Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 D 35
Farsímar
Nýir not-
endurogný
tækni auka
söluá
farsínum
Helsinki. Reuter.
ÞRÓUNIN á farsímamarkaðnum
er í aðalatriðum sú að ört vaxandi
fjöldi notenda eru einkaaðilar og
að notkun stafrænnar tækni eykst
hröðum skrefum að sögn finnska
fjarskiptafyrirtækisins Nokia Oy.
Lauri Kivinen, einn framámanna
farsímadeildar Nokia, sagði í sam-
tali við Reuter að rúmlega helm-
ingur nýrra farsíma á Norðurlönd-
um 1994 hefði verið seldur einka-
notendum og gert væri ráð fyrir
að þetta hlutfall mundi aukast
1995.
Farsímanotendur á Norðurlönd-
um eru óvenjumargir miðað við
önnur lönd. Rúmlega 12% Finna
eiga farsíma miðað við 2-3% að
meðaltali í Efnahagssamband-
slöndum og um 8% í Bandaríkjun-
um.
Næststærstir
Rekstrarhagnaður Nokia Mobile
Phones rúmlega tvöfaldaðist 1993
í 950 milljónir marka (200 milljón-
ir dollara) og fyrirtækið er annar
umsvifamesti farsímaframleiðandi
heims, næst á eftir Motorola í
Bandankjunum.
Motorola og Nokia selja rúm-
lega helming allra farsíma sem
seldir eru í heiminum árlega að
sögn Kivinens.
Vegna aukinnar sölu farsíma
um allan heim hefur verð þeirra
lækkað um rúmlega 15-20% á ári
að meðaltali.
Laun
hækka um
5.5% íDan-
mörku
Kaupmannahöfn. Reuter.
FIMMGTÁN þúsund flutninga-
verkamenn hjá um 1,000 fyrir-
tækjum fá að jafnaði 5.5% launa-
hækkun á tveimur árum í fyrstu
launasamningunum í Danmörku
1995-1996 og hækkunin er innan
viðmiðunarmarka ríkisstjórnarinn-
ar.
Samningarnir tókust eftir 30
tíma samningafundi og geta haft
fordæmisgildi í komandi viðræðum
í öðrum atvinnugreinum.
„Við höfum reynt að forðast
hvers konar samning, sem gæti
spillt samkeppnisaðstöðu okkar
gagnvart Þjóðverjum," sagði Stig
Andersen, framkvæmdastjóri sam-
taka vinnuveitenda.
„Við búumst við að launahækk-
anir erlendis verði um 3% á ári
næstu tvö ár, svo að okkur hefur
tekizt að varðveita samkeppnis-
getu okkar á útflutningsmörkuð-
um,“ sagði hann.
Danska stjórnin hefur lagt
áherzlu á nauðsyn þess að launa-
hækkanir verði minni en í sam-
keppnislöndum svo að verðbólga
fari ekki upp fyrir 2%, eins og hún
er nú, og núverandi uppsveiflu
verði ekki stefnt í hættu.
Samtök danska iðnaðarins og
bæjarstarfsmenn hafa gagnrýnt
launahækkunina og telja hana „of
háa.“
Viðræðum um laun rúmlega
tveggja milljóna Dana verður hald-
ið áfram næstu sex vikur og launa-
samningar til næstu tveggja ára
taka gilfi l.marz.
101 VIÐSKIPTI
Flöskuháls í
matvöruverslun
í SAMTALI við Morgunblaðið
um verslunarhætti framtíðar-
innar nefndi Magnús Finnsson,
framkvæmdastjóri Kaup-
mannasamtakanna, atriði sem
hann sagði spennandi að skoða
í tengslum við þessi mál. í mat-
vöruverslun væri afgreiðslan
flöskuhálsinn og það væri dýrt
að hafa marga afgreiðslukassa.
Sífellt væri verið að leita leiða
til að leysa þetta vandamál og
nú væri komin til sögunnar
tækni sem gerði kleift að strika-
lesa í einu vetfangi alla vöru í
innkaupakerru um leið og kerr-
unni væri rennt fram hjá af-
greiðslukassanum. „Svona kerfi
er nú farið að prófa í Japan og
þess er ekki langt að bíða að
það verði komið á almennan
markað," sagði Magnús. „Það
er sem sagt alltaf verið að leita
leiða til þess að lækka kostnað.
við vörudreifingu og auka hrað-
ann.“
ORACLE Island Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 561-8131 Fax 562-8131
JjU/H
n
sem auí
*lýstir h ér.
Láttu
okleur skerpa
]1
2aásmáium
ryrirtækisins með
netri
arangn.
I_________:
ARGUS
ekki bara 9-5
HLIÐA AUGLÝSINGAÞJÓNUSTA. MARKAÐSRÁOGJÖF, HÖNNUN, ALMENNINGSTENG
SÍÐUMÚLA 2, l 28 REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 8856, SÍMI 685566 (3 LÍNUR), PÓSTFAX 6801 l 7.
J