Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ SÚÐAVÍK Jón Gauti Jónsson ráðinn tímabundið sveitarstjóri Súðavíkur VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stefnt sé að því að sveitarfélögin í landinu leggi fram um 15 milljónir til aðstoðar við sveitarsjóð Súðavík- urhrepps. Fj'ármagnið verður notað til að mæta útgjöldum hreppsins vegna sjóflóðanna í Súðavík. Á hreppsnefndarfundi í gær var Jón Gauti Jónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrr- verandi bæjarstjóri í Garðabæ, ráðinn sveitarstjóri í Súðavík. Ráðningin er til allt að þriggja mánaða. Sveitarstjórn Súðavíkur- hrepps átti í gær fund með nýjum sveitarstjóra og framkvæmda- stjóra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fráfarandi sveitarstjóri, sat fundinn, en hún flaug síðan til Reykjavíkur. Samvinna allra sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfé- laga hefur ákveðið að beita sér fyrir samvinnu allra sveitarfé- laga í landinu um aðstoð við Súðávíkurhrepp. Vilhjálmur sagði aðstoðina beinast að því að bæta sveitarsjóði upp tekju- missinn sem hann verður fyrir í kjölfar snjóflóðanna og útvega honum tekjur til að standa straum af kostnaði sem fylgir uppbyggingarstarfinu. I öðru lagi beinist aðstoðin að því að skoða leiðir til að bæta tjón á eignum sem ekki voru tryggðar, í þriðja lagi að veita tæknilega aðstoð, í fjórða lagi að skoða framtíðarmögu- leika byggðar í sveitarfélaginu og í fimmta lagi að veita aðstoð til að koma á skilvirkni í starf- semi sveitarfélagsins. Tekjur Súðavíkurhrepps voru um 30 milljónir króna á síðasta ári. Vilhjálmur sagði að stefnt væri að því að sveitarfé- lögin í landinu legðu Súðavíkur- hreppi til um 15 milljónir króna í aðstoð. Brýnt að koma festu á mál hreppsins „Ég held að það sé brýnast að reyna að koma festu á mál hreppsins. Fólk hefur verið upp- tekið við að hjálpa hvert öðru. Allir hafa verið meira og minna í uppnámi og það eru sterkar tilfinningar í gangi. Nú þurfum við að setjast niður og hjálpa íbúum Súðavíkur við að finna Sveitarfélög leggi fram 15 milljónir króna fótfestu,“ sagði Jón Gauti Jóns- son, nýráðinn sveitarstjóri í Súðavík. Jón Gauti sagði mikilvægt að aðstoða Súðvíkinga í sambandi við húsnæðismál, tryggingamál, hreinsunarstarf o.s.frv. Verkefn- in væru óþijótandi. Jón Gauti sagði að það yrði að ráðast hvernig mál þróuðust, en hann ætti allt eins von á að þörf yrði fyrir sína krafta í einhverja mán- uði. Formaður og framkvæmdastjóri sambands íslenskra sveitarfélaga, Almannavamaráð og Jón Gauti Jónsson, sem tímabundið hefur verið ráðinn sveitarstjóri Súðavíkur, ----------------------------------------- heimsóttu staðinn í gær. I samtali við Egil Olafsson segir Jón Gauti að brýnt sé að hjálpa íbúum Súðavíkur að fínna fótfestu á ný. JÓN Gauti Jónsson, nýráðinn sveitarstjóri í Súðavík, Þorsteinn Jó- hannsson, Iæknir, Friðgerður Baldvinsdóttir, oddviti, Krislján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði og Salvar Baldursson, bóndi í Vig- ur, skoða skenundir í einu húsanna í Súðavík í gær. STÓRVIRKAR vinnuvélar eru nú notaðar við að moka burt snjó og braki í Súðavík. Hreppsskrifstofan aftur til Súðavíkur Á borgarafundi Súðvíkinga á ísafirði í fyrrakvöld lögðu marg- ir áherslu á að hreppsskrifstofan yrði flutt til Súðavíkur sem fyrst. Jón Gauti sagði að um þetta hefði engin ákvörðun verið tekin. Það væri að sjálfsögðu stefnt að því að flytja skrifstofuna til Súðavíkur og til skoðunar væri að koma þar upp einhverri að- stöðu strax. „Við verðum að sinna fólkinu þar sem það er.“ Jón Gauti átti viðræður við Rauða krossinn í gærkvöldi um það hjálparstarf sem hann hefur verið að vinna að. Jón Gauti sagði mikilvægt fyrir báða aðila að samhæfa kraft- ana þannig að þjónustan við íbúa Súðavíkur yrði sem best. Hann sagðist hafa trú á að sér gengi vel að setja sig inn í mál Súðvíkinga. Hann sagðist þekkja nokkuð til mála á Vestfjörðum í tengsl- um við vinnu sem hann hefði unnið fyrir Vestfjarðanefnd ríkisstjórnarinnar. Mestu skipti þó reynsla sín af sveit- arstj órnarmálum. Skoðuðu aðstæður í Súðavík Vilhjálmur, Jón Gauti og Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, fóru til Súðavíkur síðdegis í gær til að skoða aðstæður á staðnum og sjá með eigin augum af- leiðingar snjóflóðanna. Almannavarnaráð ríkisins fór einnig til Súðavíkur í gær til að skoða eyðilegginguna í bænum. Ráðið hélt fund með almannavarnanefnd ísafjarð- ar að heimsókninni lokinni. Farið var yfir stöðu mála, en engar ákvarðanir