Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 31“ ' HREFNA BJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR KRISTJÁN NÚMIHAFSTEINSSON AÐALSTEINN RAFN HAFSTEINSSON í ykkar þungbæru sorg og leiða ykkur áfram. Guð geymi yndislegu bömin ykkar. Blessuð sé minning þeirra. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma ■ og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Markrún Óskarsdóttir og fjölskylda. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín - ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Elsku bróðir og mágkona. Við biðjum góðan Guð að hugga ykkur og geyma litlu frændsystkinin okk- ar. Guðrún og Gunnar, Guðlaugur og Dagmar. •4- Hrefna Björg ' Hafsteinsdóttir fæddist 10. ágúst 1987, Kristján Númi Hafsteinsson fædd- ist 7. október 1990 og Aðalsteinn Rafn Hafsteinsson fædd- ist 29. september 1992, börn hjón- anna Berglindar Maríu Kristjáns- dóttur, f. 12. 2. 1963, og Hafsteins Númasonar, f. 22. 3. 1951. Systkinin létust í snjóflóðinu í Súðavík 16. janúar síðastliðinn og fer útför þeirra fram frá Dómkirkjunni í dag. Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma og engu þínu minnsta bami gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu þvi, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (M. Joch.) Elsku Hafsteinn, Berglind, Valla og allir aðrir aðstandendur, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur og hugga + Ingibjörg Sig- urðardóttir fæddist í Garðinum 20. apríl 1898 og ólst upp í Hausthús- um. Hún lést á Garðvangi, dvalar- heimili aldraðra í Garði, 8. janúar síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Bjarnason og Jórunn Þórðardótt- ir. Tvo bræður átti hún, Þórð, sem er látinn, og Bjarna, sem dvelst á Garð- vangi, og þar dvaldist Ingi- björg einnig undanfarin ár. Utför hennar fór fram frá Útskálakirkju 13. janúar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp mnnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Á Garðvangi leið Ingu vel. Hún var ævinlega þakklát fyrir hlýhug og vináttu þeirra sem hjúkruðu henni þar og voru hennar stoð. Veit ég að Inga hefði viljað þakka starfsfólkinu á Garðvangi fyrir ein- staka hjúkrun og góðvild sem henni var sýnd í gegnum árin. Inga í Hausthúsum, eins og við vinir hennar kölluðum hana, var sérstaklega samvinnuþýð og ævin- lega þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Ég fullyrði að hún var sérstök kona. Hún átti til að bera þá eiginleika með sinni ljúfu Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega ltnulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. framkomu, sem urðu öðrum til eftirbreytni. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt hana leggja illt orð til nokk- urs manns. Inga var trúuð og sótti ævinlega kirkju meðan heilsan leyfði. Hún var traustur fé- lagi í kvenfélaginu Gefn og slysavarna- deild kvenna hér í Garðinum. Var hún heiðursfélagi beggja þessara félaga. Bamgóð var Inga svo eftir var tekið, og voru oft böm yfir sumartíma í Hausthús- um. Inga og Bjarni bróðir hennar tóku einnig lítinn móðurlausan dreng í fóstur, Reyni Gíslason. Veit ég að Inga bar mikla um- hyggju fyrir þessum dreng. I mörg ár var Inga með böm í stafaskóla. Mín yngri böm fengu að njóta kennslu hjá henni. Minn- ast þau enn hvað gott var að læra hjá Ingu og oft stakk hún að þeim kandísmola eða öðru góðgæti. Sigurður faðir Ingu dó af slys- föram, þá á góðum aldri, og var hans sárt saknað. Jórunn móðir hennar lifði í hárri elli í skjóli Ingu og Bjarna. Kom það í hlut Ingu að hjúkra henni þar til yfir lauk. Var það gert af mikilli umhyggju. Þá naut Inga ekki þeirra þæginda sem þykja sjálfsögð í dag. Trúlega hefur það verið erfitt, en aldrei kvartaði hún, heldur vann sín verk af trúmennsku. Ég vil þakka Ingu alla tryggð og vináttu í gegnum árin. Ég trúi því að nú líði henni vel. Megi minn- ingin lifa um þessa góðu konu. Fyrri hönd fjölskyldu minnar votta ég Bjama og öðrum ættingj- um Ingu dýpstu samúð. Marta G. Halldórsdóttir. t Elskuleg sambýliskona mín, móðir okk- ar, tengdamóðir og amma, ANNA MARI'A MAGNÚSDÓTTIR, Rauðagerði 16, Reykjavik, sem lést 16. janúar sl., verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Eirikur Jónasson, Maria Jörgensen, Eva Jörgensen, Allan Larsen og barnabörn. t Frænka mín, ÁRSÓL SVAFA SIGURÐARDÓTTIR, frá Eystra Þorlaugargerði, Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu, Reykjavík, laugardag- inn 21. janúar. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskap- ellu fimmtudaginn 26. janúar kl. 1 5.15. Útförin verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 28. janú- ar kl. 14.00. Ingibjörg Jónsdóttir. INGIBJORG SIG URÐARDÓTTIR t Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona, EVA MARÝ GUNNARSDÓTTIR, Ljósabergi 28, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, Reykjavík, föstudaginn 27. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna eða Barnaspítala Hringsins. Gunnar Ingibergsson, Gréta Jónsdóttir, Ásdís Fjóla Gunnarsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Sigurður Jón Sveinsson, Eiínbjört Halldórsdóttir. Ástkær stjúpfaðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, MAGNÚS HALLUR KRISTINSSON, Birkimel 8b, Reykjavik, lést aðfaranótt mánudagsins 23. janúar. Rúnar Andrew, Kristjana J. Þorláksdóttir, Aron Andrew Rúnarsson, Þorsteinn Kristinsson, Klara Kristinsdóttir. t Útför GUÐMUNDAR GUNNARSSONAR frá Höskuldsstöðum, Skagafirði, Sléttuvegi 7, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti Landssamtök hjartasjúklinga njóta þess, Sólveig Felixdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför elskulegrar systur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNBORGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR frá Gelti í Grímsnesi, fer fram frá Stóruborgarkirkju, Grímsnesi, fimmtudaginn 26. janúar kl. 14.00. Borghildur Brynjólfsdóttir, Sigrfður Kragh, Pálmi Kragh, Brynjólfur Kragh, Stefán Kragh, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU KRISTÍNAR KRISTENSEN, Kríuhólum 4, Reykjavík, sem lést 19. janúar sl., verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 27. janúar nk. kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðn- ir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á styrktarfélög krabbameinssjúkra eða önnur líknar- og hjálparfélög. Einar Kristinn Jósteinsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Emil Þór Emilsson, Árni Einarsson, Ásta ísberg, Jósteinn Einarsson, Guðbjörg Þóra Andrésdóttir, Lilja Einarsdóttir, Ulf Karlstrand og barnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA K. HELGASONAR frá ísafirði, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. janúar kl. 15.00. F.h. systkina og annarra vandamanna, Njáll Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.