Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 D 17 Framtíðarþróunin VIÐ FENGUM nokkra tölvu- menn til að velta því fyrir sér hvert þróun næstu ára leiði í hug- og vélbúnaði. Viðmælend- ur töldu að hægt væri að segja fyrir um þróunina næstu tvö til þijú ár en alls ekki áratug. Þró- un tölvutækninnar heldur áfram, vinnslu- og geymslugeta eykst og verður sífellt hag- kvæmari. Stóru tölvurnar verða líklega fyrst og fremst notaðar sem netþjónar. Hugbúnaðurinn hefur ævinlega fylgt í kjölfar aukinnar vinnslugetu og full- nýtt það afl sem vélbúnaðurinn býr yfír. Ekki er ástæða til að ætla að það breytist. Menn velta því fyrir sér hvort örgjörvar frá Intel verða áfram ráðandi eða hvort nýir örgjörvar frá IBM eða Motorola ná yfirhöndinni. Það er ekki ólíklegt að vélar með fleiri en einn örgjörva verði algengar. Staðaltölvan verður svipuð þeirri sem nú er í notkun nema hraðvirkari, með geisladrifí og stærri disk en nú tíðkast. Það sem er fylgibúnaður né verður staðalbúnaður, líkt og var um litaskjái og tölvumýs. Líklega verða notuð svipuð forrit og notuð eru í dag þótt hraðinn eigi eftir að aukast. Vaxandi þörf er fyrir allskonar flokkun upplýsinga, leit á tölvu- netum og úrvinnslu úr þeim gríðarmiklu upplýsingalindum sem nú eru aðgengilegar. I stað þess að bókhaldaupplýsingar liggi fyrir eftir á mun tölvukerf- ið fylgjast með rekstrinum dag frá degi og gefa ábendingar eftir fyrirfram gefnum reglum, hvort skuldastaða, birgðahald og bankareikningar eru í lagi. Forrit verða æ myndrænni, stý- rikerfí verða notendavænni og viðmót þeirra myndrænt. Samskipti milli tölvukerfa verða enn greiðari og hugbún- aðarkerfi samþættast. Internet- ið mun fá mikinn framgang og upplýsingabrunnarnir í raun liggja við fingurgómana. Tölvupóstur og faxtæki verða tvinnuð saman og töl vupóstur verður algengari. Ekki er ólík- legt að tölvutal og málskilning- ur tölva aukist þannig að not- andinn tali við tölvuna og hún geti svarað. Sú þróun gæti leitt til þess að lyklaborð verði að mestu óþörf. Líklega munu not- endur tölvanna breytast minna en verkfærin sem þeir nota. „Helmingur tölvanna verður notaður helming tímans til að spila leiki eins og er í dag,“ sagði Friðrik Skúlason. Opinbera stefnu vantar í Bandaríkjunum og Evrópusam- bandinu leggja stjómvöld nú mikla áherslu á að byggja upp greið tölvu- samskipti og dæla í það miklum fjár- munum. Hér segja tölvumenn vanta að stjómvöld marki stefnu í upplýs- ingatækni. I hugbúnaðariðnaðinum er talið að fleiri tölvumenn vinni hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Það mundi styrkja einkageirann ef hið opinbera gerði meira af því að bjóða Hafsjór var upphaflega settur upp fyrir aðila i sjávarútvegi en hefur síðan verið víkkaður út. Þar má finna aflatölur, aflamark skipa, gengi, upplýsingar frá fisk- mörkuðum, hvar skip eru stödd, færð á þjóðvegum, þjóðskrána, vísitölur, verðbólgustig, upplýs- ingar af verðbréfaþingi og fleira. Strengur hf. er og umboðsaðili Dow Jones sem fylgist með gengi verðbréfa og gjaldmiðla og sendir þær upplýsingar viðstöðulaust til tölva viðskiptavina. Sérhæfð upplýsingakerfi eru hluti af hugbúnaðarsmíð Strengs hf. Til dæmis um slikt má nefna vegaeftirlitskerfí sem útbúið var fyrir Vegagerðina. Þar er safnað upplýsingum frá vegaeftirlits- mönnum um allt land og sjálfvirk- um eftirlitsstöðviun. Þessar upp- lýsingar eru sýndar á íslands- korti og má sjá í sjónhending færð og ástand vega. Upplýs- ingaskjáir af þessu tagi eru nú komnir á tvo áningarstaði ferða- manna auk þess sem upplýsingar eru sendar til textavarpsins. Þá er unnið að gerð vatnamælinga- kerfis fyrir Landsvirkjun og fleira. Internet og Informix Strengur selur og þjónustar Informix-gagnasafnskerfi, en þau eru gerð til að halda utan um mikið upplýsingamagn. Á grunni þess hugbúnaðar er til dæmis verið að smíða kerfí fyrir mennta- málaráðuneytið til að fylgjast með námsframvindu íslenskra grunn- skólanema. Informix er einnig notað til að halda utan um greina- safn Morgunblaðsins. „Við horfum mikið til Inter- netsins og ætlum okkur þar hlut- verk,“ segjr Haukur. Boðið verð- ur upp á margskonar upplýsinga- þjónustu, bæði núverandi gagna- banka fyrirtækisins og ýmsar nýjungar. út verkefni í stað þess að reka sjálft stór fyrirtæki á þessu sviði. Ríkið og ríkisstofnanir hafa fengið gagn- rýni fyrir að leita ekki útboða í hug- búnaðargerð. Töluverðir möguleikar eru í ný- sköpun á sviði hugbúnaðarfram- leiðslu. En til að svo geti orðið þarf að mati tölvumanna að móta opin- bera stefnu í upplýsingatækni sem fyrst og opna greiðari leið um tölvu- netið til og frá landinu á viðráðan- legu verði. FsævarkarlI Bankastræti 9, s. 13470. Blab allra landsmanna! fHorgtmMatob - kjarni málsiiu! v-r' Starískort fyrir víð- og tíðförula embættís- og athafnamenn á faraldsfætí, með margvíslegum tryggínga- og ferðafríðíndum. ÓMISSANDIÞARFAÞING ! N-.I, ■- .V' ■N'", _ SÉRTILBOÐ: AÐEINS HÁLFT GJALD EF VIÐKOMANDI ERMEÐ VISA-EINKAG ULLKORT FYRIR! ALÞJÓÐLEGT SÍMAKORT FYLGIR ÖLLUM KORTUM vrsA VISA ÍSLAND Álfabakki 16, 109 Reykjavík, sími 567 1700 Verum ítyrg veljum íslenskt! IÐNIANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 1 3 A 155 REYKJAVlK SlMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.