Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 40
fN*Y$miHiifrtfe VIDSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1994 VSO Mínúta hf.að setja á markað upplýsingakerfi fyrir verðbréfaviðskipti Vaktar allar hreyf- ingará Verðbréfaþingi „ Morgunblaðið/Sverrir Á MYNDINNI eru þau Sigrún Bjarnadóttir, starfsmaður Hand- sals og Halldór Axelsson, tæknistjóri VSO Mínútu að skoða nýja upplýsingakerfið fyrir verðbréfamarkaðinn. VSÓ Mínúta hf., dótturfyrirtæki Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf., gekk nýlega frá sínum fyrsta samningi um sölu á nýju upplýsinga- kerfi fyrir verðbréfaviðskipti, Þing- verði og Þingbók. Kaupandi kerfisins var verðbréfafyrirtækið Handsal hf. Þingvörður er samskiptaforrit fyrir einmenningstölvu sem safnar upp- lýsingum um allar færslur á Verð- ■v-bréfaþingi íslands gegnum mótald- tengingu. Upplýsingarnar eru síðan færðar í svonefnda Þingbók sem ótakmarkaður fjöldi notenda getur fengið aðgang að í Windows um- hverfi. Halldór Axelsson, tæknistjóri hjá VSÓ Mínútu, segir að auk samnings- ins við Handsal sé verið að semja við Tölvumiðstöð sparisjóðanna fyrir hönd sparisjóðanna um kerfí sem geti þjónað allt að 50 notendur. „Sparisjóðimir hafa hugsað sér að . fara inn á þá braut að veita þjónustu- fulltrúum aðgang að upplýsingum frá Verðbréfaþingi. Kerfíð byggist á biðlara/miðlara viðmóti og er frá- brugðið því kerfí sem notað er hjá Verðbréfaþingi. I núverandi við- skiptakerfi em öll gögn inni á tölvu- kerfi þingsins og hver notandi tengd- ur við það með símalínu. Þetta hefur hins vegar þann ókost að vera mjög þungt í vöfum. í okkar kerfí er að- eins ein tölva á hveijum stað sem heldur uppi samskiptum við þingið og færir afrit af öllum hreyfingum inn í eigin gagnagmnn með ákveðnu millibili. Notendur geta verið allir þeir sem hafa aðgang að tölvukerf- inu á hveijum stað og þeir þurfa ekki að glíma við þann samskipta- vanda sem hefur verið til staðar." Hið nýja kerfí VSÓ Mínútu geym- ir gögn yfir öil viðskipti á Verðbréfa- þingi íslands mörg ár aftur í tímann og gefur t.d. kost á að bregða upp línuriti yfír verðþróun hlutabréfa í einstökum félögum. „Öll úrvinnsla gagna er mjög auðveld og fljótvirk," segir Halldór. „Síðan er gagna- gmnnurinn mun ítarlegri en sá sem er notaður á Verðbréfaþinginu. Gag- nagmnnurinn inniheldur m.a. þing- vísitölur, gengi gjaldmiðla, ítarlegri upplýsingum um skráð hlutafélög. T.d. er hægt að láta kerfið teikna kúrfu sem ber saman gengisþróun dollars og ECU á umbeðnu tímabili. Á sama hátt er hægt að bera þing- vísitölur saman við gengi hlutabréfa í einstökum hlutafélögum. Loks eru fáanlegar mjög ítarlegar útprentanir t.d. með samantekt á viðskiptum einstakra fyrirtækja, vaxtakúrfur yfír spariskírteini o.s.frv. Sérstök útgáfa fyri fjölmiðla Hugbúnaðurinn hefur verið í smíðum í meira en eitt ár og er hannaður í nánu samstarfi við verðbréfamiðl- ara. Að sögn Halldórs er stefnt að því að bjóða sérstaka útgáfu af þessu kerfí til iífeyrissjóða, fjölmiðla og stærri fyrirtækja. „Fjölmiðlar gætu geymt á gagnagmnni upplýsingar um olíuverð eða álverð. Valmyndirn- ar í kerfínu em mjög fáar og allar byggðar mjög svipað upp sem auð- veldar mönnum mjög að læra á vinnuganginn. Þá er kerfið opið þannig að hægt er að nýta sér kerf- ið til forritunar fyrir sérhæfða vinnslu. Reynsla okkar er sú að fyrir- tækin eru sífellt að leita eftir upplýs- ingum um ákveðin málefni.