Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 10
10 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERSLUN Miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar í umhverfi verslunar vegna tækniframfara „ # ^ ^ ^ ... Morgunblaðið/BAR LIKLEGA hefði þetta fólk, sem hér stendur í biðrðð fyrir utan verslun, viljað eiga þess kost að panta vöruna í gegnum tölvu heiman frá sér. Slíkir verslunarhættir eru orðnir að veruleika, ekki mjög útbreiddum enn sem komið er, en því er spáð að það muni breytast hratt. Framtíðarsýnin er falin í tölvum UNDANFARIN ár hafa orðið miklar breytingar á alþjóð- legu umhverfi verslunar, m.a. vegna Evrópusambandsins, EES-samningsins og NAFTA auk gildistöku GATT um síðustu ára- mót. Þá eru ótaldar breytingar sem hafa orðið eða eru yfirvofandi vegna tækniframfara. Framtíðar- sýn í verslun er talin vera fólgin í sjónvarpi og tölvum auk þess sem því er spáð að póstlistar eigi enn frekar eftir að sækja í sig veðrið. „Það er erfítt að sjá framtíðina fyrir sér í þessum efnum, enda tek- Alþjóðlegt umhverfi verslunar breytist í sí- fellu. íslensk verslun fer ekki varhluta af því. Hanna Katrín Friðriksen ræddi við forsvarsmenn í verslun um yfirvofandi breyt- ingar á verslunarháttum hér á landi í kjölfar aukinnar tækni og tölvunotkunar. ur verslun miklum og örum breyt- ingum,“ sagði' Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna, þegar blaðamaður bað hann að setja sig í spámanns- stellingar. „Hitt er staðreynd að menn hafa verið að velta því fyrir sér hvernig þessi tækni, þar sem menn geta notað heimilistölvur sín- ar til innkaupa, muni birtast al- menningi á næstunni. Ég býst líka við að í framtíðinni muni fleiri aðilar bjóða neytendum svipaða þjónustu og Sjónvarps- markaðurinn á Stöð 2. Að ein- hverju leyti mun þetta augljóslega valda aukinni samkeppni við hefð- bundna smásöluverslun.“ N ýj ungagj ar nir Magnús sagði ennfremur að ís- lensk smásöluverslun hefði í gegn- um árin fylgst mjög vel með nýj- ungum. „Það má taka sem dæmi hversu fljótir kaupmenn voru að taka strikamerkingakerfið í notk- un. Það er ekkert ólíklegt að menn noti það tölvukerfi sem fyrir er í verslunum til að stækka markaðs- svæði sitt. Þannig getur tölvuversl- un t.d. verið leið til þess að leysa vanda fólks í afskekktari byggðar- lögum þar sem illmögulegt er að reka verslun." Persónuleg samskipti A síðasta ári sat Magnús Finns- son ásamt Stefáni G. Guðmunds- syni, framkvæmdastjóra Félags ís- lenskra stórkaupmanna, ráðstefnu hjá Samtökum smásala í New York þar sem umræður um gagnvirkt sjónvarp og „sófainnkaup“ með hjálg tölvu voru mjög áberandi. „Ég man sérstaklega eftir einum fyrirlestri þar sem fjallað var um hvernig verslunarhættir framtíðar- innar gætu orðið,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur verið talað um að hin per- sónulegu tengsl afgreiðslufólks og kaupenda vanti þegar tölvur eru notaðar við verslun. I þessum fyrir- lestri var notaður tölvuskjár til skýringar. Á honum birtist mynd af konu sem heilsaði viðkomandi kaupanda með nafni þegar hann tengdist kerfinu. Síðan gerði hún persónulegar athugasemdir við val- ið á vörunum. Þá gat notandinn sett mynd af sjálfum sér inn á skjá- inn og mátað hinar ýmsu flíkur. Það var mjög áhrifamikið að sjá þetta.“ Póstur, sjónvörp, tölvur Stefán sagði ljóst að framtíðar- sýnin í verslun tengist póstverslun, sjónvarpsmörkuðum og beinlínu- tengingu í tölvum. Póstverslun væri í mikilli sókn og hjá FÍS væri kominn vísir að sérstöku félagi fyr- E-Mall Verslun á Interneti Flokkun vara gefur góða yfirsýn yfir vöru- lista. | EL V»maVerela»-|B*mi«l ¥bnill»ti Vcrsi* E>niw>lr Sýn Uppietnlngac UJélp MlgBIfneMíaT¥íiElll~ÍiBP Yfiifiðfckw: I tiinuj Ailir Mséí Lítil mynd gefur fyrstu hugmynd um útlit vöru. Frekari upp- lýsingar um vöru má fá á margmiðl- unarformi. ] □ V*f»: F *]OSf* C D Gfafavðia j D 1»bo».vafa Vinniisfr.y»ta 673.00 kr Skilgreina má verðbil og mark- hóp til að auð- velda leit að því sem kaupa á. Hægt er að sjá verð vara í hvaða gjald- mlðli sem er. Vinnuskyrta B79.00 kr Endingegóóvinnuskyitu sem er lánoleg I lauðu. btóu og gráu. SioeidirS, M. LogXL Mynd Bflfttin hlutfkwfu Ótakmarkaður texti gefur góðar upplýs- ingar um valda vöru. K.