Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 16
16 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ iýlUPPLÝSIIMGAR Ný atvinnugrein hefur vaxið hratt án opinbers stuðnings IR OG HUGBÚNAÐUR Tölvuinnflutningur 1988-94* 30 þús.- Ársverk í hugbúnaðar- gerð 1991-93 260 257 Heildarlauna- Útflutnings- greiðslur í-----700 tekjur af-------300 hugbúnaðargerð m. kr. hugbúnaðargerð m-kr- 1988 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '91 '92 '93 '92 '93 '92 '93 Upplýsinga- tækni og hug- búnaðarritun Hugbúnaðargerð hefur dafnað hér án afskipta eða stuðnings hins opin- bera. Guðni Einarsson ræddi við nokkar tölvu- menn um framtíðar- möguleika íslendinga á þessu sviði. HUGBÚNAÐARGERÐ þykir henta íslensku þjóðfélagi vel á margan hátt og að ýmsu leyti standa Islendingar jafn- fætis öðrum þjóðum á þessu sviði. Hugbúnaðargerð krefst fyrst og fremst hugvits, en ekki mikilla fjár- festinga í vélum og tækjum. „íslendingar eru uppáfyndinga- samir og sú hefð okkar að tjá okk- ur, skrifa og lýsa, nýtist í þessu," segir Oddur Benediktsson prófessor. Hann segir að íslendingar eigi topp- menn í hugbúnaðargerð á alþjóðleg- an mælikvarða og nefnir þar Friðrik Skúlason sem dæmi. Útflutningur Vaxtarbroddur íslenskrar hug- búnaðargerðar hlýtur að liggja í út- flutningi, þó ekki sé nema vegna smæðar innanlandsmarkaðarins. Samkvæmt nýlegri könnun Seðla- banka Islands og rekstrarkönnunum Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja hefur útflutningur hugbúnað- ar aukist verulega ár frá ári. Miklar vonir eru bundnar við að áframhald verði þar á og að hugbúnaðarfram- leiðsla eigi enn eftir að eflast hér á landi. Vilhjálmur Þorsteinsson hjá ís- lenskri forritaþróun hf. álítur að útflutningur hugbúnaðar muni enn vaxa næstu árin, þar verði um síg- andi lukku að ræða en engin stór stökk. „Markaðsþekkingin hefur vaxið mikið og menn hafa stofnað til viðskiptasambanda. Þetta þarf ekki að vaxa mjög mikið til viðbótar til að fara að skipta töluvert miklu máli,“ sagði Vilhjálmur. Magnús Sigurðsson varaformaður Samtaka hugbúnaðarframleiðenda telur eðlilegt að ætla að þessi út- flutningur eigi eftir að aukast, þó ekki sé nema vegna þess að umfang tölvunotkunar eykst svo ört um allan heim. Þótt við gerðum ekki nema að halda í við aðra þá yrði samt aukning. Hugbúnaður er vara sem flytja má greiðlega milli landa um alþjóð- lega tölvunetið. Það skiptir engu hvort viðskiptavinurinn er í Róm eða Reykjavík, þessi iðnaður er ekki háður landamæratakmörkunum. „Útlendingar eru mjög opnir fyrir því að eiga viðskipti við þann sem hefur lausnina, hvort sem hann er í öðru landi eða næsta herbergi," sagði Magnús Sigurðsson. Þrátt fyrir aðstæður Friðrik Skúlason er líklega þekkt- astur íslenskra hugbúnaðarhöfunda út um heim. Hann telur hugbúnaðar- smíð eiga fremur litla möguleika hér á landi miðað við núverandi aðstæð- ur. Þessi atvinnugrein muni „lulla áfram“ á svipuðu róli og hingað til, en ekki verða bjargvættur efnahags- lífsins, nema aðstæður breytist. Að- spurður um eigin árangur segir Frið- rik að hann hafi náðst þrátt fyrir aðstæður hér á landi, en ekki vegna þeirra. „Ég get ekki ráðlagt nokkr- um heilvita manni að stofna fyrir- tæki hér á landi tii að skrifa hugbún- að og selja til útlanda. Það er dýrt, erfitt og mikið vesen. Hér er engan stuðning að fá þótt maður sé með góða hugmynd. Ráðlegging mín til þeirra sem eru með góða hugmynd er að ná sér í ríka konu eða flytja úr landi.