“ Notandinn getur ákveðið sjálfur hversu oft hann lætur kerfið upp- færa gagnagrunninn. Þá gefur kerf- ið kost á að fylgjast með upplýsing- um sem berast frá þinginu gegnum tölvupóstkerfi notenda. T.d. getur notandi farið inn í verkliðinn vakt og valið þar þann möguleika að hann vilji fylgjast með hvort tilboð hafi borist í ákveðin bréf á tilteknu gengi. Einnig er hægt að láta kerfíð vakta það hvort verð breytist á tiltekinn hátt. Kerfíð sendir síðan boð til hvaða notanda sem er á tölvupóst- kerfinu þegar breyting á sér stað. Hægt er að láta þessa vakt fylgjast með bæði tímabundið eða ótíma- bundið þróun tiltekinna þátta á markaðnum. „Notandi getur t.d. ákveðið að láta kerfíð senda skilaboð til sín ef hlutabréf í Flugleiðum byija að lækka,“ segir Halldór. „Þetta sparar mikinn tíma því ógerlegt er t.d. fyrir starfsmenn verðbréfafyrir- tækja að fylgast stöðugt með. Kerf- ið gæti stuðlað að því að markaður- inn yrði virkari því það gerir kleift að bregðast skjótar við breytingum en verið hefur.“ Tekur við upplýsingum frá erlendum mörkuðum Gagnagrunnurinn er byggður upp með hliðsjón af ISO stöðlum um skráningu verðbréfa. „Kerfið er þeg- ar tilbúið til að taka við upplýsingum frá erlendum verðbréfamörkuðum og setja upplýsingar inn á slík kerfi. Með innbyggðri tölvupósttengingu gætum við útvegað upplýsingar frá erlendum verðbréfamörkuðum t.d. um íslensk ríkisskuldabréf sem gefin hafa verið út erlendis. Við höfum þegar komið okkur upp tengingum við erlenda gagnabanka þar sem erlend skuldabréf og hlutabréf eru skráð,“ sagði Halldór Axelsson. Torgið Tímarnir tvennir Hjó RV færð þú öll óhöld til veislunnar s.s. diska, diskamoftur, glös, glasamottur, hnífapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl, Líttu við óg skoðaðu úrvalið! Meö allt á hreinu ! RETTARHALSI 2 1 1 0 REYKJAVIK • SIMI: 91-875554 I þessu blaði er haldið upp á að um þessar mundir eru tíu ár liðin frá því að viðskiptablað Morgunblaðsins, Viðskipti/Atvinnulíf, kom út í fyrsta sinn. Með því öðlaðist umfjöllun um atvinnulífið, viðskipti og fjármál sinn fasta sess á síðum blaðsins, sem áhersla hefur verið lögð á að bæta og auka æ síðan. Hins vegar er það auðvitað ekki svo að atvinnulífinu hafi ekki verið sinnt á síðum blaðsins áður en við- skiptablaðið leit dagsins Ijós. Morg- unblaðið hefur alla tíð lagt rækt við fréttir úr atvinnulífinu, ekki síst úr sjávarútvegi og landbúnaði framan af. Öðru hverju urðu meira að segja til viðskiptasíður, sem einatt voru þó bundnar áhuga verðandi viðskipta- fræðinga sem stunduðu blaða- mennskuna með náminu eða fyrst á eftir. Einn af forverum okkar af þessu tagi, Pétur J. Eiríksson, og núverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, hefur á góðum stundum rifjað það upp þegar hann hélt úti viðskiptasíðu í Morgunblaðinu í kringum 1973. Hann mátti hafa sig allan við í fréttaöfluninni, því að upp- lýsingar lágu ekki á lausu - einungis til skráð rfkisskuldabréf á eftirmark- aði, og einu fyrirtækin sem gáfu upp afkomutölur voru Eimskipafélagið og Flugfélag íslands. Röskum áratug síðar, þegar Við- skipti/Atvinnulíf kom út í fyrsta sinn, 17. janúar 1985, voru aðstæður ótrú- lega lítið breyttar - að minnsta kosti ef tekið er mið af breytingum í við- skiptalífinu síðustu tíu árin. En það lá eitthvað