Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Hjálmari R. Bárðarsyni: í GREIN eftir Jóhann Indriðason, sem hann nefnir „Krókur á móti bragði, átök um yfirráð yfir Stál- smiðjunni" sem birtist í Morgun- blaðinu 20. janúar sl., virðist mér nokkuð fijálslega farið með stað- reyndir varðandi smíði Magna, fyrsta stálskips, sem smíðað var á íslandi. Jóhann segist vilja rekja sögu Stálsmiðjunnar frá því hann kom þar til starfa árið 1958, en hann er í greinarlok sagður vera fyrrverandi starfsmaður í Stál- smiðjunni í 33 ár, seinnipartinn sem yfirverkstjóri. Orðrétt segir í grein Jóhanns Indriðasonar: „í ársbyijun 1974 er Gunnar H. Bjarnason verkfræðingur ráð- inn framkvæmdastjóri, en hann hafði unnið á teiknistofunni frá 1959. Gunnar sýndi fljótt að hann var maður til að taka við þessu trausta fyrirtæki, duglegur og áræðinn og hann beið ekki eftir verkefnunum, hann sótti þau. Það má kannski segja að hæst hafi risið starfsemi Stálsmiðjunnar þegar smíðaður var dráttarbáturinn Magni fyrir Reykjavíkurhöfn, fyrsta stálskipið sem byggt var á Islandi.“ Staðreyndir þessa máls eru hins vegar þær, að smíði dráttarbátsins Magna var lokið og hann afhentur Reykjavíkurhöfn 25. júní 1955, en miðað við fyrrgreind ártöl er það um þremur árum áður en Jóhann hóf störf við Stálsmiðjuna og um fjórum árum áður en Gunnar hóf þar störf sem verkfræðingur á teiknistofunni. Það er því alger fjarstæða að gefa í skyn, að Gunnar H. Bjarna- son hafi sótt þetta verkefni, smíði fyrsta stálskipsins, til Reykja- víkurhafnar eftir að hann varð þar framkvæmdastjóri í ársbyijun 1973. Þá hafði Magni verið í notk- Stálsmiðjan hf. ogfyrsta stálskip smíðað á Islandi TALIÐ frá vinstri: Geir G. Zoega formaður stjórnar Stálsmiðjunnar hf., Sveinn Guðmundsson og Benedikt Gröndal framkvæmdastjórar Stálsmiðjunnar hf., og Hjálmar R. Bárðarson skipaverkfræðingur. un meira en 18 ár hjá Reykj avíkurhöfn. Um smíði Magna hefði Jóhann getað kynnt sér staðreyndir í bók minni „FÝrsta stálskip smíðað á ís- landi“, sem út kom árið 1993. Þar er lýst í máli og myndum tækjakosti og starf- semi Stálsmiðjunnar þegar ég kom heim að loknu námi og störfum erlrendis 8. janúar 1948 og hóf störf sem skipaverkfræðingur við Stálsmiðjuna. Þá var nýsmíði stálskipa ekki verkefni sem smiðjan gat tekið að sér. Til þess vantaði bæði tækniþekkingu og ýmis verkfæri, tækjabúnað og þjálfun starfsmanna í sér- verkefnum, eins og nánar er skýrt frá í bók minni. Ef ijármagn hefði staðið til boða hefði mátt koma upp þessum tækjakosti og aðstöðu á tiltölulega stuttum tíma. Hér var hins vegar ekki laust fjármagn til reiðu, og þessa aðstöðu varð að byggja upp með því að taka fé til þess úr rekstri fyrirtækisins og nýta sem best vinnuafl eigin starfsmanna, þegar minna var um önnur verk- efni, eins og skipaviðgerðir, smíði á olíugeymum, gufukötlum og öðrum verkefnum sem hægt var að afla. Jafnvel þótt fjármagn hefði ver- ið ríkulegra til ráðstöfunar var öll fjárfesting á þessum árum háð leyfum Fjárhagsráðs. Erlendur gjaldeyrir var háður innflutnings- og gjaldeyrisleyfum og fékkst að- eins til þeirra verkefna sem úthlut- unarnefndir töldu brýnustu lífs- nauðsyn. Það var því þungur róður og erfiður öll árin 1948, 1949 og 1950 að búa í haginn að því er varðaði tækjabúnað og þjálf- un starfsmanna, þannig að hægt yrði að hefja smíði stál- skipa hjá Stálsmiðj- unni. En í því ef-ni var ekki aðeins um tæknileg atriði að ræða. Otrúlega rót- gróin var sú stað- reynd að jafnvel margir mætir menn trúðu því, að það væri of mikil bjart- sýni, að hægt væri að smíða stálskip á Islandi. Aldrei verður því nógsamlega þakkað það traust, sem Val- geir Bjömsson hafn- arstjóri Reykjavíkur sýndi mér