Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sögur um ástarleiki uppspuni Ég vissi það alltaf Kalli minn að þú værir bara að drullumalla í moldarflaginu Framkvæmdir í miðbænum skv. fjárhagsáætlun Reykjavíkur Flutningur Tryggva- götu stærsta verkefnið FRAMKVÆMDIR við Tryggvagötu halda áfram á þessu ári. VIÐ fyrri umræðu um fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1995 kom fram að meðal stærstu verkefna í miðbænum á árinu verður flutningur Tryggva- götu. Þá hefur verið unnið deili- skipulag að Skólavörðuholti og er áætlaður kostnaður við fram- kvæmdir 300 milljónir króna. Borgarstjóri sagði að stærsta framkvæmd í miðbænum yrði fyrsti áfangi færslu Tryggvagötu og gerð vagnstæða fyrir strætis- vagna. Verður varið 25 milljónum til verksins. Þá sé gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu vegna hönnunar í miðbænum en reynsla fyrri ára hafi sýnt að sú vinna hafi reynst tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Um er að ræða áfanga sem koma munu til fram- kvæmda árið 1996. Er gert ráð fyrir þremur milljónum til hönn- unar Austurstrætis og í Kvosinni er einnig gert ráð fyrir lagningu göngustígs frá Ingólfstorgi að Fógetagarði. Borgin kosti lóð Hallgrímskirkju að hluta Fram kom að deiliskipulags- tillaga hafi verið unnin af Skóla- vörðuholti að lóð Hallgrímskirkju. Kostnaður við framkvæmdina er lauslega áætlaður 300 milljónir að sögn borgarstjóra en einungis hluti þeirrar upphæðar ætti með réttu að greiðast af borginni. Borgarstjóri sagði það aðkallandi að ráðast í úrbætur næst kirkjunni og með sérstöðu Hallgrímskirkju í huga kæmi til álita að borgarsjóð- ur kostaði hluta framkvæmdarinn- ar þó að um lóð kirkjunnar væri að ræða. Til göngustíga og ræktunar í eldri bæjarhlutum er áætlað að veija tæplega 70 milljónum og verður haldið áfram með göngu- stíginn með sjónum í Skerjafirði neðan við flugbrautina um Naut- hólsvík að Kringlumýrarbraut. Austan við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut tekur við mal- arstígur að Reykjanesbraut og verður hann malbikaður. Þá er í fyrsta sinn gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til úrbóta fyrir hjól- reiðamenn. Til úrbóta í umferða- röryggismálum verður varið 22 milljónum að meðtöldu framlagi vegna aðgerða til að hægja á umferð í íbúðahverfum. Frágangur í Mjódd fyrir 34 milljónir Fram kom að gert er ráð fyrir 34 miiljónum króna til frágangs á svæði í norður Mjódd á horni Alfa- bakka og Reykjanesbrautar. Þar verða bifreiðastæði malbikuð, gengið frá grassvæði og aðgengi lagfært að undirgöngum undir Reykjanesbraut. Til greina þykir koma að hverfa frá lagningu ganga undir Álfabakka og við það lækkar kostnaðurinn um 15 millj- ónir. Þá er gert ráð fyrir 8 milljón- um til frágangs á torgi við Sel- jakirkju en að auki greiðir kirkjan 2,5 milljónir til þessa verkefnis. Fjárveiting til kaupa og upp- setningar á umferðarljósum er áætluð tíu milljónir króna og vegna stofnkostnaðar við götulýs- ingu eru áætlaðar 60 milljónir. Sagði borgarstjóri að gert væri ráð fyrir að að veija 60 milljónum til viðgerða á gangstéttum á árinu, 150 milljónum til götulýsinga og 70 milljónum til hreinsunar á göt- um. Til viðhalds á malbiki verður varið 220 milljónum og til snjó- hreinsunar og hálkueyðingar 160 milljónum. Loks er gert ráð fyrir að vetja 45 milljónum til merkinga á götum í umferðarskilti og um- ferðarljós. Gerð nýrra kjarasamninga Tværvikur eru til stefnu 17' JARASAMNINGAR IV hafa verið lausir frá áramótum. Er einhver von til að samning- ar náist á næstunni? „Bjartsýnismenn hafa alltaf von en það er ekki gott að segja til um hve langan tíma þetta tekur. Menn hafa verið að reyna að vinna að því að samning- ar gætu komist á áður en hér færi allt í steik vegna kosninganna." - Hvernig hafa viðræð- urnar gengið til þessa? „Viðræðurnar til þessa lofa ekki mjög góðu. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef, frá þeim sem hafa ver- ið í viðræðum fyrir hönd aðildarsambandanna, þá meta menn það svo að ár- angurinn sé ákaflega lítill og skilningur ekki nægur hvað tíminn sé naumur svo komist verði hjá einhveijum vandkvæð- um.