- starf. Air France á 37.5% hlut í Sabena, sem á í viðræðum við Swissair um nánara samstarf. Viacom til liðs við Rob- ert Redford New York. Reuter. SHOWTIME-rás Viacom-fyt^ irtækisins boðar að líkindum innan skamms starfrækslu nýrrar sjónvarpsrásar, Sund- ance Film Channel, í félagi við kvikmyndaleikstjórann og leikarann Robert Redford að sögn Wall Street Joumal. Á rásinni verði sennilega sýndar ýmsar óháðar kvik- myndir frá Sundance-kvik- myndahátíðinni, sem er haldin árlega í Utah á vegum óháðr- ar „kvikmyndasmiðju" Red- fords. Álit kostnaðarlítilla „há- menningarmynda“ hefur auk- izt að undanförnu vegna vin- sælda mynda á borð við Reyf- arann (Pulp Fiction) og The Crying Game að sögn blaðs- ins. Umsvif óháðra kvikmynda- gerðarmanna aukast jafnt og þétt í skemmtanageiranum, segir blaðið. IBMvíUtaka við Prodigy New York. Rcuter. IBM á í samningum um að taka við stjórn hinnar bein- tengdu tölvuþjónustu Prodigy af Sears, Roebuck & Co, sam- heija sínum í fyrirtækinu, að sögn Wall Street Joumal. IBM vill stuðla að betri sam- hæfingu þjónustunnar og ann- arra afurða sinna og endur- skipuleggja starfsemi Prodig- ys svo að hún beri sig að sögn blaðsins. Blaðið segir að IBM líafi ekki rætt þann möguleika að kaupa 50% hlut Sears í sam- eignarfyrirtækinu. Það gæti kostað IBM 300 milljónir doll- ara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.