Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ 101LANDBUNAÐUR Landbúnaður leitar nýrra sóknarfæra jafnt á innlendum sem erlendum markaði Hreinleika pakkað í neytendaumbúðir HORMÓNALAUS íslensk kýr hámar í sig eiturlaust íslenskt gras. Morgunblaðið/RAX BÚPENINGUR í 10 ÁR Sauðfé 1985-93 Nautgripir 1985-93 Útflutninhur lífhrossa---4,0 1985-94 þúsund -3,5 0~i—i—i—i—i—i—i—i—t- 0 iaii8asrSiiSíigp'-,iV^--'Tj '86 '88 '90 '92 '86 '88 Landbúnaður á íslandi hefur átt í varnarbar- áttu undanfarin ár. Hugi Ólafsson leitaði að nýjabrumi í grein- inni og fann það meðal annars í eitur- og lyija- lausu kjöti sem selst dýrum dómum í EGAR landbúnaður er nefndur dettur flestum í hug samdráttur en ekki sóknarfæri. Hefðbundinn íslenskur landbúnaður, þ.e. sauðfjár- og nautgriparækt, hefur vissulega dregið mikið saman seglin undan- farin ár, en því fer fjarri að hvergi megi greina græna nál í gegnum sinuna. í fyrsta lagi má segja að „sinan" hafí minnkað og að landbúnaðurinn hafí í auknum mæli lagað sig að markaðsaðstæðum: fjölbreytni vara til neytenda hefur aukist, op- inber stuðningur minnkað og niður- greiðslum til útflutnings verið hætt. Verð á kjöti, mjólk og eggjum hef- ur lækkað um 14-40% frá 1989 til 1994. Með þessu telja bændur sig hafa undirbúið sig fyrir gildis- töku nýja GATT-samkomulagsins, sem heimilar innflutning á erlend- um landbúnaðarvörum, þó að mikil óvissa ríki reyndar um framkvæmd GATT. Þetta mega kannski kallast varn- arsigrar, en hvar er að finna ný- sköpun og vaxtarbrodda í íslensk- um landbúnaði? Reiðhross og minjagripir Helga Guðrún Jónasdóttir, for- stöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, nefnir meðal ann- ars uppgang í hrossarækt og hesta- mennsku og vaxandi útflutning á reiðhrossum og hrossakjöti. Ferða- þjónusta bænda hefur verið að festa sig í sessi og ýmiss konar smáiðnaður hefur skotið rótum, svo sem framleiðsla minjagripa úr land- búnaðarafurðum. Vonir eru bundn- ar við nýjar greinar eins og bleikju- eldi og skógrækt. Þessar „aukabúgreinar" eiga það sameiginlegt að þær eru ekki fjármagnsfrekar eins og til dæmis loðdýraræktin var og því er flest að vinna og litlu að tapa. Helga Guðrún nefnir einnig at- riði eins og bættar samgöngur, sem auðvelda hagræðingu við úrvinnslu og bæta aðgang bænda að aðföng- um og þjónustu. Eitt athyglisverðasta sóknarfær- ið sem íslenskur landbúnaður kann að eiga er þó myndun nýrra mark- aða erlendis fyrir svokallaðar „hreinar" búvörur. í heimi þar sem allt á að vera vistvænt og ómengað er ímynd íslands allt í einu orðin hugsanleg söluvara - og ekki bara hugsanleg, því sala á „hreinum“ íslenskum búvörum erlendis er þeg- ar hafín. Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, hefur '90 '92 '86 '88 '90 '92 '94 leitað hófanna með markaði fyrir íslenskt nautakjöt erlendis og er nú að sjá fyrsta ávöxt erfíðis síns. íslenskt nautakjöt hefur fengið viðurkenningu bandarískra heil- brigðisyfírvalda um að það fullnægi fjórum skilyrðum til að teljast hreint, sem eru að það innheldur engar lyljaleifar, hormónalyf, skor- dýraeitur eða illgresiseitur. Banda- rískir bændur geta auðveldlega uppfyllt fyrstu tvö skilyrðin, en varla hin síðari, því landið og líf- keðjan eru mettuð af DDT og öðr- um eiturefnum. ísland nýtur þess í þessu tilviki að fá lönd eru eins fátæk af skor- dýrum og því þarf ekki að eitra gegn þeim. - Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að lega íslands og loftslag teldist því til tekna hvað landbúnað varðaði. Aukagjald fyrir eiturleysi Verðið á „hreinu“ nautgripakjöti er mun hærra en á öðru kjöti, þar sem kjötætur í hópi græningja (sem eru kannski færri en grænmetisæt- urnar, en virðast samt vera til) eru tilbúnar að greiða aukalega fyrir eiturleysið. I bandarísku verslun- arkeðjunni Trader Joe’s á vestur- strönd Bandaríkjanna er kílóið selt á um 1.500 íslenskar krónur, eða á um tvöfalt hærra verði en í búð á íslandi. Hreinn og ómengaður kjúklingur kostar um 700 krónur í Trader Joe’s, en sá hormónameng- aði aðeins um 135, svo annað dæmi sé tekið. Fyrsta sendingin af íslenska nautakjötinu, um tíu tonn, fór vest- ur um haf nú í þessum mánuði og er væntanlega þegar komin í versl- anir. Kjötið er fullunnið hér heima og sett í neytendapakkningar, en fjögur sláturhús hafa hlotið nauð- synlegan gæðastimpil til að fram- leiða „hreina“ kjötið: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Sláturfélag Suðurlands á Selfossi, Kaupfélag Hvammstanga og Kaupfélag Þing- eyinga á Húsavík. Fleiri afurðir í athugun Trader Joe’s rekur 65 verslanir og er með áætlanir um að opna víðar í Bandaríkjunum en á vestur- ströndinni. Fyrirtækið er tilbúið að skoða fleiri íslenskar afurðir til hugsanlegrar sölu, eins og dilkakjöt og fjallableikju, að sögn Guðmund- ar Lárussonar. Það er of snemmt að spá um hveijir möguleikarnir eru á að ná umtalsverðri sölu á íslenskum land- búnaðarvörum á háu verði á há- gæðamörkuðum í Evrópu og Amer- íku. Það virðist þó óhætt að segja að sjaldan verður hamrað um of á hreinleika íslands í markaðsstarfí á erlendri grund, hvort sem selja á Ijallalamb eða úthafsrækju, blá- vatn eða bakpokaferðir. Björt von í ylrækt: vetraruppskera EF ERLENDUE gestur í íslandsheimsókn væri spurður hver væri fjarstæðukennd- asta atvinnugrein sem hann gæti hugsað sér að stunduð væri á landinu gæti svarið orðið eitthvað á þá lund að það væri rækt- un suðrænna garðávaxta að vetrarlagi. Sá hinn sami yrði hissa ef hann liti við í heimsókn hjá Þórhalli Bjamasyni bónda á Garðyrlqustöðinni Laugalandi í Borgar- firði. I miðjum mörsugi, þegar skafrenn- ingur næðir um Borgarfjörðinn og sólin rétt skýtur kollinum yfir Skarðsheiðina um hádaginn er Þórhallur önnum kafinn við að dytta að agúrkunum sínum. Ferskar agúrkur með þorramatnum Fyrstu vetrargúrkuraar frá Laugalandi koma í verslanir á höfuðborgarsvæðinu nú i þorrabyrjun, þegar fólk er vanara að fá súrsaðan, hertan og kæstan mat en ferskt grænmeti. Fyrsta vetraruppskeran á Laugalandi af þessu tagi var hins vegar i ársbyrjun 1993. Vetrarræktun á grænmeti byggir að stórum hluta á framförum sem orðið hafa í lýsingartækni fyrir plöntur. Þór- hallur og Bjarni Helgason faðir hans, sem í sameiningu reka Laugaland, ákváðu að reyna fyrir sér á þessu sviði þegar þeir heyrðu af tilraunaniðurstöðum í Noregi sem þóttu gefa góða raun. Notaðir eru sérstakir lampar, sem gefa frá sér gulleita birtu sem nýtist plöntunum vel við ljóstillífun. „Lýsingin er miðuð við meðalbjartan sumardag, þar sem kannski er smáskýjahula og við lýsum allan sólar- hringinn utan að við gefum plöntunum fimm tíma hvíld,“ segir Þórhallur. Keypt er afgangsorka af Rafmagnsveitum ríkis- ins, en þegar álag á veitukerfið eykst þurfa Laugalandsbændur annaðhvort að kaupa orku á hærra verði eða slökkva um stund. Þrátt fyrir þetta fyrirkomulag er kostn- aðurinn við lýsinguna mikill og því þarf að hafa alla þætti við ræktunina í lagi. Mælitæki fylgjast með því að hitastig, áburðargjöf, vökvun og koltvísýringur í loftinu séu sem ákjósanlegust. Plönturaar eru í steinull en ekki mold, en sumir garð- yrkjubændur rækta einnig í íslenskum vikri. Morgunblaðið/Theodór ÚTI ER snjór og myrkur - en inni í gróðurhúsunum á Laugalandi baða gúrkurnar sig í ijósi frá fallvötnum og hita úr iðrum jarðar. Betri en innflutt vara Laugaland er í samkeppni við innfluttar gúrkur á veturaa, en Þórhallur telur ekki halla á sig þar. Gúrkur frá Spáni séu orðn- ar gamlar og vondar ef þær eru fluttar með skipi og of dýrar ef þær koma með flugi. Þórhallur telur líka að íslensku af- urðiraar séu betri vara þegar þær eru tíndar af plöntunum, því hér séu fáar af þeim plágum til staðar sem skemma garðávexti í suðrænum löndum. Þórhallur kaupir innflutta ránmaura til að éta roða- maura og eitursprautun heyrir sögunni til. íslenska grænmetið er því ekki bara ferskt, heldui; vistvænt. 3-4 uppskerur á ári Á Laugalandi hefur verið ylrækt síðan árið 1942. Þar eru 3.600 fermetrar í rækt- un undir gleri og er um þriðjungur þess rýmis nú með vetrarlýsingu, en fer vænt- anlega vaxandi. Lauglendingar geta nú fengið 3-4 uppskerur á ári, sem þætti gott á suðrænni breiddargráðum en þeirri sextugustu og fimmtu. En finnst fólki sem kemur í heimsókn á Laugaland í svartasta skammdeginu ekkert skrýtið að sjá þar eitthvað annað en bara frostrósir á gróðurhúsaglerinu? „Það sem nágrannar mínir hafa stund- um rekið augun í er að ég lýsi stundum upp skýin hérna fyrir ofan bæinn, þetta er birtugos sem setur svip sinn á umhverf- ið hérna,“ segir Þórhallur. „Jú, þetta er náttúrlega svolítið bijálað að vera að rækta suðræna ávexti hér með þjálp fall- orkunnar og jarðhitans.“ H í 4 4 ( ( 4 4 - 4 i 4 4 C 4 i <>. I i i I i t < * i l 1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.