“ - Hvaða tími er til stefnu? „Ég held að þetta verði að vera komið i ljós á næstu tveim vikum eða svo. Eftir að þingið kemur saman fer kosningabaráttan í gang og við í verkalýðsfélögunum ótt- umst að þá fari málin að snúast meira um annað en raunverulega leit að lausnum." - Verður komist hjá átökum á vinnumarkaði? „Það er erfitt að segja. Ég geri ráð fyrir að næstu tvær vikur skeri úr um það. Ef menn í okkar sam- böndum meta það svo að viljinn hinum megin dugi ekki til að koma saman tillögum, sem yrðu sam- þykktar í félögunum, þá telja menn að það þurfí að láta reyna á með einhveijum aðgerðum. Þess vegna er tíminn mjög naumur." - Hefur þá tíminn verið nýttur nægilega vel? „Nei. Það er kannski beggja sök að nokkru leyti. Við höfum ekki undirbúið okkur eins vel og hefði þurft, því æskilegast hefði verið að ekkert samningslaust tímabil hefði skapast og allar tillögur ver- ið tilbúnar fyrir áramót. Þess vegna er eðliiegt að gagnaðilar okkar segi að ekki sé hægt að ásaka þá fyrir alla þá töf sem hef- ur orðið. Við vorum hér á fundi í morgun [þriðjudag] með formönn- um landssambandanna um þau atriði sem þeir eru sammála um að eigi að gera að aðalmálum gagnvart stjórnvöldum. Það er í raun ekki búið að ganga endanlega frá þeim tillögum. Fyrr en það ligg- ur fyrir er auðvitað ekki hægt að ásaka gagnaðila um að ekki hafi verið nógu vel haldið á af hans hálfu.“ - Vinnuveitendur leggja mikla áherslu á að viðhalda stöðugleik- anum og að gera samninga með hliðstæðum kaup- breytingum ogí nálægum löndum. Eru þið sammála þessum mark- miðum? „Við erum sammála því að það er ákaflega mikilvægt að viðhalda hér stöðugleika svo menn geti séð fram í tímann hver þróunin verður og þeir samningar sem gerðir verða leiði ekki til einhverra sjálf- virkra sprenginga. Við erum hins vegar ekki sammála því að við þurfum að taka mið af þeim pró- sentutölum sem talað er um í grannlöndunum. Okkar aðstæður eru að ýmsu leyti aðrar. Hitt er rétt að við verðum að halda þann- ig á spilunum að samkeppnisstað- an út á við raskist ekki stórkost- lega.“ - Hveijar eru meginkröfur verkalýðshreyfingarinnar? ► BENEDIKT Davíðsson er fæddur á Patreksfirði 3.5.1927 og er húsasmiður að mennt. Hann var formaður Sambands byggingarmanna í aldarfjórð- ung og í stjórn SAL frá stofnun þess. Hann var kosinn forseti ASÍ í nóvember 1992. Fyrri kona hans var Guðný Stígsdóttir sem léstárið 1972. Eignuðustþau fjögur börn. Benedikt er kvænt- ur Finnbjörgu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö böm. „Kröfumar gagnvart stjómvöld- um em ekki endanlega frágengn- ar. Að því er varðar launamálin þá hafa menn sett fram tiliögur í flestum tilfellum í tvennu lagi. Annars vegar um beinar breyting- ar á Jaunatöxtum og hins vegar um ýmsar lagfæringar á öðrum kjörum, sem sumar hveijar era a.m.k. af hálfu atvinnurekenda taldar jafngilda launabreytingum. Þetta er mjög breytilegt milli sam- banda og varla hægt að tala um að fyrir liggi samræmdar kröfur. Menn benda samt sem áður á að það hafí orðið verulegur bati á árinu 1994, gagnstætt því sem spáð var. Spáð var versnandi við- skiptakjörum á seinasta ári en raunin varð veralegur bati. Við gengum út frá spám um versnandi kjör þegar við gerðum síðasta kjarasamning og gerðum því samning án kauphækkana. Við teljum okkur því eiga eitthvað smávegis inni frá tímabilinu 1994 og spárnar fyrir 1995 og 1996 era fremur jákvæðar, þannig að það ætti að vera hægt að skipta ein- hveijum verulegum hluta þessa bata út til að bæta kjörin. Við höfum svo loksins fengið staðfestingu í yfirlýs- ingu Hagstofunnar, sem við báðum um í sumar, á þeim launam- un sem hefur orðið á okkar markaði og opin- bera markaðnum á undanförnum áram. Þar sést að ríkið hefur verið að breyta launum sinna starfs- manna um 3,5% umfram almenna markaðinn. Það er innistæða sem við teljum okkur eiga inni.“ - Ef viðræður reynast árang- urslausar á næstu vikum blasir þá við að kosningabaráttan verður háð samhliða ólgandi vinnudeilum og verkföllum? „Það er ekki ólíklegt. Atkvæða- greiðslu meðal kennara er að ljúka og það er búið að boða fundi hjá nokkrum stórum félögum hjá okk- ur til að afla heimilda til verkfaífs- boðunar. Það er auðvitað ekki ólíklegt að gripið verði til ein- hverra sh'kra ráðstafana ef menn meta það svo, eftir þessa viðræðu- hrinu, að árangurinn sé ekki nægi- legur.“ Benedikt Davíðsson á því Undirbjuggum okkur ekki nægilega vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.