teknar. Al- mannavamaráð óskaði eftir skýrslum um snjóflóðin í Súðavík og björgunarstarfið. Yfirmaður norsku rannsóknarstöðvarinnar um snjófióð til Súðavíkur Norðmenn vilja gjarna samstarf KARSTEN Lid, yfirmaður norsku rannsóknarstöðvarinnar um snjó- flóð, skoðaði aðstæður í Súðavík og í Hnífsdal í gær ásamt Össuri Skarphéðinssyni umhverfísráð- herra og Magnúsi Má Magnús- syni, snjóflóðafræðingi á Veður- stofunni. Umhverfísráðherra sagði við komuna til Reykjavíkur að að- stæður hefðu verið skoðaðar í Hnífsdal og í Súðavík. Meðal ann- ars hefði verið farið á Eyrardals- svæðið, sem talað hefði verið um sem framtíðarbyggingarsvæði Súðvíkinga, og hefði þeim litist vel á það. Hins vegar væri of snemmt að tala um hvert fram- haldið yrði en talað hefði verið um samstarf þeirra sem fást við snjó- flóðavarnir á Veðurstofunni við norska starfsbræður sína. Þarf sérstaka útreikninga Karsten Lid sagði að það væri alltaf sláandi að sjá eyðileggingtf eins og þá sem hann leit augum í Súðavík í gær en hins vegar væri ekki erfitt að skilja að snjó- flóð hefði getað fallið úr hlíðinni fyrir ofan bæinn. Það væri þó erf- itt að segja til um hversu langt flóð gæti runnið, til þess þyrfti að hafa nákvæm kort og notast við sérstaka útreikninga. Hann sagði að í Hnífsdal væru augljóslega aðstæður sem gætu skapað snjóflóðahættu og þar þyrfti að sama skapi að gæta vel að hugsanlegri ógn og gera út- reikninga. Lid sagðist hafa lagt til að sam- vinna um þessi mál gæti tekist með Norðmönnum og íslending- Morgunblaðið/Sverrir ÖSSUR Skarphéðinsson umhverfisráðherra, Magnús Már Magn- ússon snjóflóðafræðingur og Karsten Lid, yfirmaður norsku rannsóknarstöðvarinnar um snjóflóð. um. Hahn sagði að Norðmenn hefðu fíillan hug á því og vonaðist til að Islendingar væru sama sinn- is. „Loftslagið, veðurfar og lands- lag eru að mörgu leyti sambærileg á íslandi og í Noregi þannig að ég tel að beita megi sömu aðferð- um að miklu leyti,“ sagði Lid. Hann sagði að Norðmenn hefðu um 30 ára reynslu í fræðunum. „Við búum yfir einhverri þekk- ingu, betri en engri,“ sagði Lid, hógvær, að lokum. Borgarafundur Súðvíkinga Grunn- skólinn fyrst umsinn á ísafirði ísafirði. Morgunblaðið. EKKI er talið mögulegt að færa Grunnskóla Súðavíkur frá ísafirði til Súðavíkur fyrr en búið er að hreinsa allt snjóflóðasvæðið. For- eldrar, sem ætla að flytja heim til Súðavíkur á næstu dögum, leggja áherslu á að fá börn sín heim sem fyrst þannig að fjölskyldur geti búið saman. Skólamál voru efst á baugi á borgarafundi Súðavíkinga sem haldinn var á Hótel Isafírði í fyrra- kvöld. Um 130 manns voru á fund- inum. Flestir Súðvíkingar eru að snúa aftur til vinnu nú þegar at- vinnufyrirtækin í Súðavík eru að hefja starfsemi að nýju. Margir ætla að flytja inn í hús sín strax í þessari viku. Það er hins vegar ljóst að skólinn hefur ekki starf- semi í Súðavík alveg á næstunni. Á fundinum komu fram tvö sjónarmið í skólamálum. Annars vegar vildi fólk fá að hafa börnin hjá sér og að fjölskyldurnar byggju sameinaðar í Súðavík. Aðrir bentu á að börnin hefðu ekki gott af því að fara til Súðavíkur eins og nú háttar og sjá eyðilegginguna sem þar blasir við. Skólastjórinn sagði að hægt væri að skipta yngri bekkjunum og kenna bæði í Súða- vík og á ísafirði ef vilji heima- manna stæði til þess. Flestir lögðu hins vegar áherslu á að börnin fengju að vera saman í skóla. Þó engin formleg niðurstaða yrði á fundinum voru allir sam- mála um að velferð barnanna yrði að ráða ferðinni í þeim ákvörðun- um sem teknar yrðu. Snjóflóðavarnir Talsvert var rætt um snjóflóða- varnir á fundinum og greinilegt var á fólki sem býr næst snjóflóða- svæðunum, að það er hrætt við að snúa aftur við þessar aðstæð- ur. Einn fundarmaður spurði hvert fólk gæti farið í vondum veðrum. Fátt var um svör. Fram kom á fundinum að búið er að skipa ann- an snjóflóðaeftirlitsmann. I fram- tíðinni verður stöðugt eftirlit með hlíðinni fyrir ofan Súðavík. Minningar- reitur í Súðavík ísafirði. Morgunbiaðið. HJÓNIN Berglind Krist- jánsdóttir og Hafsteinn Númason, sem misstu öll þijú börn sín í siyoflóðinu sem féll í Súðavík 16. jan- úar, hafa óskað eftir því við hreppsnefnd Súðavíkur að gerður verði minningar- reitur í Súðavík um þá sem létust. Hugmynd Berglindar og Hafsteins er, að við Tún- götu og Nesveg verði plant- að tqám og komið fyrir ininningarskjöldum um þá sem létust í snjóflóðinu. Hugmyndin var kynnt á borgarafundi Súðvíkinga, sem háldinn var á ísafirði í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.