Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 D 37 Dýraverndarsamtök gera usla í evrópskum landbúnaði Kálfar frá Bret- landi fá bætta með- ferð íHollandi London. Reuter. ÁRANGUR hefur náðst í baráttu baráttumanna dýraréttinda til þess að koma í veg fyrir að kálfar frá Bretlandi verði hafðir í kössum eins og notaðir eru á meginlandi Evrópu, því að Hollendingar hafa samþykkt að senda dýrin á býli þar sem þau fá nægt rými til þess að leita að æti. Stjórnvöld í Bretlandi segja að yfirvöld í Hollandi hafi lofað að ábyrgjast að allir þeir 180,000 kálfar, sem fluttir eru inn frá Bret- landi á ári hveiju, verði hafðir í víðum básum, en ekki þröngum og ljóslausum kössum, sem voru bannaðir í Bretlandi 1990. Misjafnar undirtektir William Waldegrave, landbún- aðarráðherra Breta, kallar fréttina „skref í rétta átt.“ Hann hefur verið gagnrýndur fyrir útflutning á dýrum frá býli sem hann á. Dýraréttindafólk, sem hefur átt í átökum við lögreglu vegna til- rauna til að trufla kálfaútflutning til meginlandsins, lætur sér fátt um finnast. Talsmaður þess sagði að rangt væri að senda lifandi dýr langar leiðir án tillits til þess hvernig að þeim yrði búið á ákvörðunarstað. Einnig yrði erfitt að framfylgja banninu, þar sem 80% alikálfa í Hollandi væru geymdir í kössum. Hann nefndi fleiri dæmi til að sýna illa meðferð kálfa á megin- landinu. Víðtæk mótmæli Fyrir helgi kom andófsfólk í veg fyrir að lest flutningabíla flytti kálfa til flugvallarins í Swansea í Wales. Áður hafði fólkið lokað flugvellinum þegar það frétti að rússnesk flugvél hefði verið tekin á leigu til þess að halda uppi reglu- legum ferðum með alikálfa til meginlandsins. Hafnarbærinn Shoreham á Suð- ur-Englandi hefur verið miðstöð mótmælanna. Fyrir helgi var sam- tökum grænfriðunga bannað að reyna að loka höfninni. Þaðan hafa klálfar verið fluttir í feijum yfir Ermarsund. þínmiðsÉöð í INN- GG ÚTFLUTNINGI Sérhæfð þjónusta á öllum sviðum inn- og útfflutnings "STVG TOLLVÖRUGEYMSLAIM HF. Héðinsgata 1-3, 105 Reykjavík. sími: 5813411, ffax: 5680211 Stjómendur iðnfyrirtækja Markmið verkefnisins Frumkvæði - Framkvæmd er að aðstoða iðnfyrirtæki við að aíla sér ráðgjafar. Það er gert undir stjórn verkefnisstjóra og með íjárhagslegum stuðningi. Aðstoð er veitt á eftirtöldum sviðum: þ Stefnumótun þ Fjárhagsleg endurskipulagning og fjármálastjórnun þ- Vöruþróun og markaðsaðgerðir þ Skipulagning framleiðslu ► Gæðastjórnun Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun, Iðnlánasjóði og atvinnuráðgjöfum víðs vegar um landið. Frekari upplýsinar gefur Karl Friðriksson í síma 587-7000. (Q) iðnlánasjóður Iörttæknistofnuníl Ármúla 13A, 155 Reykjavík. Keldnaholt, 112 Reykjavík. Sími 588-6400. Telefax 588-6420 Sími 587-7000. Telefax 587-7409 Stöðugar fr?,irfarir, stöðugt forskot. ORACLEÍsland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 561-8131 Fax 562-8131 Auglýsingastofa Þórhildar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.