Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 12
12 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
10\ FISKELDI
Fiskeldið hefur gert upp við fortíðina og nú skal horft til framtíðar
Tækifæri til
nýsköpunarsem
verður að nýta
íslendingar verða að nýta þá mögu-
leika sem felast í fískeldinu til að
auka hagvöxt og viðhalda óbreyttum
lífskjörum að mati Vilhjálms Guð-
mundssonar. Helgi Bjarnason ræddi
við hann og kynnti sér skoðanir og
rannsóknir Björns Bjömssonar á
möguleikum til stórfellds
þorskeldis hér við land.
Vilhjálmur Björn
Guðmundsson Björnsson
EG HEF trú á fiskeldinu. Ef
við ætlum að viðhalda lífs-
kjörum þjóðarinnar þurfum
við hagvöxt. í fiskeldinu felst einn
af merkari möguleikum til nýsköp-
unar sem við höfum," segir Vil-
hjálmur Guðmundsson, deildarstjóri
hjá Útflutningsráði íslands. Hann
bendir á að aðrar þjóðir leggi ofur-
kapp á að auka fískeldi og hér á
landi séu ýmsir möguleikar fýrir
hendi. Ýmsir aðrir telja að miklir
möguleikar séu fyrir hendi við eldi
á villtum þorski úti á sjó.
Framleiðni tvöfaldast
Gjaldþrot fiskeldisfyrirtækja og
umræða um fjárfestingarmistök og
óeðlilega stjómún stjómmálamanna
á atvinnulífínu hefur einkennt físk-
eldisumræðuna. Eru fískeldi og loð-
dýrarækt orðin að - hálfgerðum
skammaryrðum í umræðunni. Vil-
hjálmur hefur unnið að stjómum
fískeldisfyrirtækis, markaðsmálum
og félagsmálum fískeldis og er rit-
stjóri Eldisfrétta,- Hann leggur
áherslu á að búið sé að gera upp
fortíðina og menn verði að horfa
til framtíðar og nýta þá aðstöðu og
möguleika sem fyrir hendi eru.
Hann segir að þrátt fyrir skakka-
föll hafí framleiðslan haldið áfram
í mörgum stöðvum og árangur
batnað. Nefnir hann sem dæmi að
á árinu 1990 hafi framleiðni stöðv-
anna tvöfaldast en þá er átt við
hversu mörg kíló af slátruðum laxi
fáist fyrir hvert hundrað seiða sem
sett er í eldi og hafí framleiðnin
síðan aukist ár frá ári. Framleidd
eru um 3,500 tonn af laxi- og sil-
ungi á ári og verðmæti þess sem
farið hefur á erlenda markaði síð-
ustu fímm árin er um fjórir milljarð-
ar. Vilhjáimur segir að eldið skapi
þjóðinni tekjur og atvinnu auk þess
sem góðir hlutir séu að gerast í
þjónustugreinum sem skapi veruleg
verðmæti. Hann segir að fískeldis-
fyrirtækin séu nú komin yfir ákveð-
inn þröskuld og sum skili hagnaði.
Kostnaður þarf að minnka
Vilhjálmur segir að fískeldis-
menn þurfi að gera enn betur.
Grundvallaratriði sé að lækka
kostnað við framleiðslu hvers kflós
því sífelld aukning framboðs á
heimsmarkaði hafí óhjákvæmilega
í för með sér verðlækkun. Verðið
hefur reyndar verið nokkuð stöðugt
síðustu árin. Töluvert er lagt í rann-
sóknir og segir hann að sú þekking
sé smám saman að skila sér inn I
atvinnugreinina. Hann bendir á að
aðrar þjóðir leggi gífurlega áherslu
á framþróun og aukningu fískeldis
og segir að íslendingar hafí ekki
efni á því að gefa alveg frá sér
þessa möguleika. Menn verði hins
vegar að átta sig á styrkleika sínum
og veikleika. Bendir hann á að
bleikjueldi hafi vaxið hér og fengist
gott verð fyrir afurðimar. Þá væri
undirbúningur að framleiðslu á lúðu
á vegum Fiskeldis Eyjafjarðar og
hlýsjávartegundum eins og sæeyra
í Vogum og barra á Sauðárkróki
langt kominn og lofaði góðu.
Hann segir að undirbúningur
slíkrar framleiðslu taki langan tíma
og þurfí opinberir sjóðir að leggja
áættufé á móti eigendum fyrirtækj-
anna og gefa þeim tækifæri til að
sanna sig. Öðruvísi verði engin
framþróun. „Auðlindir sjávarins eru
takmarkaðar og þó við stöðvum
ofveiði getum við ekki tekið meira
úr hafínu. Hins vegar eru vaxandi
möguleikar í eldi. Framleiðsla á eld-
isafurðum fer sífellt vaxandi í heim-
inum og nálgast nú 20% af heildar-
framboði sjávarafurða. Til lengri
tíma litið vil ég líkja þróun fiskeldis
í heiminum við það að smám saman
þróaðist heimsbyggðin úr veiði-
mannasamfélagi yfir í skipulagðan
búskap," segir Vilhjálmur.