“ Menn hafa látið sér detta í hug að erlend fyrirtæki setji upp hugbún- aðardeildir hérlendis. Hér sé mikið af menntuðu fólki sem bjóði þjón- ustu á samkeppnishæfu verði. Frið- rik Skúlason telur þetta óraunhæfa hugmynd. „í fyrsta lagi má nefna lélegt samband við umheiminn. Þá stöndumst við engan veginn sam- keppni við láglaunasvæði. Islenskir tölvumenn mundu ekki sætta sig við þau laun sem doktorar í tölvufræð- um í Austur-Evrópu fá eða þá tölvu- fræðingar í Indlandi og Pakistan. Þetta vita stóru bandarísku fyrir- tækin.“ Tölvusamgöngur þurfa að greikka í fyrsta Viðskiptablaði Morgun- blaðsins var sagt frá því að haustið 1985 yrði tölvunet Pósts og síma tekið í notkun. Enn eru tölvusam- göngur á dagskrá. „Ríkið byggir vegi, flugvelli og hafnir. Þessar sam- göngur verða líka að vera í lagi,“ sagði Oddur Benediktsson prófessor. Viðmælendur úr hugbúnaðarfyrir- tækjum voru á einu máli um að greið tölvusamskipti innanlands og við umheiminn væru forsenda þess að hugbúnaðariðnaður og skyldar greinar geti dafnað. „Ef samskipta- málin verða í lagi þá verður mikil þróun í samruna tölvu- og símtækn- innar. Þarna eigum við að geta náð ákveðinni fótfestu,“_sagði Vilhjálm- ur Þorsteinsson hjá íslenskri forrita- þróun hf. Friðrik Skúlason stundar sína markaðssetningu erlendis að mestu í gegnum Internetið. Hann telur netið hafa komið sínum rekstri vel, viðskiptavinirnir verði ekki varir við að hann sé staddur „á þessum út- kjálka“ en þó hefur hann ekki getað veitt alla þá þjónustu sem hann hefði óskað vegna takmarkaðrar getu tölvusambandsins við útlönd. „Stjórnvöld hér gera sér ekki grein fyrir því hvað ástandið er hrikalegt hér á landi í sambandi við tölvutengingar við útlönd,“ segir Friðrik Skúlason. „Meðalstórt fyrir- tæki sem ég á samskipti við í Finn- landi er til dæmis með línu inn til sín sem hefur 40 sinnum meiri flutn- ingsgetu en íslenska tölvunetið hefur til útlanda." Þetta segir Friðrik standa vissum hluta hugbúnaðariðn- aðarins hér á landi mjög fyrir þrif- um, til dæmis þeim sem vilja starfa á Veraldarvef Internetsins. Strengur hf. er 12 ára gamalt hugbúnaðarfyrirtæki Selja forrit og fróðleik ■ Morgunverðarfundur Þriöjudaginn 24. janúar 1995 Skála, Hótel Sögu frá kl. 8:00 til 9:30 Gæöastjórnun - alþjóðlegir straumar og stefnur " boöar til fundar um strauma I Jjflpgi og stefnur í altækri gæðastjórnun eöa Total Quality Management. Michael J. Gibson er aöalráögjafi Juran Institute og hefur meöal annars WL veriö ráögjafi Eimskips undanfarin ___J bfjú ár viö innleiöingu gæöastjórnunar Michaei j. Gibson hjá fyrirtækinu. Gæöastjórnun hefur rutt sér mjög til rúms víöa erlendis á undanförnum árum. Á síöustu misserum hafa íslensk fyrirtæki í vaxandi mæli innleitt gæöastarf í starfsemi sinni. Þróunin er hröö og stööugt koma fram nýjungar í notkun gæöastarfs viö stjórnun og rekstur fyrirtækja og stofnana. Á fundinum mun Gibson meöal annars fjalla um: ■ Þróun altækrar gæöastjórnunar S ■ Reynslu fyrirtækja afgæðastarfi ■ Hentar gæðastjórnun þjónustufyrirtækjum? ■ Hvað er „Quality in Daily Work“? Félagsmenn eru hvattir til aö mæta og hefja vinnudaginn meö faglegri umræöu um þetta mikilvæga málefni. