Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 D 27 500 milljarða dala markaður bíður þróunar Ráðstefna í Cleveland um viðskipti og fjárfestingu í Mið- og Austur-Evrópu Cleveland, Ohio. Reuter. GERÐ var grein fyrir nær öllum þáttum bandarískrar utanríkis- stefnu á nýafstaðinni ráðstefnu í Cleveland um Mið- og Austur-Evr- ópu að sögn bandarískra embættis- manna. Bill Clinton forseti sagði þegar hann ávarpaði ráðstefnuna að hann vildi leggja áherzlu á að „auka lýð- ræði, styrkja frjálst markaðshag- kerfi eða koma slíku kerfi á fót og efla öryggi Mið-Evrópu.“ 5 milljarða dala fjárfesting Austur- og Mið-Evrópa eru 500 milljarða dollara markaður sem bíð- ur þróunar og bandarísk fýrirtæki eru helztu fjárfestamir á svæðinu. Fjárfestingar þeirra nema rúmlega 5 milljörðum Bandaríkjadala síðan Berlínarmúrinn hrundi að sögn bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ráðstefnan var haldin á vegum Hvíta hússins til þess stuðla að nánara sambandi hugsanlegra bandarískra útflytjenda og fjárfesta og evrópskra ríkisstjórna að sögn blaðafulltrúa bandaríska viðskipta- ráðuneytisins. Um 230 fulltrúar frá 14 löndum hittu um 350 bandaríska kaupsýslu- menn á ráðstefnunni sem stóð í tvo daga. Vilmars Kukainis frá Cleveland, sem starfaði fyrir lettnesku sendi- nefndina, sagði að ráðstefnan hefði hagslega af blokkaskiptingu kalda stríðsins. í framtíðinni munu Asíu- ríkin þó væntanlega hafa vinning- inn. Töluverðrar spennu hefur gætt í samskiptum þessara blokka á viðskiptasviðinu. Má nefna deilur ESB og Bandaríkjanna um kvik- myndir og Bandaríkjanna og Kína um höfundarétt. Opnun - einangrun Það má því greina ákveðinn vísi að einangrunarhyggju, ekki síst í Evrópu og Bandaríkjunum. Hætt- an er sú að þó að komið sé á frí- verslun innan ESB eða NAFTA verði það á kostnað þeirra, sem standa fyrir utan klúbbinn. Þeir eru margir, sem helst vildu útiloka samkeppni frá ríkjum þar sem framleiðslukostnaður er lægri eða framleiðni meiri, s.s. Austur-Evr- verið of almenns eðlis og efnisrýr. Aðrir kváðust ekki hafa búizt við að geta aflað viðskipta eða samn- inga í einu vetfangi. Fulltrúi bandaríska Dana-fyrir- tækisins, sem framleiðir hluti í flutningabíla, kvaðst hafa mætt á ráðstefnunni til þess að komast í samband við Tékkneska lýðveldið, kynna sér framleiðsluaðferðir þar og ákveða hvort tímabært væri að fjárfesta þar. Starfsmaður fyrirtækis í Ohio sem selur stálfyrirtækjum efni sagði að gott tækifæri hefði gefizt til þess á ráðstefnunni að efla fram- kvæmdir sem fyrirtækið ynni að í Póllandi, Slóvakíu og Tékkneska lýðveldinu. Fulltrúi frá Bosníu Esad Zunic, efnaverkfræðingur og fulltrúi viðskiptaráðuneytis Bosníu-Herzegóvínu, sagði að mik- ilvægt væri að það stríðshrjáða land ætti fulltrúa á ráðstefnunni. Landið hefði á að skipa velmenntuðu og hæfu vinnuafli sem dreymdi um framfarir og uppbyggingu. „Við vonum að Bandaríkjastjóm hjálpi okkur að binda enda á stríð- ið,“ sagði hann. „Þegar ástandið færist í eðlilegt horf viljum við síð- an ná fram takmarki þessarar ráð- stefnu — að laða að bandarísk fýrir- tæki sem vilja fjárfesta.“ Aðeins það besta fyrir [' SÆVARKARL ] Bankastrœti 9, s. 13470. ísland í tölum Hagtölur mánaðarins hafa að geyma íl upplýsingar um íslenska hagkerfir Reglulega birtast upplýsingar umm.a.: • Peningamál 8HI • Greiðslujöfnuð • Ríkisfjármál • Utanríkisviðsí • Framleiðslu • Fjárfestingu • Atvinnutekjur *■’ Einnig eru birtar yfirlitsgre: efnahagsmálin í Hagtölum má Túlkið tölurnar sjálf. Pantið áskrift að Hagtölum mánaðarins Áskriftarsíminn er 699600. SEÐLABA ÍSLANDS KALKOFNSVEGI1, 150 REYKJAVÍK, SÍMI 699600’ Sjábu hlutina í víbara samhengi! ópu og Asíu. Á sama tíma hefur hins vegar náðst samkomulag um nýtt fyrir- komulag viðskiptamála í heimin- um. Alþjóðaviðskiptastofnunin, sem tók til starfa nú um áramót- in, er um margt frábrugðin forver- anum GATT. Valdsvið hennar er allt annað og meira og ber þar hæst að nú geta ríki vísað deilu- málum sínum í ákveðinn farveg í stað þess að grípa til refsiaðgerða upp á eigin spýtur. Upplýsingahraðbrautin gæti líka orðið til að slá á einangrunar- hyggjuna. Fréttaflutningur þekkir engin landamæri með tilkomu gervihnattasjónvarps og faxvéla og tilraunir einræðisherra til að stöðva upplýsingamiðlun til þegn- anna hafa reynst haldlitlar. Þó að reynt verði að njörva menn niður lifa þeir og hrærast í alþjóðlegu umhverfi. Það afl sem í þeirri þróun felst er öflugra en einangrunartilburðir, þar sem því verður hvorki stjórnað né stýrt í neinu teljandi mæli. IWch: 1 Höfum tekið við umboði FISHER-PRICE á fslandi frá og með janúar 1995 Fyrstu sendingar væntanlegar fljótlega. imiiliSL- jgégl .• £%. í‘ Simi: 552 4020 Fax: 562 3 145

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.