«. "TF H«gr> I«n Sm(4> B*tg« VnfRrtkyrla l| 679 OOM 679.00 VijBonui Di««nq Wlnikos knaomotui lo/nb !| .72 00 krj 77.001i|Bom»t Orertnio Pampgrí mojo boy 72 sfc ij 131003H 1110.00 fcjjfwinuc Drwsnij 7 ■aeiAn J Valdar vörur eru settar í körfuna. Körfur má vista og endurnýta hvenær sem er. Innkaup á Intemeti MÁL málanna í tölvuheiminum er alþjóðlega tölvunetið Inter- net. Alls eru notendur Internets- ins á fjórða tug milljóna í 137 löndum og fjölgar um nokkur þúsund á dag. Hér á landi eru á fimmta þúsund íslendingar dag- legir gestir á Internetinu. Notk- unarmöguleikarnir eru nánast ótakmarkaðir en hér verður kastljósinu beint að verslun á netinu. Stefán Hrafnkelsson, einn eigenda Margmiðlunar hf., er áhuga- maður um verslun á Inter- neti, reyndar um rafræna versl- un almennt, enda er Margmiðlun að markaðssetja hugbúnað, Val- ið og verslað, til slíkra nota. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Stefán að máli til að forvitn- ast um þessa hluti. Raunhæft „Menn eru farnir að sjá að verslun á Interneti er raunhæfur kostur," sagði Stefán. „En enn eru þó nokkur atriði sem þarf að laga áður en hún getur orðið mjög útbreidd." Stefán sagði að fyrst brynni á að lagfæra greiðsludreifingu á netinu. „Öryggismálin varðandi verslun á Internetinu hafa verið mjög til umræðu. Helsta áhyggjuefnið þar er að óprúttnir aðilar komist yfir greiðslukorta- númer sem gefin eru upp við verslun. Nú þykir öruggara að senda númerin á faxi til viðkom- andi seljanda." Að sögn Stefáns eru allar líkur á að vandamálið varðandi greiðsludreifinguna leysist á næstu 3-6 mánuðum þegar búinn verði til nýr gjaldmiðill til að nota á netinu. „Þar er í raun um að ræða fyrirtæki á netinu sem sjá um öryggismálin. Þau brengla allar tölur og senda þær þannig yfir netið að aðeins rétt- ur viðtakandi geti lesið þær.“ Ótti við sprengingu Menn leiða að því líkum að þegar búið verði að leysa vanda- málið með greiðslumiðlunina muni verslun á Internetinu auk- ast gríðarlega, jafnvel svo mikið að ástæða sé til þess að óttast að netið spryngi. „Það er hætta á að flutningsgetan verði tak- markandi þáttur og því verður þróunin að verða sú að símalín- urnar geti flutt meiri gögn,“ sagði Stefán. Hann sagði ennfremur að þeg- ar vandamálið með greiðslu- dreifinguna væri leyst væri önn- ur forsenda sem þyrfti að vera fyrir hendi til þess að verslun á Interneti gæti orðið mjög al- menn. Þar væri um að ræða vörudreifingu. „Verslun á Inter- neti verður dýr verslunarmáti á meðan það vantar vörudreifingu á netinu sem hefur þá hag- kvæmni að dreifingarkostnaður- inn verður ekki afgerandi þátt- ur,“ sagði Stefán, ogennfremur að dreifingakostnaðurinn mætti helst ekki verða mikið meiri en það kostaði kaupanda að koma sér sjálfur í verslun til að kaupa viðkomandi vöru. Múrarnir falla „Við erum að horfa hér á gíf- urlegar breytingar þar sem múrar fjarlægðarinnar eru að falla í verslun. Það verður ekki lengur til neitt sem heitir einka- umboð heldur getur væntanleg- ur kaupandi sent boð um allt netið og óskað eftir tilboðum hvaðanæva að. Við erum ekki bara að tala um möguleika ís- lendinga á því að gera innkaup erlendis frá heldur einnig hér á Iandi. Þar má sérstaklega nefna hagræðið fyrir afskekktari byggðalög. Þá má ekki gleyma möguleik- um íslendinga á að bjóða vöru sína til kaups á netinu. Hjá Margmiðlun höfum við t.d. sett inn á netið þann hugbúnað frá okkur sem hægt er að selja er- lendis," sagði Stefán. „Þar geta menn skoðað það sem við höfum upp á að bjóða og ef þeim líst svo á geta þeir pantað af okkur í gegnum netið.“ —Hafið þið hjá Margmiðlun keypt eitthvað af netinu? „Já við festum fyrir stuttu kaup á hugbúnaði sem við sáum á Internetinu. Við skoðuðum hann fyrst, sendum síðan pönt- un oggreiðslukortanúmer og vorum komnir með hugbúnað- Stefán Hrafnkelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.