Möguleikar í þorskeldi
Björn Björnsson, sérfræðingur
Hafrannsóknastofnunar I eldi sjáv-
Verður að fara vel að þorskinum
„MENN ættu að fara varlega af
stað. Ef þeir byrja vanbúnir er
hætt við að afföllin verði mikil
og þorskeldi stöðvað,“ segir Ní-
els Arsælsson skipstjóri á
Tálknafirði sem alið hefur þorsk
í sjókví í Tálknafirði frá því í
sumar og er einna stórtækastur
þeirra sem þorskeldi stunda.
Hann er með hátt í 30 tonn af
þorski í kvíum úti á firðinum.
Sjö fyrirtæki og einstaklingar
ólu villtan þorsk í kvíum fram á
vetur. Þrjár stöðvar eru í Stöðv-
arfirði og ein stöð í Norðfirði,
Hnífsdal, Tálknafirði og Patreks-
firði. Víðast hvar var aliþorskin-
um slátrað fyrir jól.
Gerir út á söfnun
Tvær fjölskyldur standa að
þorskeldinu í Tálknafirði, Níels
og Einar Steinsson verktaki í
Njarðvík og fjölskyldur þeirra.
Eru þeir ánægðir með
árangurinn í sumar og
vonast stil að geta haldið
áfram. Níels gerir út 50
tonna bát, Bjarma, og
hélt honum sérstaklega ________
til veiða á lifandi þorski
um tíma í surnar. „Hugmyndin
var að safna þorskinum á venju-
legum dragnótarveiðum, setja
hann í safnnætur og draga þær
síðan heim við gott tækifæri. Við
hættum við vegna þess hvað að-
ferðin reyndist illa hjá Patreks-
firðingum,“ segir Níels. Hann
segist þá hafa reynt að safna
fiskinum í ker um borð í bátnum
í veiðiferðum en það hafi gengið
afar illa og mikil afföll orðið
þrátt fyrir að stutt væri á miðin.
Því hafi ekki verið um annað að
ræða en að gera sérstaklega út
á þessa söfnun og útbúa bátinn
til þess.
„Við töldum þorskinn svo
harðgeran að hann þyldi nánast
allt. Sú varð hins vegar ekki
raunin, það virðist þurfa að fara
vel að honum. Hann er afar við-
kvæmur fyrir hitabreytingum og
súrefnislækkun,“ segir Níels.
Hann útbjó bátinn með sjókerum
undir þiljum, fékk sér súrefnis-
kerfi og öflugar sjódælur. Með
þessum búnaði gekk vel að koma
fiskinum lifandi úr dragnótinni
á miðum í sjókvína í Tálknafirði.
„Okkur tókst að koma afföllun-
—— um úr 50-70% niður í
Mpfí qn tnnn !<>%.“ segir hann.
meo óu uonn Níels segirað fískur
af aliþorski inn hafi verið fóðraður á
í Tálknafirrtf loðnu eingöngu ogþað
i i aiKnaiiroi hafí gefíst vel hann hafi
þyngst rnikið, allt að tvö-
faldast frá því í júlí. Algeng
stærð hafi verið 2 VI kg þegar
fiskinum var safnað en 4Ví til 5
kíló nú. Vonast hann til að fá 30
tonn upp úr kvínni. Annars þyng-
ist fiskurinn mishratt. Þeir sterk-
SKIPVERJAR á Bjarma safna þorski fyrir utan Tálknafjörð.
ustu fá nóg en útiloka jafnframt
þá veikari frá fóðrinu.
Ýsan kom á óvart
Upp úr dragnótinni komu ýms-
ar aðrar tegundir en þorskur,
aðallega ýsa, lúða og rauð-
spretta. Níels segir að því hafi
verið haldið fram að ekki væri
hægt að ná ýsu lifandi í eldi. Það
hafi þeim þó tekist og gengi eld-
ið vonum framar, ýsan kæmi
jafnvel betur út en þorskurinn.
Þá spjaraði lúðan sig ágætlega
en kolinn virtist verða útundan
í fóðruninni.
Níels slátraði í tilraunaskyni
fyrirjól og sendi til Frakklands.
Hann segir að fiskurinn hafi lík-
að vel. Hins vegar sé fiskholdið
laust í sér þegar slátrað er beint
úr áti og útlitið neytendum ekki
að skapi. Nauðsynlegt sé að
svelta þorskinn vel fyrir slátrun.
Því hafi hann nú svelt hann í sex
vikur og segir óvíst hvenær slátr-
að verður. Þá segist Níels ekki
hafa áhyggjur af sjávarhitanum,
hann sé enn 4,7 stig og þorskur-
inn þoli vel að fara niður fyrir
frostmark.
Enginn opinber stuðningur
Níels og Einar hafa ekki notið
neins opinbers stuðnings við
þessa tilraun og gagnrýnir Níels
það, segist hvorki hafa séð haus
né sporð á starfsmönnum Haf-