persónu- lega og því undirbún- ingsstarfi, sem þegar hafði verið unnið, þegar hann árið 1950 fór þess á leit, að ég gerði teikningar að nýjum dráttarbáti fyrir Reykjavíkurhöfn, ásamt smíðalýsingu og kostnaðaráætlun miðað við að skipið yrði smíðað hjá Stálsmiðjunni. Þótt frumteikn- ingar og smíðalýsing lægi fyrir í ársbyijun 1951 var samningur um smíðina ekki undirritaður fyrr en 28. apríl 1953. Daginn áður, þ.e. 27. apríl 1953, var haldinn aðalfundur Stál- smiðjunnar hf. Stjórnarformaður var þá Geir G. Zoéga, og fram- kvæmdastjórar Stálsmiðjunnar hf. voru þeir Benedikt Gröndal for- stjóri Hamars hf. og Sveinn Guð- mundsson forstjóri Héðins hf. í fundargerðarbók þessa aða- fundar Stálsmiðjunnar hf. er skráð eftirfarandi bókun: „Formaður minntist þess, að hafnarstjórn hef- ur samþykkt að taka tilboði Stál- smiðjunnar hf. um smíði á dráttar- bát fyrir Reykjavíkurhöfn. Hafa framkvæmdastjóramir ásamt Hjálmari R. Bárðarsyni undan- farna mánuði unnið að framgangi þessa máls. Lét formaður í ljós að ástæða væri til þess að fagna því að hafnarstjórn hefur sýnt fé- laginu það traust að fela því smíði þessa fyrsta stálskips, sem smíðað hefur verið hér á landi. Fram- kvæmdastjóramir gáfu síðan nokkrar upplýsingar, m.a. að samningsverðið væri tæpar 6,5 milljónir kr., og ætti skipið að verða fullgert um áramótin 1954-55. í skipinu er 1.000 ha. dieselvél. Flutti formaður fram- kvæmdastjóram og Hjálmari R. Bárðarsyni þakklæti fyrir störf þeirra öll til framgangs máli þessu, og tók fundurinn undir með lófa- taki.“ í bók minni er síðan lýst smíði skipsins í máli og myndum, svo og sjósetningu og afhendingu 25. júní 1955 eins og fyrr segir. Það er von mín að þessarar frumraunar íslenskrar stálskipa- smíði verði áfram minnst og rétt tímasett, enda er hér um að ræða upphafsþátt þeirrar iðngreinar á íslandi. Megi íslensk stálskipa- smíði áfram þróast og dafna til hagsbóta fyrir þjóð þessa eylands um ókomin ár. HJÁLMAR R. BÁRÐARSON, Álftanesvegi, Álftanesi. ÚRVAL* 15 nætur 79.287 kP. Á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á La Cabana. 15 nætur í Flórída 48.576 kr. Á mann m.v. tvo fullorðna og þrjú börn (2ja til og með 11 ára), gist a Shorewalk. 2 vikur á Spáni 48.485 kp. Á mann m.v. tvo fullorðna 03 eitt barn (2ja til og með 11 ára), gist a Gemini. Verðdæmi miðast vi Lágmu Hafnarfirði: sími 565 23 66, A Selfossi: sími 21666, Aku - og hjá umboðsmönr, Barcelona 2 vikur 65.231 kr. Á mann í tvíbýli, gist á Hotel Sol Apolo. Danmörk 1 vika 41.816 kP. Á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), sumarhús við Slagelse. AlBufeira 2 sólarvikur á Algarve A mann m.v. tvo fullorðna og þrjú börn (2ja til og með 11 ára), gist á Brisa Sol. esia 2 sólarvikur á Algarve 47.188 kP. 43.115 kr. A mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á Pinhal Falésia Apartments 'iala 1I1: ifilma Bala Vinas 2 sólarvikur á Mallorca 2 sólarvikur á Mallorca 2 sólarvikur á Mallorca 41.361 kr. 54.145 kr. 45.366 kr. Á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á Torre Blanca. Á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til Á mann m.v. tvo fullorðna og eitt barn (2ja til og með 11 ára), gist á Royal Playa de Palma. og með 11 ára), gist á Barceló Cala Vinas. Matjaluf 2 sólarvikur á Mallorca 2 sólarvikur í Gríska Eyjahafinu 2 sólarvikur á ströndum Tyrklands 49.867 kr. 82.635 kr. 68.263 kr. A mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á Royal Magaluf. Arulia A mann m.v. tvo fullorðna og eitt barn (2ja til og með 11 ára), gist á Kipriotis. Sarasota A mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á llayda Club. Sittjes T hafa 61 s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.