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA I I i----------------------------------- , Opinn fundur - gestir velkomnir STRENGUR var stofnaður 1982 af Skúla Jóhannssyni verkfræð- ingi og þá sem verkfræðilegt tölvufyrirtæki. Allt frá upphafi hafa aðalviðfangsefnin tengst hugbúnaðarsmíð og þjónustu við hugbúnað. í seinni tíð hefur upp- lýsingamiðlun orðið æ stærri þátt- ur í rekstrinum. Strengur hf. er á meðal stærri hugbúnaðarfyrir- tækja í einkageiranum. Þar starfa 35 starfsmenn og veltan 1994 var 214 milljónir króna. Árið 1992 varð Strengur að hlutafélagi í eigu starfsmanna auk þess sem danska hugbúnaðarfélagið PC&C á 15% hlutafjár. Haukur Garðarsson fram- kvæmdastjóri hefur starfað hjá Streng frá byrjun og er nú einn eigenda. Fyrstu hugbúnaðarverk- efnin voru mjög sérhæfð, gerð rekstursherma fyrir Landsvirkj- un og Orkustofnun og fleira. Árið 1986 voru starfsmenn orðnir tíu og til viðbótar við sér- hæfð verkefni bættust við al- mennari lausnir fyrir banka og aðrar fjármálastofnanir. Haukur segir að þá hafi fyrirtækið staðið á nokkrum tímamótum. Það var spuming um hvort Strengur yrði áfram verkfræðistofa sem ein- beitti sér að sérhæfðum verk- fræðilegum lausnum eða tæki þátt í þróun hugbúnaðarpakka fyrir viðskiptalífið og færi út á hinn almenna markað. Samstarf við Dani Fremur en að smíða eigin við- skiptahugbúnað frá grunni gekk Strengur til samstarfs við PC&C, danskt fyrirtæki sem hafði samið Navigat- or-viðskiptahug- búnaðinn. Navigator er nú seldur um alla Evrópu og er verið að markaðssetja hann í Bandaríkjunum. Þessi hugbúnaður var þýddur á íslensku og lagaður að íslensk- um bókhaldslögum og reikningsskilavenj- um. íslenska útgáfan fékk nafnið Fjölnir og er nú burðarás í rekstri Strengs. Haukur segir að sala og þjónusta við Fjölni skili meira en helmingi tekna fyr- irtækisins. Fjölnir er til í DOS- útgáfu, fyrir Unix og nú er vænt- anleg útgáfa sem keyrir undir Windows. En hvers vegna að þýða útlent forrit? „Við fundum þarna vand- aða lausn. PC&C leggur metnað sinn í að senda aðeins frá sér villu- lausan hugbúnað. Við kusum heldur að beita kröftunum að því að smíða sérhæfðar lausnir sem falla að Fjölni. Við verjum um 10-15% af veltu til frumhönnunar á hugbúnaði,“ segir Haukur. Prjónað við Fjölni Þótt hugbúnaðurinn sé í grund- vallaratriðum danskur hefur Strengur hf. þróað tengdan hug- búnað sem notaður er víða um heim. Þannig má nefna tengingu Fjölnis við SQL-gagnasöfn og skilflöt vjð DB2-gagnagrunna á IBM-stórtölvum. Öll forritunarvinna hef- ur verið unnin hér á landi og er boðin not- endum Navigator um allan heim. Strengur hf. hefur smíðað mörg sérkerfi sem sniðin eru að þörfum ólíkra at- vinnuvega og fyrir- tækja. Utvegsbankinn er heildarkerfi fyrir fiskvinnslu og útgerð. Það var þróað í sam- vinnu við útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki í Grundarfirði en er nú í notkun víða um land. Þá má nefna launa- kerfi, kerfi fyrir útflutningsversl- un, innheimtukerfi fyrir Iögfræð- inga, framleiðslukerfi og fleira. Eitt nýlegt sérkerfi er Sport- Fjölnir. Iþróttakerfið heldur utan um íþróttastarf af öllu tagi. Þessi hugbúnaður var meðal annars notaður til að lialda utan um öll mót KSÍ í sumar og við fram- kvæmd Reykjavíkurmaraþonsins. Nú er kerfið til skoðunar hjá aðil- um í Þýskalandi og Danmörku og hefur þegar verið sett upp hjá ólympíunefnd Slóveníu. Óáþreifanleg vara Sala upplýsinga er vaxandi þáttur í starfsemi Strengs hf. „Upplýsingar eru ekki áþreifan- Ieg söluvara, en það er vaxandi skilningur á því að þær séu eitt- hvað sem menn þurfa á að halda," sagði Haukur. Gagnabankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.