í loftinu. í fyrsta tölublaði viðskiptablaðsins er m.a. sagt frá hlutafjárútboði Haf- skips, sem forsvarsmenn þess von- uðu þá að dygði til að koma rekstrin- um á lygnan sjó, þótt raunin hafi orðið önnur eins og flestir muna. En þarna var líka fréttaskýring um nýjan forstjóra Flugleiða, Sigurð Helgason, forstöðumann ýélagsins í Bandaríkj- unum, sem blaðið sagði hafa hreppt stöðuna vegna þess að hann var réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Sömuleiðis var frá því sagt að Hewlett Packard á íslandi væri að hefja starfsemi, og í þessu fyrsta blaði var einnig varpað Ijósi á að hérlendis væri að verða til vísir að einhverju sem menn kölluðu hugbún- aðariðnað. Allt síðan hefur upplýs- ingatæknin verið órjúfanlegur hluti af efni þessa blaðs. Fyrir tíu árum var viðskiptablaða- mennska í raun varla til. Margur blaðamaðurinn tengdi sjálfkrafa hvers kyns umfjöllun um fyrirtæki auglýsingamennsku. Fréttnæmir hlutir innan úr fyrirtækjum hurfu ein- att í skugga slíkra gamalgróinna for- dóma. Fprsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra voru einnig alls óvanir fyrir- tækjafréttum af þessu tagi. Fyrstu mánuðina eftir að viðskiptablaðið tók að koma út fór drjúgur hluti morgun- verka ritstjóra Morgunblaðsins í símtöl við reiða og sára fyrirtækja- stjórnendur sem gátu með engu móti skilið af hvaða undarlegum hvötum viðskiptablaðið var að fjalla um einhvern keppinaut þeirra. Við- brögð af þessum toga heyra nú að miklu leyti sögunni til. Liðin ár hafa þannig verið mikið breytingaskeið, sem leitast hefur verið við að endurspegla á síðum þessa blaðs. íslenskur verðbréfa- markaður hefur raunverulega orðið til á þessum tíma, með býsna blóm- legum skuldabréfamarkaði og dafn- andi hlutabréfamarkaði, sem nú fyrir nokkrum árum var veitt í fastan far- veg með stofnun Verðbréfaþings. Við höfum upplifað ofurhagvöxt skattlausa ársins, staðgreiðsluna og virðisaukann, þjóðarsáttina og und- anhald verðbólgunnar, kreppuna sem nú vonandi sér fyrir endann á, bankasameininguna miklu, Ijósvaka- frelsið og óróann kringum Stöð 2, fjörbrot Sambandsins og að því er virðist myndun nýrrar valdablokkar úr SÍS-fyrirtækjunum sem lifðu þau umbrot af - og vel að merkja eru flest hver orðin hlutafélög. Ársreikn- ingar og opnir aðalfundir fyrirtækja eru engin nýlunda lengur og meira að segja milliuppgjör þykja orðið sjálfsagt mál. Eigið fé stærstu fyrir- tækjanna er orðið markaðsvara með daglegt gengi, sem ræðst að veru- legu leyti af upplýsingastreyminu. íslenskum fjölmiðlum hafa þannig opnast alveg nýjar fréttalindir og enginn talar lengur af fyrirlitningu um viðskiptablaðamennsku. En hafi síðasti áratugur verið við- burðaríkur, verður hann varla nema smjörþefurinn af því sem koma skal. Nýlegir utanríkissamningar hafa fært íslenskt viðskipta- og fjármálalíf inn í hringiðu hins alþjóðlega markaðar, þar sem bíða ógrynni nýrra tækifæra en að sama skapi harðnandi sam- keppni. Innan seilingar er svo bylting kennd við upplýsingahraðbrautina og fer eins og eldur í sinu um alla heims- byggð. Þetta hvort tveggja mun móta atvinnuvegi og daglegt líf landsmanna næstu árin meira en nokkurn órar fyrir, þótt þess sé frei- stað að bregða upp mynd af því í þessari afmælisútgáfu. Viðskiptablaðs Morgunblaðsins bíða því áfram verðug verkefni. BVS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.